Morgunblaðið - 21.09.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.09.2007, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Úlfur ChakaKarlsson fædd- ist í Reykjavík 5. apríl 1976. Hann lést á Landspít- alanum 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Th. Rögn- valdsdóttir kvikmyndagerðar- maður, f. 1953, og Charles S. Dalton, almannatengsla- stjóri veitustofnana í Eugene, Oregon, BNA, f. 1953. Foreldrar Önnu voru hjónin Jórunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri, f. 1920, d. 1987, og Rögnvaldur Ólafsson tæknifræðingur, f. 1922, d. 2004. Síðari kona Rögnvalds er Ragn- heiður Garðarsdóttir fyrrv. tækniteiknari, f. 1936. Foreldrar Charles eru hjónin Juanita Dal- ton-Robinson fyrrv. fram- kvæmdastjóri, f. 1926, og Char- les A. Dalton fjármálastjóri, f. 1921, d. 2004, í Cleveland Ohio BNA. Síðari maður Juanitu er William Robinson, f. 1932. Hinn 6. september síðastliðinn kvæntist Úlfur Sigrúnu Hólm- geirsdóttur, f. 1970. Dóttir henn- ar er Ilmur Arnarsdóttir, f. 2000. Foreldrar Sigrúnar eru hjón- in Rannveig Sig- urðardóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 1947, og Hólmgeir Hreggviðsson veiðieftirlitsmaður, f. 1949. Úlfur ólst upp í Vesturbænum, gekk í Melaskóla og Hagaskóla og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahríð árið 1998. Úlfur vann við tónlist, lengstum með hljómsveitinni Stjörnukisa er hann stofnaði ásamt fleirum á menntaskóla- árum sínum og var starfandi í hartnær áratug. Úlfur útskrif- aðist úr myndlistadeild Listahá- skóla Íslands vorið 2003. Vetur- inn 2004-2005 stundaði hann nám í heimspeki og japanskri sögu og menningu í Háskóla Ís- lands. Veturinn eftir, 2005-2006, starfaði hann við Centre of Con- temporary Art í Kitakyushu í Japan sem gestalistamaður í rannsóknardvöl. Útför Úlfs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er með djúpri sorg í hjarta að ég kveð minn glæsilega, ástríka, hug- rakka og skapandi sonarson. Efst í huga mínum er hlýja brosið hans, svöl kímnigáfa, óbilandi styrkur hans og kjarkur. Alls þessa mun ég sakna. Ég áfellist sjúkdóminn, sem stytti veru Úlfs hér meðal okkar, en dáist jafnframt að því hvað Úlfur var til þess búinn að takast á við tilraunir í meðferðarúrræðum, sem ég trúi og veit að styrktu trú hans á vonina um lengra líf og möguleikana á að halda áfram að skapa, læra og deila sínum miklu hæfileikum með öðrum. Úlfur elskaði lífið. Það kom svo greinilega fram í tónlistinni hans, öðrum listrænum hæfileikum og þrá hans eftir að hitta nýtt fólk, ferðast og skoða heiminn. Úlfur elskaði okk- ur, bandarísku fjölskylduna sína. Við elskuðum hann líka og það vissi hann. Ég dáðist að því í hvert skipti sem hann, ungur drengur, lagði í langferð til að hitta föður sinn handan við haf- ið; alla leið til Eugene í Oregon-ríki við Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Heimleið Úlfs úr þessum ferðum lá alltaf um Cleveland, í Ohio-ríki, þar sem amma bjó. Þaðan fór ég, amma, síðan aftur með hann til New York, þar sem hann hitti frændsystkin sín, skoðaði borgina og hélt síðan heim á leið til Íslands. Þau ár sem þessar heimsóknir voru reglulegar var Úlfur alltaf jafn sjálfum sér samkvæmur, öruggur og ánægður með samveruna við föður sinn og frændsystkin. Svo ótalmargt gæti ég rifjað upp, sem minnir á sterka sjálfsmynd og frábæra kímnigáfu Úlfs, sem komu í ljós strax í barnæsku. Eins og þegar hann sagði við mig, átta ára gamall: „Æ, góða amma, gleymdu þessu, þú átt bara aldrei eftir að ná þessu,“ þegar ég var að reyna að bera fram orð á íslensku við hann. Og þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað hann söng vel og sagði honum að mér fynd- ist að hann ætti að fara í söngtíma var svarið: „Amma, rokkstjörnur fara ekki í söngtíma!“ Þegar ég veiktist og gekkst undir skurðaðgerð í Reykjavík heimsótti Úlfur mig á sjúkrahúsið daglega. Alltaf kom hann á hjólinu sínu og við áttum langar samræður. Þegar mér fór að batna fórum við saman í leik- hús að sjá „Litlu hryllingsbúðina“. Úlfur var aðeins átta ára gamall þeg- ar þetta var, en hann hvíslaði að mér jafnóðum bæði framvindu leiksins og söngtextum, svo ég missti ekki af neinu. Það lá ljóst fyrir strax í upphafi að Úlfur var gáfaður, líflegur og ein- staklega fallegur drengur og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í mótunarárum hans. Úlfur lærði fljótt ensku svo við gátum haft sam- skipti á sama tungumáli og samband okkar dýpkaði þrátt fyrir landfræði- lega fjarlægð. Eftir að ég tileinkaði mér tölvutæknina urðu samskipti okkar Úlfs ennþá tíðari. Hann var orðinn hugsandi og gefandi fullorðinn maður. Síðasta samtal okkar fór fram í síma, þegar hann hringdi af sínum sjúkrabeði til þess að vita hvernig mér liði, þar sem ég lá sjálf á sjúkra- húsi. Þó að Úlfur sé ekki lengur með- al okkar, þá skilur hann svo mikið eft- ir af sjálfum sér. Og fyrir það er ég svo þakklát. Juanita, amma Úlfs. Það er sárt að kveðja þig, gamli vinur. Fyrir mér hefur þú alltaf verið til, alltaf verið órjúfanlegur hluti af því mengi sem ég er. Í minningunni veit ég stundum ekki hvar ég enda og þú byrjar, samkvæmt skynjun bernskunnar erum við sama veran. Það svíður þegar ég uppgötva að hlutverk þitt í lífi mínu hefur tekið á sig aðra mynd. Sviðinn er þó ljúfsár því þú áttir svo sannarlega hvíldina skilið. Mér líður eins og ég sé fyrst í dag að uppgötva þann mikilfengleika sem alltaf bjó í þér. Ég þakka Guði af öllu hjarta fyrir sorgina, því hún skerpir þá mynd sem ég ber af þér í huga mér. Sorgin innsiglar böndin á milli okkar, hún innsiglar upplifun mína af þér á sterkari hátt en nokkur önnur tilfinning. Það er gott, því sú upplifun þarf að endast mér ævina á enda. Þú hefur verið með mér frá upp- hafi kæri vinur, við lékum okkur sam- an, við tókum háaldraðir skírn sam- an, skemmtum okkur saman, gengum í menntaskóla saman, tókum innvígslu í hugleiðslu saman, stund- uðum yoga saman, og urðum á end- anum svilar. Við gáfum margt og þáð- um margt af hvor öðrum. En nú fetum við slóðann ekki samstiga leng- ur. Þú hefur lokið þínu verkefni í þetta sinnið. Þú laukst því með styrk, auðmýkt, virðuleik og þeirri fegurð sem einkenndi allt sem þú gerðir. Þú kvaddir í kærleika. Ilurinn þinn situr eftir. Ég ylja mér við minninguna um þig. Minn- ingar sem mér þótti áður vænt um fá á sig dýrmætan, næstum helgan blæ þegar ég lít til baka í dag. Þær eru kryddaðar þeim kærleika sem ríkti á milli okkar, kærleika sem kom ekki alltaf fram í hversdeginum en brýst nú fram eins og vorleysing hjartans. Mig langar að lauga þig í þessum til- finningum, og hitti fyrir minningu. Minningu um vin sem ég elska, og mun elska áfram sem hluta af sjálfum mér. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa þekkt þig, vinur minn Úlfur. Nú heldur þú áfram, hver veit nema við hittumst síðar. Kaliya Namastu, Blessaður sért þú. Bergsteinn. Minningar: sá staður þar sem hlutir gerast öðru sinni. (Paul Auster) Ég sá hann fyrst sólbjart sumar- kvöld þar sem hann sat á útidyra- tröppunum við heimili mitt og horfði beint í augun á mér. Leikur í augna- ráðinu sem var þó ekki alveg laust við ögrun. Ég var að koma frá útlöndum og á meðan hafði hann kynnst dóttur minni, 17 ára. Og ætlaði ekkert að bíða með það að kynna sig. Hann var óneitanlega sláandi fal- legur. Svo fallegur og hreinskiptinn í fyrirætlan sinni að hann sló öll vopn úr höndum mér. Böndin urðu strax óvenjulega náin. Hann kom inn í fjöl- skyldulíf okkar eins og hann ætti þar heima, tók sinn sjálfsagða sess þar af slíku öryggi og tilgerðarleysi að aug- ljóst var að í honum fór óvenjulegur persónuleiki. Styrkur hans sannaðist líka á næstu vikum því þær liðu ekki margar þangað til hann var greindur með hvítblæði. Enginn getur gert sér í hugarlund hvað slíkur dómur þýðir fyrir 22 ára mann sem enn er svo stutt frá upp- hafinu að lífsstrengurinn virðist ein- ungis tengjast ódauðleikanum. En þau Úlfur Chaka og Elín, dóttir mín, voru frá fyrstu stundu knúin til að móta sitt samlíf að því sem að hönd- um bar en ekki að því sem er flestra ungra draumur. Urðu fullorðin á ör- skammri stund. Uppfrá því hafa í fjölskyldunni verið tveir Úlfar, okkar eigin Úlfur litli – bróðir Elínar – og svo Úlfur stóri, eða Úlfur minn hinn, eins og mér var tamt að kalla hann. Minn auka Úlfur – eins og hann kall- aði sig sjálfur. Það var eins og skyld- leiki fylgdi nafninu að flestu leyti en því að annar var ljós en hinn dökkur. Báðir óvenjulega hávaxnir og grann- ir, jafnvígir á tónlist og myndlist; fylgnir sér. Báðir með þessa hljóm- fögru bassarödd. Það var Zulu-blóð í honum Úlfi Chaka eins og nafnið hans ber vitni um og hann leit á það sem styrk sinn. Æðrulaus fyrst og fremst, en líka hugrakkur og fluggreindur. Einstak- lega orðheppinn og skáld í hjarta sér. Oft sposkur og svolítið einrænn – ekki síst þegar erfiðustu stundirnar gengu yfir – en líka með afbrigðum skynugur. Hann hafði venjufremur sterka viðveru; það fór ekki framhjá neinum hvar hann fór. Á þeim níu árum sem eru liðin síð- an við kynntumst Úlfi hefur allt það sem flestir óttast mest ítrekað dunið á. En því fylgdi margt það fallegasta sem upplifa má í gegnum vinskap. Ekki bara á góðum stundum heldur líka á þeim erfiðu. Reynsla þeirra El- ínar af þremur lyfjameðferðum og einni stofnfrumuígræðslu setti mark sitt á þau bæði. Hvorugt lét þó nokkru sinni deigan síga. Einungis einu sinni mátti merkja alvöru bar- áttunnar í orðum Úlfs sjálfs – snemma í vor. Þá sendi hann mér línu og sagði: „Hér er unnið hörðum höndum dag og nótt. Eitt takmark að leiðarljósi.“ Eftir fimm ár urðu kaflaskil í lífi Úlfs og Elínar þótt þau héldu vissu- lega áfram að deila sorgum sínum og sigrum. Elín fór því til hans til Sví- þjóðar til að vera hjá honum eftir fyrri ígræðsluna og Úlfur lagði á sig langferð til Berlínar til að kveðja hana í vetur, áður en hann hélt í þá síðari. Síðustu misserin hafði Úlfur eign- ast nýja fjölskyldu, þær Sigrúnu og Ilmi. Báðar kom hann með í heim- sókn til okkar og sýndi okkur þannig vinskap sinn og trúnað – og löngun til að eiga með þeim framtíð. Daginn sem Úlfur lést vorum við Hansi á leiðinni til hans – eins og á okkar fyrsta fundi að koma rakleitt frá út- löndum. Það eru átakamiklar tilfinn- ingar sem hverfast í brjóstum manna er ástvinir þeirra skilja við. Þá elsku er Sigrún og Anna móðir hans sýndu okkur þann dag með því að taka okk- ur opnum örmum og leyfa okkur að kveðja Úlfinn Chaka á jafn tilfinn- ingaþrunginni stundu gleymist ekki. Hugur okkar allra er hjá þeim, Char- les pabba hans – og á þeim gjöfula stað minninganna „þar sem hlutirnir gerast öðru sinni“. Fríða Björk Ingvarsdóttir. Við gömlu vinirnir úr C bekknum í Melaskóla minnumst Úlla með hlýju. Orðin sem koma upp í hugann eru umhyggjusamur, ljúfur, skemmti- lega stríðinn, húmoristi, gestrisinn, fannst gaman að koma fram en þó hógvær og feiminn í eðli sínu. Ófá skipti vorum við bekkjarfélag- arnir heima hjá honum á Hagameln- um, að spila, borða, dansa, æfa leikrit, framkvæma símaöt og bralla ýmis- legt. Í dag dáumst við að umburð- arlyndi móður hans gagnvart okkur. Þar var Úlli oft í aðalhlutverki að sýna okkur hinum söng og dans. Oft- ast byrjaði atriðið á því að hann sneri baki í okkur þegar við sátum full aðdáunar á rúminu hans og biðum þess að hann tæki Michael Jackson danssporin fyrir okkur. Thriller! Grifflur, vesti, gulur sumarjakki, appelsínugul glimmerjakkaföt á jóla- skemmtun, alltaf með flottan smekk og algjörlega laus við að hafa áhyggj- ur af því hvað öðrum fyndist. Bekkurinn var sérstakur að því leyti að stelpur og strákar léku sér alltaf saman. Við pössuðum upp á hvert annað og tengdumst sterkum böndum. Úlli átti mikinn þátt í því að halda okkur saman og bauð ávallt bæði stelpum og strákum í afmælið sitt. Hann var svo hátt skrifaður hjá stelpunum að hann fékk boð um að koma í hinn fræga Madonnu-klúbb. Eins leyfðu strákarnir honum að vera með í fótboltanum þótt það væri ekki hans sterkasta hlið. Í seinni tíð hélt hann góðum tengslum við mjög marga í bekknum, miðlaði fréttum og kom að því að kalla hópinn saman reglulega. Þegar við stofnuðum hljómsveit í 10 ára bekk, þá beið sveitin ásamt ba- kröddunum frammi í stofu hjá ömmu hans á meðan Úlli æfði sig af kappi, ýmist inni á baði eða í herberginu sínu – enda var hann með svo mikinn sviðsskrekk að hann átti erfitt með að syngja fyrir framan hina. Þetta vand- ist síðan af honum, hann stofnaði hljómsveit og auðvitað varð hann söngvari. Á þessum árum myndaðist traust vinátta sem hefur haldist síðan. Við minnumst góðs vinar. Hans verður sárt saknað í hópnum. Við vottum öll- um ástvinum hans okkar dýpstu sam- úð. C bekkurinn, Melaskóla. Úlfur Chaka var hann nefndur og vísar nafnið til uppruna hans úr ís- lenskum og afrískum jarðvegi. Glæsi- legur á velli, vakti athygli hvar sem hann fór. Framkoman var þægileg og eðlileg, brosið feimnislegt en undir rólegu fasinu fór þroskaður maður með víðtæka þekkingu, ígrundaðar skoðanir og góða kímnigáfu. Þannig kom Úlfur fyrir. Á síðustu árum Úlfs hittumst við mest á götuhornum og í fjölskylduboðum. En ég þóttist alltaf eiga meira í þessum tveggja metra manni en gekk og gerðist. Við Anna Theodóra móðir Úlfs hjálpuðumst að þegar synir okkar voru litlir og pöss- uðum hvor fyrir aðra. Þannig fékk ég hlutdeild í bernsku Úlla og í gegnum vináttu hans við son minn fylgdist ég með honum breytast úr barni í full- þroska mann. Snemma komu í ljós sjónrænir hæfileikar Úlfs. Hann var afburða teiknari eins og hann átti kyn til. Áhugi á bókmenntum, tónlist og heimspeki kviknaði á unglingsárum og þessi hugðarefni sameinaði hann í list sinni. Hann var næmur á tíðar- andann og leitaði ég stundum til hans um menningargreiningu og kom allt- af fróðari af hans fundi. Í sjúkdómsstríði sínu sem staðið hefur yfir með hléum í um áratug sýndi hann af sér hetjulund. Hann baðst undan vorkunsemi en tjáði stöðu mála á raunsæjan hátt. Spurði svo kannski hvort ég hefði ekki eitt- hvað skemmtilegra að tala um. Það er erfitt að kveðja ungan mann sem átti svo margt ógert. Maður ylj- ar sér þó við minninguna um hann sem öll er falleg hvar sem niður er borið. Hann hefur skreytt tilveru okkar um allt of skamma hríð, fyrir það þökkum við að leiðarlokum. Halldóra Thoroddsen. Elsku Úlli, Úlfur, Úlfur minn. Minn kæri vinur. Ég sé þig og heyri í þér. Hvar sem ég drep niður fæti í minn- ingunum. Fallegt bros, fallegt hjarta, innilegt og hlýlegt faðmlag, frá þér til mín. Hef þekkt þig meira en hálfa æv- ina mína. Í skólanum, á kaffihúsi, úti á götu, uppi á sviði, tónlistarmaðurinn, tilraunamaðurinn (það var flott), hangandi tvö í sófa að bíða og grúska á meðan. Gafst mér styrk. Ég datt á gólfið í morgun, nei, nei, nei. Frá mér til þín. Mér þykir svo vænt um þig. Ég syrgi þig og votta öllum þeim sem syrgja þig samúð mína. Ég sé þig vel og heyri enn í þér. Þín vinkona Dögg. Fallinn er frá góður vinur minn, Úlfur, langt fyrir aldur fram. Okkar tengsl voru þau að sonur minn, Bogi, og Úlfur, eða Úlli eins og hann var kallaður, voru góðir vinir. Í um ára- tug hefur Úlfur átt í baráttu við illvígt hvítblæði, baráttu sem hann ætlaði að hafa betur í, en varð að lúta í lægra haldi. Ég er búin að þekkja Úlf frá því að hann var unglingur, séð hann vaxa, verða stúdent, klára Listaháskólann. Fara í Háskóla Íslands til að læra japönsku, fara til Japans til að halda þar áfram námi, alltaf með veikindin yfirvofandi. Já, hann Úlfur minn var stórmenni, það vitum við sem þekkt- um hann. Alltaf stutt í fallega brosið hans, sama á hverju gekk. Á góðri stund var hann glaður og kátur. Þau eru orðin nokkur matarboðin hér á heimili mínu, því ég vissi að ef mig langaði að hitta hann gat ég do- blað Úlla í mat til okkar. Þá var oft spjallað um framtíðina sem oft virtist svo björt. Eitt sinn þegar ég hringdi í hann til að fá hann í mat sagði hann mér að hann væri kominn með konu og barn. Ég hélt nú að það væri í lagi og bauð þær velkomnar, Sigrúnu, konu Úlfs, og Ilmi, dóttur hennar, sem ég er viss um að hafa hjálpað Úlla mínum síðustu árin hans. Nú kveð ég ungan mann sem ég leit mikið upp til, bið almættið að taka vel á móti honum og vernda hann að eilífu. Góður Guð, varðveittu Sigrúnu og Ilmi, mömmu hans og pabba og alla ástvini hans og vini sem eiga um sárt að binda. Jóna L. Sigursteinsdóttir. Við Ella kynntumst Úlfi og Elínu í Granada á Spáni um vorið 2002, þar sem við vorum nágrannar í Albaícin hlíðinni, og urðum fljótt góðir vinir. Á þeim tíma var Úlfur fullfrískur og hafði verið um skeið. Við hittumst oft og nutum þess að borða úti á þakver- öndinni með fjallið Sierra Nevada og márahöllina í augsýn, grilluðum ferskmeti og sjávarfang sem við höfð- um keypt á markaðinum, og um- kringd appelsínutrjám ræddum við um heima og geima. Á hvítkölkuðum veggjunum skriðu eðlur, og við sól- setur sveimuðu leðurblökur í kring. Úlfur Chaka Karlsson Í allar áttir, að eilífu - sjáumst í tímarýminu. Þín Elín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.