Morgunblaðið - 21.09.2007, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Páll Sigurðssonfæddist á Eyr-
arbakka 17. októ-
ber 1916. Hann
andaðist 16. sept-
ember síðastliðinn
á líknardeild Land-
spítala á Landa-
koti. Foreldrar
hans voru hjónin
Sigurður Guð-
mundsson, banka-
maður á Eyr-
arbakka og síðar á
Selfossi, f. 26.11.
1878, d. 22.5. 1976,
og Sigríður Ólafsdóttir, hús-
móðir, f. 5.3. 1886, d. 12.8. 1986.
Páll átti níu systkin: Baldur
(látinn), maki Ingibjörg Heiðdal;
Guðmund (látinn), maki Ásta
Hjálmtýsdóttir (látin); Ástríði
(látin), maki Lúðvík Guðnason
(látinn); Hlíf (látin), maki Guð-
mundur Á. Böðvarsson (látinn);
Ólaf (látinn), maki Soffía Þor-
kelsdóttir (látin), þau skildu, bjó
síðar með Ólöfu Símonardóttur
(látin); Geirmund (látinn), maki
Fanney Ófeigsdóttir; Garðar,
maki Inga Benediktsdóttir; Ingi-
björgu, maki Guðjón Karlsson; og
Sólrúnu, maki Sigurður Eyberg
Ásbjörnsson (látinn).
Páll kvæntist eiginkonu sinni
f. 14.3. 1973; Pál Rafnar, f. 28.5.
1977, og Þórunni Rafnar f. 6.9.
1979. Börn Aðalheiðar Ingu eru
Ingibjörg Þórunn Ingvadóttir, f.
8.3. 2002, og María Svanfríður
Malmquist, f. 13.3. 2006. Valgeir
og Margrét eiga tvær dætur:
Heiðdísi, f. 7.10. 1982, maki Er-
ling Tómasson, f. 10.11. 1978, og
Ingu Rós, f. 11.11. 1984.
Páll stundaði nám í Barnaskól-
anum á Eyrarbakka og síðan á
Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Eftir það stundaði hann nám í
Verzlunarskóla Íslands og lauk
þaðan prófi 1937. Að námi loknu
starfaði hann nær eingöngu við
bókhalds- og skrifstofustörf,
fyrst í versluninni Höfn á Sel-
fossi, síðar hjá fyrirtækinu Litir
og Lökk í Reykjavík, Kaupfélagi
Árnesinga á Selfossi og Samein-
uðum verktökum á Keflavíkur-
flugvelli. Árið 1956, eða um það
leyti sem hann og Ingigerður
fluttust til Reykjavíkur, hóf hann
störf í Stálsmiðjunni hf. og svo
hjá Vélsmiðjunni Héðni hf. Árið
1966 hóf hann störf hjá Sauðfjár-
veikivörnum ríkisins og síðar hjá
Framleiðsluráði landbúnaðarins,
en lét þar af störfum 1986 fyrir
aldurs sakir. Eftir það vann hann
í hlutastarfi í rúman áratug á
skrifstofu lögmanna og endur-
skoðenda í Skeifunni 11.
Útför Páls verður gerð frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfn-
in kl. 13.
Ingigerði Nönnu
Þorsteinsdóttur hinn
11.11. 1944. Hún
fæddist í Reykjavík
23.5. 1920 og lést
5.6. 1982. Hún var
dóttir hjónanna Þor-
steins Árnasonar,
vélstjóra, f. 9.12.
1895, d. 23.3. 1970,
og Ástu Jónsdóttur,
húsmóður, f. 11.9.
1895, d. 27.8. 1983.
Þau Páll og Ingi-
gerður hófu búskap
sinn á Hverfisgötu
59 í Reykjavík. Árið 1946 fluttust
þau á Selfoss, þar sem þau
bjuggu um tíu ára skeið. Þá flutt-
ust þau að nýju til Reykjavíkur.
Síðustu æviárin bjó Páll í Hæðar-
garði 35.
Páll og Ingigerður eignuðust
tvo syni: Þorstein, ritstjóra
Fréttablaðsins, f. á Selfossi 29.10.
1947, maki Ingibjörg Rafnar,
fyrrverandi hæstaréttarlögmað-
ur, f. 6.6. 1950; og Valgeir, hrl.,
lögfræðing hjá Trygginga-
miðstöðinni hf., f. á Selfossi 14.2.
1953, maki Margrét Magnús-
dóttir, hjúkrunarforstjóri, f. 28.
maí 1955. Þorsteinn og Ingibjörg
eiga þrjú börn: Aðalheiði Ingu, f.
14.9. 1974, maki Skúli Malmquist,
Fátt er eins gott, eins huggandi,
eins uppbyggilegt og það að eiga
sér athvarf þar sem minningar vilja
dvelja. Og það er svo hlýtt að
hverfa í huganum aftur í faðminn
hans afa sem alltaf beið útbreiddur.
Þær eru hugkvæmar stundirnar
sem við vörðum heima hjá Páli afa
og Ingu ömmu. Þar var alltaf svo
friðsælt og ævinlega bjart yfir, eins
konar draumaveröld þar sem
ímyndunaraflinu var gefinn taumur
laus og afi var iðulega með í leikn-
um. Hann var alla tíð grúskari,
drátthagur og handverksmaður.
Ennfremur hafði hann unun af því
að miðla áhuga sínum til okkar
barnabarnanna, sýna hvernig
höndla ætti ýmis tól og kenna sitt-
hvað um heiminn eða lofa okkur
öllu heldur að uppgötva af eigin
rammleik, því það var hans háttur
að laða fram fremur en að leggja á.
Sama máli gegndi um tilsögnina
sem hann veitti okkur um hegðun
og mannasiði sem byggðist síður á
boðum og bönnum en á fordæmi og
hæglátu spjalli. Það var auðvelt að
skilja hvað var gott og rétt þegar
afi var nálægur.
Hann leitaðist við að kenna okkur
að bera skynbragð á hið undra-
verða og fagra í veröldinni, með því
að vísa á smáu hlutina sem svo auð-
veldlega hverfa í skugga hins stóra
og hávaðasama. Það gátu verið lit-
brigði í berjalyngi eða hljómfall
náttúrunnar. Þá þurfti að leggja við
hlustir, píra augun og sýna þolin-
mæði. Hann kenndi barnshuganum
að undrast og fyllast aðdáun, ekki
síst á því sem vart varð eftir tekið.
Þegar fram liðu stundir og við
systkinin hófum háskólagöngu,
hvert á sínu sviði, nutum við góðs af
fróðleiksþorsta afa, umhyggju hans
og áhuga á því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Hann gaukaði að okk-
ur lesefni sem rímaði vel við áhuga-
svið hvers um sig, því hann var
næmur á það hvert hugir okkar
stefndu. Ævinlega gátum við geng-
ið að því vísu að afi væri tilbúinn að
ræða málin í þaula og aldrei komum
við að tómum kofanum. Hann kunni
að varpa fram spurningum sem
manni hugkvæmdust ekki sjálfum
og gat vísað vítt og breytt um gátur
og viðfangsefni mannsandans.
Samræður áttu hug hans allan og
oft fóru þær fram á göngu um fjöll
og firnindi, því afi var bæði nátt-
úruunnandi og útivistarmaður.
Langt fram á níræðisaldurinn lagði
hann í fjallgöngur. Við gátum
spjallað um heima og geima, því afi
var ekki bara vingjarnlegur að eðl-
isfari, hann var líka svo góður vinur
okkar. Það voru góðar stundir sem
aldrei líða úr minni.
Það var einkennandi fyrir Pál afa
hvað hann var frjálslyndur og opinn
fyrir nýjum viðhorfum. Aldrei vís-
aði hann neinu afdráttarlaust á bug
að óathuguðu máli heldur tók hann
fjölbreytni fagnandi og átti auðvelt
með að endurskoða eigið gildismat,
því kreddufesta og tepruskapur
voru eitur í hans beinum. En kjarn-
inn var alltaf samur, hann byggði á
bjargfastri sannfæringu og heilind-
um.
Nú hefur elsku afi kvatt okkur í
hinsta sinn en hann mun lifa í minn-
ingu og vonandi í þeim vísdómi sem
hann veitti okkur. Við systkinin
höfum borið gæfu til að eiga hann
til eftirbreytni og þó það muni ekki
reynast auðvelt að lifa jafn vel og
hann, þá er dýrmætt að eiga æv-
inlega svo góða og holla minningu.
Páll Rafnar Þorsteinsson,
Aðalheiður Inga Þorsteins-
dóttir Rafnar og Þórunn
Rafnar Þorsteinsdóttir.
Þegar við hugsum til baka rifjast
upp margar góðar minningar um
afa Pál.
Afi kunni svo sannarlega að njóta
lífsins. Hann var mikill náttúruunn-
andi og kom oft með okkur fjöl-
skyldunni í sumarhúsin í Þrætu-
horni og ferðaðist með okkur um
landið. Saman gengum við upp um
fjöll og firnindi og aldrei blés afi úr
nös. Allt fram á tíræðisaldur var
hann við góða heilsu sem hann
þakkaði eflaust göngutúrunum og
signum fiski. Það má því með sanni
segja að þar hafi verið á ferðinni
heilbrigð sál í hraustum líkama.
Alltaf tók afi vel á móti manni,
klappaði kröftuglega á herðarnar
og sagði „sæl frænka“. Við áttum
margar góðar stundir og ræddum
gjarnan um allt milli himins og
jarðar. Afi Páll var vel að sér um
málefni líðandi stundar. Allt fram á
síðasta dag hafði hann mikinn
áhuga á því sem var að gerast í
kringum hann, hvort heldur sem
var í fjölskyldunni, hjá vinum eða
úti í þjóðfélaginu. Ávallt hafði hann
góða bók við hönd eða tímarit á
borð við Newsweek.
Hann sýndi mikinn áhuga á öllu
því sem við tókum okkur fyrir
hendur, spurði reglulega um vin-
konurnar og fannst alltaf svo
spennandi að vita hvað unga fólkið
væri að gera. Hann gaf óspart til
kynna hve stoltur hann var af öllum
barnabörnunum, bæði í námi og
starfi. Hann var ávallt fús að veita
okkur hjálparhönd og létta undir
með okkur við námið. Hann sýndi
okkur systrum ómetanlegan stuðn-
ing í tónlistarnáminu, hjálpaði okk-
ur við að eignast hljóðfærin og var
alltaf til í að hlusta á þau verk sem
voru á æfingaprógramminu hverju
sinni. Náminu okkar síðar meir
sýndi hann sérstakan áhuga og rök-
ræddi læknavísindin við okkur fram
og til baka.
Afi dvaldi töluvert erlendis hjá
Þorsteini og Ingibjörgu á seinni ár-
um og þótti honum þá ekkert sjálf-
sagðara en að við fengjum afnot af
íbúðinni þegar fór að nálgast próf
og lesturinn ágerðist. Sömuleiðis
skiptumst við á að fá Lancerinn
gamla lánaðan, sem reyndist jafn
langlífur og afi.
Afi var einstaklega heiðarlegur,
nægjusamur og góður maður sem
vildi öllum vel og fann ávallt kostina
í fari hvers og eins. Á þessari
stundu minnumst við því afa Páls
fyrir þá velvild og auðmýkt sem
hann bar alla tíð með sér.
Þakka þér fyrir samfylgdina
elsku afi.
Þínar sonardætur,
Heiðdís og Inga Rós.
Fyrst þegar ég hitti Pál Sigurðs-
son tengdaföður Ingibjargar systur
minnar datt mér í hug byltingarfor-
ingi. Maðurinn var glæsilegur á
velli í yfirhöfn með belti um mittið.
Það var fasið og klæðnaðurinn sem
kallaði fram þessi hughrif. Páll
sagði mér reyndar seinna að hann
hefði verið mjög vinstri sinnaður
sem ungur maður.
Við Ingibjörg erum í þakkar-
skuld við Pál fyrir ómetanleg störf
hans á lögmannsstofunni okkar eft-
ir að hann settist í helgan stein eins
og það er kallað. Tók hann þá að sér
bókhaldið fyrir okkur til margra
ára og setti svip sinn á fyrirtækið.
Á þeim tíma starfaði saman hópur
lögmanna og endurskoðenda og var
Páll eini karlmaðurinn á skrifstof-
unni. Var Páll gæddur þeim hæfi-
leika að hafa áhuga á að bæta stöð-
ugt þekkingarbrunn sinn. Það eltist
ekki af honum. Upplýsti okkur um
nýjasta nýtt í stjörnufræði og öðr-
um greinum, sem hann á hverjum
tíma var að kynna sér í rólegheitum
heima. Þetta voru einstakir sam-
starfsfélagar, sem síðan nefna sig
Pálínurnar vegna hans. Páll var svo
góður, yndislegur og skemmtilegur
og hans verður sárt saknað eru eft-
irmælin um hann frá þessum vina-
hópi. Síðasta minning okkar um
hann í hópnum er gönguferð um
Þingvelli fyrir rúmu ári síðan. Hann
féll þá jafnvel að hópnum og alltaf
áður. Vonum við að við höfum verið
honum sami gleðigjafinn og hann
var okkur. Alltaf sannur og trúr,
vandvirkur og skipulegur.
Í fjölskyldunni var Páll eftirsókn-
arverður félagsskapur. Hann spjall-
aði við barnabörnin sín og önnur
börn um alla heima og geima. Um
fréttaskýringar The Economist
sem boltaíþróttir. Börnin í fjöl-
skyldunni kölluðu Pál gjarnan Pál
afa, þótt ekki ættu þau hann öll.
Það þótti sjálfsagt.
Minningin um Pál er björt og
góð.
Ásdís J. Rafnar.
Einn af hinum gömlu, góðu Eyr-
bekkingum er horfinn. Einn af þeim
sönnu leitendum, sem náðu að lyfta
sér yfir hversdagsleikann, en létu
samt aldrei neitt á sér bera. Hann
var einn af stórum hópi systkina, en
nokkur einfari í eðli sínu. Á Eyr-
arbakka, sem átti sér glæsta sögu
verslunar frá því á fyrri tímum,
voru æskustöðvar hans. Þar lágu
fyrstu sporin hans, í því heillandi
umhverfi, sem fjaran er. Engjar og
tjarnir voru heldur ekki langt und-
an, þar sem sólin skein á björtum
vormorgnum með töfrandi fugla-
söng. Við sjóinn var líka líf. Þar
komu bátarnir að með fiskinn og
sjómennirnir skiptu aflanum upp á
gamla mátann og létu kjósa ann-
aðhvort blað eða skaft.
Páll Sigurðsson stundaði sitt nám
og störf, en þar fyrir utan sinnti
hann ætíð hugðarefnum sínum, sem
voru m.a. bókmenntir, skák og síð-
ast en ekki síst málaralistin, sem
átti sterk ítök í honum. Jafnvel nú á
síðari árum grúskaði hann í
stjörnufræði og bætti enskukunn-
áttu sína hjá syni sínum og tengda-
dóttur í London, þar sem hann
lengi átti athvarf. Páll vildi umfram
allt þroska þær gjafir og hæfileika,
sem honum höfðu hlotnast, en síst
af öllu til að öðlast frægð og frama.
Sú hugsun var honum ætíð fjarri,
sem og öll yfirborðsmennska. Þeg-
ar slíkir menn kveðja, finnum við
hversu fordæmið er mikils virði.
Ég kynntist Páli fyrst, þegar ég
var 14 ára, og hinni mjög svo frá-
bæru fyrri konu hans, Ingigerði
Þorsteinsdóttur. Þau voru þá nýgift
og bjuggu í kvistherbergi, sem var
bæði stofa og svefnherbergi, en
borðað var í eldhúsinu. Þessi góðu
hjón sýndu mér mikla umhyggju,
sem ekki gleymist. Ég var þá í pí-
anónámi og æfði mig í herberginu
við hliðinni á stofu þeirra.
Þegar við Grímhildur vorum fyrir
nokkrum árum stödd í London, en
þá var Páll kominn yfir áttrætt, þá
dreif hann sig á fætur fyrir allar
aldir, til að gefa okkur morgunverð
og koma okkur af stað út á flugvöll.
En við höfðum áður notið gestrisni
sendiherrahjónanna, Ingibjargar
og Þorsteins. Það eru einmitt svona
lítil atvik, sem ekki gleymast.
Ég held, að Páll hafi ætíð trúað á
jöfnuð og réttlæti í þessari veröld,
þann jöfnuð, sem við höfum enn
ekki orðið vör við nema að litlu
leyti. Páll vann sannarlega vel úr
þeim veraldarefnum, sem honum
hlotnuðust. Þar var hann til mik-
illar fyrirmyndar og lifði eftir því,
að við eigum aðeins það, sem ekki
verður frá okkur tekið.
Við Grímhildur sendum sonum
Páls, Valgeiri og Þorsteini, tengda-
dætrum og börnum samúðarkveðj-
Páll Sigurðsson
✝ Sigfús Jónssonfæddist í Hóls-
gerði í Eyjafirði 28.
febrúar 1923. Hann
lést á Akureyri 9.
september síðastlið-
inn. Sigfús ólst upp
á Arnarstöðum í
Eyjafirði og var
bóndi þar fram til
ársins 1982 er hann
og fjölskylda hans
fluttu til Akureyrar.
Foreldrar hans voru
hjónin Jón Vigfús-
son, f. í Hólum í
Eyjafirði 1896 og Helga Sigfús-
dóttir, f. á Arnarstöðum 1899.
Þau bjuggu líka á Arnarstöðum
fram á elliár og létust bæði árið
1983. Systir Sigfúsar var Klara, f.
18. nóvember 1924,
d. 17. ágúst 2006,
lengi húsfreyja á
næsta bæ, Arn-
arfelli.
Kona Sigfúsar er
Elsa Grímsdóttir, f.
á Jökulsá á Flateyj-
ardal, S.-Þing. 15.
desember 1929.
Börn þeirra eru
Arnar lögfræðingur
á Akureyri, f. 7.
apríl 1961, og Helga
sjúkraþjálfari í
Kristnesi, f. 25.
mars 1965. Sonur Arnars er Árni
Pétur, f. 31. ágúst 1989.
Útför Sigfúsar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Í bernskuminningum mínum
stendur Arnarstaðaheimilið í björt-
um og hlýjum ljóma. Frá því ég
man eftir mér og fram yfir 1970
kom ég oft í Arnarstaði með for-
eldrum mínum. Faðir minn hefur
líkast til verið skyldur báðum gömlu
hjónunum, þeim Helgu og Jóni, en
hvað sem því líður báru foreldrar
mínir mikinn hlýhug til Arnar-
staðafólksins og varð tíðrætt um
visku og heiðarleika þar á bæ.
Alltaf var mikið tilhlökkunarefni
þegar skreppa átti í Arnarstaði.
Húsið var í tvennu lagi. Í norður-
hlutanum bjuggu Helga og Jón,
foreldrar Sigfúsar, og í suðurhlut-
anum Elsa og Sigfús, sem við köll-
uðum Fúsa, ásamt börnum sínum
þeim Arnari og Helgu. Á milli íbúð-
anna var þvottahús sem í minning-
unni var risastórt. Arnar, sem er ör-
fáum árum yngri en ég, var svo vel
settur að eiga blátt þríhjól sem ég
fékk að hjóla á í þessu þvottahúsi,
fram og aftur endalaust. Stundum
hefur hann líklega verið búinn að fá
nóg af mér og vildi ekki lána mér
hjólið. Þá horfði ég fast á hann þar
til hann gafst upp. Eiginlega leit ég
á Jón og Helgu sem afa minn og
ömmu. Í þá daga voru framleiddir
litlir konfektkassar, skreyttir með
fallegum barnamyndum. Oft fékk
ég svona kassa að gjöf frá Arnar-
stöðum. Á ég nokkra þeirra enn og
geymi í þeim dýrmæta muni frá
bernskuárunum. Sömuleiðis á ég
enn litlu hvítu sálmabókina sem ég
fékk á fermingardaginn. Alltaf var
drukkið kaffi á Arnarstöðum og oft-
ast hjá hvorum tveggja hjónunum,
fyrst hjá þeim gömlu og síðan hjá
Elsu og Fúsa. Fastur liður var að
skrifa í gestabókina sem mig minnir
að hafi legið á eldhúsborðinu undir
glugganum í eldhúsi Elsu. Allt var
eitthvað svo hreint og tært á Arn-
arstöðum, bæði fólk og hús. Minn-
ingin birtist mér eins og falleg
mynd á jólakorti. Umgengni öll svo
snyrtileg og þetta hlýja viðmót, ró-
lyndi og gæska sem einkenndi allt
fólkið. Fúsi var sérlega myndarleg-
ur og stæðilegur maður með þykkt
yfirvararskegg. Á þessum árum átti
hann brúnan og hvítan Landróver
og sé ég hann fyrir mér í bílnum,
með rúðuna opna og olnbogann úti.
Þau Elsa brugðu búi upp úr 1980 og
fluttu til Akureyrar. Örlög hans síð-
ustu árin voru þyngri en tárum tek-
ur. Eins og hendi væri veifað var
hann færður fram á grafarbakkann
af völdum heilablæðingar og skilinn
þar eftir mállaus og bjargarlaus.
Loksins hefur almættið leyst hann
úr viðjunum. Nú er hún Snorrabúð
stekkur. Arnarstaðir eru ekki leng-
ur til sem slíkir, húsið horfið og
sáralítil ummerki um hvar það stóð.
Það er þó huggun harmi gegn að
hjónin á næsta bæ, Grænuhlíð,
eignuðust jörðina fyrir fáeinum ár-
um svo ekki varð hún lénsherrum
nútímans að bráð. Enginn stöðvar
tímans þunga nið en góðum minn-
ingum fær ekkert grandað. Blessuð
sé minning Sigfúsar og gömlu
hjónanna á Arnarstöðum. Hlýjar
kveðjur sendi ég Elsu, Arnari og
Helgu.
Svanhildur Daníelsdóttir
frá Gnúpufelli.
Sigfús Jónsson