Morgunblaðið - 21.09.2007, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 35
ur. Lifi minning Páls Sigurðssonar
sem hin fínlega blálilja í fjöruborð-
inu á Eyrarbakka.
Haukur Guðlaugsson.
Við andlát Páls Sigurðssonar
langar okkur að minnast hans með
nokkrum orðum. Páli kynntumst
við fyrir um það bil 30 árum og átt-
um einstaklega ánægjulegar stund-
ir með honum og fjölskyldu hans
bæði á Flúðum, hér á höfuðborg-
arsvæðinu og í Kaupmannahöfn.
Páll hafði með afbrigðum góða
nærveru og það var ómótstæðilegt
að vera með honum þegar hann var
búinn að skanna fréttir dagsins.
Jafnvel dönsku blöðin stóðu ekki í
honum og það var frábært að ræða
við hann um það helsta sem var í
gangi hverju sinni. Í minningunni
eru þessar stundir algjör slökun frá
daglegu amstri, þó umræðuefnið
hafi bæði verið grín og alvara. Ekki
skemmdi það stundirnar ef sólin
skein meðan spjallið fór fram. Um-
ræður um landsins gagn og nauð-
synjar voru Páli hugleiknar, hann
átti í sínu pokahorni margar góðar
og skemmtilegar sögur frá gamalli
tíð, lýsti vel sínum æskuárum og því
þjóðfélagi sem þá var við lýði.
Við munum sakna Páls og viljum
þakka allar góðar stundir í gegnum
árin um leið og við vottum fjöl-
skyldu hans dýpstu samúð. Blessuð
sé minning hans.
Helga G. Halldórsdóttir og
Guðmundur Sigurðsson.
Kvikur í spori. Kvikur í hugsun.
Grannvaxinn, skarpleitur og sam-
svaraði sér vel. Opinn og jákvæður,
víðsýnn og viðræðugóður. Handtak-
ið þétt. Röddin djúp og karlmann-
leg. Svona kom Páll Sigurðsson mér
fyrir sjónir.
Páli kynntist ég fyrst á æsku-
heimili Valgeirs fornvinar míns fyr-
ir meira en þrjátíu árum. Þá var
Inga enn á lífi, elskuleg og ljúf, og
þau tóku okkur vinum hans vel.
Alltaf var tilhlökkunarefni að hitta
Pál sem gerðist oft á heimili Val-
geirs og Margrétar.
Páll Sigurðsson hafði lifandi
áhuga á þjóðmálum og tókust jafn-
an fjörug samtöl við hann þá er við
hittumst. Hann var útivistarmaður
og fjallgöngugarpur og hafði frá
mörgu að segja. Bækur batt hann
inn eins og fagmaður og efni þeirra
var honum ekki síður hugleikið.
Páll var kankvís og glettinn og æv-
inlega gaman að vera í návist hans.
Að leiðarlokum þakka ég Páli
hlýlegt viðmót og ánægjulegar
stundir sem lifa í minningunni.
Bræðrunum Valgeiri og Þorsteini
og fjölskyldum þeirra sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Ólafur Ísleifsson.
Ég kynntist Páli árið 1990 þegar
við byrjuðum að vinna saman. Páll
var þá rúmlega sjötugur. Hann var
á þeim vinnustað eini karlmaðurinn
á meðal 15 kvenna. Það hafa eflaust
verið viðbrigði fyrir hann að koma í
svo stóran hóp kvenna en hann bar
sig vel. Það tók smátíma að kynnast
honum því hann var í eðli sínu mjög
hlédrægur og lét lítið fyrir sér fara.
Ég komst að því fljótlega að hann
var mikill göngugarpur og hafði
þrætt flestar gönguleiðir landsins
og á flest fjöll farið. En á Esjuna
hafði hann aldrei farið en það var
eina fjallið sem ég hafði gengið á.
Það varð úr að við Páll mæltum
okkur mót með nesti og nýja skó og
gengum á Esjuna einn fagran
haustdag. Sú ferð var upphafið að
mörgum gönguferðum hans og
minnar fjölskyldu. Páll var mjög vel
á sig kominn bæði andlega og lík-
amlega, sannkölluð fjallageit. Hann
var afar fróður um landið og náttúr-
una og kenndi okkur svo margt.
Klóelfting er og verður planta sem
var okkar og mun minna mig á ferð-
ir okkar Páls.
Við vorum lánsöm að kynnast
Páli. Við vottum Þorsteini, Valgeiri
og fjölskyldum þeirra samúð okkar.
Helga, Lárus og skytturnar
þrjár, eins og Páll var vanur að
ávarpa okkur.
Helga Harðardóttir.
✝ Guðmundur B.Ólafsson fædd-
ist 12. september
1924 á Valshamri í
Geiradalshreppi í
A-Barðastrandar-
sýslu. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni hinn 14.
september síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur
Elías Þórðarson,
bóndi á Valshamri,
f. 3.6. 1883, d. 17.9.
1931, og Bjarney S. Ólafsdóttir,
húsfrú þar, f. 22.6. 1886, d. 31.3.
1984. Systkini Guðmundar voru
Ólafur Eggerts, f. 1918, d. 1996,
Jón Sigurður, f. 1919, d. 1984, og
fjarðarnesi í A-Barðastrand-
arsýslu, en útskrifaðist árið 1944
frá Menntaskólanum á Akureyri.
Síðar lá leið Guðmundar í Háskóla
Íslands þaðan sem hann útskrif-
aðist sem viðskiptafræðingur
1948. Guðmundur starfaði fyrir
Alþjóðabankann í Washington
1951-53, en síðar í nær 40 ár fyrir
Framkvæmdabanka Íslands,
Seðlabanka og Framkvæmdasjóð
Íslands, þar sem hann starfaði
sem forstjóri uns hann hætti störf-
um 1992. Guðmundur var félagi í
Frímúrarareglunni í 50 ár, og
einnig félagi í Lionsklúbbnum
Frey.
Guðmundur verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, föstudaginn 21. september,
kl. 13.
Þuríður Guðrún, f.
1922, d. 2004.
Guðmundur
kvæntist 17.6. 1960
Hrefnu Ásgeirdótt-
ur, f. 9.9. 1932. Börn
þeirra eru: 1) Hlynur
Geir, f. 5.10. 1962,
kvæntur Sigrúnu Ey-
steinsdóttur, f. 5.10.
1964. Börn þeirra
eru Hrefna Rós og
Hildur Edda. 2) Kar-
ólína Björk, f. 4.9.
1968, gift Joakim
Johnson, f. 18.11.
1970. Börn þeirra eru: Markús
Sindri, Júlía Birta og Áróra Sóley.
3) Ólafur Reynir Guðmundsson, f.
6.12. 1973.
Guðmundur ólst upp í Króks-
Ný árstíð er gengin í garð.
Haustið er komið, lauf skreyta jörð
og fuglar fljúga til síns heima. Allt
er breytingum háð.
Faðir okkar hefur kvatt, farinn
að kröftum og þreki, eftir undan-
gengin veikindi. Þrátt fyrir erfiða
daga hélt hann ró sinni og yfirveg-
un allt til síðasta dags. Vafalaust
byrgði hann innra með sér tilfinn-
ingar sínar og hugsanir, en við fjöl-
skyldu sína lét hann aldrei í ljósi
uppgjöf. Það eitt lýsir föður okkar
vel. Eftir lifir minning um sam-
viskusaman, harðduglegan og heið-
arlegan mann sem átti langa og far-
sæla ævi. Margs er að minnast frá
langri ævi. Það tímabil í lífi föður
okkar, sem hann minntist þó með
hvað mestu þakklæti voru árin í
Washington. Þar starfaði hann fyrir
Alþjóðabankann 1951-53 en þessi
tími var honum afar dýrmætur og
eftirminnilegur. Hann kynntist ekki
einungis nýjum og spennandi heimi
viðskipta og stjórnmála heldur
hafði dvöl hans í Washington mót-
andi áhrif á starfsvettvang hans síð-
ar í lífinu.
Eftir að heim var komið hóf hann
störf fyrir Framkvæmdabanka Ís-
lands. Við tók áratuga uppbygging-
arstarf á öllum sviðum íslensks
þjóðlífs, sem byggðist í upphafi
einkum á fjárhagsstuðningi Banda-
ríkjanna. Faðir okkar sagðist síðar
hafa hlakkað til hvers vinnudags
allan sinn starfsferil, sem lauk 1992.
Hver sem slíks nýtur er mikillar
gæfu aðnjótandi. Svalir vindar
blása til þess að minna á komu vetr-
ar.
En hlýjar minningar verma
hjörtu okkar systkinanna er við
hugsum til baka og minnumst
elskulegs föður okkar. Okkur er
efst í huga þakklæti og stolt fyrir
það að hafa átt góðan föður, gegnan
mann, sem öðlaðist virðingu sam-
ferðarmanna sinna fyrir dugnað,
traust og heiðarleika.
Hlynur Geir, Karólína Björk
og Ólafur Reynir.
Elskulegur afi minn dó aðfara-
nótt 14. september. Síminn hringdi
kl. 5 þá nótt, ég vissi strax hvað
hafði gerst. Ég grét og hugsaði um
liðin ár. Elsku afi, ég vildi að við
hefðum átt lengri tíma saman.
Ég á óteljandi minningar um afa.
Minningarnar frá öllum ferðunum í
sumarhúsið á Búðum eru sérstak-
lega ánægjulegar. Afi, amma og ég
að ganga eftir ströndinni, afi með
golfkylfuna meðferðis af gömlum
vana. Afi naut þess að ferðast og
sameiginlegur uppáhaldsstaður
okkar erlendis var án efa Suður-
Frakkland. Þar áttum við fjölskyld-
an margar góðar stundir í fallegu
umhverfi.
Jólin í Lálandinu voru líka fábær,
þá vorum við afi alltaf saman í liði,
ég valdi pakkana og afi las á merki-
spjöldin. Þetta gerðum við mörg ár
í röð.
En nú ert þú farinn, afi minn, og
ég sakna þín mikið.
Hrefna Rós Hlynsdóttir.
Mundi, eins og við krakkarnir
kölluðum hann, var fæddur að Vals-
hamri í Austur-Barðastrandarsýslu.
Hann var föðurbróðir okkar og
yngstur fjögurra systkina sem eru
nú öll látin. Hann fluttist kornungur
með foreldrum sínum að Króks-
fjarðarnesi og ólst þar upp öll sín
unglingsár, föður sinn missti hann
árið 1931, rétt orðinn 7 ára gamall.
Eftir föðurmissinn ólst hann upp
hjá móður sinni og móðurbróður.
Samheldni og umhyggja systkin-
anna hvers fyrir öðru var alltaf
mjög mikil, enda hlýtur það að hafa
verið mikið áfall fyrir fjögur ung
börn að missa föður sinn.
Það var ávallt mikil tilhlökkun
hjá okkur eldri systkinunum þegar
von var á Munda frænda í heimsókn
í Króksfjarðarnes. Hann kom oftast
akandi á stórum amerískum bílum
og var fljótur í förum. Við þessi
tækifæri fór hann með okkur
krakkana í bíltúr um sveitina og
rifjaði þá upp gamlar endurminn-
ingar þaðan. Það sagði eitt sinn
gamall sveitungi sem ferðaðist með
Munda frá Reykjavík til Króks-
fjarðarness á þessum árum, „Hann
Mundi keyrir ekki hratt, en hann er
fljótur í förum“.
Mundi kom oft vestur enda unni
hann sveitinni sinni og vildi fylgjast
með hvernig fólkinu farnaðist.
Hann var mikill útivistarmaður,
góður skíðamaður, hafði gaman af
stangveiði og hjólaði um bæinn. Það
var ekki óalgengt að mæta honum
annað hvort á fullri ferð á svigsk-
íðum í Bláfjöllum eða á fjallahjóli í
Elliðaárdalnum, kominn á áttræð-
isaldur.
Nú er komið að leiðarlokum, við
systkinin ásamt móður okkar þökk-
um Guðmundi fyrir samfylgdina og
sendum Hrefnu og fjölskyldu okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Börn Ólafs og Friðrikku.
Mér er það ljúft og skylt að minn-
ast í fáum orðum míns gamla hús-
bónda og félaga um margra ára
skeið. Guðmundur var deildarstjóri
Lánadeildar Framkvæmdastofnun-
ar ríkisins þegar ég réðst þangað að
loknu námi árið 1975. Lánadeildin
var saman sett úr nokkrum fjárfest-
ingarlánasjóðum sem fyrir fundust í
ríkiskerfinu og sem ákveðið var að
stefna saman í eitt öflugt stjórn-
tæki. Þar á meðal var Fram-
kvæmdasjóður Íslands sem hafði
átt sitt blómaskeið sem Fram-
kvæmdabanki Íslands undir stjórn
Benjamíns H. Eiríkssonar. Þar
starfaði Guðmundur og tók við
stjórn þess sjóðs að Benjamín
gengnum árið 1965.
Guðmundur naut mikils trausts í
sinni stöðu. Áralöng vinna hans við
hin merku störf sem Framkvæmda-
sjóður Íslands kom að, við upp-
byggingu íslenska hagkerfisins eftir
síðari heimstyrjöld, gerðu hann
ákaflega vel hæfan til að sinna þeim
verkum sem hér var um að tefla.
Guðmundur starfaði við Alþjóða-
bankann í Washington í tæp 3 ár og
aflaði sér þar verðmætrar reynslu
áður en hann hóf störf í Fram-
kvæmdabankanum árið 1953. Hann
kom seinna að störfum Viðreisnar-
sjóðs Evrópu, (Council of Europe
Resettlement Fund) og sat lengi í
stjórn þess sjóðs. Þar fengust hag-
kvæm lán til uppbyggingar íslensks
atvinnulífs.
Þegar Framkvæmdastofnun var
klofin upp árið 1984 í Byggðastofn-
un og Framkvæmdasjóð Íslands
jókst samvinna okkar til muna.
Framkvæmdasjóður heyrði nú
beint undir forsætisráðherra og
varð að beinskeyttu verkfæri
stjórnvalda. Ýmis spennandi verk-
efni komu til úrlausnar; þar á meðal
uppbygging fiskeldis á Íslandi.
Framkvæmdasjóður lék stórt hlut-
verk í því sambandi. Þar sýndi Guð-
mundur hæfni sína við að velja sér
hæfustu menn til ráðuneytis, sem
unnt var að finna á meðal Íslend-
inga á þeim tíma. Þetta var mjög
skemmtilegt og krefjandi tímabil.
Nágrannalöndin voru öll á svipuðu
róli og við unnum að því að skýra
sérstöðu Íslands, og freista þess að
finna okkur tæknilegt forskot í
krafti jarðhita og strandeldis. Ýms-
ar ástæður, m.a. veðurfræðilegar,
líffræðilegar og stjórnkerfislegar,
gerðu greininni erfitt fyrir. Þetta
var þó ánægjulegur tími og mjög
gefandi að vinna að uppbyggingu
þessa verkefnis og kynnast öllu því
ágæta fólki sem kom þar að. Alltaf
var Guðmundur jafn einbeittur í að
leita lausna á þeim þrautum sem við
var að glíma. Jafnframt þessu verk-
efni þurfti að sinna um Ullarverk-
smiðjuna Álafoss, sem var hreint
ekki létt verk. Auk þessara verka
rak ýmis önnur á fjörur Fram-
kvæmdasjóðs, þannig að sjá má að
hér var ekki um neitt hæglætisstarf
að ræða. Guðmundur átti sér þó sín-
ar frístundir. Hann var skíðamaður
ágætur og naut útivistar með fjöl-
skyldu sinni þegar færi gafst. Hann
beitti sér fyrir því að Fram-
kvæmdastofnun kom sér upp sum-
arbústað á Tjaldbúðum á Snæfells-
nesi, þar sem starfsmenn gátu unnt
sér hvíldar í einstakri náttúru.
Dugnaður hans nýttist einnig við
byggingu á húsnæði Framkvæmda-
stofnunar að Rauðarárstíg 25, en
framkvæmd þess verkefnis var nán-
ast alfarið á hans herðum.
Aldrei bar skugga á samstarf
okkar Guðmundar og ég bar mikla
virðingu fyrir honum sem embætt-
ismanni. Öll störf hans voru unnin
af ýtrustu fagmennsku og pólitísk
sjónarmið höfð til hlés. Má það
heita afrek í ljósi þess hve náin póli-
tísk stjórn var á þessum stofnunum.
Það hlýtur m.a. að skýrast af þeirri
virðingu sem stjórnarmenn á hverj-
um tíma báru fyrir hæfni hans. Ég
votta fjölskyldu Guðmundar inni-
lega samúð mína.
Snorri Tómasson.
Með Guðmundi B. Ólafssyni er
horfinn af vettvangi einstaklega
grandvar maður sem við samferða-
menn hans minnumst með virðingu.
Margs er að minnast við fráfall
hans, en upp úr stendur sterk skap-
höfn. Guðmundur bar líklega svip-
mót ættmenna sinna af Barða-
ströndinni – bændur og
samvinnumenn um langt árabil.
Hann var M. A. stúdent lýðveld-
isvorið 1944 og greinilega mótaður
af Akureyrardvölinni sem honum
var ofarlega í huga. Skólavistin þar,
ekki síst dvölin í heimavistinni, mót-
aði sterk tengsl sem oft þróuðust í
ævilanga vináttu, eins og margir
aðrir hafa reynt síðar. Lýðveldis-
hópurinn var einvala lið að allra
dómi og þar á meðal voru margir
bestu vina hans.
Eftir mótandi skólaár tóku við al-
þjóðleg tengsl, m.a. störf við Al-
þjóðabankann í Washington og
fleiri síðar á þeim vettvangi. Í kjöl-
farið mikilvæg ábyrgðarstörf á fjár-
mála og viðskiptasviði hér heima.
Í verkum sínum var Guðmundur
frekar maður gerða en orða, frekar
fáorður og lítt gefinn fyrir umræðu-
hópa eða ræðuhöld, fljótur að kom-
ast að niðurstöðu – án málaleng-
inga. Þegar Guðmundur B. talaði
var á hann hlustað. Maðurinn var
ætíð jákvæður, sanngjarn og
traustur og fljótur að greina kjarna
frá hismi. Þessi eiginleiki kom sér
vel í lífsstarfinu, þar voru mannleg
samskipti þýðingarmikil og réðu oft
á tíðum úrslitum um árangur.
Undir forystu Guðmundar og
annarra stjórnenda tók Fram-
kvæmdasjóður að sér að gæta hags-
muna sjóðsins og mikilvægra við-
skipta á markaði sem ella kynnu að
hafa glatast. Öflug starfsemi Ála-
foss hf gegndi einmitt þessu hlut-
verki, var grundvöllur virkrar at-
vinnustarfsemi og markaðssóknar
víða um heim og þýðingarmikil fyrir
fjölmargar starfsstöðvar á lands-
byggðinni.
Markaðsstörf voru rekin mynd-
arlega með eigin sölufyrirtæki bæði
vestanhafs og á Norðurlöndum og
reksturinn skilaði eigandanum
hagnaði í áratug. Mikil alþjóðleg
tengsl og viðræður um viðskipti
fylgdu og fulltrúar eigandans voru
gjarnan kallaðir á vettvang þegar
mikið var í húfi. Stjórnendur lögðu
metnað sinn í að ná fram settum
markmiðum og var Guðmundur
mjög virkur í þeirri stefnumótun og
framkvæmd ásamt félagsstjórn og
þeim sem önnuðust hina daglegu
starfsemi.
Síðar tók ullariðnaðurinn dýfu
vegna alþjóðlegra aðstæðna og
hugsanlega oftrúar á gildi samruna
stærstu framleiðendanna, en það er
lengri saga.
Guðmundur var maður andar-
taksins bæði í leik og starfi sem oft
tókst með skjótum hætti að ná
trausti og skapa vináttu við erlenda
og innlenda samstarfsaðila. Sam-
veran var ekki alltaf í fundarsaln-
um, líka úti í náttúrunni. Þar hlutu
margir sína fyrstu veiðireynslu og
drógu að landi Maríulaxa sem lengi
var minnst. Guðmundur og Hrefna
voru hlýjir gestgjafar og minnst er
margra góðra stunda með þeim.
Norðanstúdentar, sem og aðrir,
hafa lengi sungið með tilfinningu
latneska ljóðið eftir Horas „Integer
vitae, scelerisque purus…“ helgað
þeim sem gefið er vammlaust líf og
hreint hjarta. Ég hef fáum kynnst
sem þessi orð eiga betur við. Þau
eru verðug kveðjuorð um mann sem
ávann sér óblandna virðingu sam-
ferðamanna sem báru gæfu til að
kynnast honum.
Færi Hrefnu og fjölskyldunni
hlýjar samúðarkveðjur.
Heimir Hannesson.
Guðmundur B. Ólafsson
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móðir
okkar,
GUÐBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
sem lést laugardaginn 8. september.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis
Eirar, 2. hæðar.
Börnin.