Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Erla Sig-urgeirsdóttir
fæddist 31. ágúst
1939. Hún lést 1.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sig-
urgeir Jóhannsson
verkamaður í
Reykjavík, f. 13.1.
1911, d. 9.9. 1943,
Húnvetningur, og
Jóna Ingibjörg
Ágústsdóttir hús-
freyja í Reykjavík,
f. 22.8. 1914, d.
27.2. 1993, Skagfirðingur. Systk-
ini Erlu eru Jóhann Björgvin, f.
10.6. 1935, Ingólfur Kristófer, f.
13.8. 1936, Ásthildur Fríða, f.
28.10. 1937, og Soffía Hrefna, f.
14.4. 1941.
Erla giftist Erik Ásbirni Carl-
sen, f. 22.11. 1935. Þau skildu.
kvæntur Jónínu Jónsdóttur, f.
7.10. 1967, synir þeirra eru Jón
Ásbjörn, f. 5.6. 1993, og Róbert
Elí, f. 22.2. 1996. Sonur Erlu og
Ragnars Magnússonar er
Magnús Þór, f. 24.11. 1961, var
ættleiddur og er skrifaður
Jónsson, kvæntur Þórunni
Þórisdóttir. Dóttir Erlu og Haf-
þórs Edmonds Byrd, f. 15.11.
1943, er Guðrún Auður, f.
13.10. 1964, gift Gunnlaugi Val-
týssyni, f. 5.3. 1959. Börn
þeirra eru Erla Dögg, f. 1.9.
1984, og Hafþór Örn, f. 18.9.
1985, í sambúð með Helenu
Guðmundsdóttir, f. 30.11. 1981,
dóttir þeirra er Viktoría Björt,
f. 13.6. 1905.
Sambýlismaður Erlu er Sig-
urður Jónsson.
Erla vann ýmis störf og
ásamt heimilisstörfum og
barnauppeldi mest í Þjóðleik-
húsinu og síðan á Nesjavöllum.
Erla verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Börn þeirra eru: a)
Eiríkur Ásbjörn
Carlsen, f. 26.7.
1957. Kona 1 Ragn-
heiður Hilm-
arsdóttir, f. 17.10.
1962, dóttir þeirra
er Sólrún Björk, f.
6.3. 1983, maki 1
Ásmundur Sigfús-
son, f. 20.4. 1982,
sonur þeirra er
Vignir Blær, f. 2.7.
2002, maki 2 Jón
Berg Reynisson, f.
1.1. 1983. Kona 2
Guðrún María Guðmundsdóttir,
f. 11.6. 1963, dóttir þeirra er
Guðmunda Rós, f. 31.1. 1988.
Eiríkur flutti til Englands og
hefur búið þar í rúm 13 ár. b)
Sólrún Björk Eiríksdóttir, f. 4.2.
1959, d. 30.9. 1960. c) Rögnvald-
ur Ingi Eiríksson, f. 4.7. 1960,
Ég sit hérna og get ekki sætt
mig við missinn. Við áttum svo
margt eftir að gera og mér fannst
eins og við hefðum allan þann tíma
sem við þurftum.
Ég fékk allt sem ég þurfti af ást,
hlýju, hvatningu, hrósi og styrk. Þú
lést okkur systkinin ganga fyrir og
vannst oft á tíðum á þremur stöðum
og greipst svo í prjónana þegar tími
gafst en hafðir samt tíma fyrir okk-
ur. Fyrst komum við, svo þú, ef af-
gangur væri.
Ég man hvað ég var stolt af að
geta hjálpað þér þegar þú vannst á
barnum í hléunum í Þjóðleikhúsinu,
þá fórst þú alltof snemma að vinna
eftir aðgerð. Þú varst ein að hugsa
um heimili og okkur þrjú systkinin
og vildir standa þig. Við vorum
meira en móðir og dóttir, það viss-
um við. Þú bjargaðir þér alltaf þótt
við þyrftum að flytja oft, þú vildir
enga ölmusu.
Elsku mútta mín, ég kem ekki
öllu því sem mig langar að skrifa
því það er svo margt og ekki til
nógu mörg blöð í heiminum.
Þú varst að vinna á Nesjavöllum
og kynntist Sigga. Hann er góður
maður og voruð þið saman, árin liðu
og þið áttuð eftir að gera svo
margt. Voruð búin að fara tvær
ferðir á ferðabílnum og við hittumst
í þeirri seinni á Akureyri og þeirri
ferð mun ég lifa á.
Það var sungið öll kvöld í karókí
sem Erla Dögg á, þú hafðir svo
gaman af söng.
Það yljaði mér um hjartarætur.
Engan grunaði að þetta yrðu okkar
síðustu dagar í góðra vina hópi. En
svo dundu ósköpin yfir. Þú stóðst
þig eins og hetja sem þér var lagið.
Brostir þegar þú hafðir tök á og
enginn vissi það sem koma skyldi.
Áttir að fá að fara heim eftir tvær
vikur. En svo veiktist þú alvarlega
og fórst aftur á gjörgæslu. Ég vissi
ekki hvort þú hefðir þrek í meira en
þú fórst í langan bardaga. Ég hélt
að þú myndir ná þér en þetta varð
þér ofviða. Þú reyndir, það veit ég.
Varst búin að biðja mig að sjá til
þess að þú værir ekki í neinum vél-
um ef það væri engin von, vildir
aldrei vera byrði en hvernig gastu
verið það? Þú átt og áttir allt skilið.
Það var komið að þeim tíma sem
enginn okkar skildi né vildi, kveðju-
stund. Ég stóð við það, þú gafst
mér styrk til þess en elsku besta
mútta mín ég gerði það af ást, já
óendanlegri ást til þín. Lagðist á
koddann hjá þér, hvíslaði í eyra
þér, tók utan um þig og það erf-
iðasta sem ég hef þurft að gera í lífi
mínu var að segja; slökkva.
Ég þakka þér, elskulega mútta,
fyrir allan tíma okkar saman. Þú
ert langlangbesta mútta, tengda-
mamma, amma og langamma í
heimi og þótt víðar væri leitað. Við
munum ylja okkur við minningarn-
ar um þig. Mig skorti aldrei neitt,
þú sást til þess, en lést þig oft á tíð-
um sitja á hakanum. Það eru svo
margir sem bíða þín, enginn vildi
vera án þín, en eigingirnin í mér
vildi ekki sleppa þér. En ég sleppti
af ást, óendanlegri ást til þín.
Nú færð þú að knúsa Sólrúnu
systur, þú misstir hana unga, og
pabba þinn, sem kvaddi þig fjög-
urra ára. Það kemur sá tími sem við
hittumst á ný, ég veit að þú verður
fallegur, brosmildur engill og ég
mun þekkja þig.
Elsku besta mútta mín, hvíl í
friði, og guð tekur þig í faðm sér og
kallar þig lillu Mími.
Elsku besta mútta mín, hvíl í
friði og guð og englar taka þig í
faðm sinn, þú sannarlega gerðir
þitt besta sem ekki verður metið til
fjár.
Þín heittelskandi dóttir
Guðrún.
Meira: mbl.is/minningar
Það er með trega sem maður sest
niður og skrifar hinstu kveðju til
henna Erlu, Erlu sem hefur verið
sambýliskona pabba í rúm 20 ár.
Alltaf var gott að leita til hennar og
ræða málin því hún gaf sér tíma og
hlustaði. Þetta fundu börnin líka
fljótt og hændust að henni. Hún
hafði einstaklega hlýja nærveru
sem var einkenni hennar, það
fundu allir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku pabbi og fjölskyldur, miss-
ir ykkar er mikill og megi guð
styrkja ykkur.
Hanna Björk, Jón Matthías
og fjölskyldur.
Látin er um aldur fram eftir erfið
veikindi kær mágkona og vinur,
Erla Sigurgeirsdóttir. Það tekur
mann sárt þegar fólk fellur frá á
besta aldri og lífárin ættu að geta
verið mörg og björt framundan til
leiks og verka ef heilsa leyfði.
Glaðvær og hress kom Erla inn í
fjölskyldu okkar fyrir rétt um 20
árum þegar þau Sigurður bróðir
hófu sambúð. Frá fyrsta degi voru
öll samskipti við Erlu afar góð,
enda tók hún öllum í fjölskyldunni
mjög vel, börnum Sigurðar, barna-
börnum sem og móður okkar. Hún
unni börnum sínum og barnabörn-
um mjög og minntist þeirra oft í
daglegu spjalli.
Erla var myndarkona í alla staði,
fáguð til verka og skipti þá ekki
máli hvað hún tók sér fyrir hendur.
Að standa að veislum og reiða fram
góðan mat og meðlæti við hæfi var
hennar sérfag, enda var það hennar
starf mestan hluta starfsævinnar.
Hún hafði yndi af því að klæða sig
upp og njóta þess sem lífið hefur
upp á að bjóða í góðra vina hópi,
hvort sem var heima við yfir kaffi-
bolla með fagurt útsýni yfir borgina
og fjallasýn til allra átta, á Nesja-
völlum, í sumarbústaðarferðum
sem víðar.
Ferðalög voru henni hugleikin
hvort sem var innanlands eða er-
lendis og áttu þau Sigurður þar
margar góðar ferðir saman, ein á
ferð eða í góðra vina hópi, enda var
Erla traustur og skemmtilegur
ferðafélagi í alla staði. Um
skemmtilegar ferðir og góðar sam-
verustundir með Erlu væri hægt að
skrifa langa grein, en þær minn-
ingar verða geymdar og rifjaðar
upp síðar í minningu um góða og
glaðværa samferðakonu.
Fyrir allar þessar stundir fyrr og
síðar þökkum við nú að leiðarlok-
um.
Minningin um Erlu verður okkur
kær um ókomin ár, minning um
konu sem vildi öllu samferðafólki
sínu vel.
Við kveðjum Erlu með virðingu
og þökk fyrir allt og allt og biðjum
góðan Guð að vernda hana.
Guð gefi Sigurði, börnum Erlu og
fjölskyldum styrk og ljós til fram-
tíðar. Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Þú hraða tíð, er flýgur fljótt
og fyrr en varir hverfur skjótt,
en kemur eitt sinn aftur,
oss kenn, hve ótt að ævin þver,
en eilíft líf í skauti ber
Guðs sterki kærleikskraftur.
(Valdimar Briem)
Ómar Gaukur, Ágústa
og fjölskylda.
Elsku besta amma.
Nú kveðjumst við í bili. (Time to
say goodbye.) Fékk þær fréttir að
þetta væri búið og að þú værir farin
úr þessu lífi.
Partur af mér brotnaði í þúsund
mola, en hinn parturinn af mér
hugsaði að þetta væri kannski
betra fyrir þig. Sloppin frá sársauk-
anum og kvölunum sem þú talaðir
aldrei um. Þú varst þannig að þú
sýndir engum ef þér leið illa, vildir
alls ekki að fólk hefði áhyggjur af
Erla Sigurgeirsdóttir
✝ Hjörtur LíndalGuðnason fædd-
ist á Akranesi 16.
desember 1963.
Hann lést í Reykja-
vík 11. september
síðastliðinn. Hjörtur
var yngstur átta
barna, hjónanna
Guðna Jóhannesar
Ásgeirssonar, f. 1.3.
1930, d. 18.5. 2005
og Sigríðar Hjart-
ardóttur, f. 26.10.
1933. Systkini hans
eru Elísabet, Hjör-
dís Líndal, Jón Geir, d. 27.4. 2007,
Ásta Sigríður, Rannveig, Ólöf
Kristín og drengur, d. 14.12.
1961.
Fyrri sambýliskona Hjartar er
Kristín Ósk Guðmundsdóttir,
börn þeirra eru: 1) Kristinn Aron,
f. 18.12. 1986, sam-
býliskona Helga Dís
Heiðarsdóttir, f.
29.8. 1988, börn
þeirra eru Íris Rán,
f. 28.3. 2004, og
Guðni Maron, f.
26.12. 2006, 2) Sig-
ríður Mist, f. 7.5.
1991, 3) Petra, f.
16.5. 1993, og 4)
Ósk, f. 16.5. 1993.
Seinni sambýlis-
kona Hjartar er Sæ-
rún Ágústsdóttir,
sonur þeirra er
Viktor Frans, f. 28.4. 2003 og
stjúpsynir Hjartar eru Matthías, f.
26.6. 1984, Steinar Ernir, f. 27.4.
1991 og Hilmar, f. 23.10. 1992.
Útför Hjartar verður gerð frá
Akraneskirju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Ástin mín, nú skrifa ég mitt síð-
asta bréf til þín. Ég vil þakka þér
fyrir allt það góða sem þú gafst mér,
sem er svo margt. Á þessum ellefu
árum sem við áttum saman gengum
við í gegn um svo margt, þessi tími
var bæði hamingjuríkur og storma-
samur. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga þær stundir með
þér þegar þú varst þú sjálfur, því þá
sýndir þú þinn innri mann sem var
svo mikill húmoristi og mikill sjarm-
ör sem heillaðir alla sem umgengust
þig. Þú áttir svo marga góða kosti
sem þú áttir svo erfitt með að sjá
sjálfur þegar þú varst sem veikastur,
þá tók einhver annar völdin og þú
sjálfur lagðist í dvala. En alltaf beið
ég eftir að fá manninn sem ég elskaði
svo heitt til baka og alltaf komstu
aftur. Ég er þakklát fyrir að hafa
aldrei misst vonina en þú varst búinn
að missa hana og við því var ekkert
hægt að gera. Ég þekkti þig svo vel
og þess vegna virði ég þína ákvörð-
un. Ég veit að núna ertu á góðum
stað og færð þá hvíld sem þú þráðir.
Takk fyrir Viktor Frans sem þú
elskaðir svo heitt, það var svo sterkt
samband á milli ykkar, þú varst svo
hamingjusamur fyrstu stundirnar í
lífi hans þegar þú hélst á honum og
neitaðir að sleppa. Á þeirri stundu
tengdust þið sterkum böndum sem
aldrei slitnuðu. Missir hans er mikill,
hann er svo ungur og skilur ekki af
hverju hann fær ekki að hitta pabba.
En ég mun halda minningu þinni að
honum svo hann gleymi þér aldrei.
Takk fyrir uppeldið á strákunum
mínum sem þér þótti svo vænt um og
reyndist svo vel. Þú varst svo stoltur
af að eiga hlut í átta börnum og ég
veit að þér þótti sárt að geta ekki
sinnt börnunum þínum á Skaganum
eins vel og þú vildir, því þér þótti svo
vænt um þau en áttir bara svo erfitt
með að sýna það. En innst inni vissir
þú að þeim þótti innilega vænt um
þig og þau vissu að þú elskaðir þau.
Ég sé það núna að þú komst til Eyja
helgina áður en þú lést til að kveðja
okkur og við áttum mjög góðar
stundir saman og gott samtal um
drauminn okkar um að þú næðir
bata og við næðum aftur saman en
innst inni vissum við það bæði að
þetta var draumur sem aldrei yrði að
veruleika og það er svo sárt. En
þessi helgi styrkir mig í sorginni og
ég varðveiti stundina þegar þú
kvaddir og tókst utan um mig og
sagðir: „Særún mér þykir svo of-
boðslega vænt um þig, þú munt alltaf
eiga stóran hlut í hjarta mínu.“ Takk
fyrir lagið sem þú sendir mér og
sagðir að lýsti þínum tilfinningum til
mín. Það er mér ómetanlegt. Lagið
er Með þér með Bubba Morthens,
sem var þinn uppáhaldstónlistar-
maður:
Sérðu ekki við fæddumst
til að standa hlið við hlið
og halda út á veginn saman
og líta aldrei við
Með þér vil ég verða gamall
og ganga lífsins veg
með þér er líf mitt ríkara
með þér er ég bara ég.
Ég votta öllum átta börnunum
sem syrgja þig og öðrum aðstand-
endum mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning þessa yndis-
lega manns.
Þín ætíð
Særún Ágústsdóttir.
Jæja pabbi, þá er okkar tími sam-
an búinn. Ég get ekki lýst því hvað
ég sakna þín mikið og hversu skrítið
það verður að hitta þig ekki aftur. Þú
varst alltaf svo hress, skemmtilegur
og mjög eftirminnilegur maður,
manni leið aldrei illa í návist þinni og
þú fékkst mig alltaf til að brosa. Síð-
an ertu farinn og ég verð lengi að
fylla upp í þessa holu sem þú skildir
eftir því mér þótti svo vænt um þig.
En ljóðin þín deyja aldrei og ég ætla
að láta fylgja ljóð eftir þig sem heitir
Takmark:
Ég veit að til er betra líf
en það sem ég hef lifað
í von um að komi betri tíð
á því hefur hjarta mitt lifað.
Ég hef nú öðlast trú
um að ég nái bata
viðhorfum mínum þarf að snú
þá greið verður mín gata.
Aðrir leiðina hafa gengið
og hamingjusamir lifa
að trúa að þetta geti gengið
með því að af mér gefa.
Þegar hugsun mín um batabraut
og létta lífsins hark
að leysast undan lífsins þraut
er mitt æðsta takmark.
Ég vona að þú hafir náð þínu tak-
marki og vona að þú fáir þá hvíld sem
þú þarfnast til að takast á við ný
verkefni á nýjum og betri stað.
Minning þín gleymist aldrei og láttu
guð geyma þig. Sjáumst seinna.
Með söknuði
Kristinn Aron Hjartarson.
Ég sit hér og hugsa um þig pabbi
minn. Góðu stundirnar okkar sem
við áttum t.d. í sumarbústaðnum í
fyrra með Viktori, Særúnu og Hilm-
ari og þessi stund mun alltaf fylgja
mér sem minning okkar.
Ég man alltaf eftir þér sem dug-
legum og frábærum manni sem elsk-
aðir mig. Ég veit að nú ert þú á betri
stað og sársaukinn þinn er horfinn.
Ég mun aldrei gleyma þér, elsku
pabbi minn.
Með söknuði
Petrea Hjartardóttir.
Þú varst í okkar lífi í ellefu ár og á
þeim tíma léstu sem við værum þínir
eigin synir og þér fannst þú alltaf
eiga mikið í okkur. Betri fóstur-
pabba og fyrirmynd var ekki hægt
að biðja um. Þegar við áttum í erf-
iðleikum varstu alltaf til staðar. Þú
hafðir svo ríka réttlætiskennd. Það
var svo bjart yfir þér þegar þú varst
heill heilsu og þægilegt að umgang-
ast. Þú hafðir svo mikla ánægju af
fótbolta og Manchester United var
okkar uppáhaldslið, við horfðum á
svo marga leiki saman og gengum í
gegnum súrt og sætt. Við munum
aldrei gleyma því þegar þú hringdir
og sagðir okkur að við værum búnir
að eignast lítinn bróður, hann Viktor
Frans eða „Bangsa“ eins og þú kall-
aðir hann áður en hann kom í heim-
inn. Hann Viktor mun aldrei gleyma
þér og við munum minna hann á
hvað þú elskaðir hann mikið og hvað
þú varst góður við hann. Þú mátt vita
að við elskuðum þig alltaf og munum
alltaf gera.
Takk fyrir að vera hluti af okkar
lífi og fyrir að ala okkur upp og gera
okkur að því sem við erum í dag. Við
gleymum þér aldrei og öllu því sem
þú gerðir fyrir okkur.
Steinar og Hilmar.
Okkar fyrstu kynni af Hirti voru
fyrir rúmum 10 árum. Hann var þá
nýkominn í samband með einni af
bestu vinkonum Unnar, Særúnu. Við
hittum þau fyrst saman á Akureyri
þegar þau komu í heimsókn til okk-
Hjörtur Líndal
Guðnason