Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 45
Krossgáta
Lárétt | 1 kinnungur á
skipi, 4 innihaldslausar,
7 ekki djúp, 8 auðugan,
9 hóglát, 11 sögn, 13 fóðr-
un, 14 sjávardýr, 15 ysta
lag, 17 þveng, 20 kvæðis,
22 þokast áfram, 23 bögg-
ull, 24 gripdeildin, 25 lag-
vopns.
Lóðrétt | 1 beygð, 2 heila-
brot, 3 skökk, 4 naut,
5 stór, 6 dreg í efa, 10 út-
vöxturinn á líkama,
12 löngun, 13 bókstafur,
15 farartæki, 16 skraf-
gjörn, 18 bætir við,
19 skadda, 20 óráðshjal,
21 fita.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 Grindavík, 8 ræfil, 9 vökna, 10 lúi, 11 krani,
13 klafi, 15 skúta, 18 áfall, 21 urg, 22 leigð, 23 ósatt,
24 klæðnaður.
Lóðrétt. 2 rifja, 3 núlli, 4 atvik, 5 ískra, 6 brák, 7 mani,
12 nót, 14 lyf, 15 sult, 16 úrill, 17 auðið, 18 ágóða, 19 at-
aðu, 20 læti.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Litlu kraftaverkin halda áfram að
gerast. Biddu vini þína að segja þér
undrasögur og þær gefa þér von um að
þín bíði hinar fullkomnu aðstæður.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það verður þér til góðs að gerast
meðvitaðri um heiminn. Nýttu tímann til
að soga inn í þig allar nýjungar sem fyrir
þig ber. Örlögin bíða þín.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Hugmyndir þínar njóta meiri
stuðnings en þú áleist í upphafi. Einhver
vinnur fyrir þig bakvið tjöldin. Það er gott
að vita að maður er ekki einn.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Sumir ýkja vandamálið sem bíður
ykkar, en þú gerir lítið úr því. Það gerir
þig mjög aðlaðandi í augum viðskiptavina,
kunningja, aðdáenda og bogmanna.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Drifkrafturinn er í rénun, bíttu á
jaxlinn og gerðu það samt! Yfirmenn
fylgjast náið með þér. Það sem skiptir
máli er frammistaðan þegar þú ert áhuga-
laus.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Eitthvað gæti verið áríðandi án
þess að vera alvarlegt. Í dag skaltu sleppa
lausum prakkaranum í þér. Það kemur
eitthvað gott út úr því.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér verða kynntir samningar. Ekki
treysta aðstöðu þar sem peningarnir
skipta meira máli en vinnan. Kvöldið líkist
hraðskreiðum bíl – festu beltið.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Nú reynir á samskiptahæfi-
leika þína. Vertu tillitssamur. Ástvinir
þurfa að sjá, snerta og finna ást þína. Í
kvöld halda stjörnurnar keppni. Þú vinn-
ur!
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Öllum réttindum fylgir
ábyrgð. Öllum sérréttindum fylgir við-
vörun. Í dag skaltu nýta þér rétt þinn á
fyrirmyndar máta svo allir fái að þér
dáðst.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Verk sem þú gast rumpað af,
taka nú lengri tíma. Þú gætir misst þig í
eitthvert verkefni, en útkoman verður
ekki endilega betri. Kannski jafnvel
öfugt.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þótt þú kunnir að meta vel
sagða sögu, þarfnastu staðreynda núna.
Spurðu beinna og umbúðalausra spurn-
inga og þú færð öll svörin sem þú þarfn-
ast.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ert nákvæmur og veitir hverju
smáatriði athygli, sérstaklega í lagalegum
efnum. Áætlun þín kostar meira en þú
hafðir í huga. Kipptu því í liðinn.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. Rf3 d5 2. c4 dxc4 3. Ra3 Rf6 4. Rxc4
e6 5. g3 Be7 6. Bg2 O-O 7. O-O c5 8. b3
Rc6 9. Bb2 Rd5 10. Hc1 b6 11. d4 cxd4
12. Rxd4 Rxd4 13. Dxd4 Bf6 14. Dd2 b5
15. Bxf6 gxf6 16. Ra5 Kg7 17. Hfd1 Bd7
18. Rb7 Db6
Staðan kom upp á Skákþingi Íslands,
landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu í
Skákhöllinni í Faxafeni 12 í Reykjavík.
Ingvar Þ. Jóhannesson (2344) hafði
hvítt gegn Davíð Kjartanssyni (2324).
19. e4! Dxb7 20. exd5 Da6 21. dxe6
Bxe6 22. Bxa8 Hxa8 23. Hc5 hvítur hef-
ur nú skiptamun yfir og innbyrti hann
vinninginn 17 leikjum síðar: 23...Bg4 24.
Hf1 He8 25. f3 Bh3 26. Hfc1 Db6 27. b4
De6 28. g4 Hd8 29. Df2 Dd6 30. De3
Dd2 31. Dxd2 Hxd2 32. H1c2 Hd1+ 33.
Kf2 h5 34. Hxh5 Bf1 35. Hhc5 Bc4 36.
Hc7 Hb1 37. a3 a6 38. Hc3 Kg6 39. h4
f5 40. Hc6+ og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Þrjú-núll lega.
Norður
♠852
♥Á1086
♦973
♣Á75
Vestur Austur
♠1094 ♠G763
♥D92 ♥–
♦D102 ♦8654
♣D1063 ♣KG984
Suður
♠ÁKD
♥KG7543
♦ÁKG
♣2
Suður spilar 6♥.
AV hafa ekkert sagt og vestur
kemur út með spaðatíu. Hvernig er
best að spila?
Giski sagnhafi á að leggja niður
hjartakóng er málið úr sögunni –
vörnin fær slag á tígul og búið. En
það er slæm spilamennska. Aðeins
drottningin þriðja í trompi ógnar
slemmunni (og á því eru 22% líkur).
Eigi austur Dxx í trompi er enga
hjálp að fá í tíglinum, en ef vestur á
trompin þrjú má spila honum inn og
komast hjá svíningunni í tígli. Því er
nákvæmara að taka fyrst á tromp-
ásinn. En það þarf að undirbúa inn-
kastið – taka fyrst laufás og trompa
lauf. Spila svo hjarta á ás. Þegar leg-
an kemur í ljós er lauf aftur trompað,
hjartakóngur tekinn, spaða spilað til
enda og loks er vestur sendur inn á
hjartadrottningu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Samkaup vilja fá lóð hjá Faxaflóahöfnum? Hver erframkvæmdastjóri fyrirtækisins?
2 Skaðræðissniglar hada fundist hér við land. Viðhvaða land eru þeir kenndir?
3 Hver er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna íár?
4 Kvikmyndahátíð er að hefjast í Reykjavík. Hvað kall-ast hún?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Leikritinu Killer Joe hef-
ur verið boðið til Litháen.
Hver fer með aðalhlutverk-
ið? Svar: Björn Thors. 2.
Geir H. Haarde var í opin-
berri heimsókn á Balkan-
skaga. Í hvaða landi?
Svar: Svartfjallalandi. 3.
Íslenskt fyrirtæki hlaut
verðlaun fyrir framsækni í
fjarskiptaþjónustu. Hvaða
fyrirtæki? Svar: Industria.
4. Íslendingur hefur verið
kjörinn í stjórn Post Eur-
ope. Hver er hann? Svar:
Ingimundur Sigurpálsson.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
FRÆÐSLUSÝNING um sjálfbæra
þróun verður opnuð á morgun,
laugardaginn 22. sept., kl. 11 í
Gamla bókasafninu, Mjósundi 10 í
Hafnarfirði. Sýningin er byggð á
hugmyndum Jarðarsáttmálans,
sem saminn var af nefnd skipaðri af
Sameinuðu þjóðunum. Í nefndinni
sat fólk frá öllum heimshornum og
öllum stigum þjóðfélagsins og lagði
sitt af mörkum. Sáttmálinn byggist
á þeim grundvallaratriðum sem
einstaklingar, fyrirtæki og þjóðir
þurfa að tileinka sér til að hægt sé
að skapa heim sem byggist á sjálf-
bærri þróun, umhverfisvernd og fé-
lagslegu réttlæti.
Líkt og Mannréttindasáttmáli og
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
voru gerðir til að tryggja réttindi
allra jarðarbúa, er Jarðarsáttmál-
inn gerður með vernd jarðarinnar
að leiðarljósi og um leið afkomu,
réttlæti og velsæld allrar jarðar-
búa, segir í fréttatilkynningu.
Að sýningunni standa Umhverfis-
nefnd Hafnarfjarðar, Staðardag-
skrá 21 í Hafnarfirði, SGI á Íslandi
og Gamla bókasafnið. Sýningin er
öllum opin og aðgangseyrir er eng-
inn. Sýningartími er kl. 14-18 virka
daga og 14-20 um helgar. Skóla-
hópar eru boðnir velkomnir milli
kl. 9-12 virka daga eftir samkomu-
lagi og býðst leiðsögn um sýning-
una. Hægt er að bóka tíma með því
að hringja í síma 857-5732. Nánari
upplýsingar er að finna á slóðinni
www.simnet.is/meistarar
Sýning um
sjálfbæra þróun
Í TILEFNI af Samgönguviku munu
tónlistarmenn stíga á stokk í
Strætó í dag, föstudag, sem hér
segir:
Kira Kira á leið 1 kl. 7.20 frá
Firði að HÍ, Mr. Silla á leið 3 kl. 7.21
frá Gerðubergi að MR, Svavar
Knútur og Jón Geir á leið 6 kl. 7.20
frá Spönginni að Hlemmi, Ólöf Arn-
alds á leið 13 kl. 7.38 frá Öldu-
granda að Verzló og Magga Stína á
leið 14 kl. 7.23 frá Lækjartorgi að
Grensási.
Einnig gefst farþegum færi á að
fræðast nánar um leiðakerfi strætó
þar sem ráðgjafar verða til staðar á
Hlemmi og í Mjódd.
Þá mun hljómsveitin Retro Stef-
son spila á Hlemmi kl. 16.30.
Stemning
í strætó
SKÍÐAGÖNGUFÉLAGIÐ stendur
fyrir hjólaskíðamóti á Bláfjalla-
afleggjaranum á morgun, laugar-
daginn 22. september. Mótið hefst
kl. 11.00 og verða gengnir 10 kíló-
metrar. Startað verður fyrir neðan
bröttu hlykkjóttu brekkuna og
verður gengið upp á planið þar sem
gönguskíðabrautin í Bláfjöllum
byrjar.
Í markinu verður boðið upp á
samlokur og drykki og verðlaun í
boði í karla- og kvennaflokki.
Skíðagöngufélagið var stofnað í
sumar af hópi sem hefur verið að
æfa fyrir og taka þátt í Vasagöng-
unni í Svíþjóð, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Hjólaskíðamót
við Bláfjöllin
EVA Kamilla
Einarsdóttir, há-
skólanemi og
umsjónarmaður
frístundaheimil-
is, gefur kost á
sér sem varafor-
maður Ungra
jafnaðarmanna á
landsþingi
hreyfingarinnar
í Reykjavík dag-
ana 6. og 7. október.
Eva Kamilla hefur setið í stjórn
Ungra jafnaðarmanna frá 2006 og
var kjörin í framkvæmdastjórn
Samfylkingarinnar á landsfundi
flokksins fyrr á árinu. Þá átti hún
sæti á framboðslista Samfylkingar-
innar í Reykjavík norður fyrir
þingkosningar í maí sl.
Eva Kamilla leggur stund á nám
á þroskaþjálfabraut Kennarahá-
skóla Íslands samhliða því að
starfa sem umsjónarmaður á frí-
stundaheimili. Undanfarin ár hef-
ur hún starfað hjá Sérsveit Hins
Hússins með einstaklingum með
fötlun.
Eva Kamilla býr í Hlíðunum
ásamt tveimur dætrum sínum og
öldruðum gullfisk sem heitir Þór-
bergur.
Í framboði sem
varaformaður UJ
Eva Kamilla
Einarsdóttir