Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 55
Íslensku
barnabókaverðlaunin 2007
Áhrifamikil og spennandi saga
Hrund Þórsdóttir er stjórnmála-
fræðingur og blaðamaður að
mennt. Loforðið er fyrsta bók
hennar.
Ásta og Eyvör. Eyvör og Ásta.
Þær voru alltaf saman. Þær voru
óaðskiljanlegar og ef einhver
nefndi nafn annarrar fylgdi hitt
iðulega á eftir. Svona hefur þetta
alltaf verið en nú er það búið.
Eyvör er farin. Hún er dáin og
samt var hún bara nýorðin tólf
ára.
Loforðið lýsir á einstæðan hátt þeim
tilfinningum sem bærast með ellefu ára
gamalli stelpu sem verður fyrir því að
missa bestu vinkonu sína. Sagt er frá
vináttu stelpnanna, áfallinu og söknuð-
inum, og síðast en ekki síst litla skrýtna
lyklinum og loforðinu sem Ásta gefur
vinkonu sinni og sver við leynistaðinn
að standa við.
LEIKARINN
Matthew McCo-
naughey mun
koma í stað
Owens Wilsons í
nýrri gam-
anmynd, Tropic
Thunder, sem
Wilson var kom-
inn með hlut-
verk í áður en
hann reyndi
sjálfsmorð.
McConaughey mun leika þar við
hlið Jacks Black, Roberts Downey
Jr. og Steve Coogan, en Ben Still-
er leikstýrir myndinni.
Senurnar sem
McConaughey
kemur fram í
verða teknar
upp á næstu vik-
um.
Tropic Thun-
der er gam-
anmynd um hóp
af leikurum sem
eru við tökur á
stríðsmynd á
eyðieyju sem verður síðan fyrir
árás í alvörunni.
McConaughey lauk nýverið við
tökur á myndunum Fools Gold og
Surfer Dude.
McConaughey
í stað Wilsons
Matthew
McConaughey
Owen
Wilson
SÖNGVARINN Justin Timber-
lake hefur lýst því yfir op-
inberlega að hann hafi ekki hug-
mynd um hvað gangi á í lífi
fyrrverandi kærustu hans, Brit-
ney Spears.
„Ég hef satt að segja ekki
hugmynd um hvað er að gerast
hjá henni. Við höfum ekki talað
saman árum saman. Það eru
engar sárar tilfinningar á milli
okkar. Ég ber ekkert nema ást
til hennar,“ sagði hann í viðtals-
þætti Oprah Winfrey.
„Þetta er skrýtið af því við
vorum einu sinni saman. Vá, ég
hef ekki talað um þetta árum
saman en þetta er áhugavert.
Við vorum táningar, eins og þú
veist. Ég held að það skýri það
best hvað gerðist okkar á milli.
Mér finnst hún frábær mann-
eskja en ég þekki hana ekki
jafnvel og ég gerði. Það eina
sem ég veit er það að hún er af-
ar góðhjörtuð og alveg frábær
einstaklingur.“
Timberlake sagði einnig í við-
talinu að hann ætti kærustu en
neitaði að tjá sig um hana að
öðru leyti en því að hún lyktaði
dásamlega. „Ég verð mjög róm-
antískur þegar ég er með henni.
Ég syng fyrir hana og þegar ég
er á tónleikaferðalögum tölum
við saman á iChat með vef-
myndavél,“ sagði hann. „Tæknin
getur verið frábær. Mér finnst
það stórkostlegt þegar maður
getur í raun séð andlit fólks.“
Hefur ekki heyrt í Britney
Reuters
Einu sinni var Britney Spears og Justin
Timberlake þegar þau voru par.
KEIRA Knightley segir að allar
þessar ljósmyndir sem eru teknar
af henni eyðileggi sál hennar.
Kvikmyndastjarnan trúir því að
hluti af henni deyi í hvert skipti
sem tekin er mynd af henni. Nóg er
líka tekið af myndum af Knightley
því hún er einkar vinsæl meðal svo-
kallaðra paparazzi-ljósmyndara.
Hin 22 ára leikkona er líka
hrædd við að horfa í myndavélina
því hún þjáist af bólum. „Í hvert
sinn sem ég lít í spegil bætast við
fleiri bólur. Mér líður ekki vel með
að vera mynduð úti á götu þegar ég
er ótilhöfð,“ sagði hún nýlega.
Knightley viðurkennir að hún
vilji frekar að fólk ljúgi því að
henni að hún líti vel út þegar hún
gerir það ekki.
„Ég kann ekki vel við fólk sem
segir mér satt þegar ég lít illa út.
Góðvild er góður kostur en það
þýðir ekki að þú þurfir alltaf að
vera heiðarlegur og segja satt og
rétt frá,“ sagði Knightley nýlega.
Reuters
Vinsæl Keira Knightley.
Illa við að
vera ljós-
mynduð