Morgunblaðið - 16.10.2007, Side 6

Morgunblaðið - 16.10.2007, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ hefur undir höndum minnisblað forstjóra OR til borgarstjóra um sölu á eignarhlut OR í REI, en minnisblaðið er dag- sett 7. okt. sl.: „Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt eftirfarandi til REI: Sjá töflu Miðað við gengi dagsins 2,77 er verðmæti OR í REI kr. 23.052.131.000. Samrunaferli það sem nú er í gangi mun taka um 6 vikur en marg- víslegur lögfræðilegur frágangur fylgir samrunanum með auglýsingu og lögboðnum tilkynningum og frestum. Að því loknu stendur til að selja um 20% hlut í félaginu til valinna þriggja fjárfesta, s.s. banka, sjóða eða fyrirtækja. Talað hefur verið um að sölugengi gæti verið 3 til 4. Miðað við gengi 3 reiknast hlutur OR á tæpa 25 milljarða. Miðað við gengið 3,5 reiknast hlutur OR á rúma 39 milljarða. Miðað við gengið 4 reiknast hlutur OR á rúma 33 milljarða. Söluferlið getur að mínu mati ekki hafist fyrr en samrunaferlinu er lok- ið. Þá verður væntanlega komið gengi á það hlutafé sem þá verður selt. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja sölu fyrir lok þessa árs. Fram hefur komið að eft- irspurn eftir þátttöku í REI er mun meiri en hægt verður að verða við. Salan ætti því ekki að verða erfið og henni mætti ljúka á næsta ári. OR hefur lagt til REI verðmæti í peningum (4,6 milljarða) og eignum Enex, Enex Kína og HS (kr. 9,3 milljarðar) alls kr. 13.864.611.000. Með samrunanum losnar OR við að kaupa hlut Hafnarfjarðar í HS sem er léttir því þeim kaupum fylgir mikil fjárbinding (ca. 8-9 milljarðar) en lítil sem engin ávöxtun. Sala á REI að hluta eða öllu kæmi til með að létta verulega á fjárhag OR og fjármunir myndu draga veru- lega úr lánsþörf vegna þeirra virkj- ana og framkvæmda sem eru á teikniborðinu Að mínu mati á ekkert að vera því til fyrirstöðu að selja allt hlutaféð á tiltölulega skömmum tíma. Sölu- verðið gæti orðið 9-20 milljörðum meira en OR hefur lagt til félagsins. Inni í þeirri fjárhæð er verðmæti þjónustusamningsins sem OR hefur gert við REI. Við samrunann var hann metinn á 10 milljarða og samn- ingurinn er til 20 ára. Þetta svarar til 500 mkr. greiðslu ári á samnings- tímanum og fyrirframgreitt. Samn- ingurinn kveður á um að OR fram- selji verkefni erlendis til REI og gerir ráð fyrir að OR leigi starfs- menn til REI til ákveðinna verk- efna. OR fær allan kostnað greiddan með álagi. Eins og áður segir kæmi sala hlutafjárins sér vel fyrir OR og létti umtalsvert á lántökum. Einnig kæmi til greina að selja að hluta, þ.e. endurheimta það sem OR hefur lagt út og selja afganginn þegar félagið fer á markað. Salan gæti ef vel tekst til skilað OR verulegum hagnaði og kæmi þá vel til álita að mínu mati að greiða hluta hans út til eigenda. Verði ákveðið að selja nú verða menn að vera undir það búnir að svara gagnrýni sem fram kann að koma fari félagið á markað innan tveggja ára og gengið verði þá um- talsvert hærra en hér hefur verið nefnt.“ Minnisblað forstjóra OR til borgarstjóra 7. okt. Söluverð REI gæti verið 9-20 milljörðum meira Þar er innifalið verðmæti þjónustu- samnings að upphæð 10 milljarðar 6 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vill maðurinn láta blekkjast? Því mun enginn svara játandi fyrir sitt leyti. Ágústínus sagði forðum: „Ég hef kynnst mörg- um, sem fýsti að blekkja aðra, en engum, sem vildi vera blekktur“ (Játningar X, 23). Sömu reynslu hafa allir haft. Ekkert særir sjálfsvirðingu manns meira en að reka sig á og verða að viðurkenna það, að hann hafi verið ginntur, það hafi verið leikið á hann, hann hafi reynst auðtrúa, talhlýðinn, leiðitamur sér til tjóns og vanvirðu. Enginn vill verða fyrir slíku. Eða hvað? Það gerist samt. Líka má spyrja: Hver vill láta véla sig undir mis- kunnarlausa, banvæna þrælkun vímuefna? Hvernig sem því er svarað, þá gerist þetta. Hver vill særa og kvelja sína nánustu? Við því gengst varla nokkur manneskja, sem er með sjálfri sér. Það gerist eigi að síður dögum oftar í hverri átt. Það sem heitir freisting á kristnu máli og freist- ari er einmitt blekkingin, dulbúin, skartbúin, sem vélar hugann og dylst, þangað til agnið er komið í kverkarnar, snaran herðist að hálsi eða gildran smellur yfir mann. Enginn vill láta veiða sig. Og þegar menn verða fyrir því er það naprast af öllu að sjá sjálfan sig eins og leiksopp annarra, blekktan, blindaðan ómerking. Þetta sættir sig enginn við meðan eitthvað er eft- ir af mannlegri sjálfsvirðingu. Það sjálfsmat verður ekki upprætt úr mennskum manni, að hann sé ábyrgur gjörða sinna og geti ekki kennt öðrum um en sjálfum sér, ef hann lætur blekkjast. Það segir sú sjálfsvitund, sem er mennsk – á meðan hún er mennsk. Og er þá jafnframt samviska. Menn geta reynt að flýja hana, svæfa hana, lama, blinda. En hún verður ekki upprætt eða drepin, hvorki þessa heims né annars. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (17) UMBOÐSMAÐUR Alþingis gerir ekki athugasemd við þá ákvörðun rektors Háskóla Íslands að verða ekki við beiðni Ágústs Ein- arssonar prófess- ors um launalaust leyfi frá störfum í þrjú ár á meðan hann gegnir emb- ætti rektors við Há- skólann á Bifröst. Umboðsmaður hef- ur hins vegar ritað bréf til háskóla- rektors þar sem komið er á framfæri ákveðnum ábendingum vegna stjórn- sýslu háskólans í máli Ágústs og í til- efni athugunar umboðsmanns á því. Í bréfi umboðsmanns til háskóla- rektors er m.a. bent á að þrátt fyrir að mælt hefði verið fyrir um það í 5. mgr. 11. gr. laga um HÍ frá 1999 að háskólaráð setti almennar reglur um launalaust leyfi kennara hefði háskólinn látið hjá líða að setja regl- urnar. Það hefði ekki verið fyrr en á fundi háskólaráðs hinn 11. janúar 2007 sem ákveðið var að skipa starfshóp til að gera tillögur að verklagsreglum um slík leyfi. Ágúst Einarsson sagði í gærkvöldi að í áliti umboðsmanns kæmi fram gagnrýni á málsmeðferð Háskóla Ís- lands sem staðfesti margt af því sem hann hefði gert athugasemdir við. Hann væri hins vegar ósammála öðrum atriðum í áliti umboðsmanns en myndi una niðurstöðunni. Kvaðst Ágúst nú vera búinn að segja stöðu sinni við Háskóla Íslands lausri en hann hafði verið prófessor þar í sautján ár. Unir niður- stöðu umboðs- manns Ágúst Einarsson MÁL Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa VG, sem hún höfðaði til að fá eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur dæmdan ólögmætan, var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en eins og kunn- ugt er var samþykkt að málið fengi flýtimeðferð. Lögmaður Orkuveit- unnar fór fram á tveggja vikna frest til að leggja fram greinargerð í mál- inu og varð Sandra Baldvinsdóttir, settur héraðsdómari, við þeirri beiðni. Málið verður því að nýju tekið fyrir mánudaginn 29. okt. Eins og fram hefur komið telur Svandís fundinn hafa verið ólögmæt- an þar sem til hans var boðað með innan við sólarhrings fyrirvara en samkvæmt sameignarsamningi OR á að boða fundi með viku fyrirvara og þess vegna beri að ógilda allar ákvarðanir fundarins. Fram kemur einnig í stefnu að sérstök lög hafi verið sett um OR ár- ið 2001 og þar sé í 11. grein mælt fyr- ir um að eigendur þess fyrirtækis skuli gera með sér sameignarsamn- ing, þar sem fram komi frekari ákvæði um fyrirtækið en beint séu tiltekin í lögum. Sameignarsamning- urinn hafi verið staðfestur af aðilum í framhaldi af þessari lagasetningu. „Telur stefnandi því ljóst að þeir sem á hverjum tíma fara með atkvæði eigenda í fyrirtækinu hafi ekki frjáls- ar hendur um að víkja einstökum ákvæðum samningsins til hliðar eftir því sem þeim þykir henta.“ Mál Svandísar þingfest í gær Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÉG hef ekki nokkra ástæðu til að fara með rangt mál í þessu og það kom alls ekki fram á þessum fundi að um væri að ræða 20 ára einka- réttarsamning. Það er bara rangt að halda slíku fram,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, en greinargerð þeirra Bjarna Ármannssonar, Hauks Leós- sonar og Hjörleifs Kvaran um að- draganda samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) vekur spurn- ingar um það hvenær Vilhjálmur vissi um eðli þjónustusamningsins milli REI og Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Atburðarásin rakin Í greinargerðinni er rakin at- burðarásin í aðdraganda sameining- ar REI og Geysis Green Energy (GGE) og er meðal annars vísað til fundargerða stjórna OR og REI. Er þar vísað til hluta minnisblaðs þar sem fram koma helstu þættir varð- andi sameiningu félaganna. Sam- kvæmt greinargerðinni kynntu og afhentu Bjarni Ármannsson, stjórn- arformaður REI og Haukur Leós- son, stjórnarformaður OR, Vilhjálmi Vilhjálmssyni borgarstjóra minnis- blaðið á löngum fundi á heimili hans að samningurinn hafi verið kynntur honum líkt og gert er í minnisblaði Bjarna Ármannssonar. „Það var bara talað um að það yrði gert sam- komulag við REI um að fyrirtækið keypti sérfræðiþjónustu af OR. En það var aldrei talað um einkarétt- arsamning.“ Honum hafi ekki verið fengið neitt minnisblað og hann sjálfur eigi engin gögn frá fundin- um. „[Kynningin] gekk út á að REI myndi kaupa tækniþjónustu, alveg eins og tillagan sem lögð var fyrir stjórn OR. Af hverju var tillagan á stjórnarfundinum ekki sú að veita REI 20 ára einkaréttarsamning af tækniþjónustu? Nei, hún var bara að veita ætti REI aðgang að tækni- þekkingu.“ Á fundinum hafi mikið verið rætt um samrunann. „Það var verið að tala um hvernig samruninn gæti átt sér stað og hverjir hefðu hugsanlega áhuga á að koma inn í þetta – sem ég áttaði mig ágætlega á.“ Aðspurður hvenær það hafi verið sem hann áttaði sig á því hvað fólst í þjónustusamningnum segir Vil- hjálmur að það hafi verið daginn eft- ir stjórnarfundinn í OR, þ.e.a.s. 4. október. „Þá fór ég til Hjörleifs Kvaran og spurði hann út í þetta.“ Vilhjálmur segist ekki vita hvers vegna þremenningarnir ættu að halda því fram að minnisblaðið hafi verið lagt fram ef svo hafi ekki verið. „Málið er einfaldlega að þetta til- tekna minnisblað sá ég ekki. Þeir voru með gögn í höndunum sem far- ið var yfir, en ekki nákvæmlega þetta blað. […] Ég sá ekki þessa framsetningu á 20 ára einkaréttar- samningi.“ Hann segir að eðlilegt hefði verið að greina honum frá efni samningsins en það hafi aldrei verið gert. Ekki frekar en við aðra stjórn- armenn OR. daginn eftir, 23. sept. Í minnis- blaðinu segir orðrétt í tölulið 6: „Orkuveitan og REI geri samning sín á milli sem tryggi aðgang að þekkingu og starfsfólki OR. Jafn- framt heimili notkun vörumerkisins að Orkuveitan beini öllum verkefn- um utan Íslands til REI. Samningur um slíkt sé til 20 ára.“ Vilhjálmur segir það rétt að fund- urinn hafi farið fram en hafnar því Borgarstjóri kannast ekki við minnisblaðið Vilhjálmur spurði forstjóra OR um efni þjónustusamnings eftir stjórnarfundinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ekkert að fela Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir fullyrðingar um að hann hafi verið margsaga í málinu rangar. Hann hafi ekkert að fela. Við stofnun með hlutafé kr. 2.000.000.000,- Eignir s.s. hlutur í Enex og Enex Kína kr. 590.004.000,- Hlutafjárloforð til greiðslu fyrir 1. febr. nk. kr. 2.600.000.000,- Hlutur OR Í HS, bókfært verð kr. 8.674.611.000,- á gengi 2,77 kr. 3.132.065.000,- Alls kr. 8.322.069.00,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.