Morgunblaðið - 16.10.2007, Side 16

Morgunblaðið - 16.10.2007, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Framkvæmdastjórn Börn voru fengin til að bregða sér í ýmis hlutverk vegna útgáfu ársskýrslu Heilbrigðisstofnunar. Hér er framkvæmdastjórn að funda, Drífa Sigfúsdóttir ásamt þremur leikurum, þeim Birtu Rún Ingi- mundardóttur, Andreu Ósk Sigurðardóttur og Sigurði Helga Sigurðssyni. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík| „Nú þarf ég að fara í það að ljúka meistaranámi mínu. Ég þarf að gera nýtt verkefni og vona að reynsla mín hér nýtist við það,“ segir Drífa Sigfúsdóttir sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja í eitt ár í leyfi Sigríð- ar Snæbjörnsdóttur. Sigríður er nú að koma heim, eftir að hafa unnið að verkefni á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands í Malaví í eitt ár. „Það verður átak að taka aftur til við að ljúka náminu, eftir að hafa slitið sig frá því í eitt ár,“ segir Drífa. Hún var í námi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Var byrjuð á verk- efni sem snerist um samruna og yf- irtökur en vegna breytinga í skólan- um getur hún ekki haldið því áfram. Hún hefur nú fengið augastað á verk- efni á heilbrigðissviði og vonast til að geta nýtt sér reynsluna úr þessu eins árs starfi við Heilbrigðisstofnunina við það. Of mikill tími í peningamálin Drífa segist hafa haft mikla ánægju af því að starfa hjá Heilbrigð- isstofnuninni þennan tíma og kynnast því góða fólki sem þar vinnur. Hún segir að starfsmannamálin séu mest ögrandi enda tengist þau námi henn- ar. Fjármálin eru sífellt viðfangsefni framkvæmdastjóra heilbrigðisstofn- ana og segir Drífa að það fari of mikill tími í að útvega peninga. Í lok síðasta árs fékk Heilbrigðisstofnunin auka- fjárveitingu sem hreinsaði upp halla sem safnast hafði upp en Drífa segir að það hafi ekki dugað til. Þannig stefnir í hallarekstur í ár. Að sögn Drífu stafar það ekki síst af mikilli uppbyggingu á Suðurnesj- um og fjölgun íbúa. Þannig fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 5,5% á milli áranna 2005 og 2006 og útlit er fyrir svipaða fjölgun í ár. Fjárveitingar taka ekki mið af þessari öru fjölgun og það hefur skapað erfiðleika og auka kostnað við heilsugæsluna og fleiri þætti. „Við hefðum þurft að hafa meiri fjármuni til að mæta þessu. Við verðum að sinna þessu fólki, getum ekki lokað,“ segir Drífa. Sömuleiðis nefnir hún að tvö rúm vanti í reikni- líkan sem fjárveitingar taki mið af og við það verði stofnunin af 36 milljóna króna tekjum. Unnið hefur verið að því að taka svonefnda D-álmu í notkun. Búið er að innrétta 3. hæð hússins en þar verða þrjár skurðstofur en auk þess skrifstofa, fundarsalur og fleira. Enn vantar fjármuni til að ljúka verkefn- inu en Drífa vonast til að hægt verði að kaupa tæki á skurðstofurnar og taka þær í notkun í byrjun næsta árs. Drífa rifjar það upp í þessu sambandi að hún var formaður samninganefnd- ar þegar samið var um D-álmuna á sínum tíma en hún var þá forseti bæj- arstjórnar í Keflavík. Því hafi verið ánægjulegt að koma aftur að þessu verkefni. Vonar að reynslan nýtist í lokaverkefni í náminu Í HNOTSKURN »Rúmlega tvö þúsund inn-lagnir voru á sjúkrahúsið í Keflavík á síðasta ári og legu- dagar tæplega tuttugu þús- und. Framkvæmdar voru yfir eitt þúsund skurðaðgerðir. »Tæplega 60 þúsund mannskomu í viðtöl á heilsu- gæslustöð. Starfsemi heima- hjúkrunar jókst um 31% frá árinu á undan. »Á árinu fæddust 206 börn,þar af tvennir tvíburar. Grindavík | Bæjarstjórn Grindavík- ur hefur samþykkt að láta útbúa útboðsgögn fyrir fyrsta áfanga nýs grunnskóla í bænum. Skólinn verð- ur í Hópshverfi, í nágrenni íþrótta- vallarins í Grindavík. Í samþykkt bæjarstjórnar, sem allir bæjarfulltrúar stóðu að, er forstöðumanni tæknideildar falið að vinna að gerð útboðsgagna fyrir 1. áfanga grunnskólans í Hóp- shverfi og leggja fyrir bæjarráð. Íbúum hefur fjölgað mikið í Grindavík og ný hverfi eru að byggjast upp. Umræður og und- irbúningur að byggingu nýs grunn- skóla hefur staðið yfir í ár og ligg- ur fyrir teikning að fullbúnum skóla. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að unnið verði áfram að und- irbúningi í vetur og síðan muni bæjarstjórn taka ákvörðun um út- boð. Segir hann að úr þessu sé ekki ráðlegt að reikna með að skólinn taki til starfa fyrr en haustið 2009. Miðað er við að í fyrsta áfanga verði sex stofur og þar verði yngstu bekkjunum kennt, 100 til 120 nemendum. Eldri nemendur munu ljúka skólagöngu sinni í Grunnskóla Grindavíkur. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti yfir hálfan milljarð króna. Áætlanir miða við að fullbyggður verði nýi grunnskólinn tveggja bekkjadeilda skóli fyrir alla árganga. Áhugi á framhaldsskóla Áhugi er á því innan bæj- arstjórnar að koma upp námi á framhaldsskólastigi í Grindavík. Ólafur Örn segir að ýmsar hug- myndir séu uppi í þeim efnum. Sér- stakur áhugi sé á því að hefja bók- legt nám fyrstu tveggja bekkja framhaldsskóla þannig að nem- endur geti lengur notið þess að sækja skóla í heimabyggð. Fleiri hugmyndir hafa verið til umræðu, meðal annars í samvinnu við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Útlit Nýi grunnskólinn í Grindavík verður í Hópshverfi, rétt við íþrótta- svæði Grindvíkinga. Útlitsteikningin er frá Kollgátu ehf. Undirbúa grunn- skóla í Hópshverfi Eftir Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar | Kiwanismenn í Vestmannaeyjum minnast þess að fjörutíu ár eru frá því Kiwanisklúbb- urinn Helgafell var stofnaður. Fyrsta félagsheimili klúbbsins stóð við Heimatorg og fór undir hraun hinn 27. mars 1973. Kiwanismenn hafa komið fyrir minnisvarða um þetta fyrsta félagsheimili sitt á hrauninu, yfir staðnum þar sem húsið stóð. Það var því við hæfi að stjórnarskipti á af- mælisárinu yrðu við minnisvarðann þar sem Gísli Valtýsson tók við af Kristjáni Björnssyni sem forseti Helgafells. Kiwanisklúbburinn Helgafell er um margt sérstæður því hann er sá fjölmennasti hér landi, með liðlega 80 félaga og hann var fyrsti Kiwanis- klúbburinn í Evrópu sem eignaðist eigið félagsheimili. Þótt klúbburinn sé að komast á miðjan aldur er engan bilbug á félögunum að finna. Góður fulltrúi þeirra er Sigurfinnur Sig- urfinnsson teiknikennari. Hann er ekki meðal stofnfélaga en var annar tveggja sem fyrst voru teknir form- lega inn eftir að klúbburinn var stofn- aður. Félagsheimilið fór undir hraun „Ég var tekinn inn á þorrablóti sem klúbburinn hélt í febrúar 1968 en hann var stofnaður í september árið á undan. Er ég félagi númer 28, ef ég man rétt,“ segir Sigurfinnur um fyrstu kynni sín af Kiwanisklúbbnum Helgafelli. „Þarna vorum við tveir teknir inn, ég og Helgi Guðjónsson frá Dölum en hann eins og svo margir aðrir félagar sneri ekki aftur eftir gosið 1973.“ Sigurfinnur er mikill kiwanis- maður og segist hafa notið hverrar stundar sem farið hafi í starfið hjá klúbbnum. „Ég hef lent í uppbygg- ingu á þremur félagsheimilum. Það fyrsta fór undir hraun, annað sem við keyptum eftir gos fylltist af vatni í leysingum en núverandi félagsheimili stendur enn og er hið glæsilegasta.“ Sigurfinnur byrjaði sem ritari stjórnar en vegur hans átti eftir að vaxa. „Næst varð ég varaforseti og svo forseti á árunum 1979 til 1980. Ég gladdist yfir því trausti sem mér var sýnt af góðum félögum sem eru svo mikils virði í svona starfi. En þetta er ekki bara leikur því Kiwanishreyf- ingin sinnir líka líknarmálum. Við höfum skipt því í tvennt, annars veg- ar með framlögum til Sjúkrahússins í Eyjum og Hraunbúða, heimilis aldr- aðra, og hins vegar til öryggismála við höfnina. Höfum við t.d. haft for- göngu um lýsingu í stigum utan á bryggjum og að komið var upp neyð- arhnöppum á öllum bryggjum í höfn- inni. Allt gefur þetta starfinu gildi og klúbburinn hefur vaxið að þroska með aldrinum,“ sagði Sigurfinnur að lokum. Nýtur hverrar stundar með góðum kiwanisfélögum Morgunblaðið/Sigurgeir Minnismerki Kiwanismenn minntust afmælis Helgafells á Nýjahrauninu þar sem félagsheimili klúbbsins er undir. Fjölmennasti Kiw- anisklúbburinn er í Vestmannaeyjum Fljót | Við smölun á Siglunesi og Nesdal sl. laugardag náðust alls 13 kindur. Þar af voru sex sem gengu úti á þessum slóðum sl. vetur. Tvær þeirra höfðu eignast lömb í vor. Fullorðin ær kom með þrjú lömb og veturgömul með eitt. Svo hafði tví- lembd kind bæst í þennan hóp í sumar. Kindurnar voru frá tveimur bæjum í Fljótum. Það voru menn úr Siglufirði og Fljótum sem fóru í smölunina sem gekk í rauninni vel. Erfiðleikarnir byrjuðu þegar koma þurfti kind- unum út í bát við Siglunes. Þá þurfti að ferja þær á gúmmíbát af nesinu og út í fiskibát, um 2-300 metra. Veður hafði breyst til hins verra meðan smölunin stóð yfir og var kominn talsverður öldugangur við Siglunes. Það hafðist en menn voru sammála um að ekki hefðu þeir mátt vera seinni. Menn og skepnur sluppu án meiðsla úr þess- um leiðangri. Náðu kind- um af löng- um útigangi Þorlákshöfn | Nemendum í tónlist- arnámi er boðinn ókeypis aðgangur að tónleikum Tóna við hafið á morgun, miðvikudag. Á tónleikunum munu Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Grieg og Beethoven auk Slavneskra dansa eftir Dvorak/ Kreisler og íslenskra þjóðlaga í út- setningu Atla Heimis Sveinssonar. Tónleikarnir verða í Versölum, tónleikasal í Ráðhúsi Ölfuss í Þor- lákshöfn. Nemendum boðið á tónleika ♦♦♦ LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.