Morgunblaðið - 16.10.2007, Síða 19
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 19
91, 105 og 130 hö.
ÓDÝRIR
OG GÓÐIR
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411
WWW.RAFVORUR.IS · RAFVORUR@RAFVORUR.IS
Skyndibitakeðjur
með hreinlætis-
vandamál
Borgin hyggst
selja hlut sinn í
REI
Innbrotum fækkar
ár frá ári
Morð íVesturbænum
Ein af hverjum sex
konum missir fóstur
DV særir Dorrit
- kemur þér við
7.000 óþörf útköll
lögreglunnar
Leigubílstjórar lærðu
samningatækni FBI
Lúxus fyrir 50
milljónir plús
Stöð 2 og Sena
í stríð við Torrent.is
Helgi Rafn Idol-
stjarna semur óperu
Alþjóðleg
rallkeppni á Íslandi
Hvaða blað
lestu í dag?
Sláturtíðin setur mark sitt á haustið eins og venja er til og
drekkhlaðnir bílar af sauðfé koma víða að til Húsavíkur
enda gríðarlegum fjölda fjár slátrað hjá Norðlenska.
Færri og færri bændur vinna að slátruninni og hafa út-
lendingar haslað sér þar völl eins og í mörgum öðrum
störfum. Ýmsar framfarir hafa orðið hvað varðar förgun
úrgangs og ber þar að nefna að öllu gori er nú ekið með
haugsugu upp á Hólasand til uppgræðslu í stað þess að
keyra það í gryfjur og líklega verður grasið þar grænt
næsta sumar ef að líkum lætur. Þá er öllum beinum
brennt í kjötvinnslunni sem áður voru grafin og því hafa
hrafnar og máfar minna nýmeti á þessu hausti en oft áður.
Sláturgerð er mikil hjá fólki enda reiknast margar mál-
tíðir úr hverju slátri fyrir venjulega fjölskyldu. Auðvitað
er sláturgerðin fyrirhöfn, en flestir segja að þetta sé engin
vinna miðað við það sem áður var þegar fólk sat og brytj-
aði mör, hreinsaði garnir og kalónaði vambir, sneið og
saumaði. Nú eru bara gervikeppir sem fljótlegt er að setja
í og mörinn getur komið brytjaður og þá er sláturgerðin
ekki svo tímafrek.
Kjötvinna er líka mikil á sumum bæjum þar sem margt
er í heimili og sums staðar er farið að rjúka úr reykhúsum
enda komið fram yfir miðjan október. Kjöt af veturgömlu
og fullorðnu er mikið notað í hangikjötið en fáir nýta mjög
fullorðna hrúta til kjöts þó enn sé til fólk sem ekki vill
missa af því að eiga hið svokallaða hrútabragð í kistunni.
Kýr eru víðast hvar að koma á gjöf enda grænfóðursakrar
að mestu búnir nema á einstöku bæjum. Tíðarfarið var
heldur blautt í september, svo blautt að kýr í mikilli nyt
drógu júgrin eftir jörðinni en það er ekki talið gott fyrir
júgurheilsuna. Oft hafa samt verið verri haust og meiri
hret, en Þingeyingar eru búnir að draga fé úr fönn og vet-
urinn búinn að sýna það að hann er ennþá til. Því fylgir
alltaf nokkur eftirsjá að hætta útivist kúnna. Vel fóðraðar
kýr eru gangandi auglýsing fyrir mjólkuriðnaðinn þó svo
að þær séu misjafnlega skrautlegar eftir bæjum en sam-
kvæmt skýrslum ráðunautaþjónustunnar á svæðinu virð-
ist sem sumir kúalitir séu á undanhaldi. Má þar nefna
svartskjöldóttar kýr og sægráar, einnig gráar sem nú eru
einungis um það bil 1% af kúastofninum.
Mannlífið er að taka á sig mynd vetrarins og eru kórarnir
farnir að æfa eins og venja er til auk þess sem tónleikar
með alls konar músík bjóðast flestar helgar í félagsheimil-
um og kirkjum. Á undanförnum árum hefur tónlistarstarf
aukist mjög í héraðinu enda segir skólastjóri tónlistarskól-
ans í Aðaldal að með söngnum fari heilinn að framleiða
gleðiefni og því sé þetta starf mjög gefandi fyrir alla.
Ýmsir fundir eru einnig byrjaðir sem haldnir eru á
haustin og því er ljóst að mikið er um að vera og eins gott
að tíðarfarið verði til friðs enda þarf félagslífið á því að
halda. Á þessu hausti snúa músaholurnar í margar áttir,
þannig að búast má við umhleypingum og það heyrist líka
víða í hrafninum sem talar sínu máli og tjáir sig um kom-
andi vetur.
LAXAMÝRI
Atli Vigfússon fréttaritari
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Baulaðu nú ... Gráum kúm hefur fækkað og eru nú
einungis um 1% af kúastofninum.
burðarás síðustu daga
hefur jafnast á við hina
bestu kvikmynd þar
sem boðið er upp á
spennu, ástir, svik og
dramatík. Júdasar-
auglýsing Símans öðl-
ast nýtt gildi og topp-
urinn á öllu saman er
sms-ið: Til í allt – án
Villa! Víkverji telur það
mikla synd að Spaug-
stofan fái ekki að senda
út þátt sinn daglega,
lætin í borginni myndu
duga þeim spaugurum
út árið. Atburðarásin
væri einnig frábært
efni í kvikmynd eða
sjónvarpsþátt.
Óttast Víkverji að litlu betra
ástand taki við með nýjum meiri-
hluta, REI-listanum, Tjarnar-
kvartettinum eða hvað má kalla
hann, sem þegar er orðinn ósam-
mála áður en hann er búinn að fá
lyklana að Ráðhúsinu í hendur. Vík-
verji er með þá tillögu að hreinsað
verði til í öllum þessum flokkum og
efnt til nýrra borgarstjórnarkosn-
inga. Nánast sami grautur í sömu
skál er áfram uppi á borðum.
x x x
Víkverji hefur til þessa ekki veriðmikill aðdáandi Jóns Gnarr en
mikið lifandis skelfing er Næt-
urvaktin á Stöð 2 mögnuð. Túlkun
Jóns á hinum óþolandi vaktstjóra,
Georg Bjarnfreðarsyni, er stórkost-
leg. Í þeirri persónu kristallast
áreiðanlega margir yfirmenn sem
fólk kannast við og hefur þurft að
þola; óendanlega kröfuharðir og
smámunasamir menn sem hafa ekki
snefil af eiginleikum til mannlegra
samskipta. Ýkt en yndisleg persóna,
Georg Bjarnfreðarson.
Pabbi, af hverju erborgarstjórinn
hættur? spurði ung og
óreynd dóttir Víkverja
mitt í öllum látunum
sem urðu í Ráðhúsinu
fyrir helgina. Víkverja
varð fátt um svör en
sagði þó á endanum, til
að segja eitthvað, að
það þyrfti stundum að
skipta um borgar-
stjóra. Hún lét sér
þetta ófullkomna svar
duga og sneri sér að
Polly Pocket.
Víkverji er lítt póli-
tískur en hann hefur
sínar kenningar um
hvernig fór. Sú kynslóð stjórnmála-
manna sem er að vaxa úr grasi er af
öndverðri svonefndri kókópöffs-
kynslóð sem var alin upp á kvik-
myndum og myndbandaglápi. At-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Þegar Hjálmar Jónsson var aðverða of seinn á fund í
Reykjavík orti hann:
Á hverri stundu er voðinn vís,
varkárnin af mér tálgast.
Eins og húsdýr á hálum ís
höfuðborgina nálgast.
Grétar Haraldsson frá Miðey
yrkir:
Glaður hugur hlakka fer
hvergi efa það
þegar létt um lúgu er
látið Morgunblað.
Íslensk þjóð oft hugsar þá
það er alveg víst
að vandað efni allir sjá
– um hvað málið snýst.
VÍSNAHORNIÐ
Af húsdýrum
og Mogga
pebl@mbl.is