Morgunblaðið - 16.10.2007, Side 20

Morgunblaðið - 16.10.2007, Side 20
menntun 20 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Borgaskóli fékk styrk fráNordplus Junior til verk-efnisins Orka í norðri,ásamt Blåvandshuk-skóla í Danmörku og Kaland-skóla í Noregi, og með því fá krakkarnir tækifæri til að skoða mismunandi orku og orku- notkun í þessum þremur löndum. Verkefnið er unnið á tveimur skóla- árum, m.a. með tölvusamskiptum nemenda og kennara og heimsóknum landa á milli og hefur 7. bekkurinn lagt land undir fót – og það tvisvar. Í vor heimsótti árgangurinn Danina ásamt norsku krökkunum með það að yfirmarkmiði að skoða vindmyllur og nú í byrjun skólaárs fór hópurinn til Noregs til að kynnast olíuauðlindum Norðmanna. Í vor koma svo norskir og danskir krakkar í heimsókn til Ís- lands þar sem heita vatnið er þema ferðarinnar og munu þeir gista heima hjá íslensku þátttakendunum. Svo lærir sem reynir Upphafið að Orku í norðri má rekja til ráðstefnu þar sem norskum og dönskum kennara hjá umræddum skólum datt samvinnan í hug; þjóð- irnar ættu mun meira sameiginlegt en oft væri talað um – í þó eins ólíkum hlutum og orkuleiðirnar eru. Sóley Stefánsdóttir og Hjördís Guð- mundsdóttir, umsjónarmenn 7. bekkj- arins, hafa haft veg og vanda af verk- efninu hérlendis og þær segja margvíslegan lærdóm felast í því þar sem ólík fög skarist. „Þau vinna t.d. verkefni tengd náttúrufræði, landa- fræði og þau skrifast á milli bæði á ensku og dönsku,“ segir Sóley og Hjördís bætir við að þær hafi kynnt þessum 39 krökkum dönskuna fyrir vorferðina, ári á undan jafnöldrum þeirra. „Þau læra auðvitað á bók um hinar Norðurlandaþjóðirnar – t.d. að Dan- mörk sé flöt – en mörg þeirra gerðu sér ekki grein fyrir því hvað flatlendi væri fyrr en við keyrðum frá Kaup- mannahöfn til Jótlands, sáum bara tré, engin fjöll og engar hæðir, tvær stórar brýr og búið,“ lýsir Sóley og Hjördís heldur áfram: „Þau voru alltaf að tengja við eitthvað sem þau hafa lært hér heima – og öfugt.“ Þær stöll- ur segja krakkana hafa ofsalega gam- an af verkefninu og hlýtur þá mikið vera áunnið því mörg þekkjum við að við tileinkum okkur betur það sem okkur þykir skemmtilegt. Orð Hjör- dísar eru til marks um að krakkarnir njóti sín: „Þau eru komin í gott sam- band á MSN.“ Foreldrar krakkanna munu líka vera afar samheldinn og góður hópur. „Það gerir þetta ekki síður skemmti- legt. Þetta hefur allt gengið mjög vel og við höfum miklar væntingar fyrir heimsókninni í vor. Síðast en ekki síst eru þetta frábærir krakkar,“ segir Sóley að lokum. thuridur@mbl.is Vindmyllur, olía og heitt vatn á MSN-inu Morgunblaðið/RAX Góður hópur Sjöundubekkingar Borgaskóla hafa myndað tengsl vináttu og samvinnu við norska og danska jafn- aldra sína í gegnum sérstakt orkuverkefni þar sem orkunýting í löndunum þremur er skoðuð. Varðstaða Hópur landanna þriggja fór meðal annars í gönguferð í fallegu umhverfi Vardetangen, á vestasta tanga Noregs. Orka í norðri (Energy i Norden) nefnist sam- norrænt verkefni sem 7. bekkur í Borgaskóla í Reykjavík tekur þátt í. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir komst að því að umræða um orku- lindir heimsins þrífst á spjallrásum unglinganna. Kennarar Hjördís Guðmundsdóttir og Sóley Stefánsdóttir. „NEMENDUR fengu afar góða um- sögn, hvert sem þau fóru. Sér- staklega var talað um hvað þau væru kurteis, hefðu góða matarlyst og hefðu góð tök á enskunni.“ Svo segir um Danmerkurferðina í frétta- bréfi Borgaskóla frá maí sl., Borg- aranum. Fyrir framan blaðamann sitja fjórir fulltrúar þessara krakka í 7. bekk, Birgitta Smáradóttir, Þór- unn Jörgensen, Sölvi Smárason og Kristján Ingólfsson, og ósjálfrátt hrökkvum við öll í hinn stillta gír sem einkennir þetta prúða unga fólk. Risavaxnar vindmyllur Öll eru þau sammála um hve þetta verkefni hefur reynst skemmtilegt og líst vel á komu hinna norrænu fé- laga sinna í vor. Birgitta verður fyrst fyrir svörum og hún segist hafa verið mjög ánægð með náms- ferðirnar en löndin hafi verið nokk- uð ólík Íslandi: „Það er svo mikið af fjöllum í Noregi en alveg flatlent í Danmörku.“ Þau höfðu ekki séð vindmyllur fyrr en í Danmörku og þóttu þeim þær risavaxnar. Olíuleið Norðmanna í orkunýtingu kynntust þau með því að heimsækja olíu- hreinsunarstöð Statoil og segir Þór- unn vettvangsferðina þangað hafa verið lærdómsríka. „Við fórum þangað í rútu og máttum ekkert fara inn því þá hefðum við þurft að fara í einhverjar svaka græjur.“ Að sögn þeirra var þetta stórt bákn með mörgum skipum og þau hafi ekki mátt taka myndir. „En það var flott í Noregi en í Danmörk er svolítið líkt Íslandi,“ segir Þórunn. Noregur hef- ur greinilega heillað krakkana dálít- ið og sum þeirra segjast jafnvel geta hugsað sér að búa þar. Umhverfis- vænir Norðmenn og skilvirkt flokkunarkerfi vakti líka athygli bekkjarins í heild. „Við gistum heima hjá krökk- unum, fórum með þeim í skólann og út í verslunarmiðstöð,“ lýsir Sölvi – „og á fjórhjól!“ Þau segja enskuna hafa verið aðalsamskiptatækið við krakkana. „Í hvert sinn sem við reyndum að nota dönskuna skildu þau okkur ekki,“ segir Sölvi. Hins vegar hafi virkað að tala íslenskuna mjög hægt, eins og kom líka fram hjá umsjónarkennurum þeirra. „Tungumálin eru eitthvað lík – við tölum íslenskuna náttúrlega svo hratt venjulega,“ útskýrir Þórunn. Erum næstum alveg eins Það sem Kristjáni þótti skemmti- legast í utanlandsferðunum tveimur var að kynnast krökkunum sem reyndust ekkert svo frábrugðin þeim sjálfum. „Það er bara ekki sama tungumálið. Strákurinn sem ég bjó hjá í Noregi var að æfa fót- bolta.“ Þegar Kristján er spurður um tilganginn með þessari sam- vinnu segir hann að hann sé fyrst og fremst að læra hvernig orka sé búin til í þessum löndum og Sölvi bætir við: „Við lærum önnur tungumál og sjáum hvernig fólk vinnur í öðrum löndum, muninn á milli landa.“ Þór- unn segist halda að krökkunum muni finnast heita vatnið sérstakt. „Þeim mun örugglega finnast það skrítið hvað við eigum mikið af heitu vatni.“ Birgitta tekur undir það: „Sundlaugarnar hjá þeim voru ekk- ert svona heitar eins og hjá okkur – þær voru ískaldar!“ segir hún. Sölvi segir einmitt fjölskylduna sína hafa haft mikinn áhuga á vatnsorkunni. „Þau spurðu út í sundlaugarnar okkar og þeim fannst heitu pott- arnir okkar mjög spes!“ segir Sölvi brosandi en hann hefur líkt og fleiri reynt ýmislegt nýtt með tilkomu orkuverkefnisins, þ.á m. fljúga til út- landa. Og hvernig þótti honum það? „Gaman!“ Svör hreinskiptinna krakka eru og verða afdráttarlaus. Töluðum íslenskuna hægt Morgunblaðið/RAX Birgitta Smáradóttir: „Það er svo mikið af fjöllum í Noregi en alveg flatlent í Danmörku.“ Þórunn Jörgensen: „Þeim mun örugglega finnast það skrítið hvað við eigum mikið af heitu vatni.“ Kristján Ingólfsson: „Mér fannst skemmtilegast að kynnast krökk- unum.“ Eina sem skildi þau að hafi verið tungumálið. Sölvi Smárason: „Við lærum önnur tungumál og sjáum hvernig fólk vinnur í öðrum löndum, muninn á milli landa.“ EF þú sefur í fimm tíma eða skemur á nóttunni til lengri tíma er dauðdagi um aldur fram 1,7 sinnum líklegri en hjá þeim sem sefur í sjö tíma. Vef- miðill Berlingske Tidende segir frá nýrri umsvifamikilli enskri rannsókn sem athugaði svefnvenjur og heilsu 10.308 manns á 20 ára tímabili. Ónægur svefn er lífshættulegur því tvöfalt meiri hætta er á dauða vegna hjartasjúkdóma. „Sjö tíma svefn er ákjósanlegur en síðasta áratuginn hefur það orðið sí- fellt algengara að fólk sofi í færri tíma og margir þjást af svefnvanda- málum. Rannsóknin sýnir að slíkt hefur margvíslegar heilsufarslegar afleiðingar,“ segir Francesco Capp- uccio, prófessor í Warwick-háskóla. Jon Ovesen, danskur sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir að fimmti hver fullorðinn Dani glími við svefn- vandamál og telur það allt of mikið. „Fólk ætti að virða betur mikilvægi svefnsins. Við erum beinlínis nauð- beygð til að ætla okkur tíma í góðan nætursvefn – og það á hverri nóttu!“ segir hann. Morgunblaðið/Þorkell Góður svefn Æskilegt er að ná um sjö tíma svefni á hverri nóttu. Svefnvanda- mál og hjarta- sjúkdómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.