Morgunblaðið - 20.10.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
LEÓ Kristjánsson, jarðeðlis-
fræðingur hjá raunvísindastofnun
Háskóla Íslands, segir að þegar
raunvísindamenn hafi komist í
kynni við íslenskt silfurberg hafi
þeir öðlast nýja möguleika til þess
að kanna víxlverkun ljóss og efnis.
Sé ljós látið speglast frá einhverju
efni megi mæla með venjulegum að-
ferðum hvað mikið af því speglast í
burtu en silfurbergið hafi gert
mönnum kleift að rannsaka í hvaða
átt ljósið hafi speglast. Þetta hafi
leitt til margvíslegra vísinda-
uppgötvana og flýtt fyrir þróun í til
dæmis rafsegulfræði, lífrænni efna-
fræði, kristalla- og steindafræði og
nútíma eðlisfræði, sem byggist
meðal annars á kenningum Alberts
Einsteins. Sú þróun hafi síðan haft
mikil áhrif í efnaiðnaði, líftækni,
læknisfræði, hagnýtingu auðlinda
jarðar og kjarnorku, fjarskiptum,
samgöngum, burðarþolsrann-
sóknum og mannvirkjagerð.
Upphafið í Reyðarfirði
Íslenskt silfurberg hefur fyrst og
fremst verið að finna í námu
skammt frá bænum Helgustöðum í
Reyðarfirði. Náman var nytjuð á
síðari hluta 19. aldar og til um 1925
en hún var friðuð 1975. 1869 lýsti
Daninn Rasmus Bartholin í Kaup-
mannahöfn fyrstur manna sér-
stæðum ljósbrotseiginleikum
glærra kristalla,
sem höfðu fundist
í námunni, svo-
kölluðu tvöföldu
ljósbroti, sem má
skýra með því að
sé svona kristall
settur ofan á let-
ur á blaði sést það
tvöfalt í gegn.
Leó segir að
svona kristallar hafi lengi vel ekki
fundist eins stórir og tærir og í
námunni í Reyðarfirði. Um hafi ver-
ið að ræða hreinasta efni sem völ
hafi verið á úr náttúrunni og einnig
það sem hafi verið með reglulegustu
uppbygginguna. Þess vegna hafi
það verið mjög gagnlegt til rann-
sókna á eðli kristalla og margir
frægir vísindamenn hafi notað efn-
ið. Í því sambandi nefnir hann að
Louis Pasteur, upphafsmaður ger-
ilsneyðingar og ýmissa ónæmis-
aðgerða, hafi orðið frægur vegna
rannsókna með þessum silfurbergs-
kristöllum á eðli efna og þessar
rannsóknir hafi breytt öllum skiln-
ingi á lífrænni efnafræði. Mikael
Faraday hafi gert margar uppgötv-
anir í rafmagns- og segulfræðum
vegna rannsókna á þessu silfur-
bergi. Hann hafi gert uppgötvun
sem hafi orðið til þess með öðru að
James Maxwell hafi sett fram kenn-
ingu um að ljós væri rafsegulbylgja.
Einstein hafi byggt á rafsegulfræði
Maxwells þegar hann hafi sett fram
afstæðiskenninguna, og þessir
kristallar hafi líka verið notaðar til
að prófa kenninguna. Svo mætti
lengi telja.
Leó segir að íslensku kristall-
arnir hafi verið fluttir út og notaðir í
mjög fjölbreytt mælitæki. Ein teg-
undin hafi verið mjög mikið notuð í
sambandi við lífræna efnafræði,
ekki síst við rannsóknir á ýmsum
sykurefnum. Önnur tegund hafi
verið nefnd bergfræðismásjá, sem
notuð hafi verið til að rannsaka
kristalla í bergi og steintegundum.
Ljósmælar hafi síðan mælt styrk
ljóss og meðal annars verið notaðir í
efnagreiningu, í prentverki og víð-
ar.
Að sögn Leós gera silfurbergs-
kristallarnir það að verkum í þess-
um tækjum að hægt er að nota sér-
stakan eiginleika ljóssins sem ekki
sé hægt svo glatt með öðru móti.
Fyrirlestur í dag
„Silfurberg – áhrifamikil afurð
frá Íslandi“, kallar Leó fyrirlestur
sem hann flytur í sal 132 í Öskju,
náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands,
klukkan 14.00 í dag. Þar ætlar hann
að segja frá þessum silfurbergs-
kristöllum úr námunni í Reyðarfirði
og gagnsemi þeirra. „Heppnir
áheyrendur geta fengið gefins hjá
mér silfurbergsmola til að skoða
þetta merkilega tvöfalda ljósbrot,“
segir hann.
Margar tækniframfarir
íslensku silfurbergi að þakka
Oft veltir lítil þúfa
þungu hlassi. Það á
meðal annars við um ís-
lenskt silfurberg sem
flýtti fyrir þróun á ýms-
um sviðum raunvísinda
og hefur haft meiri áhrif
en margan grunar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tvöfaldur hringur Leó sýnir eiginleika silfurbergsins.
Í HNOTSKURN
» Silfurberg frá Íslandi hef-ur haft ótrúlegustu áhrif í
tækniþróun en Leó Kristjáns-
son segir að lagerinn hafi
klárast upp úr 1880 og eftir
það hafi verið silfurbergs-
vöntun hjá mörgum.
» Leó bendir á að rafsegul-fræðina eins og til dæmis
þráðlaus fjarskipti megi rekja
til rannsókna á silfurberginu.
Einnig sjónvarp, kvikmynda-
filmur, ýmsar lífrænar sýrur
og ilmefni.
»Atómklukkur, sem erunauðsynlegar í geimferð-
um og staðsetningartækjum,
byggjast á uppgötvunum sem
gerðar voru með silfurbergs-
kristöllum.
» Þó að bannað sé að tínasilfurberg úr námunni í
Reyðarfirði segir Leó að sagn-
fræðingar hafi mikið efni til
að moða úr.
Albert Einstein
BORGARRÁÐ samþykkti á auka-
fundi sínum í gær tillögu borgar-
stjóra um að verja 790 milljónum
króna í markvissar aðgerðir í starfs-
mannamálum Reykjavíkurborgar.
Kostnaðurinn skiptist þannig niður
að í ár verður hann 108,6 milljónir
kr. og á næsta ári 681 m.kr. Tillagan
var tekin fyrir á fundi borgarráðs á
fimmtudag en minnihlutinn fór fram
á frestun afgreiðslu málsins.
Alls verður 200 milljónum kr. var-
ið til að umbuna starfsmönnum und-
irmannaðra stofnana, s.s. leikskóla,
grunnskóla, frístundaheimila og
hjúkrunarheimila. Foreldrar ungra
barna fá þá forgang að vistun fyrir
börn sín á leikskóla eða frístunda-
heimilum, þ.e. á meðan þeir starfa á
áðurnefndum vinnustöðum borgar-
innar.
Samþykktin felur m.a. í sér að öll-
um borgarstarfsmönnum í föstu
starfi standi til boða 16 þúsund
króna árlegur heilsuræktarstyrkur,
sundkort og bókasafnskort.
Tillaga Dags
samþykkt
VIÐSKIPTAVINIR leikfangaversl-
unarinnar Toys’R’ Us í Kópavogi
hafa margir hverjir tekið eftir því að
hátt hlutfall af
starfsfólki versl-
unarinnar kemur
frá nágrannaríkj-
um Íslands, þ.e.
Danmörku, Nor-
egi og Svíþjóð. Er
þar ekki um inn-
flutt vinnuafl að
ræða, alla vega ekki til lengri tíma,
því þar eru á ferð verslunarstjórar
og aðstoðarverslunarstjórar frá
Toys ’R’ Us-verslunum á Norður-
löndunum. Er þeim uppálagt að
leggja línurnar í afgreiðslu leik-
fanga, en einnig að aðstoða, enda
hefur umferð um búðina verið með
eindæmum fyrstu tvo dagana. Að
sögn starfsmanns Toys ’R’ Us hefði
opnunin varla gengið upp án starfs-
mannanna, sem eru á þriðja tug, en
þeir halda af landi brott eftir helgi.
Hefði ekki
gengið upp
♦♦♦
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Vopnafjörður | Sveitarstjórnir
Vopnafjarðarhrepps og Langanes-
byggðar vilja kanna möguleika á at-
vinnuuppbyggingu í tengslum við
fyrirhugaða olíuleit á svokölluðu
Drekasvæði, sem liggur miðja vegu
milli Íslands og Jan Mayen.
Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri
Vopnafjarðarhrepps, segir að sveit-
arstjórnirnar vilji láta vinna þarfa-
skilgreiningu sem útlisti frekar þau
tækifæri sem falist geti í olíuleitinni
og þjónustu við hana.
Sérstakt hlutafélag um olíuleit
„Við viljum stofna sérstakt fyr-
irtæki sem myndi afla fjár frá sveit-
arfélögunum og ríkisvaldinu og láta
vinna slíka greiningu“ segir Þor-
steinn. „Hugmyndin er sú að sveit-
arfélögin eigi stærstan hluta í slíku
fyrirtæki í upphafi. Ef eitthvað fer
að gerast í þessu gætu síðan áhuga-
samir fjárfestar komið inn í
hlutafélagið, sem við hyggjumst
stofna fljótlega. Við viljum ná rík-
isvaldinu að borðinu í þessu máli, á
svipuðum grunni og verið hefur á
Vestfjörðum varðandi olíu-
hreinsunarstöð þar.“
Þorsteinn segir menn vissulega
vona að olíuleitin leiði til stórra
hluta, en þeir séu þó ekki í neinum
draumahöllum og líti raunsætt á
málin.
„Okkur þykir mikilvægt að bregð-
ast við og vera þátttakendur í að
skoða hvaða tækifæri geta falist í
þessu og láta vinna greinargott
plagg sem segir okkur þetta. Við
þurfum að vera viðbúin og geta boð-
ið fram þjónustu okkar. T.d. gæti
þetta verið í formi þjónustu sem
veita þarf skipum og leitartækjum
og að sinna áhafnaskiptum.“
Bygging stórrar hafnar
„Ef svo færi að einhver olía fynd-
ist þarna, sem ekki er ólíklegt, eru
menn með hugmyndir eins og um
byggingu stórrar hafnar, sem myndi
taka við olíunni o.fl. sem því tengist.
Eftir því sem ég hef kynnt mér er
ótrúlega stutt í að menn fari að leita
á svæðinu“ segir Þorsteinn.
Iðnaðarráðuneytið gaf út skýrslu
um olíuleit á Drekasvæði í mars
2007. Þar er lögð fram til umsagnar
tillaga að áætlun um útgáfu sérleyfa
til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu
og gasi á norðanverðu Drekasvæði
við Jan Mayen-hrygginn ásamt
drögum að umhverfismati þeirrar
áætlunar.
Samkvæmt tillögunni felur áætl-
unin í sér að gefin verði út sérleyfi til
leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og
gasi á norðanverðu Drekasvæðinu,
sem er um 42.700 km2 að flatarmáli.
Um hluta svæðisins gildir milli-
ríkjasamningur milli Íslands og
Noregs frá 1981 um landgrunnið
milli Íslands og Jan Mayen og þekur
sá hluti 12.720 km2 innan þess, eða
tæplega þrjá tíundu hluta svæðisins.
Vopnafjarðarhreppur og Langanesbyggð vilja þjónusta olíuleit á Drekasvæði
Íbúar eygja at-
vinnutækifæri
Mynd/iðnaðarráðuneytið
Möguleikar Vopnafjarðarhreppur og Langanesbyggð sjá möguleika til
eflingar atvinnulífs í að þjónusta væntanlega olíuleit á Drekasvæði.
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt karlmann á þrí-
tugsaldri til greiðslu 30 þúsund
króna sektar fyrir umferðarlaga-
brot. Auk þess var hann sviptur öku-
réttindum í þrjá mánuði og gert að
greiða 150 þúsund krónur í sakar-
kostnað.
Lögregla stöðvaði manninn þar
sem hann ók bifreið sinni við Dalsá í
Norðurárdal í Skagafirði. Lögreglu
grunaði að maðurinn væri undir
áhrifum fíkniefna og var hann því
færður á lögreglustöð. Þar var tekið
blóðsýni og þvagsýni. Sjálfur sagðist
maðurinn hafa neytt amfetamíns og
kannabisefna tveimur dögum áður.
Í matsgerð sérfræðinga hjá rann-
sóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði
segir að í blóði og þvagi hafi mælst
amfetamín, um 70 ng/ml. Er það inn-
an marka sem búast má við eftir
töku efnisins að læknisráði. Sækj-
andi upplýsti fyrir dómi að sam-
kvæmt upplýsingum sem hann fékk
hjá ríkissaksóknara teldist 170 ng/ml
lítið magn amfetamíns í blóði.
Í dóminum segir að ekki verði lagt
mat á það hvort 70 ng/ml af amfeta-
míni geti skert hæfni ökumanna til
aksturs bifreiða, enda er skýrt kveð-
ið á um það í lögum að ekkert magn
fíkniefna megi vera í blóði öku-
manna.
Með örlítið
af efnum í
blóðinu
♦♦♦