Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég hef átt náið og dýrmætt sálufélag við þá, sem settu spakan skáldskap og skáldlega speki á bækur forðum daga suður þar í Hellas og mæltu fegurst á tignustu tungu Evrópu. Um frægar heimaslóðir þeirra fór Páll, langförull maður austan úr Gyðingalandi, þeirra erinda að segja mönnum þar, að það sem þeir hefðu óafvit- andi verið að leita að, væri fundið. Sjálfur Guð hefði afhjúpað veru sína með óvæntum en ótvíræðum hætti, vakið nýja andlega lífsmöguleika og beint sköpun sinni inn á nýja braut. Nú væri þar bati að verki, nú væri í vændum full heilsa hins fallna, sára heims. Og hver mannssál væri kölluð til að fá hlutdeild í batanum og þjóna honum. Þetta sagði þessi ferðamaður. Og hann hripar niður nokkur bréf á hlaupum að kalla, orðsend- ingar, afgreiddar með hraði af knýjandi tilefnum, án nokkurs þanka í þá átt, að hann væri með þess- um bréfagerðum að gera annað en að gegna kalli og þörf hverfullar stundar. En þau snúast öll um þetta eina, sem honum lá á hjarta. Og það er Jesús Kristur, krossfestur og upprisinn, og lífið, sem hann vísar til og gefur. Engin orð, sem mælt voru og rituð í þessu landi, náðu dýpri og sterkari tökum. Ég veit ekki annað furðulegra úr grískri sögu en þennan gest, þennan hraðboða, sem rétt tyllti niður fótum í Hellas, en lét eftir þau áhrif, að enginn þar- lendur maður markaði dýpri spor. Alltént er það öruggt, að Korinta á engin minnis- merki um sína fornu, litríku tilveru, sem jafnist á við bréfin tvö frá Páli, sem hann sendi þangað og varðveittust þar. Og engir andans tindar í Hellas náðu upp fyrir risið á þessum bréfum, þar sem það nær hæst, svo sem í 13. og 15. kaflanum í fyrra bréfinu. Norðar í landinu voru borgirnar Þessaloníka og Filippi. Þar kom Páll einnig við og bréf hans til safnað- anna þar hljóta að teljast með hinum meiri gersem- um úr landi Platóns. Engum getur dulist, að með tilkomu þeirrar trú- ar, sem með þessum hætti var að hefja landnám í Evrópu, urðu straumhvörf í sögunni. Það sagði Páll við Aþenumenn, að þeir hefðu án þess að vita það verið að biðja, ákalla, tilbiðja þann Guð, sem hafði skapað þá, gefið þeim hugsun og vit og þrá eftir æðra lífi. Hann sá letrað á hvert altari, á bak við öll hof og goðamyndir, þetta leyndarmál: „Guð vildi að þjóð- irnar leituðu hans, ef verða mætti að þær þreifuðu sig til hans og fyndu hann. En eigi er hann langt frá neinum af oss. Í honum lifum, hrærumst og er- um vér“. En vanviska er mikilvirk í allri sögu mannsins. Hann lætur blekkjast. Þetta segir Páll líka við Rómverja, þegar hann skrifar þeim. Þar talar hann um „hið skynlausa hjarta“ manns- ins, sem „hefur hjúpast myrkri“ (Róm. 1,26). En Guð hefur „umborið tíðir vanviskunnar“ og í leyndum verið að undirbúa þau tímahvörf, sem nú eru orðin með sigri Guðs sonar. Í því ljósi blasir við ný framtíð fyrir alla menn á jörð, hinn eilífi veruleiki hefur lokist upp, himinn kærleikans stendur opinn hverri sál, sem snýr sér í áttina þangað. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (21) NÝ kapella var vígð á slysa- og bráðadeild LSH í Fossvogi á fimmtu- dag. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur Reykjavíkurprófasts- dæmis vestra vígði kapelluna og prédikaði. Gunnar Gunnarsson lék á flautu og Helgi Bragason á orgel. Ávarp flutti sr. Sigfinnur Þorleifsson yfir- maður sálgæslu presta og djákna á LSH og ritningargreinar lásu auk hans og prófasts Sóley Erla Ingólfs- dóttir aðstoðardeildarstjóri slysa- og bráðadeildar, Ófeigur Tryggvi Þor- geirsson yfirlæknir slysa- og bráða- deildar, sr. Gunnar Rúnar Matthías- son sjúkrahúsprestur og sr. Ingileif Malmberg sjúkrahúsprestur. Miklar breytingar og endurbætur standa yfir á húsnæði slysa- og bráðadeildar. Meðal annars var kapella, sem var vígð þar árið 2000, færð á annan stað í húsnæðinu og við hliðina komið fyrir rúmgóðri og vistlegri aðstöðu fyrir aðstand- endur. Kapella vígð Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur Reykjavíkur- prófastsdæmis vestra, vígði nýju kapelluna og prédikaði. Á myndinni eru hann og sr. Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprestur á LSH, ásamt fleiri prest- um á Landspítala og starfsmönnum slysa- og bráðadeildar. Ný kapella á LSH í Fossvogi PÁLL Einarsson jarðeðlisfræð- ingur flytur erindi á haustfundi Jöklarannsóknarfélagsins á mánu- dag sem nefnist „Hvað er svona merkilegt við skjálfta undir Öskju og Upptyppingum“. Í kynningu á erindinu í riti fé- lagsins segir m.a.: „Flekaskilunum í gegnum Ísland fylgja jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur. Flestar hrin- urnar tengjast flekahreyfingunum beint og verða þegar stökk jarð- skorpan brotnar á flekaskilunum. Í lok febrúar á þessu ári hófst hrina af smáskjálftum um 20 km austan við Öskju, undir móbergsfjallinu Upptyppingum. Virknin fór vax- andi fram eftir árinu, náði í há- marki í júlí og ágúst, en hefur dvín- að talsvert í september og októ- ber.“ Upp úr kl. 1 í fyrrinótt hófst jarð- skjálftahrina í Herðubreiðartögl- um. Um hádegi í gær höfðu mælst þar 25 skjálftar og varð stærsti skjálftinn klukkan 10:12 og var sá 3,1 stig. Morgunblaðið/ Jón Sigurðarson Skjálftahrina í rénun? ÁRLEGT Norðurlandaráðsþing verður haldið dag- ana 30. október til 1. nóvember í Ósló. Þingið hefst með leiðtogafundi þar sem forsætisráðherrar og leiðtogar stjórnarandstöðu í löndunum og sjálf- stjórnarsvæðunum ræða viðbrögð við loftslags- breytingum. Dagfinn Høybråten forseti Norðurlandaráðs er gestgjafi þingsins sem verður haldið í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu er haft eftir honum að þing Norðurlandaráðs sé mikilvægasti umræðuvettvangur norrænna þingmanna. Í lok árs munu Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og lofts- lagsnefnd Sameinuðu þjóðanna veita viðtöku friðarverðlaunum Nóbels í Ósló, fyrir framlag sitt við að miðla þekkingu um afleiðingar loftslags- breytinga af manna völdum. Þær verða einnig ofarlega á dagskrá Norður- landaráðsþings. Loftslagsmál ofarlega á baugi ÍTR býður konum í sund í Vestur- bæjarlauginni á kvennafrídaginn 24. október, milli kl. 19 og 22. Í til- efni dagsins hvetur ÍTR konur á öll- um aldri til að hittast, syngja í sturtunni, synda og syngja, fara í sundleikfimi og ræða jafnréttismál í pottinum. Ingveldur Ýr söngkona kemur í heimsókn og ýmsir fasta- gestir hefja upp raust sína. Starfs- menn ÍTR ætla að nota tækifærið til að kynna fjölbreytta starfsemi ÍTR í sundlaugunum og sérstöðu sér- hverrar laugar. Synt og sungið LANDSÆFING björgunarsveita verður haldin í dag í nágrenni Skóga undir Eyjafjöllum. Æfingin verður afar umfangsmikil en um 300 manns taka þátt. Björgunar- sveitir munu á æfingunni leysa margvísleg verkefni, m.a. í fjalla- björgun, rútstabjörgun, leitar- tækni, fyrstu hjálp og fleira. Upp- setning verkefna verður með þeim hætti að þau líkist sem mest raun- verulegum aðstæðum og í þeim til- gangi verður fjöldi „sjúklinga“ á svæðinu. 300 æfa björgun VEFUR vínbúðanna, vinbud.is. hef- ur verið endurbættur. Sú nýjung er á vefnum að hægt er að nálgast gagnlegar upplýsingar sem tengja saman mat og vín. Á vefnum er fróðleikur um vín, uppskriftir að kokkteilum, greinar um ábyrga áfengisneyslu og fleira. Tenging fyrirtækisins við samfélagslega ábyrgð hefur fengið aukið vægi á vefnum, enda leggur fyrirtækið mikla áherslu á þann þátt í sinni starfsemi, segir í tilkynningu. Endurbættur vefur GEIR H. Haarde forsætisráðherra opnaði sérstaka sýningu í Þjóðar- bókhlöðunni í gær í tilefni af útkomu nýrrar íslenskrar biblíuþýðingar þar sem um er að ræða fyrstu heild- arþýðingu biblíunnar frá árinu 1912. Eins árs undirbúningsvinna ligg- ur að baki sýningunni í Þjóðarbók- hlöðunni og er sýningarstjóri Emelía Sigmarsdóttir. Meðal fá- gætra muna á sýningunni er Guð- brandsbiblía frá árinu 1584 sem talin er ein mesta gersemi íslenskrar bókagerðar. Sýningin stendur til áramóta en þeir sem standa að henni eru Hið íslenska biblíufélag, Guð- fræðideild Háskóla Íslands, Íslensk málnefnd, Þýðingarsetur Háskóla Íslands, Skálholtsskóli og Lands- bókasafn Íslands - háskólabókasafn. Sýningin fjallar um biblíuþýð- ingar með nokkurri áherslu á þá þýðingu sem nú hefur litið dagsins ljós og dregur jafnframt fram eldri biblíuþýðingar á liðnum öldum. Við opnun sýningarinnar hélt biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, ávarp og þá var þýðingarnefnd þökkuð vel unnin störf með því að af- henda nefndarmönnum eintak bibl- íunnar. Jafnframt fengu fulltrúar í samstarfsnefnd trúfélaga á Íslandi eintak. Í gærmorgun fékk forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson fyrsta eintak þýðingarinnar við há- tíðlega athöfn í Dómkirkjunni og skömmu síðar, í Alþingishúsinsu, fengu forseti Alþingis, forsætisráð- herra og kirkjumálaráðherra sitt eintakið hver. Morgunblaðið/Kristinn Fyrstur Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, afhenti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrsta eintak biblíuþýðingarinnar í Dómkirkjunnni í Reykjavík í gær. Þýðingin er sú fyrsta frá árinu 1912. Guðbrandsbiblía frá 1584 sýnd almenningi Morgunblaðið/Frikki Sýning Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, flytur ávarp í Þjóðar- bókhlöðunni við opnun sýningarinnar. Ein mesta gersemi íslenskrar bókagerðar er á sýningunni, Guðbrandsbiblía frá árinu 1584.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.