Morgunblaðið - 20.10.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 15
Orkuveitan og Spron eru bakhjarlar Vetrarhátíðar 2008
VETRARHÁTÍÐ 2008
Stjórn Vetrarhátíðar auglýsir
eftir dagskráratriðum
Ert þú með góða hugmynd?
Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin í sjöunda
sinn dagana 07. – 09. febrúar 2008.
Hátíðin er haldin hálfum mánuði fyrr í ár en áður, í sannkölluðum vetri og
þannig geta myndast mörg skemmtileg tækifæri til ljósaleikja af ýmsu tagi.
Við hvetjum listamenn, listunnendur, íþróttafélög og önnur
félagasamtök, skólafólk, söfn, gallerí, veitingahús, verslanir,
fyrirtæki - og alla þá sem hafa áhuga á að gæða borgina
fjölbreyttu og leikandi lífi í febrúar að senda inn hugmyndir og
tillögur að dagskráratriðum fyrir Vetrarhátíð 2008 fyrir mánudag-
inn 19. nóvember.
Við minnum á fasta liði hátíðarinnar eins og opnunaratriðið í miðborginni
fimmtudagskvöldið 7. febrúar, Safnanóttina 8. febrúar og Heimsdag barna 9. febrúar
en ítrekum um leið að á Vetrarhátíð er tekið á móti öllum góðum hugmyndum með
opnum hug.
Það er von okkar að Vetrarhátíð 2008 verði glæsileg, óvænt og spennandi hátíð fyrir alla
borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar og að dagskráin sé þannig samsett að sem flestir finni
þar eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Það er von okkar að hátiðin sjáist enn víðar en á
undanförnum árum – í söfnum, í sundlaugum, opinberum stofnunum, í skólum, kirkjum, á
götum úti og á útivistarsvæðum borgarinnar.
Um takmörkuð fjármramlög til atriða getur verið að ræða og metur stjórn hátíðarinnar
framlög á grundvelli framkvæmdar- og kostnaðaráætlanna.
Hugmyndir og dagskráratriði skal senda á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veita Sif Gunnarsdóttir (sif.gunnarsdottir@reykjavik.is) og Guðríður Inga Ingólfsdóttir
(gudridur.inga.ingolfsdottir@reykjavik.is), eða í síma: 590 1500.
HÓPUR fjárfesta undr forystu Baug-
ur Group íhugar nú að leggja fram
þriggja milljarða dala tilboð, jafngildi
nær 180 milljarða króna, í bandarísku
verslunarkeðjuna Saks.
Þetta er fullyrt í frétt á vef The
Times og fylgir sögunni að talið sé að
skoski fjárfestirinn Sir Tom Hunter
sé í fjárfestahópnum með Baugur
Group. Sagt er að Gunnar Sigurðs-
son, forstjóri Baugs, og Don Mc-
Carthy, stjórnarformaður bresku
verslunarkeðjunnar House of Fraser,
sem er í eigu Baugur Group, hafi farið
til Bandaríkjanna og hitt þar stjórn-
endur Saks að máli en Morgunblaðið
náði ekki tali af Gunnari í gær.
Saks rekur 54 verslanir í 25 ríkjum
Bandaríkjanna, þar á meðal hina
glæsilegu stórverslun á Fifth Avenue
í New York. Að undanförnu hefur
verið orðrómur á kreiki um að yfir-
taka á Saks geti verið í farvatninu og
fjölmiðlar bæði á Bretlandi og í
Bandaríkjnum fjölluðu í gær um
hugsanleg kaup Baugs á Saks en fleiri
en Baugur hafa einnig verið nefndir
til sögunnar; þannig munu starfs-
menn Citigroup hafa sagt viðskipta-
vinum sínum að þeir útilokuðu ekki
yfirtöku á Saks og nefndu í því sam-
bandi Baugur Group, fjárfestinga-
sjóðinn Cerberus Capital og frönsku
lúxuskeðjuna PPR, sem m.a. á Gucci,
Yves Saint-Laurent og rekur fjölda
verslana.
Í frétt New York Post sagði hins
vegar að stjórn Saks myndi ekki hug-
leiða sölu fyrr en staðan batnaði á
bandarískum fjármálamarkaði svo að
þeir fjárfestar sem treystu á lánsfé
gætu tekið þátt í kapphlaupinu.
Baugur Group orðaður
við yfirtöku á Saks
Veldi Saks rekur meðal annars glæsiverslun á fimmta stræti í New York.
STARFSEMI Svar Danmark, sem
að mestu er í eigu eigenda Svar
tækni á Íslandi og fleiri Íslendinga,
fer vel af stað en
fyrirtækið var
stofnað í júlí sl.
Greint er nýlega
frá fyrirtækinu í
dönsku netútgáfu
Computerworld.
Svar Danmark
er dreifingaraðili
á Swyx, þýskum
IP-símkerfum,
hugbúnaðarlausn
sem vinnur með Microsoft Office
Communications Server, OCS. Að
sögn Rúnars Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra Svar-tækni, hafa þeg-
ar yfir 80 slík símkerfi verið seld í
Danmörku en hann er þar reglulega
á ferð til að fylgjast með rekstrinum.
Starfsmenn Svar Danmark eru
orðnir sjö talsins og framkvæmda-
stjóri er Jörgen Lerdrup. Svar DK
tók yfir starfsemi þýska fyrirtækis-
ins Swyx í Danmörku en það hefur
sérhæft sig í IP-símkerfum og er
leiðandi á því sviði í Evrópu fyrir
minni og meðalstór fyrirtæki, þar
sem Netið, tölvan og símtækin eru
samhæfð. Rúnar segir meiri kraft
hafa verið settan í starfsemina í Dan-
mörku og samstarfið við Microsoft
hafi skipt miklu máli. Svar Danmark
er að 85% í eigu Íslendinga en af-
ganginn eiga Danir.
Rúnar segir mikinn mun vera á
því að starfa í Danmörku nú sem ís-
lenskur fjárfestir eða t.d. þegar
Tæknival var á sínum tíma með
starfsemi þar.
Svari vel
tekið af
Dönum
Rúnar Sigurðsson
LÍKUR eru á yfir 5% hagvexti á
þessu ári, samkvæmt nýrri greinar-
gerð Samtaka atvinnulífsins, SA, um
horfur í efnahagsmálum. Er þetta
öllu meiri hagvöxtur en fjármála-
ráðuneytið hefur haldið fram, sem
reiknar með innan við 1% hagvexti
árið 2007. Segir SA að tölur um þró-
un vinnumarkaðar bendi til þess að
framleiðniaukning á árinu 2006 hafi
verið umtalsverð og hagvöxtur verið
allt að 6%. Í greinargerðinni kemur
fram að mikil hækkun á fasteigna-
verði undanfarin ár hafi gert það
ómögulegt að ná 2,5% verðbólgu-
markmiði Seðlabankans en stefna
bankans hafi valdið skaða. Vaxta-
stefna Seðlabankans leiði til geng-
issveiflna á krónunni og líklegt sé að
það muni falla með hvelli á einhverj-
um tímapunkti.
Í greinargerð SA segir ennfremur
að þörf sé á nýjum viðhorfum í stjórn
efnahags- og atvinnumála í ljósi þess
að fjármálageirinn sé orðinn stærsti
útflutningsatvinnuvegurinn. Tekju-
myndun og sveiflur í efnahagslífinu
muni verða allt aðrar en hingað til.
Hagvöxtur
yfir 5% í ár?
♦♦♦