Morgunblaðið - 20.10.2007, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÓPERA Wagners, Valkyrjan, þriðja
ópera Niflungahringsins, verður
flutt á tónleikum í Waldbühne-
útileikhúsinu í Berlín næsta sumar.
Það var Hitler sem lét byggja leik-
húsið árið 1936, en það sem er ein-
stakt við flutninginn næsta sumar er
að það verður hljómsveit Daniels
Barenboims, Vest-austræna Dív-
anhljómsveitin, skipuð ungmennum
frá Ísrael, Palestínu og öðrum
arabalöndum, sem leikur undir hans
stjórn. „Getið þið ímyndað ykkur
það?“ spurði Barenboim í viðtali við
þýska blaðið Die Zeit. „Það var
Hitler sem byggði Waldbühne,
Wagner samdi tónlistina og við ætl-
um að spila hana! Hitler og Wagner
myndu snúa sér við í gröfum sínum
ef þeir vissu.“ Í viðtalinu sagði
Barenboim að starfið með Vest-
austrænu Dívanhljómsveitinni væri
tvímælalaust mikilvægasta verkefni
hans á farsælum tónlistarferli.
Fyrir frið og umburðarlyndi
Barenboim stofnaði hljómsveitina
ásamt palestínsk-ameríska fræði-
manninum Edward Said árið 1999,
og er aðalhljómsveitarstjóri hennar.
Markmið með stofnun hljómsveit-
arinnar var að auka skilning milla
Ísraela og Palestínumanna og ann-
arra Araba, og stuðla að friðsam-
legum samskiptum með tónlistina að
vopni.
Ísraelar hafa harðlega gagnrýnt
Barenboim fyrir tónleikahald hans á
landsvæðum sem þeir hafa hertekið
af Palestínumönnum, og reynt að
koma í veg fyrir það á ýmsan hátt.
Árið 2001 stóð til að hann stjórnaði
Ríkishljómsveitinni í Berlín á tón-
leikum á ísraelsku listahátíðinni í
Jerúsalem. Á efnisskránni átti að
vera fyrsti þáttur óperunnar Val-
kyrjunnar eftir Wagner, og sjálfur
Placido Domingo meðal einsöngv-
ara. Þetta mæltist afar illa fyrir, þar
sem Ísraelsmenn tengdu tónlist
Wagners enn Hitler, sökum aðdáun-
ar herforingjans á tónskáldinu, sem
þó var löngu látið. Stjórnvöld í Ísrael
þröngvuðu stjórnendum listahátíð-
arinnar til að hætta við, en Bar-
enboim féllst á að hætta við flutning
Valkyrjunnar og flytja í staðinn verk
eftir Schumann og Stravinskíj. Það
er því ólíklegt að Dívanhljómsveitin
eigi eftir að leika Valkyrjuna í heild
sinni á heimaslóðum stórs hluta
hljómsveitarinnar, í Ísrael.
Snúa sér
í gröfinni
Ísraelsk og palest-
ínsk ungmenni
spila Valkyrjuna
á sviði Hitlers
Stjórnandinn Daniel Barenboim
AP
DANIR bíða nú í ofvæni útkomu
minningabókar eftir bókmennta-
fræðinginn og gagnrýnandann Niels
Barfoed. Í bókinni er opinbert upp-
gjör höfundarins við skólabróður og
besta vin til margra ára, stórskáldið
Klaus Rifbjerg, en vináttu þeirra
lauk með miklu ósætti. Í endurminn-
ingunum segir Barfoed meðal ann-
ars að Rifbjerg hafi verið öfund-
sjúkur og afbrýðisamur maður,
haldinn gríðarlegri minnimátt-
arkennd.
Uppgjör
við Rifbjerg
JÓN Þorsteinsson tenór-
söngvari hefur nýlega
sent frá sér hljómdiskinn
Ó, Jesú, að mér snú sem
hefur að geyma 23 sálma
og trúarljóð úr sálmabók
íslensku þjóðkirkjunnar.
Hér er að finna fjölbreytt
val sálma sem fylgt hafa
þjóðinni um aldir, frá
Hallgrími Péturssyni til okkar daga. Í tilefni af
þessari útgáfu efnir Jón til tónleika í Hallgríms-
kirkju á morgun kl. 17, þar sem hann flytur 15
sálma af hljómdiskinum við undirleik Harðar Ás-
kelssonar orgelleikara. Sala aðgöngumiða er í
anddyri Hallgrímskirkju frá kl. 15 á sunnudag.
Tónlist
Jón Þorsteinsson
syngur sálmalög
Jón Þorsteinsson
FYRSTU tónleikar 18. starfs-
árs Sinfóníuhljómsveitar
áhugamanna verða á morgun
kl. 17 í Seltjarnarneskirkju.
Þema tónleikanna er endur-
vinnsla tónskálda tuttugustu
aldar á eldri tónlist. Flutt verð-
ur m.a. hljómsveitarsvítan
Fuglarnir eftir Respighi, sem
byggist á stefjum frá barokk-
tímanum, Rúmenskir þjóð-
dansar eftir Béla Bartók sem hann samdi upp úr
þjóðlagastefjum, og Íslenskir rímnadansar, sem
Jón Leifs samdi eftir alkunnum íslenskum þjóð-
lögum. Stjórnandi á tónleikunum er Óliver Kent-
ish.
Tónlist
Endurvinnsla gam-
alla verka hjá SÁ
Óliver Kentish
SANDÁRBÓKIN er fimmta
skáldsaga Gyrðis Elíassonar. Í
bókinni segir frá fráskildum
málara sem sest að í hjólhýsa-
byggð og hyggst einbeita sér
að því að mála tré. Hann hefur
orðið fyrir ýmsum skakkaföll-
um í lífinu og dvöl hans í þess-
ari sérkennilegu byggð er öðr-
um þræði hugsuð til að freista
þess að öðlast hugarró. Ým-
islegt reynist þó standa í veginum. Í frétt frá út-
gefanda segir m.a.: „Sandárbókin er nýr áfangi í
höfundarverki Gyrðis og kannski hefur hann aldr-
ei skrifað jafn sterka og áleitna sögu.“ Uppheimar
gefa bókina út.
Bókmenntir
Nýr áfangi í höf-
undarverki Gyrðis
Sandárbókin
„SVONA myndir voru yfirleitt við
vesturveggi í kirkjum þannig að
fólk horfði á þær þegar það labbaði
út og sá hvað beið þeirra. Þetta
voru eiginlega áróðursmyndir,“ seg-
ir Karen Þóra Sigurkarlsdóttir for-
vörður sem stýrði viðgerð á þrettán
útskornum fjölum sem eru uppi-
staðan í sýningunni Á hinsta degi á
Þjóðminjasafninu. Fjalirnar eru það
eina sem eftir er af dómsdagsmynd,
sem talið er að hafi verið syndugum
kirkjugestum á Hólum til áminn-
ingar. Á sýningunni verður
tækninni beitt til þess að sýna fjal-
irnar í upprunalegu samhengi.
Myndin er talin vera frá tólftu
öld og ber einkenni austrænna, eða
býsanskra, dómsdagsmynda. Þær
eru mjög fáar varðveittar og þessi
er önnur tveggja sem til eru skorn-
ar í tré. Kenningar eru uppi um að
Jón Ögmundsson biskup hafi ráðið
erlendan útskurðarmeistara til þess
að gera hana fyrir Hóladómkirkju.
„Myndir í kirkjum frá þessum tíma
voru notaðar til þess að koma boð-
skap til skila, því fólk kunni al-
mennt ekki að lesa,“ segir Karen
Þóra.
Nýttar í þakklæðningu
Fjalirnar eiga það sameiginlegt
með mörgum öðrum íslenskum
merkisgripum að þær voru nýttar í
hagnýtum tilgangi eftir að listrænu
hlutverki þeirra var lokið. Þær voru
hluti af þakklæðningu útihúss í
Flatatungu og seinna í Bjarna-
staðahlíð. Ef þær hefðu ekki verið
nýttar sem húsaviður væru þær
örugglega glataðar, en meðferðin
setti mark sitt á þær, að sögn Kar-
enar Þóru. „Viðurinn var ofboðs-
lega fúinn því bakhliðin sneri alltaf
út í torfið. En um leið gerði þetta
það að verkum að það eru þó þrett-
án fjalir varðveittar. Mér finnst
þetta mjög merkilegt og í raun
segja sögu okkar Íslendinga, hvern-
ig forfeður okkar höfðu það í raun-
inni. Fólk varð bara að bjarga sér.“
Fjalirnar uppgötvuðust á
nítjándu öld og vöktu hrifningu
Bólu-Hjálmars sem bjó í nágrenn-
inu. Hann hafði samband við Jónas
Hallgrímsson, sem mætti á staðinn
til þess að skoða útskurðinn. „Þetta
hefur sjálfsagt verið þekkt í sveit-
inni að þarna voru fjalir með und-
arlegum útskurði, menn vissu ekk-
ert hvað þetta var, en ýmsir töldu
að þetta væru fornar fjalir,“ segir
Karen Þóra. Jónas teiknaði mynd-
irnar á fjölunum upp og þær teikn-
ingar varðveittust í Danmörku. Þær
eru líka hluti af sýningunni á Þjóð-
minjasafninu.
Forn dómsdagsmynd frá Hólum endurvakin á sýningu Þjóðminjasafnsins
Syndugum til áminningar
Í HNOTSKURN
»Sýningin Á efsta degiverður opnuð í Þjóðminja-
safninu á morgun klukkan 15.
Á sýningunni verða kenningar
um uppruna fjalanna kynntar.
»Fjalirnar bárust Þjóð-minjasafni illa farnar árið
1924 og skemmdust enn frek-
ar þar m.a. vegna slæmra
geymsluskilyrða. Þær eru nú
nýkomnar úr umfangsmikilli
viðgerð.
„ÉG ÁKVAÐ að nota tækifærið og líta yfir farinn
veg, því það er svo lærdómsríkt að skoða sam-
hengi hlutanna.“ segir Guðbjörg Lind Jónsdóttir
myndlistarmaður, en sýning á verkum hennar
var opnuð í gær í Artóteki Borgarbókasafnsins í
Tryggvagötu. „Þá kviknaði sú hugmynd að draga
fram verk sem ég málaði á árunum 1997-1998 og
sýnt var í Listasafni ASÍ í janúar 1999 á sýning-
unni Áfangar á kyrru hafi. Verkið heitir Breiða-
fjörður og er einskonar eyjasafn, þar sem ég
safna saman á einn flöt mörgum eyjum. Verkið
kallast á við önnur verk sem ég hafði málað af
stökum eyjum bæði fyrir þessa sýningu og sýn-
ingu mína Við ystu sjónarrönd 1996. Þessar eyjar
voru mjög skúlptúrískar eða formfastar enda
vann ég þær einnig í þrívídd úr pappamassa og
raðaði þeim upp með málverkunum,“ segir Guð-
björg.
Í sumar þáði hún boð um að taka þátt í sýning-
unni „Small Islands“ á Prince Edwards-eyju í Kan-
ada. „Fyrir sýninguna vann ég myndröð í vatnslit á
pappír. Ég áttaði mig ekki á því strax en sé það
núna að verkið Breiðafjörður hefur í þessum papp-
írsverkum eignast afkvæmi sem öll eru stök og
sjálfstæð en samt hluti af heild.“
Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamyndir
og skúlptúrar, en þetta er 21, einkasýning Guð-
bjargar Lindar. Hún hefur áður sýnt í Listasafni
ASÍ, Hafnarborg, Listasafni Ísafjarðar, Hallgríms-
kirkju og víðar. Hún hefur tekið þátt í á fjórða tug
samsýninga á Íslandi og erlendis. Guðbjörg hefur
setið í nefndum og sinnt ýmsum störfum fyrir hönd
Félags íslenskra myndlistarmanna. Listaverk eftir
Guðbjörgu eru í eigu fjölmargra listasafna, stofn-
ana, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi og erlend-
is. Sýningin stendur til 18. nóvember og er opin
mánudaga kl. 10-21, þriðjudaga-fimmtudaga kl. 10-
19, föstudaga kl. 11-19 og um helgar kl. 13-17.
Eyjar Guðbjargar Lindar í Artóteki
Breiðafjörður Eyjar Guðbjargar Lindar.
♦♦♦
SÝNINGIN Á efsta degi er styrkt af
Minningarsjóði um Philip Verral
sem arfleiddi Þjóðminjasafnið að 70
milljónum króna síðastliðinn vetur.
Verral fæddist í Kent á Englandi
1929 og starfaði þar lengst af sem
endurskoðandi. Hann kom fyrst til
Íslands fyrir rúmum 30 árum og
ferðaðist þá með strandskipum
milli kaupstaða landsins og vann
fyrir farinu um borð. Hann kom
uppfrá því nánast á hverju ári til
landsins og lærði með tímanum að
tala og skrifa íslensku.
Á sínum yngri árum var Verral
trúlofaður konu sem lést í bílslysi
nokkrum dögum áður en þau höfðu
ætlað að ganga í hjónaband. Hann
kvæntist aldrei og eignaðist ekki
börn. Auk Þjóðminjasafns Íslands
arfleiddi hann vin sinn að hluta
eigna sinna, en tók fram að ef hann
skyldi lifa vin sinn þá skyldi allt
dánarbúið renna til safnsins.
Arfleifð Ís-
landsvinar
Dómsdagsmyndir Fjalirnar voru nýttar sem hluti
þakklæðningar útihúss í Flatatungu eftir að hag-
nýtum tilgangi þeirra lauk.