Morgunblaðið - 20.10.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.10.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 19 SÁLFRÆÐINGURINN Alice Mill- er, sem helgað hefur líf sitt barátt- unni gegn illri meðferð á börnum, benti sennilega fyrst á – í bókinni Thou Shalt Not Be Aware – þau áhrif sem faðir Franz Kafka hafði á ímyndunarafl og rithöfundarferil sonarins. Og setti þar fram kenn- ingar um ómeðvitaðar tilfinningar og minningar sem hlaðist höfðu upp í líkama vanrækta, viðkvæma barnsins Franz sem birst hefðu síð- ar sem martraðir í skáldskap hans. Þessi kanadíski einleikur, Kafka og sonur, byggist augljóslega á hugmyndum hennar þar sem í ein- um leikara, líkama Alans Nas- hmans, búa uppalandi og fórn- arlamb og tala hvor til annars. Grófur er faðirinn, yfirþyrmandi stór og sterkur og með djúpri röddu og ógnvekjandi hlátri gerir hann stöðugt lítið úr syni sínum, bregður fæti fyrir fyrirætlanir hans; Franz hins vegar fíngerður, veiklulegur, fullur minnimátt- arkenndar en líka sjálfsréttlætingar þess sem ekki nær að losa sig úr viðjum, heldur nærist á þeim. Samtalið milli persónanna tveggja á sér stað í leikmynd Marysiu Buc- holt sem um margt minnir á sýn- ingar pólska leikhúsgúrúsins Gró- tovskís og ákall hans um fátækt leikhús. Í svörtu, köldu rými þar sem skuggar og lýsing leika stórt hlutverk eru örfáir hlutir: Bert gormarúm úr stáli eða áli, búr, grind, borð þar sem bréf er skrifað með hvítum fjöðurstaf en á borð- plötunni liggur það eina mjúka í myndinni: svart fiður af reyttum fugli. Einföld, hrein tákn sem því miður tengjast sýningunni lítið og illa. Alon Nashmann – sem virðist vera ágætur leikari þar sem hann snarast milli sonarins sem skrifar 50 síðna bréf og föðurins sem aldrei fær bréfið – er lokaður inni í text- anum. Hugmyndaríkar myndir sem aldrei eru nauðsynlegri en þegar einn menningarheimur ávarpar ann- an í leikhúsi, myndir sem vekja áhrif, leiða ímyndunarafl og hugsun áfram eru hér varla til staðar. Text- inn er yfirgnæfandi, alltumlykjandi og sérstök blæbrigði hans og húmor ná ekki fram til áhorfenda sem eiga sér annað móðurmál. Grunnhugmyndin um kveljandi minningar sem hlaðist hafa upp í líkamanum líka of smá, að minnsta kosti leiðir hún okkur ekkert lengra. Niðurstaðan? Það er kannski helst að maður hallist að því að hér sé verið að boða: Gott er að eiga vond- an föður vilji maður verða skáld. Gott er að eiga vondan föður María Kristjánsdóttir LEIKLIST Þjóðleikhúsið Gestaleikur frá Theaturtle og Treeshold Theatre Kanada. Höfundur: Franz Kafka. Leikgerð: Alan Nashman og Mark Cassidy. Leikstjóri: Mark Cassidy. Leikmynd: Marysia Buc- holt, Camellia Koo. Búningar: Barbara Singer. Lýsing: Andrea Lundy. Hljóðmynd: Darren Copeland. Leikari: Alan Nas- hmann. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði, 18. október kl. 20.00 Kafka og sonur Kafka „Grófur er faðirinn, yfirþyrmandi stór og sterkur og með djúpri röddu og ógnvekjandi hlátri gerir hann stöðugt lítið úr syni sínum.“ ÞAÐ er dálítið forvitnilegt þegar Tómas R. Einarsson heldur tónleika með nýjum sönglögum. Er hann nú að yfirgefa Karíbahafið og halda á hefðbundnari djasslendur? spyr maður sjálfan sig. Ekki alveg, því þó að ballöðurnar, fjórar, nýjar og ein gömul, séu af þeirri ætt er einkennir bestu verk hans fyrir Kúbu- ævintýrið ríkti bóleróhrynurinn, bolereo romántico, í þessari ,,senti- mental hugleiðslutónlist“ svo notuð séu orð (tón)skáldsins, en öll voru lögin við ljóð Tómasar utan það lag sem mér þótti best, „Vor“, við ljóð Sveinbjarnar I. Baldvinssonar. Óm- ar Guðjónsson brá fyrir sig djass- föstum Gibsoninum í því lagi, en hljómaði annars frekar treslegur. Matthías M.D. Hemstock sló kongur og ásamt bassa Tómasar var hryn- urinn seiðandi undir söng Ragnheið- ar, sem átti stundum í örlitlum erf- iðleikum með viðkvæmustu línurnar. Röddin var eilítið hás, sem léði henni sjarma, en stundum var hún of Ell- enarleg í tónmótun. Þrátt fyrir það fór hún vel með þessar ballöður sem voru ansi ólíkar innbyrðis: „Ljós“, í anda gömlu dægurlaganna, enda Tómas heimavanur á slóðum Mort- hens og Clausens, sömuleiðis „Morgunn“, „Dýjamosi“ og „Vor“, flóknari laglínur og ljóðið við „Dýja- mosa“ glettilega gott við fyrstu heyrn. – svo komu „Stolin stef“, sem Tómas hljóðritaði með Olivier Ma- noury 1998, og er norrænt þjóðlag að uppruna, en einsog Tómas sagði í kynningu á tónleikunum. ,,Allir nota stolin stef, en ég viðurkenni það þó.“ Svo segir í textanum ,,sá lifir af sem rámri röddu kann/ að raula stolin stef“. Tómas kann að sjálfsögðu margt fleira og hann er það djass- tónskáld íslenskt sem best vald hef- ur á að semja lag við ljóð, enda gæddur bæði tón- og brageyra. Bóleróballöður Tómasar R. TÓNLIST Norræna húsið Miðvikudaginn 17.10. 2007 Tríó Tómasar R. og Ragnheiður Gröndal  Vernharður Linnet STUNDUM hverfur viðfangsefni bókar í skuggann af persónu höf- undar. Í raun má þá segja að inn- viðir verksins snúist fremur um sjálf höfundar en um það sem hann lýsir. Ég býst við því að þessi tilhneiging í bókmenntum nútímans eigi rætur að rekja til rómantíkur en magnist í ný- list alls konar. Jafnframt einkennast slíkar bækur af sundruðu og óreiðu- kenndu sjálfi, leitandi og gjarnan í einhvers konar kaldhæðinni vörn eða innan í skopskel sem brugðið er yfir verkið eins og til að fela eða deyfa sársauka. Þetta finnst mér birtast í verki Einars Guðmunds- sonar, Eitthvað annað. Þótt megin- einkenni verksins sé bersögli um menn sem látnir eru fyrir nokkru, frásögnin snúist meira og minna um svallár þeirra á 7. áratugnum í Reykjavík og víðar beinist athyglin alltaf fyrr eða síðar að frásegjanda sjálfum. Ég býst við að kalla megi textann sjálfsævisögulegan eða í það minnsta sjálflægan. Það er líf og fjör í þessum texta. Frásagnargleðin leynir sér ekki og glíman við skáldævi fjögurra höf- uðpersóna verksins, Steinars Sigur- jónssonar, Jóns Yngva, Péturs og Einars sjálfs, er á stundum grípandi. Það má segja að við ráfum með frá- sagnarmanni fram og aftur um ein- hvers konar blindgötu. Partístandið, drykkjuskapurinn og frjálsa kynlífið yfirtekur stóran hluta sögunnar. En kannski ekki síður blúsinn og dep- urðin sem fylgir slíkum lifnaðar- háttum. Pétur tekur líf sitt, Jón lifir ávallt í skugga þess að vera skáldið sem aldrei skrifar neitt verk og Steinar, sem nær þó að gefa út bæk- ur, líður fyrir drykkjusýki og annan persónulegan harmleik. Þeir eru rótlausir menn og örvæntingarfullir á jaðri samfélagsins. Þetta er lýsing á kynslóð með brostnar vonir. En umfram allt er þetta bók tilvistar- nauðs sem höfundur kallar hugrenn- ingar. Enda nefnir hann bók sína hugrenningabók. Stíll Einars er ákaflega fjölbreyti- legur og tilraunakenndur svo að jaðrar við óreiðu. Hann fléttar inn í textann bréfum, dagbókarbrotum, endursögn á Rauða herberginu eftir Strindberg, ljóðaþýðingum, köflum úr ritverkum annarra, sögu inni í sögunni með athugasemdum höf- undar um hvern kafla og jafnvel er- indi á þýsku, svo að stundum er tölu- verð vinna að fylgja þræðinum. Þar sem textinn er ævisögulegur hjálpar það heldur ekki lesanda að persón- urnar eru nefndar án föðurnafns eins og sagan sé sögð í þröngum vinahópi. Þar að auki er þetta texti sem er eiginlega athugasemd við sjálfan sig. Mér finnst einhvern veginn allur þessi sambræðingur vera einhvers konar hugmyndalist sem þó er um sumt skyld beat-skáldskap eða jafn- vel popplist enda er Einar einn af Súmurunum sem gátu sér gott orð í kringum 1970. Ég treysti mér ekki í stuttum ritdómi að greina verkið nánar. En það má hafa töluverða ánægju af lestri þessarar bókar og vangaveltum höfundar. Hvað mig snertir finnst mér einna mestur fengur í tveimur óhefðbundnum ljóðaþýðingum verksins, „Desol- ation Row“ eftir Bob og „Do Not go Gently into That Good Night“ eftir Dylan, nafna hans, Thomas. Hér er vel að verki staðið. Óreiðan á blindgötunni BÓKMENNTIR Hugrenningar Silver Press 2007 – 237 bls. Eitthvað annað eftir Einar Guðmundsson Skafti Þ. Halldórsson ÞÓRA Einarsdóttir óperusöngkona syngur hlutverk Evridísar í óperu Glucks, Orfeifi og Evridísi í Berl- iner Konzerthaus nú um helgina. Fyrstu tónleikarnir voru í gær- kvöldi, aðrir verða í kvöld og þeir þriðju annað kvöld. Það er hljóm- sveit sem er skipuð völdum félögum úr Berlínarsinfóníunni sem leikur með og kórinn er skipaður félögum úr úrvalskór Þýska útvarpsins. Tónleikarnir eru hluti Gluck- hátíðar Berliner Konzerthaus, fleiri óperur tónskáldsins verða fluttar á næstu vikum og mánuðum og efnt verður til ýmissa fleiri við- burða til að minnast hans og ópera hans. Flytjendur eru sóttir í raðir þeirra bestu, en óperur Glucks verða allar fluttar í því sem næst verður komist upprunalegri mynd. Sænska söngkonan Ann Hallenberg er í hlutverki Orfeifs, en stjórnandi er Lothar Zagrosek. Þóra syngur Evridísi Þóra Einarsdóttir ÞAÐ eru fleiri íslenskir tónlistar- menn að nema lönd um helgina, því í kvöld heldur Caput tónleika á Arena-tónlistarhátíðinni í Riga í Lettlandi. Með hópnum koma fram Vík- ingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og söngkonurnar Ingibjörg Guð- jónsdóttir og Ieva Parsa, en Guð- mundur Óli Gunnarsson stjórnar. Á efnisskránni eru verk eftir Snorra S. Birgisson, Hauk Tómasson, Atla Heimi Sveinsson og fleiri. Caput í víking með Víking

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.