Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 20
20 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
RÁÐSTEFNAN Friðargæsla á 21.
öldinni verður haldin í dag við fé-
lagsvísinda- og lagadeild Háskólans
á Akureyri.
Frummælendur á ráðstefnunni
verða Margrét Heinreksdóttir, em-
eritus við félagsvísinda- og laga-
deild Háskólans á Akureyri, Brian
Lepard, prófessor við lagadeild Há-
skólans í Nebraska í Bandaríkj-
unum, Helga Þórólfsdóttir, sviðs-
stjóri alþjóðasviðs Rauða kross
Íslands, og Jóhann Ásmundsson,
BA í samfélags- og þróunarfræðum
frá Háskólanum á Akureyri.
Ráðstefnan verður í stofu L201 á
Sólborg og hefst kl. 11.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Friðargæsla
á 21. öldinni
Friðargæsla Þorsteinn Gunnarsson
rektor HA setur ráðstefnuna í dag.
ÞAU sögulegu tímamót urðu í gær
að höfuðstöðvar Skíðasambands Ís-
lands voru fluttar til Akureyrar. SKÍ
er þar með fyrsta sérsambandið inn-
an ÍSÍ sem hefur höfuðstöðvar sínar
utan höfuðborgarinnar.
Akureyrarbær leggur Skíðasam-
bandinu til húsnæðið að Glerárgötu
26, þar sem SKÍ verður í sambýli við
Íþróttabandalag Akureyrar – en
skrifstofa þess flyst nú úr Íþrótta-
höllinni – og Íþróttasambandið
sjálft, en sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ
er með aðsetur á Akureyri.
Daníel Jakobsson, formaður SKÍ,
sagði marga hafa komið að máli við
sig eftir að stjórn SKÍ tók þá ákvörð-
un að flytja höfuðstöðvarnar norður í
land, og spurt hvers vegna. „Ég hef
kosið að snúa spurningunni og spurt
á móti: Af hverju ættum við ekki að
gera það? Hér er snjórinn, hér er
mikil skíðamenning og í raun allt til
alls fyrir okkur. Vissulega eru sam-
bærilegar aðsetur til á fleiri stöðum á
landinu en ég held að erfitt sé að
neita því að Akureyri hefur tekið
vissa forystu í skíðamálum á landinu.
Snjóframleiðslukerfi, öflugar lyftur,
kröftugt afreksstarf og almennur
skíðaáhugi eru merki um þetta.“
Hann sagði stjórnendur bæjar-
félagsins líka hafa sýnt vilja sinn í
verki. „Þeir vilja bættan hag skíða-
íþróttarinnar, þeir hafa sýnt það
bæði með fjárframlögum og ákvörð-
un sem þessari að styðja við bakið á
Skíðasambandinu svo við getum flutt
skrifstofuna hingað.“
Daníel segir það fagnaðarefni að
eitt af sérsamböndum ÍSÍ skuli hafa
kosið að flytja höfuðstöðvar sínar frá
Reykjavík. „Ég held líka að það sé
mikilvægt fyrir alla sem vilja stuðla
að bættu mannlífi á landsbyggðinni
að reyna eftir fremsta megni að
flytja störf frá höfuðborgarsvæðinu
út á land, sérstaklega þegar menn
eru í jafn augljósri stöðu og við. Þó
að flutningur Skíðasambandsins
kalli ekki á jafn mörg störf og álver
er þetta engu að síður stuðningsyfir-
lýsing frá okkur í Skíðasambandinu
við alla landsbyggðina og lítið skref í
átt að fjölbreyttara atvinnulífi hér í
bæ. Vona ég að þetta verði öðrum til
eftirbreytni,“ sagði formaður SKÍ.
Daníel sagði það skemmtilega til-
viljun að í gær hefði mágur sinn, Sig-
urgeir Svavarsson skíðafrömuður,
unnið við að rífa 47 ára gamalt hús-
þak og rekist á gömul dagblöð sem
notuð voru sem einangrun. Dró hann
fram baksíðu úr Tímanum frá 1.
mars 1960, sem búið var að ramma
inn og sagði að hún yrði hengd upp á
skrifstofunni. Við blasti fyrirsögnin:
Frábær árangur Eysteins á leikun-
um í Squaw-dal. Þar segir frá ár-
angri Eysteins Þórðarsonar sem
varð í 12. sæti í þríkeppni á Ólympíu-
leikunum. „Eysteinn er sem kunnugt
er föðurbróðir Kristins Svanbergs-
sonar [íþróttafulltrúa Akureyrar-
bæjar] sem er maðurinn á bak við þá
ákvörðun að við stöndum hér í dag.“
Höfuðstöðvar SKÍ
fluttar til Akureyrar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skíðafrétt Daníel Jakobsson, formaður SKÍ, við opnun skrifstofunnar.
Í HNOTSKURN
»Þórunn Harðardóttir fráAkureyri hefur verið ráðin
framkvæmdastjóri SKÍ, en
hún hefur lengi starfað innan
skíðahreyfingarinnar, m.a.
sem stjórnarmaður í SKÍ og
formaður barna- og unglinga-
nefndar Skíðafélags Akureyr-
ar undanfarin sex ár.
KYNNING fyrir foreldra og for-
ráðamenn nýnema í Mennta-
skólanum á Akureyri verður í
dag og hefst kl. 14 á Hólum.
Stuttlega verður sagt frá skól-
anum og skólastarfinu, nemendur
segja frá félagsstarfinu og for-
ráðamenn fá færi á að hitta um-
sjónarkennara barna sinna og
ræða við þá. Síðan verður aðal-
fundur FORMA, foreldrafélags
MA.
Kynningar-
dagur í MA
SÍÐASTA sýning ársins hefst í
Listasafninu á Akureyri í dag. Sýn-
endur eru Baldvin Ringsted Vign-
isson, Will Duke, Erica Eyres, Jóna
Hlíf Halldórsdóttir og Lorna Mac-
intyre en sýningarstjóri er Francis
McKee, safnstjóri Nýlistasafnsins í
Glasgow, einn virtasti og fram-
sæknasti sýningarstjóri Skotlands,
skv. fréttatilkynningu.
Sýning hefst
OPIÐ hús verður í dag í Hamri, fé-
lagsheimili Þórs, kl. 15 til 18. Starf
deilda félagsins í vetur verður
kynnt og félagar í Tae-know-do
deildinni verða með sýningu. Einn-
ig verður lið Akureyrar – hand-
boltafélags kynnt, en það er sam-
eiginlegt lið Þórsara og KA-manna.
Þór: opið hús
ÞORBJÖRG Halldórsdóttir opnar í
dag kl. 16 sýninguna Rúllutertur og
randalín í Galleríi BOXi í Lista-
gilinu. Þarna má sjá litríkar ljós-
myndir af kökum sem voru vinsæl-
ar á sjötta og sjöunda áratugnum
sem lengi hafa heillað listakonuna.
Sýnir í Boxinu
REGNBOGAMESSA verður í Ak-
ureyrarkirkju á morgun kl. 20. Þar
flytur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
forseti Skáksambands Íslands
ávarp og Páll Óskar Hjálmtýsson
syngur. Fulltrúar frá nýstofnuðum
hópi ungliða Samtakanna 78 á
Norðurlandi flytja ávörp og atriði.
Stúlknakór Akureyrarkirkju syng-
ur undir stjórn Eyþórs Inga Jóns-
sonar.
Regnboga-
messa
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Þetta er góður fé-
lagsskapur og það breytir miklu að
koma hér og fá félagsskap,“ sagði
ein kvennanna í prjónahópnum „Síð-
asta umferðin“ en það er hópur
kvenna sem hittist á Selfossi á
mánudögum frá kl.13 til 16 í húsi
Rauðakrossdeildarinnar í Árnes-
sýslu. Hópurinn verður með basar
og selur fallegar hannyrðavörur á
góðu verði í opnu húsi á Eyravegi 23,
Selfossi, í dag, laugardag, frá kl. 11
til 18 og rennur ágóðinn til hjálp-
arstarfs Rauða krossins.
Þessi basar er liður í kynning-
arviku Rauða krossins á starfinu
innanlands sem staðið hefur yfir í
þessari viku undir kjörorðinu
„Byggjum betra samfélag“. Guð-
mundur Magnússon trésmiður, fé-
lagi og stjórnarmaður í Árnes-
ingadeild til margra ára, ætlar að
vera með sýnikennslu á ,,tálgað í
tré“ í húsnæði deildarinnar og að
sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Safna sjálfboðaliðum
Kynning var í versluninni Strax á
Flúðum í vikunni og í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands var kynning í há-
deginu síðastliðinn miðvikudag en til
stendur að bjóða upp á sjálfboðið
starf til eininga í skólanum á vorönn
2008. Einnig var kynning í Másbak-
aríi í Þorlákshöfn en í Þorlákshöfn
fór deildin á stað með verkefni með
ungum börnum af erlendum upp-
runa í samvinnu við Sveitarfélagið
Ölfus. Markmið Rauða krossins auk
kynningar á starfinu er að safna
sjálfboðaliðum. Þá er í undirbúningi
hjá deildinni að hafa opið hús einu
sinni í viku fyrir eldri menn sem
vettvang til að hittast og tefla, spila,
spjalla og hafa gaman saman. Stefnt
að því í vetur ef áhugi er fyrir hendi.
Alltaf með eitthvað
í höndunum
„Við hittumst hérna einu sinni í
viku en auðvitað er alltaf líka prjón-
að heima. Við erum alltaf með eitt-
hvað í höndunum. Við erum með
þessu að styrkja starf Rauða kross-
ins en við vinnum úr garni sem við
fáum gefins,“ sögðu konurnar í
prjónahópnum „Síðasta umferðin“
en þær hafa afkastað mjög miklu af
prjónavörum sem verða á basarnum
í dag. Meðal varanna eru prjónaðar
dúkkur og ein þeirra er karl í mál-
arafötum sem þær nefna Palla mál-
ara og eiga þar við þekktan málara á
Selfossi.
Víst er að mikil þörf er fyrir verk-
efni af þessu tagi og konurnar eru
sammála um það að prjónaskap-
urinn sé mjög gefandi fyrir þær
sjálfar og svo einnig fyrir Rauða
krossinn að geta liðsinnt þeim sem
þurfa þess með.
Ragnheiður Ágústsdóttir, starfs-
maður Rauða kross deildar Árnes-
inga, sagði að starfið nyti mikillar
velvildar og alltaf væri þörf fyrir
framlög. Hún nefndi sem dæmi að
krakkar hefðu komið með afrakstur
af tombólum og fyrir þá peninga var
byggður vatnsbrunnur í Síerra
Leóne. „Það munar um allt,“ sagði
Ragnheiður.
„Það munar um allt“
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Síðasta umferðin Ragnheiður Ágústsdóttir er fremst á myndinni með Palla málara, hinar konurnar eru helm-
ingur prjónahópsins „Síðasta umferðin“, f.v.: Halldóra Ármannsdóttir, Alda Andrésdóttir, Guðrún Lísa Óskars-
dóttir, Þórdís Frímannsdóttir, Oddný Þorkelsdóttir, Guðrún Einarsdóttir og Jónína Guðmundsdóttir.
Opið hús hjá Rauða krossinum og prjónahópnum „Síðasta umferðin“ sem hittist vikulega
Til stendur að bjóða upp á sjálfboðið starf til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands Árborg | Bæjarráð Sveitarfé-
lagsins Árborgar hefur samþykkt
að taka upp niðurgreiðslur á
íþrótta- og tómstundastarfi.
Greiðslurnar nema 10 þúsund krón-
um á hvert barn, samkvæmt sér-
stökum reglum þar um, og taka
gildi haustið 2008.
Samþykktin var gerð að tillögu
meirihlutaflokkanna á síðasta fundi
bæjarráðs og samþykkt með at-
kvæðum meirihlutans en fulltrúi
minnihlutans sat hjá við afgreiðsl-
una. Í samþykktinni kemur fram að
verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar-
og menningarmála er falið að vinna
að reglum um framkvæmd slíkra
greiðslna og leggja fyrir bæjarráð
til samþykktar eigi síðar en 1. apríl
næstkomandi. Fram kemur að
þetta er fyrsta skrefið í niður-
greiðslum af þessu tagi í Árborg.
Fulltrúi minnihlutans lét bóka að
hann hefði viljað sjá reglurnar áður
en föst upphæð yrði ákveðin.
Greiða 10
þúsund á
hvert barn
Hveragerði | Indverskur myndlist-
armaður, Baniprosonno, býður upp
á fjórar listasmiðjur fyrir börn í
Listasafni Árnesinga í Hveragerði.
Listamaðurinn dvelur í lista-
mannaíbúðinni í Hveragerði síðari
hluta mánaðarins. Hann hefur ver-
ið með listasmiðjur og sýningar á
list sinni víða um heim.
Þrjár af listasmiðjum Banipros-
onno í Hveragerði eru fyrir börn á
aldrinum átta til tólf ára og ein fyr-
ir fjögurra til sjö ára. Skráning er á
Listasafni Árnesinga.
Listasmiðjur
fyrir börn
♦♦♦
ÁRBORGARSVÆÐIÐ