Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 22
|laugardagur|20. 10. 2007| mbl.is daglegtlíf Ekki eru allir jafn ginnkeyptir fyrir því að hlaupa á eftir tísku- straumum og þá er gott að halda sig við vissa grunnliti. » 26 tíska Gamli tíminn, ekki síður en sá nýi, setur skemmtilegan svip á híbýli fjölskyldu á Tómasarhag- anum. » 24 innlit Ákveðið hugarfar skiptirmeira máli en nokkurregla eða siðir þegar kem-ur að því að halda veislu eða vera gestur í veislu. Þetta hug- arfar samanstendur af þrennu: Virð- ingu, tillitssemi og hreinlyndi. Ef þetta þrennt er fyrir hendi koma allar reglur í raun af sjálfu sér. Ef and- rúmsloftið er fullt af alúð, hjartahlýju og gleði, þá skemmta allir sér vel og þá skiptir engu máli þó að borin sé fram pakkasúpa í plastmáli,“ segir Bergþór Pálsson en hann hefur skrif- að bók um veislur og borðsiði sem hann kallar Vinamót. „Þegar ég fór að syngja í opinber- um veislum þurfti ég að kynna mér ýmsa siði sem maður þarf að hafa á takteinum við slíkar aðstæður. Smám saman fékk ég áhuga á öllu sem teng- ist veislum, hvernig lagt er á borð og út á hvað þetta gengur allt. Mér finnst gaman að fylgjast með fólki í veislum og ég fór að skrifa hjá mér ýmsa minnispunkta fyrir sjálfan mig og kynna mér málin. Þetta kvisaðist út og þá var ég beðinn um að halda námskeið um borðsiði sem ég og gerði. Þá fann ég fyrir því hversu mikið vantaði svona bók.“ Sinn er siður í landi hverju Í bókinni Vinamót má finna hin ýmsu ráð, ekki aðeins um uppröðun hnífapara og glasa og kennslu í að brjóta servíettur, heldur einnig um hvernig fólki beri að haga sér í veislum. „Til dæmis á fólk að forðast það að breiða svo úr fótunum þegar það situr til borðs með öðrum að það sé komið með þá undir stólinn hjá þeim sem situr á móti. Viðkomandi sýnir ekki tillitssemi með slíkri hegð- un. Kurteisi gestgjafa og gesta skipt- ir máli af því að kurteisi gerir lífið bæði þægilegra og skemmtilegra. En fólk á auðvitað að vera afslappað og ekki frjósa í ótta um að haga sér ekki rétt. En það er ágæt regla að fylgjast með hinum ef maður er ekki alveg viss um hvernig maður skuli bera sig að í borðsiðum, til dæmis í útlöndum. Reglurnar eru ekki eins í öllum lönd- um, í sumum löndum borðar fólk til dæmis ekki með hnífapörum og það eru alls ekki allir sem heilsa með handabandi. Þá reynir maður að setja sig inn í siði hvers lands sem maður er staddur í hverju sinni.“ Sætaskipan og samræðulist Bergþór segir að þegar halda skuli veislu sé gott að flana ekki að neinu í gestavali. „Til dæmis er ekki gott að bjóða einhverjum einstaklingum sem ekki líður vel í návist hvors annars, fyrrverandi mökum eða slíkt. Betra er að velja fólk sem hefur gaman af því að vera saman og þá eru meiri lík- ur á að andinn í boðinu geti orðið létt- ur. Þegar kemur að sætaskipan er gott að hafa eins mikla fjölbreytni og hægt er. Skipa körlum og konum til skiptis og láta hjón sitja á ská á móti hvort öðru, því þau þurfa helst að sjá hvort annað. En ef þau sitja beint á móti hvort öðru þá er hætta á að þau tali minna við aðra. Eins er áríðandi að blanda saman við borðið þeim sem tala mikið og hinum sem eru vanir að tala minna. Samræðulist er líka eitt- hvað sem fólk ætti að hafa í huga þeg- ar það er í veislum. Í spjalli er gott að henda boltanum á milli og vera með- vitaður um að gefa öðrum svigrúm til að njóta sín. Leiða umræðuna út frá því sem hinn segir í stað þess að vera alltaf í sínum heimi. Og þegar maður er gestur þá hefur maður ákveðna ábyrgð. Gestur á til dæmis ekki að sitja þegjandi úti í horni og bíða eftir því að aðrir skemmti honum. Virðing við gestgjafa felst líka í góðri um- gengni á heimili hans, til dæmis á baðherberginu. Þar ætti fólk að forð- ast að leggja handklæði frá sér í hrauk eða pissa út fyrir.“ Ekki velja dýrustu vínin Bergþór segir vaxandi þörf fyrir bók eins og Vinamót á Íslandi því æ fleiri þurfi að taka á móti erlendum gestum í tengslum við viðskipti. „Ég er með sérstakan kafla um viðskipta- málsverði. Þá þurfa tímasetningar til dæmis að vera nákvæmar því fólk í viðskiptum hefur yfirleitt mjög þétta dagskrá. Og þegar tekið er á móti ókunnum erlendum gestum er örugg- ast að fara eftir reglunum til þess að móðga ekki neinn. Láta til dæmis heiðursgestinn ávallt sitja hægra megin við gestgjafann. Ef fólk er á veitingastað með viðskiptaboð þá skal forðast að velja fyrir gestinn dýrustu vínin því þá finnst honum kannski eins og sé verið að múta honum.“ Bergþór veit fátt skemmtilegra en að blása til veislu og hann ætlar að halda eina slíka á mánudaginn sem er fimmtugasti afmælisdagur hans. „Ég ætla að bjóða vinum og kunningjum í Salinn í Kópavogi og syngja fyrir gesti mína með öðrum söngvurum sem ég hef mikið unnið með. Manns- ævin er stutt og því er áríðandi að gera eitthvað úr hverjum degi og þakka fyrir hann.“ Vanda skal til vinamóta Morgunblaðið/Frikki Ekki taka of alvarlega Bergþór leggur áherslu á gleðina þegar kemur að veisluhöldum og hér brýtur hann servéttu eftir leiðbeiningum úr eigin bók. Þegar tekið er á móti gestum eða farið til veislu hjá öðrum er ýmislegt sem vert er að hafa í huga. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti Bergþór Pálsson og lærði sitt hvað um kurteisi og virðingu. khk@mbl.is ÞAÐ eru engin ný sannindi að slúð- ur hefur gengið milli manna frá ómunatíð og hefur ný könnun nú leitt í ljós að mannfólkið er gjarnt á að trúa slúðrinu þrátt fyrir að vita betur. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að safaríkir fróðleiksmolar í formi slúðurs um „meint“ atvik eða persónur hafa ýmsan tilgang, með- al annars þann að styrkja félagsleg tengsl sögumanns og vara áheyr- endur við óæskilegum aðstæðum. Heilagur sannleikur? Nýja rannsóknin, sem vefmiðill NBC sagði nýlega frá, leiðir í ljós að sumir einstaklingar taka slúður sem heilagan sannleika og það jafnvel þótt þeirra eigin reynsla og eftirtekt beri vitni um allt annan sannleika og rökhyggju. „Slúður má með sannfæringar- krafti nota í neikvæðum tilgangi til að eyðileggja mannorð annarra eða með því að breyta eigin orð- spori. Niðurstöðurnar benda auk þess til að fólk sé vant því að byggja ákvarðanir sínar á slúðri, orðrómi eða annars konar munnlegum upplýsingum,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar Ralf Sommerfeld við Max-Planck-stofnunina í Þýska- landi. Slúðrið lífseigara en rökhyggjan Morgunblaðið/Þorkell Spjallað á kaffihúsi Sumir taka slúður sem heilagan sannleik. ÞYNGDARÚTREIKNINGAR um hámarksþyngd sem farþegaflug- vélar mega bera taka ekki með í reikninginn að meðalmanneskjan er nú þremur kílóum þyngri en er útreikningarnir voru gerðir. Segir í Jyllands Posten að SAS-flug- félagið hafi farið þess á leit við nor- rænar stofnanir sem fara með flug- öryggismál að þau reyni að fá breytt þeirri óraunhæfu með- alþyngd sem evrópsk flugfélög gera ráð fyrir að meðalfarþeginn vegi. „Það er ekki í lagi flugöryggisins vegna þegar skekkjan getur verið meira en 1.000 kg í einu flugi,“ seg- ir í bréfi SAS til yfirvalda. Flug- félagið hefur staðið fyrir sínum eigin mælingum sem sýna að hinn norræni meðalfarþegi vegur að minnsta kosti þremur kílóum meira en meðalþyngdin segir til um. Hjá dönsku flugmálastofnuninni taka menn vísbendinguna alvar- lega. „Það er klárt mál að ef að þyngd vélarinnar getur verið allt að tonni meiri en búist er við getur það haft áhrif hluti á borð við jafn- vægi, eldsneytisnotkun og kröfur um lengd flugbrauta,“ hefur Jyl- lands Posten eftir Thorbjørn Anc- ker, upplýsingafulltrúi flug- málastofnunarinnar. Fyrir tíu árum gáfu evrópskar stofnanir sem hafa með flugöryggi að gera það út að meðalkarlmað- urinn væri 88 kg en meðalkonan 70 kg. Flugþyngd Meðalmanneskjan er þyngri en áður og það getur haft áhrif á þyngd flugvélarinnar. Ógn í of þungum farþegum? Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.