Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 28

Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 28
28 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MERKILEGASTA BÓK VERALDAR Það er mikilvægt að trúarlegirtextar séu á samtímamáli ogskiljanlegir og aðgengilegir þeim, sem í þá leita. Í gær kom út á vegum JPV útgáfu ný þýðing á Biblíunni. Mikið hefur verið lagt í nýju þýðinguna og hefur hún tekið mörg ár. Sömuleiðis er bókin vegleg og handhæg og þægilegt að fletta upp í henni auk þess sem skýringar auðvelda skilning. Í viðtali í Morg- unblaðinu í gær kveðst Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands og forseti Hins íslenska biblíufélags, vænta þess, vona og biðja að nýja þýðingin verði til þess „að vekja áhuga á þess- ari merkilegustu bók veraldar“. Síð- an bætir hann við að Biblían sé grundvöllur siðmenningar okkar og samfélags: „Hún grípur með einum eða öðrum hætti inn í líf okkar allra hvort sem við gerum okkur grein fyr- ir því eða ekki.“ Biblían hefur skipt miklu máli í ís- lenskri þjóðmenningu og haft áhrif á varðveislu tungunnar. Þýðingin, sem nú kemur út, er byggð á fyrri þýð- ingum. Sigurður Pálsson, sem sat í þýðingarnefnd Gamla testamentis- ins, segir að markmiðið hafi verið að textinn yrði á vönduðu nútímamáli og varðveita íslenska biblíumálshefð um leið. Hann bendir á að íslensk biblíumálshefð sé með þeim elstu í heimi. Biblía Guðbrands biskups Þorlákssonar kom út árið 1584 á Hól- um. Það er til marks um afrek Guð- brands að íslenskan var 17. tungu- málið í heiminum sem Biblían var þýdd á og voru Íslendingar til dæmis langt á undan Norðmönnum í þess- um efnum. Guðrún Kvaran, formaður þýðing- arnefndar Nýja testamentisins, segir í Morgunblaðinu í gær að ekki hafi margir kaflar Biblíunnar haldist óbreyttir frá þýðingu Odds Gott- skálkssonar frá 1540, en nokkuð sé um að texti annars vegar Odds og hins vegar Guðbrands skíni í gegn. „Því ef texti er mjög vel orðaður þá er ástæðulaust að breyta honum breytinganna vegna, sérstaklega textum sem eru fólki mjög kærir.“ Sjálfsagt eiga ýmsir eftir að gera athugasemdir við tilteknar þýðingar eða breytingar á orðalagi, en þetta er rétt nálgun á verkinu. Þeir kaflar, sem fólk þekkir, eiga að halda sér um leið og orðfærið er gert nútímalegra og aðgengilegra. Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfu- stjóri JPV útgáfu, réðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur þegar hann tók að sér útgáfu nýrrar þýð- ingar Biblíunnar. Þetta er ellefta út- gáfa Biblíunnar á íslensku, fyrsta sinn sem hún er þýdd í heild sinni frá 1912 og sjötta skipti frá upphafi. „Þetta er tvímælalaust stærsta áskorun sem ég hef nokkurn tímann tekist á við,“ segir Jóhann Páll í Morgunblaðinu í gær. Útkoman sýn- ir að þeir, sem lögðu hönd á plóg við þessa útgáfu, stóðust þá áskorun með prýði. OFBELDISFULLT ÞJÓÐFÉLAG Það er augljóst að Pakistan er of-beldisfullt þjóðfélag. Misheppn- uð árás á Benazir Bhutto við heim- komu hennar er aðeins eitt af mörgum dæmum um það. Heimkoma hennar er bersýnilega niðurstaðan af samningaviðræðum á milli hennar og Musharraf, forseta og hershöfðingja, og er ætlað að tryggja nýjum stjórnvöldum í Pakistan breiðari stuðning meðal almennings en Musharraf einn getur tryggt. Yf- irgnæfandi líkur eru á því að óform- legt samkomulag þeirra hafa ekki bara orðið til með samtölum á milli þeirra og ráðgjafa þeirra heldur hafi bæði Bretar og Bandaríkjamenn komið þar við sögu og kannski fleiri. Væntanlega er markmiðið að tryggja sterka ríkisstjórn í Pakistan sem verði tilbúin til að takast á við uppreisnarmenn á landamærum Pak- istans og Afganistans, þar á meðal sveitir bin Ladens. Bandaríkjamenn hafa um skeið haft illan grun um að stjórnvöld í Pakistan hafi leikið tveim skjöldum gagnvart þeim, tekið við miklum fjár- munum frá þeim og þótzt styðja þá í baráttunni við bin Laden en í raun keypt sér frið hjá bin Laden með því að halda yfir honum verndarhendi. Það skiptir miklu máli fyrir Banda- ríkjamenn og samherja þeirra að stjórnmálaástandið í Pakistan fari ekki úr böndum og að bæði herinn og leyniþjónustan þar í landi styðji þá heilshugar í baráttu við talíbana í Afganistan og í baráttunni við sveitir bin Ladens, sem talið er víst að haldi til í fjallahéruðum á landamærum Afganistans og Pakistans. Ef landamærin á milli Afganistans og Pakistans eru ekki trygg geta talíbanar hvenær sem er leitað skjóls yfir landamærin, þegar að þeim er sótt. Árásin á Bhutto hefur átt að koma þeim áformum fyrir kattarnef að tryggja örugga ríkisstjórn í Pakistan og stuðning pakistanska hersins við aðgerðir á landamærum ofan- greindra tveggja ríkja. Árásin sýnir hversu mikið er í húfi og hversu langt uppreisnarsveitir innan og utan Pakistans eru tilbúnar að ganga til þess að koma í veg fyrir, að áform vesturveldanna og banda- manna þeirra í Pakistan gangi upp. Ef Pakistan kæmist í hendur þess- ara uppreisnarmanna stæðu Banda- ríkin frammi fyrir röð af ríkjum, Írak, Íran, Afganistan og Pakistan, sem þeir ættu í höggi við og ólíklegt að þeir mundu ráða við þessi ríki sameinuð gegn þeim. Heimkoma Benazir Bhutto hefur því stórpólitíska þýðingu, ekki bara í Pakistan heldur víðar. Mikið er í húfi að Bhutto nái að fullnusta sinn hluta samningsins við Musharraf og að þau tvö myndi öflugt bandalag með Bandaríkjamönnum og samherjum þeirra. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Átök í kringum kosningarsettu sterkan svip ásíðari dag ársfundarAlþýðusambandsins í gær. Tvær konur sóttust eftir embætti varaforseta ASÍ. Ingi- björg R. Guðmundsdóttir, formað- ur Landssambands verslunar- manna, gaf kost á sér til endurkjörs sem varaforseti og Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu- firði, lýsti einnig framboði sínu til varaforseta af hálfu Starfsgreina- sambandsins (SGS). Tillaga um fjölgun varafor- seta náði ekki fram að ganga Við upphaf ársfundarins á fimmtudagsmorguninn kom óvænt fram tillaga frá miðstjórn um að gerð yrði sú breyting á lög- um ASÍ að varaforsetar yrðu tveir í stað eins. Var tillögunni ætlað að sætta mál svo ekki kæmi til kosn- ingar á milli Ingibjargar og Sig- nýjar. Tillagan hlaut mjög mis- jafnar undirtektir á fundinum og litu sumir fulltrúar svo á að miklu meiri umþóttunartíma þyrfti til að ræða og undirbúa svo þýðingar- mikla breytingu á lögum sam- bandsins. Kom á daginn að þrátt fyrir að bæði Kristján Gunnars- son, formaður SGS, og Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, hvettu fundarmenn til að samþykkja til- löguna náði hún ekki fram að ganga í leynilegri atkvæða- greiðslu í gærmorgun. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til breytinga á lögum ASÍ en úr- slit kosninganna urðu þau að 58,9% samþykktu tillöguna en 41,1% var henni andsnúið. Alls greiddu 248 atkvæði, 27 seðlar voru auðir. Ljóst varð því að kjósa þyrfti á milli Ingibjargar og Signýjar. Úr- slit varaforsetakjörsins urðu þau ur,“ sagði Kristján Gunn formaður SGS, í samtali við unblaðið. „Ég er vonsvikinn. Ég h þetta lagi ekki ástandið,“ hann og bætti svo við: „Ég þetta eigi eftir að draga dil ir sér. Það er greinilegt að samstaða á milli iðnaðarma verslunarmanna um að Starfsgreinasambandinu ú sitjum ekki rólegir yfir því svona aðstæður koma u greiða sumir kollegar mínir um löndum gjarnan atkvæ löppunum. Auðvitað eru sárir og svekktir eftir þett en koma tímar og koma sagði Kristján. „Ég held a Alþýðusambandsins verði að þessu leyti allt næsta á verður vandasamt við að heldur Kristján áfram. „É stórt spurningarmerki við manna. Fólk talar hér í öð inu um heilindi, samstöðu o einingu. Sá tónn er innantó holur þegar til kastanna Þetta mun draga dilk á efti Úrslit varaforsetakosni settu sitt mark á kjör sjö a trúa í miðstjórn eftir hádeg Ljóst var að SGS myndi s fast eftir áhrifum í þeim að Ingibjörg var endurkjörin varaforseti ASÍ til næstu tveggja ára og fékk hún 163 atkvæði eða 60,1% en Signý fékk 108 atkvæði eða 39,9%. Þegar úrslitin lágu fyrir kvaddi Ingibjörg sér hljóðs og þakkaði stuðninginn og sagðist myndu leggja sig alla fram fyrir ASÍ. Signý kom einnig í ræðustól og óskaði Ingibjörgu til hamingju. „Ég er ein af þeim einstaklingum sem kunna að tapa. Það er ekkert vandamál fyrir mig þótt ég tapi kosningu. Ég rís alltaf upp aftur og kem óhrædd því ég hef æv- inlega litið svo á að ég sé fulltrúi fólksins og þótt ég sé hér fulltrúi minnihluta, þá er sá minnihluti jafnmikilvægur og meirihlutinn,“ sagði hún. Samstaða um að halda SGS úti Forystumenn SGS eru afar ósáttir við þessa niðurstöðu og líta svo á að SGS, sem er með nálægt 40% félagsmanna í ASÍ innan sinna vébanda, sé haldið utan við æðstu forystu ASÍ. ,,Það hefði verið mjög gott fyrir Alþýðusam- bandið ef tillagan um tvo varafor- seta hefði farið í gegn. Þá hefði samhljómurinn virkað miklu bet- „Þetta mun draga d Til hamingju Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin varaf ingi ASÍ. Á milli þeirra er Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Forysta Starfsgreina- sambandsins er mjög ósátt við niðurstöður kosninga um varafor- seta ASÍ á ársþingi. Forseti ASÍ hvatti menn til að snúa bök- um saman í baráttunni. „HÆKKUN lægstu launa og úrbætur í hús- næðismálum sem brenna mjög á stórum hópi fólks í láglauna- stéttum,“ svarar Jón Jónsson, fulltrúi frá Verkalýðsfélagi Akra- ness á ársfundi ASÍ, er hann var spurður hver væru brýnustu viðfangs- efnin að hans mati við endurnýjun kjarasamninganna í vetur. „Þetta eru stærstu málin að mínu mati,“ segir Jón og leggur áherslu á að ganga verði þannig frá málum í samningunum að samið verði um tryggingar svo hækkun lægstu launa skili sér í raunverulegum kjarabótum fyrir láglaunafólkið. Þrýstingur þeirra sem eru betur settir hefur haldið niðri lægstu laununum – Af hverju hafa laun hinna lægst launuðu setið eftir í launaþróuninni að und- anförnu? „Það er þrýstingur þeirra sem eru bet- ur settir í þjóðfélaginu. Þeir sem eru minni máttar fá ekki að njóta sín. Ég vona að þessi krafa verði sótt fast í komandi kjaraviðræðum,“ segir hann. Hækka þarf lægstu launin Jón Jónsson LEGGJA á meg- ináherslu á að ná aukn- um kaupmætti í kom- andi samningum, að mati Más Guðnasonar, Verkalýðsfélagi Suður- lands á Hellu. „Við þurfum að hækka lægstu launin og stóra málið er kaupmátt- araukning,“ segir hann. Már segir að í verka- lýðshreyfingunni vilji menn forðast koll- steypur sem leiði af sér verðbólgu og að launahækkanir skili sér ekki. ,,Auðvitað eru menn í hita bardagans að tala um ein- hverjar prósetnutölur og jafnvel ein- hverjar lágmarksupphæðir, en þegar í al- vöruna er komið vita menn vel að það gengur ekki,“ segir hann. Már segir að all- ir séu á einu máli um að hækka þurfi lægstu launin. ,,Það hefur verið unnið að því af hálfu verkalýðshreyfingarinnar, en eins og talað er um í samfélaginu í dag hef- ur svokallað sjálftökulið breytt þessu landslagi. Það hefur gert að verkum að fólki er orðið heitt í hamsi og vill fá meira. Ég er sannfærður um að þegar í alvöruna er komið eru allir á því að sækja kaupmátt- araukningu sem skilar sér í umslagið. Allir hagnast á því.“ Hiti vegna sjálftökuliðsins Már Guðnason legra rét arfélaga eigum al kynjagle fast að k og karla félagið h eitur og geiranum Hún se launuðu „Útvarps andi kjar talar mik sem eru greiða ek að jafna. fátæka á haft í sig Ho arð Rannveig Sigurðard

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.