Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 29 leyti hraustleikamerki að takast á og það segir okkur að það er eft- irsóknarvert að sitja í forystu Al- þýðusambandsins. Hugsið ykkur ef það þyrfti að þvinga fólk til að taka að sér þessi verk eins og sums staðar þekkist. Ég þekki þá einstaklinga alla sem gáfu kost á sér og ég veit að þeir hafa allir þann félagslega þroska til að bera að það verða engin eftirmál. Auðvitað verða alltaf einhver særindi, tímabundið, en það ristir ekki djúpt. Ég þekki þetta á eigin skinni. Það komu fram tvö framboð í embætti varaforseta, þar sem tvær konur gáfu kost á sér, báðar mörgum góðum kostum búnar. Ég vil óska Ingjörgu R. til hamingju með endurkjörið og Signýju til hamingju með glæstan stuðning. Að afloknum þessum kosning- um vil ég taka undir það sem Signý sagði eftir að úrslit voru ljós í kosningunni um embætti vara- forseta. Hún sagði efnislega eitt- hvað á þá leið, að hvernig sem nið- urstaðan í kosningum væri bæri okkur að snúa bökum saman í bar- áttunni fyrir bættum kjörum okk- ar félaga. Til þess erum við kjör- in,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. ingum. Kjörnefnd kom saman í hádeginu og lagði síðan fram til- lögu um sjö aðalmenn, þar af yrðu fjórir fulltrúar frá SGS, þ.á m. Signý Jóhannesdóttir og Kristján Gunnarsson. Fram kom gagnrýni á fundinum á að ekki væri lagt til að neinn fulltrúi AFLs á Austur- landi væri á listanum. Kom tillaga úr sal um að Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs, yrði kjörinn í miðstjórn. Úrslit mið- stjórnarkjörsins urðu þau, að allir sem voru á lista kjörnefndar náðu kosningu til næstu tveggja ára: Kristján Gunnarsson hlaut flest atkvæði eða 251, Gunnar Páll Pálsson, VR, og Sævar Gunnars- son, Sjómannasambandi Íslands, fengu hvor 250 atkvæði og aðrir sem náðu kjöri eru Sigurrós Kristinsdóttir, Eflingu Stéttar- félagi, Guðmundur Gunnarsson, Rafiðnaðarsambandi Íslands, Ragna Larsen, Bárunni stéttar- félagi, og Signý Jóhannesdóttir. Þýðir ekki að bera sig illa Í lokaræðu sinni við slit árs- fundarins síðdegis í gær vék Grét- ar Þorsteinsson, forseti ASÍ, að átökunum við kosningarnar og sagði: „Það þýðir ekki að bera sig illa undan því. Það er að mörgu narsson, ð Morg- hygg að “ sagði held að lk á eft- það er anna og halda úti. Við . Þegar upp þá r í öðr- æði með menn ta núna a ráð,“ að starf fatlað ár. Það ð eiga,“ Ég set heilindi ðru orð- og sam- ómur og kemur. r sér.“ inganna aðalfull- gi í gær. sækjast m kosn- dilk á eftir sér“ Morgunblaðið/Frikki forseti ASÍ og tekur hér við hamingjuóskum frá Ólafi Darra Andrasyni, hagfræð- i ASÍ. Signý Jóhannesdóttir var líka í framboði, af hálfu Starfsgreinasambandsins. MIKILVÆGAST er að tryggja stöðugleika og kaupmáttarauka í kjara- samningunum sem fram- undan eru, að mati Vign- is Eyþórssonar, fulltrúa í Félagi vélstjóra og málm- tæknimanna. „Menntunarmál, bæði verk- og tæknimenntun, brenna mikið á okkur,“ segir hann og leggur áherslu á að réttindastaða iðnaðarmanna verði tryggð. „Það þarf að setja verulega fjármuni í að rétta af þann kúrs. Það er mjög þýðingarmikið,“ segir hann. Þessi mál eru komin meira upp á yfirborðið og eru orðin sýnilegri en áður var, að sögn hans. „Menn sjá það kannski betur núna vegna þeirra miklu framkvæmda sem hafa verið í gangi og þess fjölda starfsmanna sem kom- ið hafa erlendis frá. Þeir eru flestir með menntun en það þarf að bera menntunina saman vegna þess að við þurfum að fá að vita hver sú menntun er til að gera borið hana saman við okkar eigin menntun. Þar kreppir að. Við viljum raða þessu fólki inn eins og því ber.“ Hann segir skýlausa kröfu verkalýðs- hreyfingarinnar að lægstu launin verði hækkuð. Menntamálin brenna á okkur Vignir Eyþórsson „MÍN skoðun er sú að við þurfum fyrst og fremst að leggja áherslu á hækkun lægstu launa,“ segir Rannveig Sigurð- ardóttir, fulltrúi VR. Hún segist vilja leggja mikla áherslu á úrbætur í slysatryggingamálum launþega á almenna vinnumarkaðnum sem eigi að njóta sambæri- ttinda og starfsmenn ríkis og sveit- a. „Ég er þeirrar skoðunar að við lltaf að skoða kjarasamninga með eraugum. Við verðum að hafa hug- konur eiga alltaf að hafa sömu laun ar. Við þurfum að opna allt sam- hvað launin varðar, launaleynd er hún þekkist hvergi nema í einka- m,“ segir hún. egir skiljanlegt að hinir lægst fari fram á miklar launahækkanir. sstjóri gaf upp boltann fyrir kom- rasamninga. Hér horfir fólk á og kið um þessa milljarðamæringa, eingöngu með fjármagnstekjur og kkert til samfélagsins. Þetta þarf . Við eigum ekki að hafa ríka og á Íslandi. Það eiga allir að geta g og á.“ orfa á millj- ðamæringa dóttir Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BENAZIR Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, hét því í gær að gefast aldrei upp fyrir ísl- ömskum ófriðarseggjum eftir sprengjutilræði sem kostaði 138 manns lífið í fyrradag. Hún lýsti til- ræðinu sem „árás á lýðræðið“ og bendlaði stuðningsmenn fyrrverandi einræðisherra landsins við blóðsút- hellingarnar. Engin hreyfing lýsti hryðjuverk- inu á hendur sér. Yfirvöld í Pakistan sögðu ýmislegt benda til þess að rekja mætti sprengjutilræðið til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda eða stríðsherrans Baitullah Mehsud í norðvesturhluta Pakistans, við landamærin að Afganistan, en hann er bandamaður afganskra talibana. Bhutto hét því að halda áfram bar- áttunni við „hugleysingja“ al-Qaeda, talibana og annarra herskárra hreyfinga sem höfðu hótað árásum til að ráða hana af dögum þegar hún sneri heim í fyrradag úr átta ára út- legð. „Ef það þýðir að við þurfum að fórna lífi okkar þá erum við tilbúin að leggja líf okkar að veði, en við ljáum aldrei máls á því að afsala land okkar í hendur ófriðarseggjum.“ Fyrr í gær var birt viðtal á frönsku við Bhutto á vef tímaritsins Paris Match þar sem hún sakaði ísl- amista úr röðum stuðningsmanna Mohammeds Zia ul-Haq, fyrrver- andi einræðisherra Pakistans, um að hafa staðið fyrir tilræðinu. Zia steypti föður Bhutto, Zulfiqar Ali Bhutto, af stóli forsætisráðherra ár- ið 1977 og lét hengja hann tveimur árum síðar. Var vöruð við Talsmaður pakistanska innanrík- isráðuneytisins sagði að tilræðis- maðurinn hefði fyrst kastað hand- sprengju á hóp fólks sem safnast hafði saman á götum Karachi-borgar til að fagna Bhutto. Síðan hefði hann sprengt sprengjubelti sem var út- troðið af járnkúlum og nöglum til að valda sem mestu manntjóni. „Þetta var eins og að ganga um sláturhús,“ sagði ljósmyndari frétta- stofunnar AFP sem var nálægt bíl Bhutto þegar árásin var gerð. Bíll Bhutto skemmdist í spreng- ingunni en hana sakaði ekki. Bhutto sagði að fyrir heimkomuna hefði hún verið vöruð við því að fjórir hópar væru að undirbúa árás á hana. „Ein dauðasveitanna var frá afg- önskum talibönum, ein frá al-Qaeda, sú þriðja frá pakistönskum talibön- um og fjórði hópurinn tel ég að sé frá Karachi,“ sagði Bhutto. Hún kvaðst hafa fengið símanúm- er árásarhópanna frá vinveittu ríki afstýra öðru morðtilræði. Frétta- maður BBC í Karachi sagði að Bhutto hefði augljóslega reynt að lýsa sér sem hugrakkri baráttukonu er legði líf sitt að veði í þágu lýðræð- is. Spurningar hlytu þó að vakna um hvers vegna hún ákvað að stofna sjálfri sér og stuðningsmönnum sín- um í hættu með því að láta aka sér um götur Karachi þrátt fyrir viðvar- anirnar um að reynt yrði að ráða hana af dögum. Bíl hennar hafði ver- ið ekið hægt um göturnar í tíu klukkustundir og Bhutto stóð lengi á þaki bílsins, veifaði til stuðnings- manna sinna. Hún var nýkomin inn í bílinn þegar árásin var gerð. Tortryggð í hernum Þótt Bhutto sé mjög umdeild nýt- ur hún enn mikilla vinsælda í Pak- istan, einkum meðal fátækra íbúa landsins. Sérfræðingar í málefnum Pakistans segja að þótt Bhutto kunni að verða forsætisráðherra í þriðja skipti eftir þingkosningar, sem ráðgerðar eru í janúar, sé mikil óvissa um framtíð hennar vegna hættunnar á fleiri morðtilræðum og kalans sem herinn hefur borið til Bhutto-fjölskyldunnar vegna bar- áttu hennar fyrir borgaralegu lýð- ræði. Frá því að Pakistan varð sjálf- stætt ríki árið 1947 hefur landið verið rúman helming tímans undir stjórn hersins. „Her með pólitískan metnað tor- tryggir alltaf leiðtoga sem nýtur mikillar lýðhylli,“ hafði fréttastofan AFP eftir pakistanska stjórnmála- skýrandanum Hasan Askari. „Her- inn sættir sig aldrei við borgaraleg- an leiðtoga sem getur boðið hers- höfðingjunum birginn og Bhutto er eini leiðtoginn sem getur sameinað fólkið til baráttu gegn hernum.“ og skýrt Pervez Musharraf, forseta Pakistans, frá upplýsingunum í bréfi á þriðjudaginn var. Bhutto kvaðst ekki bendla ríkis- stjórn Pakistans við tilræðið en sagði það grunsamlegt að götuljósin voru slökkt þegar bíl hennar var ek- ið um götur Karachi. Ekki hefði ver- ið hægt að hringja til að biðja um að ljósin yrðu kveikt. „Ég er ekki að kenna stjórninni um, heldur ákveðnum einstaklingum sem misnotuðu stöðu sína og völd,“ sagði hún. „Við notuðum fljóðljós til að fylgjast með mannfjöldanum, en það var erfitt að sjá fólkið vegna þess að það var svo dimmt.“ Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, virðist Bhutto gruna menn í pakistönsku leyniþjónustunni og nokkra stjórnmálamenn um vilja beita íslömskum öfgamönnum til að ráða hana af dögum. Bhutto hélt því fram að næst yrði reynt að myrða hana í bústað hennar í Karachi eða í heimabæ hennar, Larkana. Hún kvaðst vera viss um að yfirvöld gerðu ráðstafanir til að Reuters Gefst ekki upp Benazir Bhutto á blaðamannafundi í Karachi eftir sprengjutilræði sem kostaði 138 manns lífið. Bhutto segir hryðju- verkið árás á lýðræðið Bendlar stuðningsmenn fyrrv. einræðisherra við tilræðið Reuters Sorg Konur syrgja ættingja sem beið bana í sprengjutilræðinu í Karachi. Í HNOTSKURN » Benazir Bhutto varði þáákvörðun sína að semja við Pervez Musharraf, sem rændi völdunum árið 1999, og sagði að markmið sitt með samstarf- inu við forsetann og yfirhers- höfðingjann væri að koma á borgaralegu lýðræði í landinu. » „Við teljum að aðeins lýð-ræði geti bjargað Pakistan frá upplausn og valdaráni her- skárra íslamista,“ sagði Bhutto á blaðamannafundi í Karachi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.