Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 31
SKEMMTILEG tilviljun að þetta
skuli vera sami dagurinn og býður
það upp á marga möguleika sam-
starfs matreiðslumanna og næring-
arfræðinga, enda mörg
sameiginleg markmið.
Síðustu ár hefur
Klúbbur mat-
reiðslumeistara helgað
þennan dag um-
ræðunni um hollar
matarvenjur, einkum
meðal barna og ung-
menna. Verður þörfin
á þeirri umræðu sífellt
mikilvægari þegar æ
fleiri börn og ungling-
ar mælast yfir kjör-
þyngd með tilheyrandi
vandamálum. Þrátt fyrir
mikla heilsuvakningu meðal þjóð-
arinnar er það ákveðin þversögn að
fleiri og fleiri skuli sjá fram á heilsu-
farsleg vandamál vegna rangs mat-
aræðis.
Beinvernd og Klúbbur mat-
reiðslumeistara hafa tekið höndum
saman þennan dag og ætla að vekja
athygli á beinheilsu sem er mjög
mikilvæg og allajafna ekki í um-
ræðunni. Beinþynning er sjúkdómur
sem fæstir leiða hugann að fyrr en of
seint en auðvelt er að afstýra honum
með réttu mataræði og er það ein-
mitt boðskapur dagsins.
Hæfileg neysla á kalkríkum mat
eins og mjólkurvörum, og D-
vítamínríkum mat eins og feitum
fiski eða lýsi, auk ýmissa annarra
þátta ættu að geta komið í veg fyrir
beinþynningu á efri árum. Allar upp-
lýsingar um forvarnir gegn bein-
þynningu er að finna á heimasíðu
Beinverndar.
Tilgangur Klúbbs matreiðslu-
meistara með þátttöku í þessum
degi er líka að vekja athygli á mat-
reiðslunni sem
skemmtilegu fagi að
starfa við. Mikill skort-
ur er á faglærðum mat-
reiðslumönnum á Ís-
landi þar sem
ferðamönnum fjölgar
stöðugt og kemur til
með að fjölga enn frek-
ar í framtíðinni. Svo
bætist við að með bætt-
um efnahag fara Ís-
lendingar á veitingahús
sem aldrei fyrr. Nám
matreiðslumanna tekur
fjögur ár og að því loknu
eru möguleikarnir miklir og fjöl-
breyttir. Starfssviðin eru sömuleiðis
mörg, til dæmis hótel, veitingahús,
veisluþjónustur, mötuneyti, sjúkra-
hús, kjötvinnsla, vöruþróun á mat-
vælasviði og svo mætti lengi telja.
Fagið er mjög fjölbreytt og enda-
laust er hægt að bæta við sig þekk-
ingu á hinum ýmsu sviðum mat-
reiðslunnar.
Framtíð matreiðslunnar er björt
og miklir möguleikar fyrir hæfi-
leikaríkt fólk sem vill velja sér skap-
andi starf. 20. október er dagurinn
sem félagar í Klúbbi matreiðslu-
meistara ætla að kynna fag sitt og
mikilvægi þess. Langtímamarkmiðið
er svo að reyna að byggja upp já-
kvæða ímynd Íslands sem mat-
armenningarþjóðar og framleiðanda
hreinna og ómengaðra matvæla.
Menning landa og matarmenning
þeirra er oft samofin og mikilvægt
að sú ímynd sé jákvæð þegar við er-
um að byggja landið upp sem ferða-
mannaland. Eitt af því fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar ferðalag
til einhvers lands er áætlað er það
hvort ætur matur sé í viðkomandi
landi. Matreiðslufagið og mat-
armenning á íslenskum veitinga-
húsum hefur breyst gríðarlega síð-
ustu 10-15 árin og má segja að
bylting hafi orðið og er nú svo komið
að Ísland er í 9. sæti á alþjóðlegum
styrkleikalista WACS yfir þjóðir
sem keppa í matreiðslu. Er það að
miklu leyti að þakka þeim mat-
reiðslumönnum sem lagt hafa á sig
mikla vinnu við þátttöku í keppnum
úti um allan heim með góðum ár-
angri, sem í framhaldi skilar sér í
auknum áhuga og metnaði inn í fag-
ið, sem skilar sér svo áfram á disk-
inn til gestanna öllum til heilla.
Alþjóðlegur dagur mat-
reiðslumanna og
Beinverndardagurinn
Ingvar Sigurðsson skrifar
í tilefni af alþjóðlegum degi
matreiðslumanna og Bein-
verndardagsins
» Þrátt fyrir miklaheilsuvakningu með-
al þjóðarinnar er það
ákveðin þversögn að
fleiri og fleiri skuli sjá
fram á heilsufarsleg
vandamál vegna rangs
mataræðis.
Höfundur er forseti Klúbbs
matreiðslumeistara.
Ingvar Sigurðsson
SÚ STAÐREYND að rúmlega
tveir einstaklingar fá heilaslag á dag
hér á landi ætti því að vekja almenn-
ing til umhugsunar um lífsstíl, því
heilaslag er þriðja algengasta dán-
arorsökin.
Að fá slag, heilblæðingu, blóð-
tappa eða súrefnisþurrð af einhverju
tagi, getur bara sá einn lýst sem fyr-
ir því hefur orðið. En
þar með er ekki öll
sagan sögð. Þessi ein-
staklingur á sér að-
standendur, s.s. maka,
börn, foreldri, systkini
og aðra nána aðstand-
endur, sem verða
óbeint fyrir þessu
slagi líka, það má ekki
gleyma því. Heilu fjöl-
skyldurnar gætu því
verið undirlagðar af
þessu áfalli og það
segir sína sögu.
Hvað er slag og
hvernig er hægt að koma í veg fyrir
það? eru spurningar sem brenna á
vörum margra. Hvað er til ráða?
Slög eru algeng og fara ekki í mann-
greinarálit og eru eins mismunandi
og mennirnir eru margir. Allir geta
fengið slag, en sérfræðingar hafa þó
talað um að áhættuþættir, s.s. of hár
blóðþrýstingur, reykingar, ójafn-
vægi í blóðsykri og blóðfitu, streita,
óhófleg neysla áfengis og fíkniefna
o.s.frv., væru orsakavaldar að heila-
slagi. Flest þessara atriða tengjast
lífsstíl sem hægt er að breyta með
betra líferni. Möguleikarnir á bata
eru því meiri, sem lík-
amlegt form er betra
hjá hverjum og einum
þegar hann verður fyrir
þessu áfalli. Bjargaðu
því sjálfum þér með
betra lífi. Og þú ert ekki
bara að bjarga sjálfum
þér, heldur lífi og fram-
tíð þinna nánustu.
Félagið Heilaheill
ætlar að halda sér-
stakan Slagdag 20.
október nk. í versl-
unarmiðstöðvunum
Kringlunni, Smáralindinni og við
Glerártorg á Akureyri frá kl. 13-16,
undir slagorðunum „Áfall er ekki
endirinn!“ og „Þetta er ekki búið!“
til að vekja fólk til umhugsunar og
bjarga þannig mannslífum. Læknar,
hjúkrunarfræðingar og aðrir fag-
aðilar, er meðhöndla slagsjúklinga,
verða á staðnum, gera ókeypis
áhættumat á gestum og gangandi og
veita þeim upplýsingar og ráðlegg-
ingar. Ætlarðu að láta slag standa
eða gera eitthvað í málinu?
Ætlarðu að láta
slag standa?
Þórir Steingrímsson segir frá
„Slagadeginum“, sem er í dag
Þórir Steingrímsson
»Rúmlega tveir ein-staklingar fá heila-
slag á dag hér á landi og
ætti því að vekja al-
menning til umhugs-
unar, því slag er þriðja
algengasta dánarorsök-
in.
Höfundur er formaður Heilaheilla.
UM ÞESSAR mundir er unnið af
kappi að því undirbúa aðgerðaáætlun
stjórnvalda um samdrátt í losun
gróðurhúsalofttegunda (GHL) á
næstu áratugum. Í flestum ná-
grannaríkjum okkar
hefur vinna af þessu tagi
þegar farið fram, enda
búa þau flest við þær að-
stæður að þurfa að
draga úr losun strax á
fyrsta skuldbinding-
artímabili Kýótó-
bókunarinnar, 2008-
2012. Hér á landi hefur
almennt verið talið að
við munum verða innan
marka á því tímabili
enda höfum við lang-
rýmstu heimildir sem
nokkurt ríki hefur, eða
sem nemur um 50-60%
aukningu í útblæstri GHL frá 1990,
ef heimildir innan ákvörðunar 14/
CP.7 – stundum nefndar íslenska
ákvæðið – eru teknar með.
Markmið ríkisstjórnar Íslands
Ég legg mikla áherslu á að efla og
hraða vinnu við aðgerðaáætlun til að
mæta framtíðarskuldbindingum –
ekki bara markmiði okkar um 50-
75% samdrátt fyrir árið 2050 – heldur
einnig þeim líklegu skuldbindingum
sem verða settar í alþjóðlegum samn-
ingum til 2017 eða 2020. Hvað sem
allri óvissu líður um framgang samn-
ingaviðræðna á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna á næstu misserum, er verk-
efni íslenskra stjórnvalda að sjá til
þess að langtímamarkmiðum um
samdrátt í losun GHL verði náð.
Stjórnvöld þurfa að setja á fót svo-
kallaða landsskrifstofu fyrir lofts-
lagsvæna þróun-
araðstoð, en Ísland er
eitt af fáum ríkum
löndum sem ekki hafa
tekið þátt í slíkum
verkefnum undir hatti
Kýótó-bókunarinnar.
Þetta verður mjög
mikilvægt skref. Norð-
menn hyggjast t.d.
mæta sínum skuld-
bindingum í framtíð-
inni að miklu leyti með
loftslagsvænni þróun-
araðstoð. Hér höfum við
ekki undirbúið jarðveg-
inn fyrir slíkt til þessa, en það stend-
ur sem sagt til bóta.
Evrópusambandið hefur sagst
ætla að draga úr heildarlosun aðild-
arríkjanna um 20% til 2020 og um
30% ef önnur ríki koma með sem
hluti af alþjóðlegu samkomulagi.
Ekki hefur hins vegar verið gengið
frá markmiðum um losun einstakra
ríkja innan ESB. Norðmenn hafa
einnig sett fram áfangaskipta áætlun
um minnkun losunar fram til 2050,
þegar þeir ætla sér að verða kolefn-
ishlutlausir. Önnur ríki hafa ekki sett
á borðið töluleg markmið fyrir 2020,
og ESB og Norðmenn hafa tekið
fram að þau muni ekki telja sig
bundna af sínum markmiðum al-
þjóðlega nema víðtækt samkomulag
náist.
Ísland hefur enn ekki lagt fram
hugmyndir um töluleg markmið
varðandi losun til skemmri tíma. Það
er erfitt að gera slíkt nema fyrir liggi
greining á möguleikum til að ná slík-
um markmiðum og mat á kostnaði við
það. Þar erum við mörgum árum á
eftir t.d. Norðmönnum, en erum að
spýta í lófana nú og ég mun reyna að
tryggja að þessi mynd muni skýrast
fyrri hluta næsta árs.
Gjald fyrir losunarheimildir
Við afgreiðslu frumvarps til laga
um losun gróðurhúsalofttegunda á
Alþingi í mars kom fram sú afstaða
þingmanna Samfylkingarinnar að
taka ætti gjald fyrir losunarheim-
ildir, og það er enn afstaða mín að
það eigi að taka gjald fyrir slíkar
heimildir. Það var hins vegar ekki
samþykkt í vor og því stóð ég frammi
fyrir þeirri spurningu í sumar hvort
setja ætti bráðabirgðalög fyrir fyrstu
úthlutun samkvæmt lögunum 1.
október. Slíkt hefði hins vegar orkað
tvímælis og raunar vafasamt að það
hefði staðist.
Meginmáli skiptir nú að koma á
kerfi þar sem gjald er lagt á losun
koltvísýrings frá stóriðju, til þess að
skapa hvata til þess að draga úr losun
og tryggja að Ísland standi við skuld-
bindingar sínar í framtíðinni. Það er
forgangsverkefni í loftslagsmálum að
leggja grunn að slíku kerfi gjaldtöku.
Þar þarf að sjálfsögðu að skoða vel
allar hliðar málsins, enda stöndum
við að mörgu leyti frammi fyrir svip-
uðum spurningum nú og við uppsetn-
ingu fiskveiðistjórnunarkerfisins á
sínum tíma. Því þarf að vanda vel til
verka í þessu sambandi, m.a. þarf að
hafa til hliðsjónar kerfi ESB um við-
skiptakerfi með losunarheimildir. Ég
vona að öllum sé ljóst að tími gjald-
frjálsrar losunar gróðurhúsaloftteg-
unda í andrúmsloftið er senn liðinn.
Ekki er víst að allir hafi gert sér
grein fyrir að þessi er raunin, að það
er ljóst að ekki síðar en 2013 munu
heimildir Íslands til losunar verða
minni en losunin verður þá að
óbreyttri þróun. Gjaldtaka á los-
unarheimildir er það sem koma skal.
Loftslagsmál í
kappi við tímann
Þórunn Sveinbjarnardóttir
skrifar um losunarheimildir » Stjórnvöld þurfa aðsetja á fót svokall-
aða landsskrifstofu fyrir
loftslagsvæna þróun-
araðstoð
Höfundur er umhverfisráðherra.
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
NÁMS- og starfsráðgjafar starfa
víða í samfélaginu. Einn vettvang-
urinn er í endurhæfingu fólks til
starfa. Verkefnið Atvinna með
stuðningi (AMS) felst í að aðstoða
fólk með skerta vinnugetu við að fá
vinnu á almennum vinnumarkaði.
Þjónustan er einstaklingsbundin og
sniðin að þörfum hvers
og eins. Fólk fær að-
stoð við að finna starf
við hæfi og stuðning á
nýjum vinnustað. Við
starfsval er tekið tillit
til áhuga, hæfni og
þekkingar ein-
staklingsins. Aðstoðin
er mest í byrjun þegar
starfsmaður byrjar í
starfi, en alltaf er hægt
að hafa samband og
leita eftir aðstoð ef á
þarf að halda.
Flestir sem hafa
skerta vinnugetu hafa
áhyggjur af því að geta
ekki skilað vinnu-
framlagi á við aðra. Þá
er gott að fá aðlög-
unartíma og geta svo
bætt smátt og smátt
við sig verkefnum eftir
því sem úthaldið vex.
Þegar fólk er farið að
vinna kemur yfirleitt í
ljós að það getur miklu
meira en það hélt í
upphafi. Það er gaman
að sjá breytinguna hjá
fólki eftir að það byrj-
ar í vinnu, sjálfstraustið eykst og það
blómstrar í starfi.
Samkvæmt nýjum lögum um
vinnumarkaðsaðgerðir frá 2006 á
starfsemi AMS að flytjast til Vinnu-
málastofnunar, en starfsemin er nú
eitt af verkefnum Fjölskyldudeildar
Akureyrarbæjar. Síðastliðin tíu ár
hefur Akureyrarbær annast málefni
fatlaðra, samkvæmt málefnasamn-
ingi við ríkið. Á þessu tíu ára tímabili
hefur náðst góður árangur í þverfag-
legri vinnu og samþættingu verkefna
samkvæmt félagsþjónustulögum og
lögum um málefni fatlaðra. Mark-
miðið er að allir fái þjónustu við hæfi
og aðstoð til sjálfshjálpar, sama
hvaða lögum málið tilheyrir. Vonandi
getur reynsla okkar hjá Akureyr-
arbæ nýst í þeim breytingum sem
framundan eru á tryggingakerfinu.
Samkvæmt skýrslu nefndar á veg-
um forsætisráðuneytisins, sem út
kom 5. mars 2007, eru
stjórnvöld nú að und-
irbúa breytingar á ör-
orkumati og endurhæf-
ingu. Markmiðið verður
að fólk komist sem fyrst
út á vinnumarkaðinn
aftur. Endurhæfing
þarf að hefjast eins
fljótt og unnt er. Þjón-
ustan þarf að vera sam-
felld og einstaklings-
miðuð, með eftirfylgni
eftir að út í atvinnulífið
er komið. Samfara þess-
um breytingum á ör-
orkumati og endurhæf-
ingu verður þörf á
aukinni þverfaglegri
vinnu félags- og heil-
brigðisstétta og náms-
og starfsráðgjafar
koma til með að gegna
þar mikilvægu hlut-
verki.
Það er óskandi að
þessar fyrirhuguðu
breytingar á trygg-
ingakerfinu verði til
þess að gera kerfið ein-
faldara og skilvirkara
og færa það til nú-
tímans. Horft verði á sjálfstæði
hvers einstaklings og þörf hans fyrir
tekjur ekki metin eftir því hvort
hann býr einn eða með öðrum full-
orðnum. Vonandi berum við gæfu til
að skapa samfélag þar sem samhjálp
og sveigjanleiki ríkir bæði á vinnu-
markaði og annars staðar þar sem
allir hafa ávinning.
Tækifæri til starfa
Hulda Steingrímsdóttir skrifar
um gildi endurhæfingar
» Það er ósk-andi að þess-
ar fyrirhuguðu
breytingar á
tryggingakerf-
inu verði til þess
að gera kerfið
einfaldara og
skilvirkara og
færa það til nú-
tímans.
Höfundur er náms- og starfsráðgjafi í
Atvinnu með stuðningi.
Hulda Steingrímsdóttir