Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Beyging sagnorða
Sumir menn eru jafnari enaðrir og sum sagnorð eruvandbeygðari en önnur.Sögnin að heyja (heyjaði,
heyjað) ‘afla heys’ er regluleg í
beygingu og veldur engum vand-
kvæðum. Sögnin að heyja (háði,
háð) ‘framkvæma/gera eitthvað’
er hins vegar óregluleg í beygingu
[ég hey, þú heyrð, hann/hún heyr;
lh.þt.kk.et. háður]. Hún tilheyrir
fáliðuðum flokki sagnorða og er
einkum notuð í föstum orðasam-
böndum, t.d.: heyja styrjöld/stríð/
einvígi; hann/hún hefur marga
hildi háð; hann/hún heyr baráttu
sína (fyrir einhverju) í kyrrþey og
valdabaráttan var háð fyrir opnum
tjöldum. Þessum tveim sögnum
má ekki rugla saman eins og gert
er í eftirfarandi dæmi: Þar [í
tölvuleik] stjórnar maður dreka
sem svífur um loftin blá og heyjar
[þ.e. heyr] orrustu við aðrar her-
sveitir dreka (13.8.07).
Beyging sumra sagnorða er að
því leyti óregluleg að á skiptast
sterkar og veikar myndir eftir
þeim reglum sem málnotendur
hafa komið sér saman um. Sögnin
að þvo beygist jafnan svo: þvo (ég
þvæ), þvoði, þvegið, þ.e. mynd-
irnar þvæ og þvegið eru ‘sterkar’
en þvoði hins vegar ‘veik’. Sterku
myndunum þó (þt.et.) og þógum
bregður örsjaldan fyrir en þær má
telja úreltar. Veika myndin þvoð
er kunn úr talmáli en ekki styðst
hún við málvenju. Eftirfarandi
dæmi er því ekki til fyrirmyndar:
Hlýtur að hafa þvoð [þ.e. þvegið]
sér um hendurnar (12.9.07).
Allur pakkinn
Það eru gömul sannindi og ný
að ekki verður deilt um smekk
manna, það sem sumum finnst
fullboðlegt þykir öðrum ekki til
fyrirmyndar. Eitt tískuorðanna í
íslensku nútímamáli er pakki,
einkum í orðasambandinu allur
pakkinn, t.d.: einfaldast að hafa
þetta með sama hætti og hjóna-
vígslu gagnkynhneigðra; að fólk
geti fengið allan pakkann á einum
stað (22.8.07). Hér er á ferðinni
nýmæli, myndað að enskri fyrir-
mynd (full package deal), sbr. enn
fremur nafnorðið pakkaferð
(package tour). Í sjálfu sér er ekk-
ert rangt við að nota orðasam-
bandið allur pakkinn en umsjón-
armanni þykir það ofnotað og alls
ekki svo rismikið að ástæða sé til
að gera það að kjörorði sínu eins
og Síminn gerir.
Súr vínber
Í dæmisögum Esóps segir frá
því er refur sem gat ekki náð vín-
berjum fullyrti að þau væru hvort
eð er súr. Litlum sögum fer hins
vegar af súrum eplum að því er
umsjónarmaður best veit, þó að
ógleymdu tökuorðatiltækinu bíta í
það súra epli. En lengi er von á
einum: Það er eins og eplin séu
súr þegar kemur að því að segja
frá veðrinu þar [á Inn-Héraði] (9.
9.07).
Hellingur
Nafnorðið hellingur í merking-
unni ‘eitthvað mikið’ er ekki gam-
alt í íslensku, elstu dæmi um það í
seðlasafni Orðabókar Háskólans
eru frá miðri 20. öld, t.d. eiga hell-
ing af peningum; hellings fiskirí
og eitthvað kostar heilan helling.
Umsjónar-
maður veit ekki
hvar rætur
þessa nýmælis
liggja, kannski
er það sjálfs-
prottið á akri
tungunnar, en
vísunin er aug-
ljós. Hellingur
merkir upp-
haflega ‘það
sem hellt er’ en
fær síðan
merkinguna
‘hellidemba’ og sú merking virðist
liggja til grundvallar merkingunni
‘mikið magn; eitthvað mikið’.
Notkun orðsins er einkum bundin
við talmál og mál líðandi stundar,
t.d.: Þetta féll ekki með okkur í
dag og mér finnst við sem lið eiga
helling inni miðað við það sem við
sýndum í þessum leik (14.9.07);
Það er hellings svigrúm til mót-
vægisaðgerða (13.9.07); þetta
[stuðningur áhorfenda] hjálpaði
alveg helling (3.9.07); Við höfum
ágætis skyttur sem hafa veitt hell-
ing [af tófum] (16.7.07) og síðan er
hellingur af stelpum sem verða
tilbúnar fljótlega (20.12.06).
Fallstjórn
Talsverður munur er á því hve-
nær eitthvað gerist og fyrir hve
löngu eitthvað gerðist. Umsjónar-
manni til nokkurrar furðu er
þessu tvennu stundum ruglað
saman í nútímamáli, t.d.: Kvöldinu
áður [þ.e. kvöldið áður] hafði lagst
inn með óstöðvandi blæðandi
magasár ungur stúdent (29.8.07).
Svipuðu máli gegnir um aukafalls-
liði sem vísa til fjarlægðar, t.d.: Ís-
lenska landsliðið flutti sig um set í
gær og er komið í rólegan sveita-
bæ tæpum 100 kílómetrum [þ.e.
tæpa 100 kílómetra] frá Dortmund
(24.1.07) og stóð tíu metrum [þ.e.
tíu metra] frá skottertu sem
sprakk (7.1.07).
Klúður
Alkunna er að orð krefjast rétts
samhengis en alloft vill verða mis-
brestur á að þess sé gætt, t.d.:
Mér er til efs að það [lokun vín-
búðar í Austurstræti] lagi ofbeld-
isverk að næturlagi (22.8.07) og
Evrópusambandið segir viðbrögð
sambandslanda þau stærstu síðan
sérstakt kerfi … (27.8.07). Í fyrra
dæminu er að finna orðasamband-
ið laga ofbeldisverk en ekki er
venja að laga það sem neikvætt er.
Hér mætti tala um að draga úr
ofbeldisverkum. Í síðara dæminu
er rætt um stór viðbrögð en venja
er að tala um mikil viðbrögð. Af
svipuðum toga er notkun lo. yfir-
vofandi. Það mun upphaflega vísa
til reiði (hefndar) Guðs sem vofir
yfir mönnum og því er skiljanlegt
að vísunin sé jafnan neikvæð. Út
af því er þó brugðið í eftirfarandi
dæmi: minnti Svavar á [í nóv.
1995] að fimmtíu ára afmæli SÞ
væri yfirvofandi (5.9.07).
Í sumum tilvikum veldur klúður
því að setningar verða nánast
óskiljanlegar, í fyrstu atrennu að
minnsta kosti. Dæmi um það er
eftirfarandi: Niðurstöðurnar leiða
í ljós grundvallarmun á þeim eldri
og yngri á vitrænu klukkuverki í
garði kímnigáfunnar (17.7.07), þ.e.
‘hækkandi aldur dregur úr kímni-
gáfu’. Umsjónarmaður er naumast
búinn ‘vitrænu klukkuverki’ til að
skilja þetta en merkingin virðist
vera ‘eldri menn gera meiri kröfur
um vitrænt gildi kímnigáfu en þeir
yngri.’
Úr handraðanum
Ritháttur sumra orða í íslensku
er allnokkuð á reiki. Eitt þeirra er
lo. ýtarlegur eða ítarlegur og sam-
svarandi atviksorð. Í fornu máli
merkir ítur ávallt ‘fagur’, t.d.: ítur
postuli, og sömu merkingar er
ítarlegur, t.d.: ítarlegur konungur;
ítarleg klæði; klæðast ítarlega og
vera búinn ítarlega. Frá fyrri
hluta 16. aldar eru kunn dæmi í ís-
lensku um ao. ítarlega í merking-
unni ‘rækilega’. Trúlega er sú
merking fengin úr dönsku [yderlig
‘rækilegur’, lo., af yder-, skylt ísl.
út og utar]. Á 17. og 18. öld. er oft
ritað ýtarlega. Í nútímamáli rita
þó sumir ítarlegur þegar lo. merk-
ir ‘rækilegur’ enda þótt hið forn-
íslenska orð hafi aldrei haft þá
merkingu. Forsenda þess að lo.
ítarlegur (með í en ekki ý) fær
merkinguna ‘rækilegur’ er sú að
þessu orði hefur slegið saman við
tökuorðið ýtarlegur (‘rækilegur’)
enda féllu í og ý saman í fram-
burði. Þeir sem kjósa að skrifa
ítarlegur í merkingunni ‘rækileg-
ur’ líta væntanlega svo á að um
merkingarbreytingu (tökumerk-
ingu) sé að ræða, merkingin sé
fengin úr dönsku yderlig.
Umsjónarmaður hefur vanist
því að skrifa ýtarlegur ‘rækilegur’
enda gerir hann ráð fyrir að hér sé
tökuorð úr dönsku á ferð. Honum
virðist merking styðja þá afstöðu.
Beyging sumra
sagnorða er að
því leyti óreglu-
leg að á
skiptast sterk-
ar og veikar
myndir eftir
þeim reglum
sem málnot-
endur hafa
komið sér
saman um.
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
113. þáttur
✝ Sigurður Guð-mundsson fædd-
ist í Súluholti 4.
febrúar 1924. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
8. október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur
Helgason, f. 31.
ágúst 1883, d. 28.
október 1970, og
Vilborg Jónsdóttir,
f. 20. apríl 1895, d.
13. apríl 1981.
Systkini Sigurðar
eru Helga, f. 25. júní 1922, Ingi-
björg, f. 31. janúar 1926, Kristín,
f. 21. mars 1927, og Helgi, f. 14.
nóvember 1929.
Sigurður kvæntist 1952 Guð-
rúnu Hjörleifsdóttur, f. 30. apríl
1931. Börn þeirra
eru: a) Vilborg, f.
23. febrúar 1952, d.
3. júní 1953. b)
Helgi, f. 1953,
kvæntur Hafdísi
Örvar, þau eiga
fjögur börn. c) Hjör-
dís Inga, f. 1955,
gift Guðjóni Guð-
varðarsyni, þau
eiga þrjú börn og
eitt barnabarn. d)
Sigrún, f. 1957,
sambýlismaður Jón-
as Haraldsson, þau
eiga fjögur börn og eitt barna-
barn. e) Guðmundur Valur, f.
1962.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Hraungerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Látinn er frændi minn Sigurður
Guðmundsson, bóndi í Súluholti. Ég
vil minnast hans hér með fáum orð-
um.
Skyldleiki okkar var svo náinn að
feður okkar voru bræður og mæður
okkar systur. Við vorum því systk-
inasynir í báðar ættir, og er sá skyld-
leiki ekki minni en hálfbræðra. Sig-
urður var alla sína starfsævi bóndi í
Súluholti og fórst það vel úr hendi.
Jörðina má kalla ættarsetur því þar
bjuggu á undan honum faðir hans
Guðmundur Helgason og afi Helgi
Guðmundsson frá 1880 og nú býr í
Súluholti sonur hans Helgi Sigurðs-
son.
Sigurður hafði sterkan áhuga á
fræðistörfum, fóru þar áhugasvið
okkar saman og var afar fræðandi að
ræða þessi efni við hann. Fer hér sem
oftar að nú við leiðarlok er þess sakn-
að að hafa ekki notað tímann betur til
að fræðast af honum meðan ævisól
okkar beggja var á lofti. Ættfræðin
er að mörgu móðir sagnageymdar.
Það sá Sigurður glöggt og rækti hana
vel og var mjög fróður um þá ætt-
stofna sem að honum stóðu. Fór þá
sem oftar að í ættfræðinni fylgja
Sigurður
Guðmundsson
✝ Kristín Egg-ertsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 4.
ágúst 1952. Hún
lést á sjúkrahúsinu
í Vestmannaeyjum
10. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar eru Eggert
Sveinsson, f. 24.
des. 1906, d. 19.
febr. 1994, og Mars-
elína Kristinsdóttir,
f. 19. okt. 1929. Al-
systkini Kristínar
eru Eggert, f. 3.
ágúst 1950; Ómar, f. 7. sept. 1951,
og Sveinn, f. 10. des. 1954, d. 17.
ágúst 2005. Hálfsystkini hennar
samfeðra eru Halldór, f. 12. febr.
1931; Sigurður, f. 9. jan. 1933;
Guðný, f. 2. júní 1934; Salóme, f.
4. sept. 1935; Sveindís, f. 28. júní
1940, og Ásgeir, f. 31. ágúst 1943.
Kristín giftist 23. sept. 1971
Jósúa Steinari Óskarssyni, vél-
virkja í Vestmannaeyjum, f. 4.
okt. 1952. Foreldrar hans voru
Óskar Jósúason, trésmiður í
Vestmannaeyjum, f. 22. okt.
1915, d. 10. ágúst 1987, og Jós-
ebína Grímsdóttir, húsfrú á sama
stað, f. 25. nóv. 1921, d. 28. nóv.
1993. Börn Kristínar og Jósúa
Steinars eru: 1) Steinunn Ásta
leikskólakennari, f. 23. nóv. 1971,
gift Ásmundi Krist-
bergi Örnólfssyni
leikskólakennara, f.
20. maí 1968. Börn
þeirra eru Ragn-
heiður, f. 27. jan.
2001, og Nikulás, f.
12. júní 2005. 2)
Óskar kennari, f.
10. maí 1979, í sam-
búð með Guðbjörgu
Guðmannsdóttur
kennara og at-
vinnukonu í hand-
knattleik, f. 15. maí
1980.
Kristín ólst upp í Langholts-
hverfinu í Reykjavík. Eftir gagn-
fræðapróf stundaði hún nám einn
vetur við Húsmæðraskólann á
Laugum og eftir það fluttist hún
til Vestmannaeyja. Þar starfaði
hún meðal annars á Hressing-
arskálanum við afgreiðslustörf, í
Fiskiðjunni, rak dagvistun fyrir
Vestmannaeyjabæ og fyrir Að-
ventistasöfnuðinn. Lengst af
starfaði Kristín hjá Ráðhúsi Vest-
mannaeyja sem aðstoðarmaður
aðalbókara. Síðustu árin var hún
þjónustufulltrúi hjá Sparisjóði
Vestmannaeyja.
Útför Kristínar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Elsku mamma. Það eru þakkir,
hlýja og gleði sem eru efst í huga
mínum þegar ég hugsa um þig.
Þakkir af því að þú kenndir og leið-
beindir mér svo vel í lífinu. Hlýja
vegna ástar þinnar, þar sem þú
verndaðir mig og vildir allt fyrir mig
gera. Gleði vegna þess að ég tel mig
vera svo heppinn að hafa fengið að
kynnast þinni frábæru persónu og
hafa átt vináttu þína. Þú miðlaðir
þinni ótrúlegu reynslu til mín sem
kenndi mér hvernig ég gæti horft á
lífið. Horft á það með hlýju, gleði og
þakklæti.
Brostu út í heiminn og hann brosir
á móti, hafðu gaman af og njóttu lífs-
ins. Komdu fram við aðra líkt og þú
vilt að aðrir komi fram við þig. Þetta
voru allt atriði sem þú kenndir mér
og lifðir eftir sjálf. Þú vart svo sann-
arlega fyrirmyndin mín í lífinu. Hetj-
an mín. Það er ekkert sjálfgefið í líf-
inu, varstu vön að segja og maður
þarf að vera þakklátur fyrir svo
margt. Ég er svo þakklátur fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og að eiga
þig sem mömmu.
Ég elska þig, mamma.
Þinn sonur,
Óskar Jósúason.
Elsku Kristín mín, það er erfitt að
koma orðum að því hversu mikið mér
þykir vænt um þig og hversu mikið
ég á eftir að sakna þín. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Þú
bauðst mig svo velkomna inn í fjöl-
skylduna þína að mér finnst eins og
ég hafi alltaf verið hluti af ykkur.
Frá því að við hittumst fyrst hefur
þú verið mér eins og verndarengill
sem hefur leiðbeint mér í gegnum líf-
ið. Þú varst alltaf svo stolt af mér og
veittir mér óendanlegan stuðning í
öllu sem ég tók mér fyrir hendur.
Þessi styrkur og stuðningur þinn
Kristín Eggertsdóttir
UMRÆÐAN
Gullsmárinn
Það var spilað á 12 borðum í Gull-
smáranum sl. fimmtudag. Úrslitin í
N/S:
Sigtryggur Ellertss. - Guðm.Pálsson 200
Sturlaugur Eyjólfss - .Jón Jóhannss. 200
Elís Kristjánsson - Páll Ólason 186
Dóra Friðleifsd. - Heiður Gestsd. 174
A/V
Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjörnss. 193
Björn Björnsson - Haukur Guðmundss. 182
Steindór Árnason - Einar Markússon 182
Gróa Þorgeirsd. - Kristin Óskarsdóttir 178
Minnt er á sveitakeppnina sem
hefst fimmtudaginn 1. nóvember nk.
Bridsfélag Hreyfils
Hafinn er þriggja kvölda tvímenn-
ingur. Staðan eftir fyrsta kvöld:
Birgir Sigurðarson – Sigurður Ólafss. 108
Eiður Gunnlaugss. – Jón Egilsson 103
Magni Ólafsson – Randver Steinss. 99
Sigurrós Gissurard. – Helgi Geir 92
Keppnin heldur áfram nk. mánu-
dagskvöld. Spilað er í Hreyfilshús-
inu og hefst spilamennskan kl. 19.30.
Brids í Borgarfirði
Mánudaginn 15. október var enn
spilaður tvímenningur hjá Brids-
félagi Borgarfjarðar. Spilað var á 9
borðum. Sveinn á Vatnshömrum sá
fram á að hann yrði makkerslaus
þetta kvöld og boðaði því til fjöl-
skylduveislu. Það gerði honum
mögulegt að plata Guðna bróður
sinn með á bridskvöld og sá átti ekki
í miklum vandræðum með að tryggja
Sveini efsta sætið. Þá mættu Jón í
Björk og Eyjólfur á Hesti frískir til
leiks eftir allt of langt sumarfrí og
tryggðu sér annað sætið með því að
leika sér að Sveinbirni og Lárusi í
síðustu umferð.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
N-S
Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 292
Karvel Karvelsson – Ingimundur Jónss. 253
Guðm. Kristinss. – Ásgeir Ásgeirss. 240
A-V
Sveinn og Guðni Hallgrímssynir 276
Jón Pétursson – Eyjólfur Örnólfss. 263
Jón Á. Guðmss. – Jón H. Einarsson 243
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 18.10.
Spilað var á 10 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S
Bragi Björnss. – Albert Þorsteinss. 266
Magnús Oddss. – Sæmundur Björnss. 255
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánss. 251
Árangur A-V
Ægir Ferdinandss. – Ragnar Björnss. 258
Þröstur Sveinss. – Kristján Jónasson 257
Kristmann Jónss. – Oddur Jónsson 248
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Fréttir
í tölvupósti