Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand BORÐ FYRIR TVO, TAKK! AAAAAAHH! AUGUN Á MÉR!AUGUN Á MÉR ÞAÐ ERSKYRTAN, ER ÞAÐ EKKI? HÆ, HUNDUR FÓLK ÆTTI ALLTAF AÐ KALLA HUNDA EFTIR NAFNI... EKKI ÞAÐ AÐ ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ AÐ ORÐINU „HUNDUR“... MAÐUR VEIT BARA ALDREI HVAÐ FÓLK ER AÐ GEFA Í SKYN MIG LANGAR EKKI AÐ FARA UPP Í SKÓLABÍLINN! MIG LANGAR EKKI AÐ FARA Í SKÓLANN ÉG ER ORÐINN LEIÐUR Á ÞVÍ AÐ VERA ALLTAF SAGT HVAÐ ÉG Á AÐ GERA! ÉG ÞOLI EKKI LÍFIÐ MITT! ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI DÁINN! NEI... ÞAÐ ER ALLS EKKI RÉTT... ÉG VILDI AÐ ALLIR AÐRIR VÆRU DÁNIR VEISTU HVER MUNURINN ER Á VENJULEGUM HUNDI OG VÍKINGAHUNDI? NEI, HVAÐ? VÍKINGAHUNDUR BIÐUR EKKI UM MAT NEI, REYNDAR ER ÉG HUNDUR MANNSINS HENNAR ÚR FYRRA HJÓNABANDI HVAÐ ER AÐ GERAST? INTERNETTENGINGIN MÍN ER DOTTIN ÚT ÉG GERÐI EKKI NEITT, ÉG BREYTTI EKKI NEINUM STILLINGUM HÚN BARA HVARF ÉG ER EKKERT SÉRSTAKLEGA GÓÐ Í ÞESSUM TÖLVUMÁLUM. ÉG ÆTTI AÐ TALA VIÐ EIN- HVERN SEM VEIT MEIRA LALLI! Æ, NEI. ÞAÐ HEFUR EITTHVAÐ KOMIÐ FYRIR TÖLVUNA EF ÉG ÆTLA AÐ TAKA MYNDIR AF KÓNGULÓARMANNINUM TIL AÐ SELJA Í BLAÐIÐ... GET ÉG EKKI LEYFT HVAÐA KJÁNA SEM ER Í L.A. AÐ TAKA MYND AF MÉR ÞAÐ ER BARA EITT AÐ GERA Í STÖÐUNNI HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA? STOPP! HANN ER AÐ KOMAST UNDAN dagbók|velvakandi Mjólk, brauð og bjór SEM óvirkur alkóhólisti til nokkurra ára þá hryllir mig við þeirri tilhugsun að sá dagur muni renna upp að áfengi verði selt annars staðar en í áfeng- isverslunum. Meira aðgengi þýðir einfaldlega meiri neysla. Fyrir þá sem eiga þegar í vanda með áfeng- isneyslu sína er sala í matvöru- verslunum ávísun upp á dagdrykkju. Drykkja margra sem ekki eiga við áfengisvanda að stríða mun einnig aukast sem getur leitt til alkóhólisma síðar meir. Á því er enginn vafi í mín- um huga. Í dag get ég gengið framhjá áfengisbúðinni í Kringlunni án þess að það trufli mig og minn einlæga ásetning um að vera edrú það sem eftir er ævinnar. En á fyrsta ári edrú- mennskunnar forðaðist ég að koma nálægt áfengisverslunum. Það er staðreynd að það eitt að hafa áfengi fyrir augunum getur hæglega truflað alkóhólista sem er stutt kominn á batavegi og leitt til falls. Hugsið ykk- ur kókaínfíkil á batavegi sem þyrfti að hafa hvítt kókaínfjall fyrir aug- unum á hverjum degi! Sala á áfengi í matvöruverslunum yrði eitt mesta stórslys Íslandssögunnar fyrr og síð- ar. Áfengi eitrar hugi, líkama, fjöl- skyldur, vini og lífið allt. Hafa þeir þingmenn sem styðja frumvarpið um sölu áfengis í matvöruverslunum virkilega ekki komist í kynni við áfengisvandann innan eigin fjöl- skyldu eða vinahóps? Sjá þeir ekki fyrir sér mömmuna sem setur bjór- kippu með mjólkinni og brauðinu of- aní innkaupakerruna og sorgmædda barnið sem stendur hjá? Að lokum vil ég þakka AA fyrir að vera til. Án þess mannræktarstarfs sem þar fer fram væri ég ekki að skrifa þessar línur nú, edrú og hamingjusöm. Árni Helgason í Stykkishólmi á einnig hrós skilið fyrir öll sín skrif um áfengisvandann. Þar fer maður sem trúir því að drop- inn holi steininn. Megi svo verða. Þakklát AA-kona. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Einbeitingin skín úr andliti mannsins þegar hann skiptir um peru í ljósa- staur á Tjarnargötunni og réttir ljósið af í leiðinni. Mikilvægt er fyrir gesti og gangandi nú þegar skammdegið leggst yfir landið að hafa góða lýsingu. Morgunblaðið/Frikki Skipt um peru Námsmeyjar HÉR er ljósmynd af skólastúlkum Hússtjórnarskólans sem rekinn var í Iðnó í kringum aldamótin 1900. Ég veit hverjar tvær þessara kvenna eru en leita eftir liðsinni lesenda Morgunblaðsins til að finna nöfnin á þessar ungu blómarósir. Sitjandi frá vinstri: 1)? 2)? 3)? 4) Þórdís Ólafsdóttir, Fellsenda í Dölum 5)? Standandi frá vinstri 1)? 2)? 3) Hólmfríður Gísladóttir, skólastjóri 4)? 5)? 6)? 7)? 8)? Sigríður H. Jörundsdóttir. 5577596/8990489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.