Morgunblaðið - 20.10.2007, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 47
GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Guðmundur Guð-
laugsson eigandi verslunarinnar Við og við og Þorgrímur Þráinsson rithöf-
undur.
Á milli þess sem þeir velta fyrir sér m.a. orðunum „smjörkoppur“ og „út-
skúfa“ botna þeir þennan fyrripart, ortan um hvað gerist ef Ólafur Ragnar
Grímsson býður sig ekki aftur fram til forseta:
Erfitt verður öflugan
eftirmann að finna.
Um síðustu helgi var fyrripart-
urinn þessi:
Teygist upp í himin hátt
heljarmikil súla.
Skúli Magnússon var hlustendum
mjög hugstæður, m.a. Magnúsi Hall-
dórssyni á Hvolsvelli:
Vitað er samt furðu fátt,
hvað fundist hefði Skúla.
Óskar Jónsson í Kópavogi:
Þýtur ljósið beint og blátt
í boruna á Skúla.
Daníel Viðarsson var á öðrum
slóðum:
Leika Vinstri grænir grátt
Gísla Martein fúla.
Marteinn Friðriksson m.a.:
Ætli Jókó eignist brátt
eyjuna hans Skúla?
Ég vil að Bítlar semji sátt
og syngi lög Jóns Múla.
Anna Sigurðardóttir:
Við öðlumst frið úr austurátt
á eyjunni hans Skúla.
Erlendur Hansen á Sauðárkróki:
Fölnar óðum, missir mátt,
minningin um Skúla.
Jónas Frímannsson:
Nú er aftur orðið kátt
í eyjunni hans Skúla.
Orð skulu standa
Lýst eftir forseta
Stöndug Þáttarstjórnandinn Karl
Th. Birgisson ásamt þeim Davíð Þór
Jónssyni og Hlín Agnarsdóttur.
Hlustendur geta sent sína
botna í netfangið ord@ruv.is
eða bréfleiðis til:
Orð skulu standa,
Ríkisútvarpinu,
Efstaleiti 1,
150 Reykjavík.