Morgunblaðið - 20.10.2007, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 20.10.2007, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EIN af helstu sveitum hinnar upp- runalegu dauðarokksbylgju var Kópavogssveitin Strigaskór nr. 42, en árið 1994 gaf sveitin út sína einu breiðskífu til þessa, Blót, eitt mesta þrekvirki íslenskrar rokksögu. Sveitin lagðist svo af skömmu eftir það. „Við settum bandið svo aftur í gang árið 2001,“ segir Ari Þorgeir Steinarsson trymbill en aðrir með- limir eru sem fyrr Hlynar Aðils Vilmarsson (gítar, söngur), Kjartan Róbertsson (bassi) og Gunnar Reynir Valþórsson (gítar). „Þá höfðum við háar hugmyndir um aukna starfsemi en ekkert varð úr því þá. Börn fóru að fæðast í stríð- um straumum og menn voru upp- teknir við annað. Fyrr á þessu ári fórum við svo að æfa aftur og for- sendur eru allt aðrar nú. Þetta er alveg hrikalega gaman og maður er endurfæddur, nú man ég af hverju maður byrjaði í tónlist á sínum tíma. Þetta er líka svo þægilegt, það er engin pressa, við erum bara að gera þetta af því að við njótum þess að spila og ef einhver getur ekki mætt á æfingu þá er henni bara sleppt. En það hefur reyndar aldrei gerst!“ Ari segir að þeir hafi byrjað á því að æfa upp efni sem þeir sömdu fyrir leikritið Baal, sem Herranótt MR setti upp árið 1995. „Svo hafa ný lög verið að bætast í sarpinn og plata er klár. Það á bara eftir að hljóðblanda hana. Hún kemur vonandi út í febrúar á næsta ári.“ Blaðamaður hefur orðið var við allnokkra spennu vegna vænt- anlegra tónleika og Ari hefur sömu- leiðis orðið þess áskynja. „Maður er eiginlega farinn að stressast dálítið upp vegna þessa en ég held að það sé bara af hinu góða. Það heldur manni á tánum.“ Stórir strigaskór Hin goðsagnakennda dauðarokkssveit Strigaskór nr. 42 snýr aftur á Airwaves Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rokkfeður Kjartan, Ari, Hlynur og Gunnar eru Strigaskór nr. 42. www.myspace.com/striga- skornr42 www.icelandairwaves.is „ÉG ætla að hefja kvöldið á að sjá hann Bob Justman á Nasa kl. 20. Hann verður væntanlega voða hress með fullskipaða hljómsveit með sér og svona. Svo þeytist ég líklega á tónleika Hjaltalín í Lista- safninu sem byrja kl. 21.30. Þaðan hleyp ég svo yfir á Organ kl. 22 að sjá Strigaskóna nr. 42 en svo er stefnan að þjóta yfir á Iðnó og ná í skottið á Seabear sem byrjar kl. 22.15. Eftir það fer ég á Grand Rokk að hlusta á Heiðu vinkonu í Hellvar en þar á eftir fer ég líklega að sjá brasilísku partíkrakkana í Bonde do Role. Nú, svo fer ég að öllum líkindum aftur á Nasa að sjá upphrópunarmerkin þrjú og síðan á Gaukinn aftur á FM Belfast. Ætli ég endi svo ekki kvöldið á íslensku pönki með tónleikum Morðingjanna sem byrja klukkan tvö og held svo örþreyttur heim að þeim loknum – en sem betur fer ekki angandi af tóbaki.“ – Dr. Gunni tónlistarmaður og pistlahöfundur. Hvað ætlar þú að sjá? Morgunblaðið/Kristinn Doktorinn Gunnar Lárus Hjálm- arsson á viðburðaríkt Airwaves- kvöld fyrir höndum. SÍ ÐU ST U SÝ N. Verð aðeins300 kr. - Kauptu bíómiðann á netinu - Heartbreak Kid kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Heartbreak Kid kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Resident Evil kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Good Luck Chuck kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Superbad kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 1:30 - 4 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 2 The Simpsons m/ísl. tali kl. 1:30 (Síðustu sýn) 300 kr. Heartbreak Kid kl. 4 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 6 - 8 B.i. 14 ára The Kingdom kl. 6 - 10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 4 Sími 564 0000Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Resident Evil kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára 4 Months Enskur texti kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára The Edge of Heaven Enskur texti kl. 3 - 5:40 - 8 B.i. 12 ára Alexandra Enskur texti kl. 3 - 6 B.i. 14 ára Halloween kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Shoot´em Up kl. 10:20 B.i. 14 ára Hairspray kl. 3 * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * DÓMSDAGUR DJÖFULSINS! FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA eee Dóri DNA - DV Ver ð aðeins 600 kr. HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up Bölvun eða blessun ? Sofðu einu sinni hjá Chuck og næsti maður sem þú hittir er ást lífs þíns. Brjálæðislega fyndin mynd!! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST 3 MEISTARAVERK FRUMSÝND eeee - Anna Sveinbjarnardóttir, Morgunblaðiðð eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið - Dóri DNA, DV - J.I.S., FILM.IS - T.S.K., Blaðið - H.J., MBL - LIB, Topp5.is KVIKMYND EFTIR ALEXANDR SOKUROV KVIKMYND EFTIR FATIH AKIN Toppmyndin á Íslandi í dag! eee T.V. Kvikmyndir.is eee - J.I.S., Film.is eee - T.S.K., Blaðið Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" Las Vegas er horfin... Jörðin er næst! Þriðji hlutinn í framtíðartryllinum með Millu Jovovich í toppformi! Fór beint á toppinn í USA! Sími 551 9000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.