Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 288. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Lengi lifi leikhúsið! >> 33 Leikhúsin í landinu ERUM VIÐ TRYGGÐ? FÁIR SKOÐA SMÁA LETRIÐ EN Á FERÐALÖGUM ER BETRA AÐ HAFA VAÐIÐ FYRIR NEÐAN SIG >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is MARGAR borgir hafa sýnt því áhuga að halda heimsmeistaraein- vígið í skák næsta haust. Reykjavík bættist í hópinn nýverið en ljóst er að við ramman reip verður að draga því aðrir eru komnir mun lengra í undirbúningsferlinu. Raunhæfur möguleiki er fyrir hendi en þó vara kunnugir við of mikilli bjartsýni. Skákmeistararnir tveir ráða ekki keppnisstaðnum en gera má ráð fyr- ir því að þeir hafi eitthvað um það að segja hvar verður teflt. Það eru góð- ar fréttir því Morgunblaðinu er sagt að báðir, Indverjinn Vishwanathan Anand og Rússinn Vladímír Kram- nik, séu spenntir fyrir því að tefla á Íslandi. Anand, sem er nýbakaður heimsmeistari eftir að hann sigraði Kramnik fyrir skömmu, hefur oft teflt í Reykjavík og er í hópi hinna margfrægu „Íslandsvina“ en Kram- nik hefur enn ekki teflt hér. Fyrstu viðbrögð stjórnenda Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE, við áhuga Íslendinga voru jákvæð og vitað er að margir í skákheiminum líta á Reykjavík sem eina af skákhöf- uðborgum heimsins, eins og það var orðað við blaðamann; ekki síst af sögulegum ástæðum; mikilli skák- hefð, ótrúlegum fjölda íslenskra stórmeistara, alþjóðlega Reykjavík- urmótinu sem orðið er gríðarlega vinsælt, og síðasta en ekki síst vegna „Einvígis aldarinnar“ 1972, þegar Fischer og Spassky mættust. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti fyrir skemmstu að stofna skákakademíu í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Meginmarkmiðið er að efla mjög skákkennslu á meðal ung- menna og draumur borgaryfirvalda er að Reykjavík verði orðin sérstök skákborg árið 2010. Heimsmeistara- einvígi 2008 yrði stórt skref í þá átt. Skákar Ísland öllum? Slegist um heims- meistaraeinvígið FJÖLMENNI kom saman í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ í gær til þess að fagna afmæli Hrafnistu. Heimilisfólk á Hrafn- istu sá um fjölmörg atriði í af- mælinu, en söngatriði, ljóða- upplestur og leikfimi var meðal þess sem á boðstólum var. Meðal atriða var söngur Hrafn- istukórsins undir stjórn Böðvars Guðmundssonar, en meðalaldur kórfélaganna er 88 ár og er elsti félaginn 97 ára. Elsti þátttakandinn í afmæl- ishátíðinni var Leifur Eiríksson en hann varð hundrað ára á sjó- mannadaginn síðasta. Hann, ásamt Ingibjörgu Björnsdóttur, flutti ljóð við góðan orðstír á há- tíðinni. | 8 Morgunblaðið/Ómar Söngur, leikfimi og ljóð Afmælishátíð Hrafnistu fór fram í gær og var elsti þátttakandinn 100 ára Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LJÓST er að björgunarvesti hafa bjargað lífi fimm manns á Fremra- Selvatni í Ísafjarðardjúpi á laugar- dag þegar opnum báti þeirra hvolfdi skyndilega í kjölfar grimmilegrar stormhviðu sem kom eins og hendi væri veifað. Vatnið var ískalt og þurftu allir bátsverjar að bjarga sér í land á sundi, fjórar konur og einn karl. Konurnar komust í land á um 20 mínútum en samferðamaður þeirra var á aðra klukkustund í vatn- inu og var að niðurlotum kominn þegar hann náði landi. Eiginmenn kvennanna, sem voru í sumarbústað við vatnið, veittu manninum fyrstu skyndihjálp með heitu vatni teppi og öðrum neyðarbúnaði. Auður Yngvadóttir, ein kvenn- anna, segir að ferðin hafi byrjað í ágætisveðri en fólkið hafi skroppið út á vatnið til veiða sér til skemmt- unar. „En þegar við vorum komin út á vatnið skall á afspyrnuvont veður,“ segir hún. „Þótt veðrið væri í upphafi stillt lögðum við samt áherslu á að fara í björgunarvesti og gáfum okk- ur góðan tíma í að stilla allar ólar rétt. Ég held að það hafi gert gæfu- muninn því þegar ég var á sundinu hugsaði ég um hvað það hafi verið dýrmætt gefa sér tíma í þetta því maður fann hvað vatnið reif mikið í vestið.“ Bátnum hafði hvolft eftir að alda kaffærði hann að aftan með þeim af- leiðingum allt fólkið lenti á sundi. „Það fór allt á kaf á augnabliki,“ seg- ir Auður. Ein konan í hópnum flækt- ist í reipi úr bátnum en tókst að losa sig með aðstoð félaga síns. „Við syntum strax af stað og náð- um allar landi eftir um 20 mínútna erfitt sund því bæði var vatnið ískalt og blautur klæðnaðurinn þyngdi okkur. Það var ekki öruggt að maður næði landi. Þegar í land kom gátum við ekki staðið í fæturna og hreinlega skriðum áfram í átt að sumarbú- staðnum. Við ákváðum tvær að fara í átt að bústaðnum en sú þriðja varð eftir til að hvetja þá síðustu til að ná landi.“ Gat ekki notað talstöðina Samferðamaður þeirra varð eftir á kilinum á bátnum úti á vatninu og hugðist láta reyna á að hann ræki undan vindinum í rétta átt en gafst upp á því um síðir og synti í land. Auður var með talstöð á sér en tókst ekki að nota hana vegna hand- kulda. Hún reyndi þá að nota stein- völu til að ýta á takka en án árang- urs. Konurnar voru því staddar sambandslausar á landi í allt að tveggja km fjarlægð frá sumarbú- staðnum um klukkan fjögur um dag- inn. Menn þeirra komu til móts við þær og var hringt á Neyðarlínuna á þessum tímapunkti. „Og það mátti ekki seinna vera því þetta var orðið spurning um mínútur,“ segir Auður. „Samferðamaður okkar var þá orð- inn mjög kaldur niðri við vatnsborðið þegar eiginmenn okkar komu til hans.“ Fremra-Selvatn er í Mjóafirði, mjög innarlega í Ísafjarðardjúpi og er mjög kalt, ekki síst á þessum árs- tíma. „Gátum ekki staðið í fæt- urna og hreinlega skriðum“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Hólpin Erfið raun að baki. Guðrún Karlsdóttir, Hrafnhildur Sørensen, Auður Yngvadóttir, Barði Önundarson og Elfa Jóhannsdóttir.                                                ! !  "# $ "#  %&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.