Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hreyfðu tærnar vel góði. Höfðinginn er með bráða ofnæmi fyrir viðbrenndri kjötsúpu. VEÐUR Það var skynsamleg ákvörðun hjáBirni Inga Hrafnssyni, borg- arfulltrúa Framsóknarflokksins, að endurskoða afstöðu sína til setu í stýrihópi borg- arstjórnar.     Seta hans þarhefur verið þyrnir í augum Svandísar Svav- arsdóttur og Mar- grétar Sverr- isdóttur.     Hins vegar er ljóst að Samfylk-ingin hefur ekki haft áhyggjur af málinu enda er afstaða þess flokks til málefna Orkuveitunnar og Reykjavík Energy Invest allt önnur en Vinstri grænna og Frjálslyndra og óháðra.     Össur Skarphéðinsson iðn-aðarráðherra lýsti málinu í við- tali við fréttastofu RÚV um helgina á þann veg að um væri að ræða „æs- ing“ og „brambolt“.     Frá sjónarhóli iðnaðarráðherra erþað æsingur og brambolt að gera athugasemdir við nýstárlega kaup- réttarsamninga.     Frá sjónarhóli iðnaðarráðherra erþað æsingur og brambolt að gera athugasemdir við að skuldbinda Orkuveitu Reykjavíkur til 20 ára með samningum, sem hljóta að telj- ast einstæðir.     Í ljósi þessarar afstöðu ÖssurarSkarphéðinssonar er ekki við því að búast að Samfylkingin hafi haft nokkuð við setu Björns Inga í stýri- hópnum að athuga.     Hverra hagsmuna er Samfylkinginannars að gæta í þessu máli?     Alla vega ekki almannahagsmuna. STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Skynsamleg ákvörðun SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (            ! ""   !" "! !" "!  "# !" "!   !" "! $  %   %  :  *$;<                         !      "#!$  *! $$ ; *! &$' (   '     #  )*+ ) =2 =! =2 =! =2 &#( "! , "- . !)"/   <<!-         =        "    %  &$         "'   ( )*    !    &$*    6 2        +    "'    ' "         ! , -  &$*  .   /  01!! $ )22  "!) * $ 3 )  *) , " 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A %  4 %  %  %   % % % %      4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Arnþór Sigurðsson | 21. október 2007 Ekki lengur eingetinn Það var fróðlegt að hlusta á Gunnar í Krossinum og Egil Helgason fara yfir end- urskrifaða Biblíuna. Nú er Jesú Kristur ekki lengur eingetinn eins og í gömlu Biblíunni eins og hingað til hefur verið haldið fram, nú er Jesú bara einkasonur Guðs. Kirkjan er þar með búin að við- urkenna það eftir 2.000 ár að getn- aður hafi farið fram þegar María mey varð ólétt. Meira: addisig.blog.is Kristján Kristjánsson | 21. október Frábærir listamenn Rosalega er að mynd- ast skemmtileg stemn- ing í kringum Airwa- ves. Verður skemmtilegri með hverju árinu. Bæði með gestum sem virð- ist fjölga með hverju ári og Íslend- ingum sem átta sig alltaf betur á því hvað við eigum fjölbreytta, skemmtilega og frábæra listamenn. Þegar dagskráin er skoðuð kemur í ljós hvað við eigum mikið af frábær- um listamönnum. Meira: kiddirokk.blog.is Guðfríður Lilja | 21. október 2007 Bræðrabylta Bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir voru ekkert smáflottir á Atskákmóti Íslands um helgina. Ruddu öll- um úr vegi og munu nú keppa til úrslita í ein- vígi um titilinn. Bjössi sigraði m.a. stórmeistarann Þröst Þórhallsson (ásamt fleirum) og Bragi sigraði m.a. Snorra G. Bergsson (ásamt fl.) sem sigraði aftur margfaldan Ís- landsmeistara og fyrirliða landliðs- ins Hannes Hlífar Stefánsson. Meira: vglilja.blog.is Kolbrún Baldursdóttir | 21. okt. 2007 Kynjamismunur á Alþingi Konur hafa seint legið undir ámæli fyrir að vera þöglar eða eiga al- mennt erfitt með að tjá sig. Mikið frekar hafa þær haft vinninginn hvað mælsku varðar ef marka má niðurstöður a.m.k. sumra sam- anburðarrannsókna á kynjunum. Konur hafa oftar en ekki verið álitn- ar samviskusamari en karlar og hafa jafnvel fengið hærra gildi á kvörðum sem mæla málfarslega hæfni, færni í að tjá sig, t.a.m. að tjá tilfinningar sínar. Vísbendingar eru jafnframt um að konur eigi auðveldara með að ræða vandamál en karlar. Sumar kannanir hafa reyndar sýnt að úr þessum mismun dragi þegar fullorð- insárum er náð. Enn aðrar rann- sóknir kunna að sýna allt aðrar nið- urstöður og því skal varast að fullyrða eða alhæfa nokkuð í þessum efnum. Hverju sætir það þá að á þingi halda konur meira en helmingi færri ræður en karlar? Nú, þegar tæpar þrjár vikur eru liðnar af þingvetri, segir í þingbréfi birtu í Mbl. nú um helgina að á með- an karlar hafa farið 657 sinnum í ræðustól hafa konur einungis farið 153 sinnum. Karlar hafa verið 84% af þingtíma í ræðustóli en konur að- eins 16%. Markmið þessa pistils er í sjálfu sér ekki að reyna að kryfja orsakir þessa mismunar til mergjar. Þó er freistandi að bæta við þær skýringar sem greinarhöfundur þingbréfsins nefnir en þar eru taldar upp ástæður eins og að þingflokkar tefli frekar körlum fram og að málin séu karl- lægari. Ég tek einnig undir með grein- arhöfundi þingbréfsins að ekki sé hægt að kalla konur einar til ábyrgð- ar heldur einnig karlana og síðast en ekki síst samspil kynjanna. Ef litið er til samspils kynjanna á leik- og grunnskólum hafa kennarar æði oft lýst því að drengir geri meiri kröfu um athygli og að þeim sé hlutfalls- lega bæði oftar og meira sinnt en stúlkunum. Þetta gæti allt eins ein- kennt samskipti kynjanna á vinnu- stöðum þegar komið er á fullorð- insár og þar er Alþingi engin undantekning. Meira: kolbrunb.blog.is BLOG.IS BÖRN, fjölskyldur þeirra og starfsfólk frístundaheimilisins Vesturhlíðar skemmtu sér hið besta á Vetrarhátíð sem blásið var til á föstudag. Frístunda- heimilið Vesturhlíð er fyrir börn og unglinga úr Öskjuhlíðarskóla og því sér- sniðið að börnum með fötlun. Á hátíðinni gátu gestir kynnt sér starf heimilis- ins í vinnu- og leiksmiðjum. Margir foreldrar mættu á svæðið ásamt félagsmálaráðherra og öðrum góðum gestum. Diskól og plötusnúður Í öllu húsinu var mikið um að vera og var meðal annars boðið upp á tónlist- arsmiðju, andlitsmálningu og þá var einnig unnið stórt listaverk. Þá var börnunum boðið að klæða sig í búninga og sitja fyrir hjá ljósmyndara og enn- fremur var diskó og plötusnúður með diskóljósum og tilheyrandi. Í tilkynningu vegna hátíðarinnar er bent á að ekki sé aðeins við manneklu og álag að etja á frístundaheimilum, þau séu líka skemmtilegir vinnustaðir. Skemmtu sér vel á vetrarhátíð Vesturhlíðar Gaman Börn í Vesturhlíð klæddu sig í búninga í tilefni dagsins. Töframað- urinn Jón Víðis sýndi líka börnunum og gestum hátíðarinnar listir sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.