Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND ÁHUGI er á stofnun félags fólks af íslensk- um ættum í London, Ontario, og er hug- myndin að félagið verði deild innan Íslensk- kanadíska félagsins í Toronto (ICCT). Hugmyndina má rekja til tónleika Víkings Ólafssonar píanóleikara, og Karenar Ou- zounian sellóleikara, í London í apríl á þessu ári. Þeir tókust mjög vel og þjöppuðu áheyrendum saman um íslenska arfleifð, að sögn Gail Einarson-McCleery, ræðismanns Íslands í Toronto. Fyrir skömmu var haldinn undirbúnings- fundur í London, þar sem Markús Örn Ant- onsson, sendiherra Íslands gagnvart Kan- ada, Gail Einarson-McCleery, og Kara Schuster, forseti ICCT, voru sérstakir gest- ir. Markús Örn hélt erindi og kom inn á mörg sameiginleg málefni Íslands og Kan- ada, svo sem stjórnmálatengsl ríkjanna fyrr og nú, orkumál, fiskveiðar og áherslu Ís- lendinga á að varðveita íslenska tungu. Gail segir að miklar umræður hafi verið í kjölfar erindisins og beint flug Icelandair til To- ronto, sem á að hefjast næsta vor, hafi greinilega haft jákvæð áhrif á viðstadda, sem hafi verið á öllum aldri, allt frá nýfædd- um börnum upp í eldri afa og ömmur. Ardath Finnbogason-Hill og Nancy John- son stóðu fyrir fundinum og eru í forsvari fyrir nýja félagið sem til stendur að stofna. Forkólfar Nancy Johnson, Ardath Finn- bogason-Hill, Markús Örn Antonsson, Kara Schuster og Gail Einarson-McCleery. Vilja stofna fé- lag í London Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÉG hef verið hlynntur kven- réttindabaráttunni og jafnrétti kvenna og reynt að standa við hlið þeirra,“ segir Björn Jóns- son, fyrrverandi sóknarprestur í Keflavík og á Akranesi, sem hef- ur skrifað baráttusögu hug- sjónakonunnar Margrétar J. Benedictsson. Hún flutti rúm- lega tvítug frá Íslandi til Vest- urheims og átti sér þann draum að jafna hlut kvenna og bæta heiminn. Mikil kvenréttindakona Margrét Jónsdóttir fæddist á Hrappsstöðum í Víðidal í Vest- ur-Húnavatnssýslu 1866. Hún var dóttir bónda og vinnukonu hans og hélt ein síns liðs til Vesturheims 1887. Hún settist fyrst að í Garðar í Norður- Dakóta og flutti síðan til Winni- peg þar sem hún gekk að eiga Sigfús Benedikt Benedictsson. Þau bjuggu fyrst í Mikley en síðan lengst af í Winnipeg fyrir utan nokkur ár í Selkirk. Þau skildu og síðar flutti Margrét vestur að strönd með tveimur börnum þeirra. Hjónin voru mjög jafnréttis- sinnuð og fór Margrét víða til að boða hugsjónirnar. Þau stofnuðu prentsmiðjuna Freyju og gáfu út samnefnt kvennatímarit sem hún ritstýrði. Fyrsta blaðið kom út 1898 og var það eina kven- réttindablaðið í Kanada á þess- um tíma, en útgáfunni var hætt 1910. Margrét var talsmaður bind- indis og barðist fyrir kosninga- rétti kvenna. Hún var fyrsti for- maður fyrsta íslenska kvenfrelsis- félagsins í Vesturheimi og var boðið að vera fulltrúi á þingi Kven- réttindasambands Kanada og þingi Alþjóðasambands kvenréttinda- félaga í Torontó 1909, en gat ekki þegið boðið vegna fjárskorts. Kon- ur í íslenskum félögum vestra buðu henni hins vegar á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930 og launuðu henni með því brautryðjenda- starfið. Hún lést 1956, rúmlega ní- ræð að aldri. Úr lægstu tröppu Björn rekur lífshlaup þessarar merku konu í bókinni Fyrsti vest- ur-íslenski femínistinn. Hann segir að í gegnum bóka- og blaðasöfnun sína annars vegar og í gegnum vini í Keflavík hins vegar hafi hann kynnst Margréti J. Benedictsson sérstaklega, „og ég féll hreinlega fyrir henni. Þetta er það merkileg kona. Hún er í lægstu tröppunni, ef svo mætti segja, þegar hún kemur í heiminn, heldur þannig áfram en drífur sig áfram upp. Hún vinnur það stórvirki sem ung vinnukona, nýlega fermd, að halda lífi í lambahópi á harðindaskeiði upp úr 1880, þar sem varð horfellir yfirleitt en lömbin hennar komu vel út. Með heyinu gaf hún lömb- unum fryst, reykt, niðursneitt hrossakjöt og kenndi þeim þannig að éta. Hún varð fyrir hverju áfall- inu á fætur öðru og fannst ekki líf- vænlegt á Íslandi, en frétti að vest- an að þar gæti hún átt möguleika.“ Baráttusaga hugsjónakonu Bók um Margréti J. Benedictsson, fyrsta vestur-íslenska femínistann Morgunblaðið/Steinþór Kynning Séra Björn Jónsson byrjaði að vinna við verkið fyrir um þremur árum og kynnti bók sína á nýafstöðnu þjóðræknisþingi Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Þjóðmenningarhúsinu. Í HNOTSKURN »Barátta Margrétar J.Benedictsson skilaði sér 1916 þegar konur í Kanada fengu kosningarétt í héraði. ÚR VESTURHEIMI Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmi | Þess var minnst á dögunum með samkomu í Stykkishólmi að 160 ár eru liðin frá stofnun Amstbókasafnsins. Amts- bókasafnið er eitt af elstu bókasöfnum landsins sem enn eru starfandi. Bjarni Thorsteinsson amtmaður á Arn- arstapa vildi ekki vera eftirbátur kollega sinna fyrir sunnan og norðan og beitti sér fyrir stofnun bókasafns Vesturamts ásamt Pétri Péturssyni prófasti á Staðastað. Ákveðið var að safnið skyldi hafa aðsetur í Stykkishólmi. Safnið tók formlega til starfa haustið 1847 þegar samþykkt hafði verið reglugerð um hvernig starfsemi þess skyldi hagað. Árni Thorlacius kaupmaður var fenginn til að hýsa safnið og skrá bækurnar. Laga sig að breyttum tíma Eyþór Benediktsson er formaður stjórnar Amtsbókasafnsins. Hann segir að margir mætir menn og konur hafi átt þátt í að safnið óx og dafnaði næstu öldina þótt skin og skúrir hafi skipst á með það hvernig að því var búið. Þegar ömtin voru formlega lögð niður var safnið á forræði sýslunnar og þannig var það allt þar til Stykkishólmsbær tók við safninu fyrir tæpum 20 árum. Amtsbókasafnið á margt gamalla rita. Að sögn Eyþórs er til talsvert af gömlu prenti og pappírshandritum. Hann segir að safnið eigi nokkrar bækur sem prentaðar voru í Hrappsey og á Hólum. Þetta eru bækur frá 18. öld. Þá var safnið prentskilasafn í næst- um því heila öld og þess vegna hefur mikið safnast upp af efni. Þar að auki hefur safnið varðveitt ýmis skjöl sem tengjast Snæfells- nesi og Stykkishólmi, bæði atvinnulífi og fé- lagsstarfsemi. Það er aðkallandi að skrá og flokka þau skjöl og vantar að formlega sé stofnað skjalasafn, en það hefur staðið til lengi Eyþór var spurður að því hvort hlutverk bókasafna hefði ekki minnkað nú þegar hægt væri að afla sér allra upplýsinga með hjálp tölvu. „Ég held ekki. Bókasöfn þurfa að laga sig að breyttum tíma og þörfum fólksins. Í bókasöfnum er ekki lengur bara að finna bækur og tímarit heldur hefur bæst við mynd- og hljóðefni. Aðgangur að tölvum er til staðar og þar er hægt að leita til starfsmanna safnanna til fá hjálp við leit á Netinu. Þegar aðgangur fólks að upplýs- ingum er orðinn eins mikill og raun ber vitni er vandinn fremur að finna réttu upp- lýsingarnar og að velja úr. Þá er gott að geta notið aðstoðar starfsmanna bókasafna.“ Þarf framtíðarhúsnæði Amtbókasafnið í Stykkishólmi flutti í nýtt húsnæði í lok síðasta árs. Eyþór er ánægð- ur með hvernig til tókst. „Aðsókn að safninu hefur aukist mjög á þessu ári. Það voru skiptar skoðanir varðandi flutning safnsins eins og við var að búast. Þótt hér hafi verið búið mjög vel að safn- inu í mörgu tilliti, t.d. með björtum og rúm- góðum sal og staðsetningu sem mér heyrist flestir vera mjög ánægðir með, þá er ljóst að þetta húsnæði eitt og sér fullnægir ekki þeim kröfum sem við gerum til nútíma- bókasafna. Það er því ósk mín að það dragist ekki lengi að komast að niðurstöðu um hvernig húsnæðismál safnsins verða leyst þannig að það geti á sem bestan hátt sinnt bæði upp- haflegum tilgangi sínum og þeim kröfum sem kynslóðir framtíðarinnar gera til þess,“ segir Eyþór Bendiktsson. Talsvert af gömlu prenti í bókasafninu Amtsbókasafn í Stykkishólmi í 160 ár Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Safnafólk Þau halda utan um starfsemi Amtsbókasafnsins, Eyþór Benediktsson, formaður safnanefndar, Ragnheiður Óladóttir forstöðumaður og Mark Deriveau bókavörður. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Upplestur Guðrún Eva Mínervudóttir las upp úr handriti að nýrri bók á afmælissamkomu bókasafnsins. Hún dvelur nú við skriftir í rit- höfundaíbúð Vatnasafnsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.