Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 15 MENNING Kanada og Indland: Sendiráð í þjónustu viðskiptalífsins www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is P IP A R • S ÍA • 72065 Markús Örn Antonsson, sendiherra Íslands í Ottawa, verður til viðtals þriðjudaginn 23. október nk. Auk Kanada er umdæmi sendiráðsins Belís, Bólivía, Ekvador, Hondúras, Kostaríka, Kólumbía, Panama, Perú, Níkaragva, Úrúgvæ og Venesúela. Gunnar Pálsson, sendiherra í Nýju-Delí, verður til viðtals miðvikudaginn 24. október nk. Umdæmislönd sendiráðsins eru: Indland, Bangladess, Indó- nesía, Malasía, Maldíveyjar, Máritíus, Nepal, Seychelleseyjar og Singapúr auk Srí Lanka. Anshul Jain, viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Nýju -Delí, verður auk þess með viðtalstíma 25. og 26. október. Fundirnir eru ætlaðir fyrirtækjum sem vilja ræða viðskipta- möguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmum sendiskrifstofanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Þau fyrirtæki sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvött til að gera það sem fyrst. Gert er ráð fyrir að fundur sendiherra með hverju fyrirtæki standi í hálfa klukkustund, nema annars sé óskað. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir: svanhvit@utflutningsrad.is BRESKI grínistinn og útvarpsmað- urinn Alan Coren er látinn, 69 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Coren var reglulegur þátttakandi í umræðum í útvarpsþætti BBC, The News Quiz, og kom líka fram sem liðsstjórnandi í sjónvarpsþættinum Call My Bluff. Hann ritstýrði Punch-tímaritinu, skrifaði nokkrar bækur og var vel þekktur fyrir dálka sem hann skrif- aði í dagblaðið The Times frá árinu 1989. Coren þótti víðlesinn, mjög fyndinn en um leið hlý persóna. Hann lætur eftir sig konu og tvö uppkomin börn. Alan Co- ren látinn Í DAG heldur ítalski rithöfund- urinn Claudio Magris fyr- irlestur um bók sína, Alla Cieca (Blindly), í Norræna húsinu kl. 17.30. Bókin fjallar að hluta til um Ísland og mun hann gera því sérstaklega skil í fyrirlestr- inum. Hann hefur gengið svo langt að skilgreina bókina sem „íslenska skáldsögu“. Claudio Magris hefur verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels síðustu ár. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í samvinnu við ítalska sendiráðið í Ósló. Fyrirlestur Claudio Magris í Norræna húsinu Claudio Magris LISTASAFN Reykjavíkur hefur gengið til samstarfs við Tríó Reykjavíkur sem mun leika á þrennum tónleikum á Kjarvalsstöðum fram að ára- mótum. Fyrstu tónleikarnir verða á Kjarvalsstöðum í há- deginu í dag kl. 12.15 og standa yfir í um hálftíma. Aðrir tón- leikar Tríósins verða mánu- dagana 19. nóvember og 17. desember. Aðgöngumiðinn er 500 kr. og gildir einnig á sýningar. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Tónleikar Tríó Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum Guðný Guðmundsdóttir EGGERT Pétursson myndlist- armaður fjallar um verk sín á hádegisfyrirlestri Opna Listaháskólans, stofu 024, Laugarnesvegi 91 í Reykjavík, í dag, mánudaginn 22. október, kl. 12.30. Eggert Pétursson er fæddur árið 1956, hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Jan Van Eyck- listaháskólann í Maastrict í Hollandi. Fram til 4. nóvember stendur yfir á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Eggerts. Hann er kunnur fyrir einstök málverk sín af fín- legri og harðgerri náttúru Íslands. Fyrirlestur Eggert Pétursson í Listaháskólanum Eggert Pétursson ing líka sem er verðmæt í sögulegu samhengi. Þau auka líka umræðuna um arkitektúr í samfélaginu,“ segir Sigríður. Nærfærni og virðing Lækningalind Bláa lónsins er sjálfstæð viðbót við Heilsulind Bláa lónsins og rís upp úr úfnu mosa- vöxnu hrauni. Í umsögn dómnefndar um sigurverkið segir: „Með öguðu efnisvali og formi hússins eru dregin fram skörp skil á milli geómetrískra forma byggingarinnar og lífrænna forma náttúrunnar sem vekja sterk hughrif. Sérkennilegt andrúmsloftið endurspeglast í óvæntum samsetn- ingum og frágangi þar sem grænu gleri og dökkri hraunklæðningu er teflt gegn hlýlegum viði. Öll smáat- riði eru leyst á vandaðan hátt sem fellur að yfirbragði heildarinnar.“ Sigríður segir að þeim hafi verið efst í huga við hönnun á Lækn- ingalindinni að meðhöndla umhverf- ið af nærfærni og virðingu. Auk þess að hafa bygginguna í sama anda og Heilsulind Bláa lónsins sem VA Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VERÐLAUNIN hafa mikla þýð- ingu og eru mikilvæg viðurkenning á störfum okkar,“ segir Sigríður Sig- þórsdóttir hjá VA arkitektum sem hlutu Íslensku byggingarlist- arverðlaunin 2007 fyrir Lækn- ingalind Bláa lónsins. Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega at- höfn á Kjarvalsstöðum á laugardag- inn. Samhliða athendingunni var opnuð sýning á þeim tíu verkefnum sem þóttu koma til greina til verð- launanna. Arkitektafélag Íslanda stendur að verðlaununum en Þyrping hf., þró- unarfélag á sviði skipulagsmála og mannvirkjagerðar, er bakhjarl þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt en stefnt er að því að veita þau annað hvert ár. „Það er mjög faglega og veglega að þessum verðlaunum staðið. Það er gefin út bók og haldin sýning, þannig að verðlaunin eru skrásetn- arkitektar teiknuðu líka. „Stór liður í að það takist vel til með verkefni er að það sé metnaður frá hendi þeirra sem fela okkur verkið. Þeir sem fólu okkur Lækn- ingalindina höfðu trú og metnað til að fylgja því eftir.“ Alls var 51 verkefni tilnefnt til byggingarlistarverðlaunanna en miðað var við verkefni á íslenskri grundu; mannvirki, skipulag og rit- verk um íslenska byggingarlist sem lokið hafði verið við frá ársbyrjun 2005 eða síðar. Valnefnd skipuð þremur arkitektum fór yfir tilnefnd verkefni. Valdi nefndin tíu sem þóttu koma til greina og fengu þau við- urkenningu. Þessi verk eru, auk Lækningalindarinnar: Aðalstræti 10, Reykjavík, sambýli fatlaðra við Birkimörk í Hveragerði, innsetning Gjörningaklúbbsins, göngubrýr yfir Hringbraut, skólahús við Háskólann á Akureyri, íbúðarhúsið Hof, Höfð- aströnd, íbúðir við Frakkastíg, íþróttaakademían í Reykjanesbæ og viðbygging Safnasafnsins á Sval- barðseyri. Agað efnisval VA arkitektar hlutu Íslensku byggingarlistarverðlaunin Morgunblaðið/Jón Svavarsson Afhending Albína Thordarson og Oddur Víðisson ásamt Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur, Ingunni Lillendahl og Sigríði Sigþórsdóttur frá VA arkitekt- um, auk Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem afhenti verðlaunin. 29 myndhöggvarar verða þess heiðurs aðnjótandi að verk þeirra verða reist í fullri stærð við ólympíu- leikvanginn þegar leikarnir fara fram í Peking á næsta ári. Samkeppnin um að komast í þennan úrvalshóp hef- ur nú staðið í tvö ár og einn þátttakenda er íslenska myndlistarkonan Gerður Gunnarsdóttir. Gerður á tvö verk í keppninni sem byggja á sömu grunnhugmynd og sýna fólk umlukt hringformum. Þau bera yfirskriftina Til Ólympíuleikanna í friði og sam- stillingu. Hún segist hafa sótt sér innblástur að verk- unum í þær hugsjónir sem Ólympíuleikarnir byggjast á. „Hringurinn er grunnformið í báðum verkunum, en hann er tákn leikanna. Manneskjan er í forgrunni í verkinu, rétt eins og á leikunum,“ segir Gerður. „Mér finnst alltaf Ólympíuleikarnir snúast fyrst og fremst um þátttökuna, mér finnst vera svo mikill friður og kær- leikur yfir þeim. Ég lít á þá sem sameiningartákn fyrir þjóðirnar.“ Löng og ströng keppni Boð um þátttöku voru send út fyrir tveimur árum síðan og alls bárust 2433 tillögur frá 90 þjóðlöndum. Þar af voru 290 valdar til þess að taka þátt í farandsýn- ingu um stærstu borgir Kína. Tvær tillögur Gerðar komust í þennan flokk og voru því útbúnar í þrívídd og sendar á sýninguna. Á ferðalaginu um Kína völdu sýningargestir 110 verk sem komust í næsta áfanga keppninnar, sem fólst í þátttöku í alþjóðlegri farandsýningu. Verk Gerðar voru bæði í þessum hóp og hafa því verið send vítt og breitt um heiminn á þessu ári, en sýningin endar í höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Áhorf- endur fá að gefa álit sitt á verkunum og þau 29 verk sem þeir hrífast mest af verða reist við ólympíu- leikvanginn í Peking. Fjöldi þeirra helgast af því að þetta er í 29. sinn sem Ólympíuleikarnir eru haldnir. Gerður er nýkomin heim frá Barcelona þar sem hún heimsótti sýninguna og segir það hafa verið mikla upp- lifun. „Ég var bara ægilega hrifin, ég hafði mjög gaman af því að sjá þetta. Þarna voru mörg mjög ólík verk og skemmtileg.“ Hún fylgir sjálf hugsjóninni sem var kveikjan að verkinu og segir aðalatriðið að vera með, það sé auka- atriði að vinna. „Það er voðalega gaman að taka þátt í þessu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir listamann frá svona lítilli þjóð, það eru nú 90 lönd í þessari keppni. Mér finnst þetta bara svo skemmtilegt.“ Ólympíuleikar í höggmyndalist Höggmynd Gerður Gunnarsdóttir við verk sín. Íslensk myndlistarkona komin í undanúrslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.