Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 29 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Við- talstími hjúkrunarfræðings kl. 9-11. Boccia kl. 10, fé- lagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 9-16, handavinna kl. 9-12, smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30 og myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, morg- unkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, búta- saumur, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin. Leikfimi kl. 10, myndlistarnámskeið, brids kl. 14. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist í Gull- smára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Ferð til Þorlákshafnar verður föstud. 26. október. Eldri borgarar á staðnum verða heimsóttir. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Skráning í síma 586-8014, eftir hádegi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffi- tár kl. 13.30, línudanskennsla kl. 18, samkvæm- isdans byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20. Nám- skeið í framsögn hefst 23. október, uppl. og skráning á skrifstofu FEB. Árshátíð FEB 2. nóv- ember í sal Ferðafélagsins Mörkinni. Skráning hafin á skrifstofu FEB s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, leið- beinandi við til hádegis, botsía kl. 9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og kl. 13, lomber kl. 13, can- asta kl. 13.15, kaffi til kl. 16, kóræfing kl. 17 og skap- andi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9.05, ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.40, brids og handavinna kl. 13 og félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9- 16.30, m.a. tréútskurður og fjölbreytt handavinna. sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi er spilasalur opinn, kl. 14.20 kóræfing. Miðvikud. 31. okt. er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið, sýning hefst kl. 14 (ath. breyttur tími). Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna og útskurður kl. 9, bænastund kl. 10, hádegismatur kl. 12, myndlist kl. 13, dans kl. 13.30 og kaffi kl. 15. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, kertaskreytingar, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Frjáls spilamennska kl. 13- 16. Hæðargarður 31 | Farið á Ljósmyndasafn Reykja- víkur kl. 13. Müllersæfingar alla þriðjudagsmorgna kl. 9. Ókeypis tölvufræðsla. Línudans. World Class. Bókmenntahópur kynnir sér Ólöfu frá Hlöðum. Skapandi skrif gefa út þriðju ljóðabókina? Sími. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund kl. 10.30, handverks- og bóka- stofa kl.13, kaffiveitingar kl. 14.30, söng- og sam- verustund kl. 15. Laugarból, Íþrhús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 12. Norðurbrún 1 | Vinnustofa í handmennt opin. Smíðastofa opin. Botsía kl. 10. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Brids verður spilað í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, handavinna kl. 9.15-15.30, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.45, kóræfing kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30-12, bók- band kl. 9-13, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, opin handavinnustofa kl. 9-16.30, upplestur kl. 12.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa opið alla daga, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Uppl. um starfið í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi kl. 10, kl. 13 opinn salurinn, leikfimi kl. 13.15 og botsía kl. 14.45. Kirkjustarf Árbæjarkirkja. | Starf með 6-9 ára börnun kl. 15- 16. Starf með 10-12 ára börnum kl. 16-17. Spilað, far- ið í leiki hlustað á biblíusögur, ferðalög og ýmislegt fl. Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með morgunsöng á Dalbraut 27, kl. 9.30. Grafarvogskirkja | TTT fyrir börn 10-12 ára í Graf- arvogskirkju kl. 17-18. TTT fyrir börn 10-12 ára í Húsaskóla kl. 17-18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk kl. 20 í Grafarvgoskirkju. Grensáskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Heimilasambands- fundur kl. 15. Nánari uppl. í s. 896-6891. Hveragerðiskirkja | Mömmumorgnar á þriðjudög- um kl. 10, T T T-starf á fimmtudögum kl. 18-19, ung- lingastarf KFUM/KFUK á fimmtudögum kl. 20- 21.30. Kristniboðsfélag karla | Fundur í Kristniboðs- salnum á Háaleitisbraut 58, 3. hæð, kl. 20, sr. Ragnar Gunnarsson sér um biblíulestur. 80ára afmæli. SigrúnGuðbjörg Björnsdóttir frá Kleppustöðum í Staðardal er áttræð í dag, 22. október. Hún dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja. dagbók Í dag er mánudagur 22. október, 295. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir. (Mk. 3, 35.) Ámorgun, þriðjudag, verðurfluttur fjórði fyrirlesturinn ífyrirlestraröð Sagnfræðinga-félags Íslands, „Hvað er Evr- ópa?“ Að þessu sinni mun Guðmundur Hálf- dánarson, prófessor í sagnfræði við HÍ flytja erindið Hvað er Evrópa – hug- mynd, álfa, ríkjasamband…? „Spurningin „hvað er Evrópa“ er mikið í deiglunni, m.a. í tengslum við stækkun Evrópusambandsins út að jöðrum þess svæðis sem almennt er við- urkennt að teljist til Evrópu,“ segir Guðmundur. „Miklar deilur standa t.d. um hvort samþykkja eigi umsókn Tyrk- lands um aðild að ESB, og færast þá ýmsar skilgreiningar á Evrópu í tal, t.d. að Evrópa sé landfræðilegt hugtak, af- markað af Miðjarðarhafi í suðri og Úral- fjöllum í austri. Einnig eru nefnd sögu- leg rök, um að lönd Evrópu séu með sögulegum böndum sameinuð í ákveðna heild. Trúarleg atriði eru líka til að skil- greina Evrópu, sem og viss Evrópuvit- und, sem varðar sjálfsmynd og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum.“ Guðmundur segir mæri Evrópu engu að síður á reiki: „Í tilviki Tyrklands má nefna að Mið-Austurlönd og íslam hafa leikið mikilvægt hlutverk í evrópskri hugmyndasögu, og í gegnum söguna, t.d. á tímum, Alexanders mikla, Róm- verja og Ottómana hafa mæri Evrópu teygt sig bæði langt austur og suður, og á nýlendutímanum teygðu Evrópuríkin áhrif sín um allan heim,“ útskýrir Guð- mundur. Guðmundur segir mæri Evrópu, þeg- ar allt kemur til alls, manngerð: „Jafnvel hugmyndir um sjálfsvitund og sjálfs- myndir þjóða, sem nefndar eru í þessu samhengi, eru oft mjög breytilegar í gegnum söguna. Í raun eru engin óhagganleg viðmið til sem markað geta mörk Evrópu fyrir okkur, og á endanum erum það við sjálf sem ráðum hvað er Evrópa –og hvað ekki.“ Fyrirlestur þriðjudagsins fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 12.05. Aðgangur er öllum heim- ill og ókeypis. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Sagnfræðingafélags Íslands á slóðinni www.sagnfraedingafelag.net. Sagnfræði | Fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins á þriðjudag kl. 12.05 Hugmynd, álfa, samband?  Guðmundur Hálfdánarson fæddist í Reykja- vík 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1974, BA-prófi 1980 og cand. mag-gráðu 1982 í sagnfræði frá Háskóla Íslands, og doktorsprófi frá Cornell-háskóla 1991. Guðmundur varð lektor við HÍ 1991 og prófessor árið 2000. Hann er einn stjórnenda evrópska rannsókn- arverkefnisins CLIOHRES. Guð- mundur er kvæntur Þórunni Sigurð- ardóttur bókmenntafræðingi og eiga þau einn son. EINBEITINGIN skín af þýska knapanum Hermann Engemann og hesti hans Aboyeur W í keppni í hindrunarstökki á Rolex Fei-heimsbikarnum á hestasýningu í Helsinki um helgina. Engemann og Aboyeur W lentu í þriðja sæti í keppninni. Hindrunarstökk Einbeittir félagar FRÉTTIR UNDIRRITUÐ hefur verið viljayfirlýsing á milli verk- takafyrirtækisins Ístaks og Ungmennafélags Íslands um byggingu á fjölnotahúsi sem Ungmennafélag Íslands mun reisa á Tryggvagötu 13 í Reykjavík. Einnig hefur verið undirrituð viljayfirlýsing við Edduhótelin á Íslandi varðandi rekstur á gistirými sem m.a. er ætlað fjölskyldum. Í fréttatilkynningu segir að húsið verði fjölnotahús þar sem gert sé ráð fyrir fjöl- breyttri íþrótta-, lista- og menningarstarfsemi, gistingu m.a. fyrir fjölskyldufólk og þjónustumiðstöð fyrir ung- mennafélagshreyfinguna á Ís- landi. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun í maí árið 2009. Stærð hússins er um sjö þús- und fermetrar. Það er ungmennafélags- hreyfingunni mikil ánægja og heiður að borgaryfirvöld skyldu hafa treyst hreyfing- unni til að byggja þetta fjöl- notahús á þessum sérstaka stað í miðborg Reykjavíkur. Ný þjónustumiðstöð UMFÍ í byggingu Undirritun Magnea Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Edduhót- elanna, Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, og Loftur Árnason framkvæmdastjóri Ístaks við undirritunina. GUÐRÚN Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri þróunar- sviðs BYKO hefur verið valin heiðursfélagi Stjórnvísi árið 2007. Í rökstuðningi stjórnar fyrir valinu sagði m.a.: Guðrún var formaður Stjórnvísi um tveggja ára skeið, árin 2000–2002. Hún gegndi starfi varaformanns áð- ur en hún varð formaður. Áður hafði Guðrún verið formaður þjónustuhópsins sem blómstr- aði í formennskutíð hennar. Í formennsku Guðrúnar voru umbrotatímar hjá félaginu, þá var m.a. nafni félagsins breytt úr Gæðastjórnunarfélag Ís- lands í Stjórnvísi. Guðrún í fé- lagi við Harald Á. Hjaltason og Jón Frey Jóhannsson bar hit- ann og þungann af uppbygg- ingu og innleiðingu sjálfsmats- líkansins EFQM á Íslandi. Þau áttu m.a. heiðurinn af því að Ís- lensku gæðaverðlaunin væru veitt á grundvelli EFQM. For- veri EFQM bar heitið „Inn- skyggnir“ og átti Guðrún einn- ig stóran þátt í að koma því á framfæri. Guðrún, Haraldur og Jón Freyr þýddu EFQM lík- anið, héldu námskeið um það og leiddu vinnuna við innleið- ingu þess, segir m.a. í frétta- tilkynningu. Heiðursfélagi Stjórnvísi MP-mótið – Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2007 hófst í gær, sunnudaginn 21. október, kl. 14 og stendur til 9. nóvember. Mótið er eitt af aðalmótum vetr- arins í reykvísku skáklífi og er jafn- framt meistaramót TR. Það er ára- tuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti TR. Mótið er flokka- skipt og öllum opið. Teflt verður í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur, í skákhöllinni Faxafeni 12, á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og sunnudög- um kl. 14. Alls verða tefldar níu skákir í hverjum flokki. Í efstu flokkunum verður teflt í lokuðum tíu manna flokkum, en í neðsta flokki verður teflt eftir svissnesku kerfi. Hægt er að tilkynna þátttöku í netfangið taflfelag@taflfelag.is eða í síma 895-5860. Skákstjóri er Ólaf- ur S. Ásgrímsson. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur MISTÖK við vinnslu Morg- unblaðsins urðu til þess að sunnudagshugvekja sr. Sigurðar Ægissonar féll niður í blaðinu í gær. Efni hugvekjunnar var Biblía 21. aldar, en hugvekjan verður birt í blaðinu næsta sunnudag, 28. október. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Birting sunnudagshugvekju féll niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.