Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 17
Það borgar sig að vera meðvit- aður um hvers konar frí er verið að fara í þegar að ferðatrygg- ingamálin eru skoðuð. »18 fjármál |mánudagur|22. 10. 2007| mbl.is daglegtlíf Þegar Gunnar Már Hauksson hélt upp á 70 ára afmæli sitt smalaði hann stórfjölskyldunni saman í Pýreneafjöllum. »18 daglegt Tapað traust að eilífu „Hundurinn á alltaf að fá verðlaun þegar hann hefur gert rétt. Helstu áþreifanlegu verðlaun Lúkasar eru bolti en líka nammi. Svo elskar hann hráa lifur og hjörtu – og hann veit alveg að hann á ekki að bíta neitt sem er kvikt,“ segir Drífa. Drun- urnar úr iðrum hundsins bergmála við Morgunblaðshúsið. „Ég mæli alltaf með því að fólk fari með hundana sína á hvolpa- námskeið. Ég fæ oft svokallaða vandræðahunda; óstýriláta hunda og suma harða hunda sem hafa hót- að fólki. Svo fæ ég líka „venjuleg vandamál“; hunda sem geta ekki verið einir heima eða gelta í bílum eða að ókunnugum, og sumum kenni ég almenna hlýðni, að setjast og hlýða kalli. Það eru til ótrúlegustu vandamál!“ Drífa tekur hundana stundum að sér í nokkurn tíma: „Ég brýt upp allt munstur hjá hundinum og legg honum lífsreglurnar upp á nýtt: Hann á að bíða eftir matnum, ekki að rjúka út þegar dyrnar opn- ast o.s.frv. Svo verð ég nánast dag- legur gestur inni á heimilinu til að hjálpa fólki að taka yfir. Þetta virk- ar mjög vel, sérstaklega þegar hundurinn ber orðið enga virðingu fyrir eigandanum. Drífa tekur dæmi um border coll- ie-hvolp en þeir eru oft líflegir. „Hann þurfti mikla athygli og hopp- aði t.d. stanslaust upp um fólk. Við tókum upp lappirnar á honum og létum hann hlaupa á hnéð á okkur en veittum honum enga athygli. Nei- kvæð athygli eins og: Farðu, hættu! er betri en engin í augum hunda. Hann fór að hægja á sér og fékkst til að setjast – þá fékk hann mikla at- hygli fyrir að gera eitthvað rétt! Sumir leyfa hundunum að hoppa upp í sófa þegar þeir eru litlir og sætir sem verður ekkert rosalega gaman þegar þeir eru orðnir stórir. Hundar eiga alls ekki að leika sér inni, þeir fá að gera það í göngutúr eða eitthvað slíkt. Maður á heldur ekki að svara vælandi hundi með því að væla á móti og knúsa hann. Svo er ofsalega mikilvægt að kenna hund- um að slappa af!“ „Komdu, epli!“ Einhverjir verða kannski fegnir að heyra að hundaþjálfun er engin stjörnufræði. „Aðallega er þetta spurning um að geta lesið hundinn til að bregðast rétt við því engir tveir hundar eru eins. Ef maður ger- ir eitthvað rangt er hægt að skemma hundinn til lífstíðar – ef maður miss- ir traust hundsins kemur það ekki aftur. T.d. má aldrei slá til hans, hann skilur bara augnsamband, röddina og líkamstjáningu. Það skiptir ekki máli hvað þú segir því hann hlustar eftir tóninum og skilur þig þótt þú kallir: Komdu, epli!“ Listahundur Lúkas í sikk-sakki. Er ég stærri? Þýskur fjárhundur er engin smásmíði, svona upp á endann!Tilbúinn! Drífa er mikill leiðtogi hjá Lúkasi sem hefur ekki augun af henni. Þýski fjárhundurinn (schäfer)getur virst svolítið ógnandi,með sína ógnarþófa og-skolt. Lúkas er hins vegar blíður eins og lamb og líklegast hafa rómaðir hæfileikar Drífu Gestsdóttur til að temja hunda haft þar sitt að segja. „Þetta er alveg frábær vinnuhund- ur! Þessi tegund er hiklaust uppá- haldið mitt. Hann vinnur með Björg- unarhundasveit Íslands (BHSÍ) og við erum að þjálfa hann sem spor- hund og víðavangs- og snjóflóðaleit- arhund. Ég hef líka verið að kenna honum ýmsar kúnstir.“ Við ljósmynd- arinn fylgjumst heilluð með dansi Lúkasar. Mikið er líka lagt í: „Hann er alltaf með mér í vinnunni á Dýra- læknamiðstöðinni á Hellu og ég vinn með hann í klukkutíma eftir vinnu. Við förum á björgunarsveitaræfingu 2-3 sinnum í viku og svo þurfum við reglulega að „spora“ (rekja spor) til að halda höfðinu á honum í gangi. En hann er voða blíður. Hann er auðveld- ur í uppeldi en um leið kröfuharður, ég get ekki sent hvern sem er í göngutúr með hann, hann tekur bara völdin.“ Á heimili Drífu er líka blend- ingshvolpur og þriðji hundurinn er að auki í pípunum og kemur að utan. Fylgdi söluhesti til Svíþjóðar Drífa og Lúkas vinna með nýjum björgunarsveitarhóp BHSÍ í Rangár- vallasýslu. „Við fáum leiðbeinendur til okkar þegar þarf og það er gott að fá hjálp því maður getur alltaf hlaupið á vegg. Maður er aldrei fulllærður í sambandi við hunda.“ Drífa lærði hundaþjálfun í Svíþjóð í fimm ár og notar sænskt tungutak við þjálfunina, enda hafi orð eins og hrós- ið „bra!“ þær áherslur sem til þurfi. Hundaþjálfarar eru þónokkrir í landinu þó ekki séu þeir allir lærðir en að sögn Drífu eru margir mjög flinkir. Hún hóf sjálf námið við sér- stakar aðstæður. „Ég er frá Ísafirði en flutti á Hellu til að temja hesta og þetta kviknaði þegar ég seldi hest til Svíþjóðar. Fólkið sem keypti hann hefur lengi stundað hundaþjálfun, konan sem blindrahundaþjálfari og maðurinn þjálfar fyrir herinn og lög- regluna. Mér fannst þetta spennandi iðja og þau buðu mér að fylgja með út til Sollefteå að þjálfa hestinn og þau myndu kenna mér að þjálfa hunda og ég ætlaði bara að vera í hálft ár. Eftir tveggja ára nám í hundaskólanum var ég ein fimm nemenda sem fengu að halda áfram og þá fór ég að þjálfa lögregluhunda hjá lögreglunni í Malmö. Það var rosalega gaman! Fyrst vann ég aðallega spor- og árás- arþjálfun með hundinn Benson og svo þjálfaði ég tíkina Melissu sem fíkni- efnahund, auk þriggja annarra,“ seg- ir hún brosandi – stolt af sínum fimm starfandi lögregluhundum í Svíaríki. Þegar heim kom valdi hún hundana fram yfir hestana sem fag. Skipta um hund eins og nærbuxur Hundaeign er mjög vinsæl í dag, skyldi hundaþjálfari hafa annað sjón- arhorn á þróunina en óbreyttir? „Kunnáttan er miklu meiri en áður. Það er mjög gott en dyrnar mættu al- veg opnast hraðar. Yfirhöfuð er fólk mjög duglegt að hugsa um hundana sína og fer á námskeið. Ef fólk glímir við mikil vandamál varðandi hundinn er það oft með ranga tegund í hönd- unum því maður verður að skoða lífs- stílinn sinn áður en maður fær sér hund; hef ég tíma fyrir stóran og at- hafnasaman hund? Það er ekki nóg að þér finnist veiðihundur fallegur. Hundar hafa vissulega ólíka eigin- leika og eru missamvinnuþýðir,“ seg- ir hún, þetta fari þó ekki endilega eft- ir tegundum heldur persónuleika. Hún segir tvo heima stundum mætast á dýralæknastofunni, heim smalahunds og innihunds. „Sumir bændur geta stundum ekki orða bundist: „Lærðirðu hundaþjálfun?! Til hvers?““ Það sorglega í þessu nýja „hundalífi“ landans birtist líka í vinnunni: „Sumt fólk skiptir um hund eins og nærbuxur, um leið og litli sæti hvolpurinn frá jólunum er orðinn stór og krefst einhvers lætur það hann fara og fær sér annan! Mér finnst ofsalega sárt að horfa upp á þetta. Enda er íbúðin mín að fyllast … Ég bjargaði öðrum kettinum mínum þannig – og það gæti fjölgað.“ thuridur@mbl.is Þjálfaði lög- regluhunda Hundurinn Lúkas er ekki sá sem var hvað mest í fréttum sl. sumar, hann er risastór tilvonandi björgunarhundur Drífu Gestsdóttur hundaþjálf- ara. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir fylgdist agndofa með sirkuskúnstum þrautþjálfaðra. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lærður hundaþjálfari Ísfirðingurinn og Hellubúinn Drífa ásamt Lúkasi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.