Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 9 FRÉTTIR • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Afmælisvika 15% afsláttur af öllum vörum Jólamyndatökur Pantið tímanlega MYND Bæjarhraun 26, Hafnarfirði, s. 565 4207 www.ljosmynd.is Stærðir 36-48 gæði og glæsileiki Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 • laugard. 11-16 Opið kl. 10-18, laugard. kl. 11-16 Flott föt fyrir allar konur Nýbýlavegi 12, Kóp. • Sími 554 4433 ÓLAFUR Örn Haraldsson lét fyrir nokkrum dögum af störfum sem for- stjóri Ratsjárstofnunar og segir ut- anríkisráðuneytið að starfslok hans hafi verið ákveðin í góðu samkomu- lagi við ráðuneyt- ið. Fram kom í Fréttablaðinu á laugardag að for- stjórinn hefði gengið á dyr hjá Ratsjárstofnun en utanríkisráðuneytið segir það ekki eiga við rök að styðjast. Í framhaldi af fullri yfirtöku ís- lenskra stjórnvalda á fjármögnun, rekstri og verkefnum Ratsjárstofn- unar 15. ágúst sl. hafi sérstökum starfshópi verið falið að meta hvernig verkefnum stofnunarinnar og öðrum tengdum verkefnum yrði best fyrir komið til framtíðar. Ljóst sé að skjóta þurfi nýjum stoðum undir málefna- sviðið með lagasetningu og stefnt er að því að stofnunin taki til starfa á grunni nýrrar löggjafar á næsta ári. Öllum samningum Ratsjárstofnun- ar, hvort heldur við birgja eða starfs- fólk, hafi verið sagt upp og á það einnig við um ráðningarsamning for- stjóra. Ráðuneytið tekur fram í til- kynningu sinni að vonast sé til þess að flestir starfsmanna muni starfa áfram á málefnasviðinu í framtíðinni. Tók við á umbreytingatímum „Ólafur Örn kom að starfi forstjóra Ratsjárstofnunar á miklum umbreyt- ingatíma þegar verið var að laga stofnunina að breyttum rekstrarfor- sendum Bandaríkjamanna. Hann skilaði þeirri umbreytingu af sér með miklum sóma og náði verulegri hag- ræðingu í rekstrinum. Utanríkisráðuneytið og Ólafur Örn eru sammála um að nú þegar ljóst er að aftur verði ráðist í verulega um- breytingu á rekstrinum sé heppileg- ast að gefa svigrúm fyrir að nýir að- ilar komi að málum. Því hefur orðið samkomulag um að hann vinni ekki út uppsagnarfrest sinn hjá stofnun- inni. Ólafi Erni eru þökkuð vel unnin störf í þágu Ratsjárstofnunar og ut- anríkisráðuneytið væntir góðs sam- starfs við hann og ráðgjafar frá hon- um um fyrirsjáanlega endurskipulagningu á málefnasvið- inu,“ segir í tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins. Starfslok forstjóra Ratsjárstofnunar ákveðin í samkomulagi við ráðuneyti Ólafur Örn Haraldsson ÞAÐ félag innan Alþýðusambands Íslands sem komið er lengst í und- irbúningi kjarasamninga er Flug- freyjufélag Íslands. Örn Friðriksson formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, greindi frá þessu er hann fjallaði um undirbúning kjaraviðræðna hjá félögum sem eiga beina aðild að ASÍ á nýafstöðnum ársfundi sambandsins. Flugfreyju- félagið gerir þrjá kjarasamninga og hefur félagið þegar gengið frá viðræðuáætlun og veitt samninga- nefndum umboð. Fyrstu samninga- fundir félagsins við viðsemjendurna hefjast innan örfárra daga. Leiðsögumenn krefjast löggild- ingar starfsins Örn greindi einnig frá því að Félag leiðsögumanna ætlaði að leggja þunga áherslu á löggildingu leið- sögumanna sem hafa sérhæfingu í starfi. Líta leiðsögumenn svo á að það sé oft til skammar hve villandi og illa land og þjóð séu kynnt af erlend- um aðilum sem ferðast með stóra hópa ferðamanna um landið. Flugfreyj- ur fremst- ar í röðinni Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.