Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Í HNOTSKURN » Pólska stjórnarandstaðanhefur sakað Kaczynski- tvíburana um að hafa valdið Pólverjum álitshnekki með linnulausum deilum við Þjóð- verja og fleiri þjóðir í Evrópu- sambandinu, m.a. um nýjan stjórnarskrársáttmála ESB, umhverfisvernd og dauðarefs- ingar. » Tvíburarnir hafa einnigdeilt við leiðtoga NATO og stjórnvöld í Rússlandi. Varsjá. AFP, AP. | Pólski stjórnar- flokkurinn Lög og réttur (PiS) beið ósigur fyrir Borg- aravettvangi (PO) í þingkosn- ingum sem fram fóru í gær, sam- kvæmt fyrstu töl- um sem birtar voru í gærkvöldi. Þær bentu til þess að Borgara- vettvangur gæti myndað meiri- hlutastjórn með Bændaflokknum. Borgaravettvangur, sem er frjáls- lyndur flokkur, fékk um 43-44% at- kvæðanna. Bændaflokknum var spáð nær 8% fylgi og flest benti til þess að flokkarnir tveir fengju meiri- hluta þingsætanna. Lög og réttur, íhaldsflokkur tví- buranna Jaroslaws Kaczynskis for- sætisráðherra og Lech Kaczynskis forseta, fékk 30-31% atkvæðanna. Lög og réttur hafði aðeins verið við völd í tvö ár. Kjörtímabili Lech Kaczynskis lýk- ur árið 2010 en hann þarf að öllum líkindum að starfa með Donald Tusk, leiðtoga PO, sem hann sigraði naum- lega í forsetakosningum árið 2005. Stjórnarskipti eftir þingkosningar í Póllandi Donald Tusk ÞAÐ er mikill siður og tengdur kjötkveðjuhátíðinni í Bandaríkjunum að taka grasker, hola það innan og skera það út þannig, að það líkist andliti og hreint ekki neinu fríðleiksfési. Er víða keppt í þessari listgrein, meðal annars á Flórída, en þar fór ein keppnin fram neðansjávar, í nokkurs konar þjóðgarði á sjávarbotni. Hér eru nokkrir keppendanna með gripina sína og ekki vantar litskrúðuga áhorfendurna. Reuters Graskerskeppni á sjávarbotni SVISSNESKI þjóðarflokkurinn (SVP), sem er lengst til hægri í svissneskum stjórnmálum, styrkti stöðu sína sem stærsti flokkur landsins í þingkosningum í gær. Flokknum var spáð 62 þingsætum af 200 og bætti við sig sjö sætum, samkvæmt fyrstu tölum. „Þetta er besta útkoma flokksins frá 1919,“ sagði Yvan Perrin, einn þingmanna SVP. Flokkurinn, undir forystu Uli Maurer, boðaði herta innflytj- endalöggjöf, herferð gegn erlend- um glæpamönnum og var sakaður um kynþáttahatur í kosningabar- áttunni. Jafnaðarmönnum, næststærsta flokknum, var spáð 43 þingsætum, níu færri en síðast. Róttæki flokk- urinn fékk 31 þingsæti, missti fimm. Kristilegum demókrötum, var einnig spáð 31 sæti, þremur færri en í síðustu kosningum. Þessir fjórir flokkar hafa verið við völd í Sviss frá árinu 1959. Flokkur þjóðernissinna jók fylgi sitt í kosningum í Sviss AP Sigurvegari Uli Maurer, formaður SVP, fagnar kosningasigri. STÓRTENÓRINN Luciano Pavarotti skuldaði átján milljónir evra, sem svarar 1,5 milljörðum króna, þegar hann lést, að sögn ítalska dagblaðsins La Repubblica á laugardag. Blaðið hafði eftir lögfræðingi Nicolettu Mon- tovani, síðari eiginkonu Pavarottis, að hann hefði safnað miklum skuldum síðustu árin vegna minni tekna og dýrrar sjúkrahúsvistar. Montovani, sem er móðir einnar af dætrum Pav- arottis, Alice, fær samt peninga úr sjóði í umsjá fjár- haldsmanns samkvæmt síðustu erfðaskrá söngvarans. Sjóðnum tilheyra allar eignir Pavarottis í Bandaríkj- unum, meðal annars þrjár íbúðir og nokkur málverk. Eru þær metnar á 15 milljónir evra, sem svarar 1,3 milljörðum króna. Þrjár dætur Pavarottis frá fyrra hjónabandi fá ekkert úr sjóðnum. Þær erfa hins vegar einbýlishús í Pesaro, við Adríahaf, og íbúð í Monte Carlo sem þær eiga að deila með Montovani. Lögfræðingar hennar og dætra Pav- arottis hafa neitað því að komið hafi upp deila um erfðaskrána. Luciano Pavarotti var orðinn stórskuldugur þegar hann dó Luciano Pavarotti MIKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, hefur stofn- að nýjan stjórnmálaflokk í Rúss- landi, Sameiningarflokk jafn- aðarmanna. Var hann valinn fyrsti leiðtogi hans á fyrsta flokks- þinginu, sem 200 fulltrúar frá 58 héruðum landsins sóttu. Þingkosningar verða í Rússlandi 2. desember næstkomandi og mun flokkurinn bjóða fram í þeim. Verð- ur það helsta baráttumál hans að vinna gegn öfgum til vinstri og hægri og byggja upp samfélag sam- hjálpar og samstöðu. Segir Gorbat- sjov að sú samvinna sem oft sé með hófsömum vinstrimönnum og frjálslyndum á Vesturlöndum verði ekki síst höfð til fyrirmyndar. Reuters Leiðtoginn Gorbatsjov verður kannski kjörinn á þingi í desember. Gorbatsjov vill jafnaðarstefnu ÞRÍR af valdamestu mönnum Kína, þeirra á meðal Zeng Qinghong varaforseti, láta af embætti eftir landsþing kínverska kommúnistaflokksins um helgina, að sögn kínverskra fjölmiðla. Zeng og tveir aðrir stjórnmálamenn, Luo Gan og Wu Guanzheng, voru ekki endurkjörnir í miðstjórn komm- únistaflokksins á landsþinginu sem er haldið á fimm ára fresti. Þykir þetta benda til þess að breytinga sé að vænta hjá flokknum og ný kynslóð sé að komast til áhrifa í Kína. Þremenningarnir geta ekki sóst eftir endurkjöri þeg- ar níu manna forsætisnefnd kommúnistaflokksins verður kosin á lands- þinginu í dag. Einn nefndarmannanna lést í sumar og því verða fjórir nýir menn kjörnir í nefndina. Kynslóðaskipti í Peking Zeng Qinghong BANDARÍSK hjón, sem létu pússa sig saman fyrir skemmstu, hafa far- ið í mál við blómabúðina sem seldi þeim brúðarvöndinn og krefjast hvorki meira né minna en rúmlega 20 milljóna íslenskra króna í bætur. Þau segja nefnilega að blómalit- irnir hafi ekki verið réttir og það hafi valdið þeim „gífurlegum von- brigðum og miklu hugarangri“. Sár vonbrigði BENAZIR Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, hvatti í gær stjórnvöld til að óska eftir að- stoð erlendra sérfræðinga við rann- sókn sprengjutilræðisins í Karachi á fimmtudaginn var þegar 139 manns létu lífið. Lögreglan í Kar- achi yfirheyrði í gær þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að til- ræðinu. Þrír yfirheyrðir A.M.K. 49 manns biðu bana í þrem- ur árásum bandarískra hermanna í Sadr-borg, hverfi sjíta í Bagdad, og íraskir heimildarmenn segja að börn og konur séu á meðal þeirra sem liggja í valnum. Tugir féllu í Sadr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.