Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 21 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Ráðamenn í Tyrklandi hétuþví í gær að grípa tilharðra aðgerða gegnkúrdískum uppreisnar- mönnum eftir að tólf tyrkneskir her- menn og 32 uppreisnarmenn biðu bana í átökum í suðaustanverðu landinu. Abdullah Gul, forseti Tyrklands, og Recep Tayyip Erdogan forsætis- ráðherra efndu til skyndifundar með öðrum æðstu ráðherrum ríkis- stjórnarinnar og yfirmönnum hers- ins til að ræða hvernig bregðast ætti við árásum liðsmanna Verkamanna- flokks Kúrdistans. Talsmaður flokksins sagði að nokkrir tyrknesk- ir hermenn hefðu verið teknir til fanga en varnarmálaráðherra Tyrk- lands neitaði því. Erdogan forsætisráðherra sagði að stjórnin væri tilbúin að notfæra sér heimild þingsins til að fyrirskipa innrás í Norður-Írak til að leita uppi kúrdíska uppreisnarmenn en gaf til kynna að það yrði ekki gert þegar í stað. Talið er að um 3.500 vopnaðir liðsmenn Verkamannaflokks Kúrd- istans séu með bækistöðvar í Norð- ur-Írak og geri þaðan árásir á Tyrk- land. Yfirmenn tyrkneska hersins sögðu að átökin hefðu blossað upp þegar fjölmennt lið uppreisnar- manna hefði ráðist á tyrkneska her- menn aðfaranótt sunnudags. Hermt er að tólf hermenn hafi beðið bana þegar uppreisnarmennirnir sprengdu brú í Hakkari-héraði, þar sem landamæri Tyrklands, Íraks og Írans mætast. Sautján óbreyttir borgarar særðust í rútu sem ekið var á jarðsprengju nálægt brúnni. Tyrkneski herinn sagði síðdegis að átökunum væri ekki lokið og þyrl- ur hefðu verið notaðar til að verja hermenn sem leituðu uppreisnar- manna. Hermenn fylgdust með flóttaleiðum uppreisnarliðsins og sprengjum var skotið á 63 líkleg fylgsni liðsmanna Verkamanna- flokks Kúrdistans. Þing Íraks fordæmdi í gær þá ákvörðun tyrkneska þingsins að heimila hernum að ráðast inn í Norður-Írak en hvatti einnig ríkis- stjórnina í Bagdad til að láta til skar- ar skríða gegn kúrdísku uppreisn- armönnunum. Stjórnvöld í Íran hvöttu Tyrki til að beita ekki hervaldi og reyna til þrautar að leysa deiluna með við- ræðum við ríkisstjórn Íraks. Tyrkir segja að uppreisnarliðið við landamærin njóti stuðnings leið- toga íraskra Kúrda en þeir neita því. Erdogan krafðist þess í vikunni sem leið að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Írak fyrirskipuðu þegar í stað árásir á bækistöðvar uppreisnarliðs- ins í Norður-Írak og handtækju leið- toga Verkamannaflokks Kúrdist- ans. Forsætisráðherrann sagði að þolinmæði Tyrkja væri á þrotum og þeir sættu sig ekki við „innantóm orð“. Krafan sögð óraunhæf Forseti Íraks, Kúrdinn Jalal Tal- abani, sagði í gær að Írakar gætu ekki orðið við kröfu Tyrkja um að handtaka og framselja leiðtoga upp- reisnarmannanna. „Leiðtogar Verkamannaflokks Kúrdistans eru í ógreiðfærum fjallahéruðum Kúr- distans,“ sagði Talabani. „Tyrkneski herinn í öllu sínu veldi gat hvorki tortímt þeim né handtekið þá og hvernig er þá hægt að ætlast til þess að við handtökum og framseljum þá til Tyrklands? Krafan um framsal kúrdískra leiðtoga er draumur sem getur ekki ræst.“ Nokkrir fréttaskýrendur í Tyrk- landi, þeirra á meðal nokkrir fyrr- verandi herforingjar, spáðu því að stjórnin myndi fyrirskipa innrás í Norður-Írak á næstunni. Erdogan gaf hins vegar til kynna að innrás yrði ekki gerð þegar í stað og sagði að fundur sinn með George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington í næsta mánuði kynni að ráða úrslit- um um framvinduna. Bandaríkjastjórn hefur skilgreint Verkamannaflokk Kúrdistans sem hryðjuverkahreyfingu en hvatt Tyrki til að beita ekki hervaldi í Norður-Írak. Stjórn sjálfstjórnar- héraða Kúrda í N-Írak segist ætla að veita tyrkneska hernum mót- spyrnu ráðist hann yfir landamærin. Frá því að Verkamannaflokkur Kúrdistans hóf vopnaða baráttu sína árið 1984 hefur hún kostað 37.000 manns lífið. Reuters Reiði Íbúar tyrknesku borgarinnar Izmir mótmæla árásum Kúrda á tyrkneska hermenn við landamærin að Írak. Þeir héldu á tyrkneskum fánum með mynd af Kemal Atatürk, stofnanda tyrkneska lýðveldisins. Tugir falla í átökum Kúrda og Tyrkja Í HNOTSKURN » VerkamannaflokkurKúrdistans var stofnaður seint á áttunda áratug ald- arinnar sem leið og hóf vopn- aða baráttu sína árið 1984. » Flokkurinn féll frá kröfusinni um sjálfstæði Kúrda-héraðanna í Tyrk- landi á síðasta áratug. Hann vill nú að héruðin fái aukin sjálfstjórnarréttindi. » Leiðtogi flokksins, Ab-dullah Öcalan, var hand- tekinn árið 1999. » Fimm ára vopnahléiflokksins lauk árið 2004. UM 70% Tyrkja, sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær, sam- þykktu stjórnarskrárbreytingar sem fela meðal annars í sér að forseti Tyrklands verður þjóðkjörinn. Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra ræðir hér við fjölmiðlamenn eftir að hafa greitt atkvæði um stjórn- arskrártillögu stjórnarinnar. Kjörsóknin var rúm 42%. Stjórnarskrárbreytingarnar kveða á um að forsetinn verði þjóðkjörinn til fimm ára og enginn megi gegna embætt- inu lengur en í tvö kjörtímabil. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er forsetinn kosinn á þinginu til sjö ára og hann getur ekki sóst eftir endur- kjöri. Samkvæmt breytingartillögunni verður þingið kosið til fjögurra ára í senn í stað fimm ára eins og verið hefur. AP Samþykkt að forseti Tyrkja verði þjóðkjörinn og það er mikill þrýstingur á stórfyrirtæki um að þau hafi konur í forystunni en það hef- ur ekki verið lögfest. Og ég vil auðvitað minna á að í norsku ríkisstjórninni eru nú í fyrsta sinn fleiri konur en karlar!“ – Víkjum að samskiptum Norðmanna og Íslendinga. Nýtt skeið er hafið, samkomulag, allavega viljayfirlýsing, um samstarf á sviði öryggis, varna og björgunar á friðartímum. Er að verða ljóst hvert umfangið verður? „Ég held að það gangi ágætlega að vinna að útfærslunni. Samkomulagið er ekki gam- alt, gengið frá því á þessu ári, en norska stjórnin leggur mikla áherslu á norðursvæðið og viðbúnað þar í utanríkisstefnu sinni. Ís- land er nú mjög áhugavert land að dómi norskra ráðamanna, það verð ég vör við í ut- anríkisráðuneytinu heima í Ósló. Þeir vilja að ég skrifi um þessi mál og ég hef fengið heim- sóknir, m.a. var utanríkismálanefnd Stór- þingsins hér nýlega. Samstarf um varnir meginverkefnið núna Von er á öðum ráðamönnum, hingað kemur ráðherra málefna barna og jafnréttis, dóms- málaráðherrann kemur hingað líka til að und- irrita samning við Björn Bjarnason dóms- málaráðherra. En samstarfið í öryggismálum hefur satt að segja verið meginverkefnið hjá mér frá því að ég kom hingað í lok ágúst. Þau voru efst á baugi í viðræðum mínum við ís- lenska ráðamenn. Ef við ræðum útfærslu samkomulagsins er þegar byrjað samstarf milli landhelgisgæsl- unnar í báðum löndunum. Íslendingar hafa leigt björgunarþyrlur af norsku fyrirtæki og ef til vill munu ríkin kaupa saman þyrlur. Það gæti orðið ódýrara en ella, hægt væri að hafa samstarf um þjálfun og viðhald og þess hátt- ar. Þetta er mjög spennandi og við vonum að þetta verði að veruleika. Tvær norskar F-16-orrustuþotur og ein eftirlitsflugvél tóku þátt í æfingunni Norð- urvíkingi á Íslandi í ágúst og það gæti einnig orðið á næsta ári. Auk þess hafa verið sam- ráðsfundir milli fulltrúa ráðuneyta í báðum ríkjunum að undanförnu. Fyrir okkur er afar mikilvægt að fá aðstoð Íslendinga við að beina sjónum Atlantshafsbandalagsins í auknum mæli að Norður-Atlantshafi. Ísland er því mikilvægt fyrir okkur, NATO hefur svo mörgu að sinna annars staðar, einkum í Afganistan, og þess vegna þurfum við að vekja athygli á norðurslóðunum. Þingmannafundur NATO í Reykjavík nýtt- ist vel í þessum efnum. Framkvæmdastjóri NATO, sem ávarpaði fundinn, sagði einmitt að huga þyrfti betur að viðbúnaði á Norður- Atlantshafi og það er gott fyrir okkur,“ sagði Margit F. Tveiten, nýr sendiherra Noregs á Íslandi. hér. Ferskleikinn er líklega meiri fólk í ábyrgðarstöðum ormfestan minni? það held ég. Hér er samfélagið líka ámennara og auðveldara að ná beinu ndi við ráðamenn, hægt að fá strax við- tta finnst mér mjög jákvætt.“ mir segja að skandinavíska örygg- sé orðið svo þéttriðið og traust að það jákvæmilega minnkað hneigðina til að hættu, til að bjarga sér sjálfur og sýna væði. Getur verið eitthvað til í því? held að það séu margir orsakaþættir alda því að kaupsýslumönnum ykkar vegnað vel. Alls konar hömlum var af- iðskiptalífinu, bankarnir voru einka- r. En ég sé líka að í forystu fyrirtækj- útrásinni er mikið af ungu fólki, sumt ekki yfir þrítugu, reyndar aðallega ! Ég held að hvatningin sé mikil til að sig vel þegar maður fær ábyrgð- u svo ungur. En ég kom hingað fyrir m öðrum mánuði og þykist alls ekki hafa r endanlög svör við þessum spurn- .“ r það rétt að norsk lög skyldi fyrirtæki oma á jafnræði kynjanna í stjórnum ækjanna? i það er fyrst og fremst í stjórnmálum hinu opinbera, þar verða konur að minnst 40% af stjórnunarstöðum. Það ins vegar komið fram tillögur á þingi setja kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja að verða líkari“ Morgunblaðið/Kristinn regs á Íslandi, veltir fyrir sér útrásinni: Maður veltir fyrir sér hvort um sé að ræða klegri til að taka áhættu í viðskiptum en Norðmenn. kjon@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK kar flugvélar tóku þátt í æfingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.