Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ValdemarSveinsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1963. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 13. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sveinn Hólm Valdemarsson, f. í Kollugerði í Aust- ur-Húnavatnssýslu 16.5. 1930, d. 18.5. 1991, og Elísabet Jónsdóttir, f. á Ísa- firði 15.6. 1934, d. 7.4. 1995. Systkini Valdemars eru: 1) Hin- rik Jón Þórisson, f. 29.8. 1952, 2) Kristín Þórisdóttir, f. 25.5. 1955, var gift Vincent Newman, börn þeirra eru Erik Ashley Newman, f. 10.4. 1980, og Allan Már Newman, f. 28.10. 1986, 3) Sól- veig Sveinsdóttir, f. 10.9. 1959, maki Benedikt Þorbjörn Ólafs- son, f. 1.3. 1959. Börn þeirra Sveinn Steinar, f. 7.7. 1981, Arn- Guðmundsdóttir, f. 30.3. 1929. Maki Grétu er Sigurður Gunn- arsson, f. 8.4. 1934. Valdemar og Ingunn eiga tvíburana Elísabetu Heiðu og Svein Hólm, f. 1.7. 1998. Fyrir átti Valdemar dótturina Karen Rós, f. 4.5. 1992. Börn Ing- unnar úr fyrra hjónabandi eru a) Íris Björk, f. 13.12. 1978, sam- býlismaður Ingvar Hafbergsson, f. 23.4. 1970, dóttir þeirra Aldís Dröfn, f. 17.4. 2004, og b) Jó- hanna Eiríka, f. 17.5. 1980, sam- býlismaður Þórður Þrastarson, f. 25.9. 1980, sonur þeirra Darri Freyr, f. 3.9. 2006. Jóhanna á fyr- ir dótturina Lilju Karen Krist- ófersdóttir, f. 5.5. 1998. Valdemar ólst upp í Árbænum og gekk hann í Árbæjarskóla. Þaðan lá leið hans í Hótel- og veitingaskólann. Eftir nám starf- aði hann sem matsveinn á ýmsum skipum og veitingastöðum. Árið 2004 keyptu Valdemar og Ingunn veisluþjónustuna og veitinga- staðinn Gaflinn í Hafnarfirði og vann hann þar þar til hann lést. Útför Valdemars verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. dís, f. 21.8. 1987, Ólafur Þorbjörn, f. 6.11. 1994, og Birkir Elís, f. 23.6. 1998. 4) Ingi Geir Sveinsson, f. 30.7. 1965, maki Særún Hrund Ragn- arsdóttir, f. 15.3. 1966. Börn þeirra Theodór Þór, f. 1.7. 1988, Jóhann Sveinn, f. 19.10. 1991 og Ragnheiður Katrín, f. 15.3. 1993. 5) Berglind Sveins- dóttir, f. 21.4. 1967. 6) Haukur Sveinsson, f. 17.4. 1971. Eiginkona Valdemars er Ing- unn Stella Björnsdóttir, f. 11.6. 1961. Foreldrar hennar eru Björn Guðbrandsson, f. á Broddanesi í Kollafirði í Stranda- sýslu 11.7. 1930, og Gréta Guð- mundsdóttir, f. á Dalgeirsstöðum í Miðfirði í Vestur- Húnavatns- sýslu 23.3. 1932. Þau slitu sam- vistum. Maki Björns er Fjóla Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur, alltof, alltof snemma. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Við viljum senda þér þessa bæn, þetta er uppá- haldsbænin mín: Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaður Jesús mæti. Elsku afi, við elskum þig rosalega mikið og þú munt halda áfram að lifa í hjörtum okkar. Við ætlum að vera dugleg að passa ömmu og Svenna og Betu. Þín Lilja Karen og Darri Freyr. Það koma upp margar minningar um bróður okkar Valda sem lést snögglega laugardaginn 13. október sl. langt fyrir aldur fram. Valdi var litli og stóri bróðir okkar, hann var fjörugur, uppátækjasamur drengur sem var líka með stórt hjarta. Valdi hafði alltaf mikinn áhuga á fótbolta, spilaði á yngri árum með Fylki og var mikill stuðningsmaður þeirra. Seinna fékk Valdi áhuga á veiði og eigum við margar góðar og skemmtilegar minningar um veiði- ferðir með honum. Það var Valda mikið gæfuspor að kynnast Ingunni, konu sinni, fyrir átti hún tvær dætur, Írisi og Jó- hönnu. Ingunn og Valdi eignuðust tvíburana Svein og Elísabetu fyrir rúmum níu árum, þar kynnumst við stoltum föður. Þegar Valdi og Ing- unn skírðu börnin sín komu þau okkur skemmtilega á óvart og giftu sig í leiðinni, það var falleg stund fyrir okkur öll. Hann var náinn börnum sínum og þau veittu honum mikla gleði. Ekki varð gleðin síðri þegar hann varð afi þegar Íris og Jóhanna eign- uðust sín börn. Fyrir átti Valdi dótt- urina Karen Rós sem er 15 ára. Valdi fékk snemma áhuga á elda- mennsku, útskrifaðist sem kokkur og vann við það alla tíð. Fyrir tæp- um þremur árum eignuðust þau hjónin Veisluþjónustuna Gaflinn í Hafnarfirði. Valdi var fullur til- hlökkunar varðandi fyrirtæki sitt, þar sem hann hafði alltaf unnið fyrir aðra en framtíðarsýn hans var að reka sitt eigið fyrirtæki. Það var ávallt gott að leita til Valda varð- andi ráðleggingar og undirbúning veislu eða annarra atburða. Ráð- leggingar hans og hugmyndir voru góðar og oft frumlegar, tók hann oft að sér alla matseld og skreytingar áður en maður vissi af. Valdi gerði alltaf miklu meira fyrir okkur en það sem beðið var um, kom á óvart með veitingar og skreytingar sem hann sjálfur átti hugmynd að. Nú er komið að kveðjustund, kæri bróðir, þú ert og verður alltaf í huga okkar. Elsku Ingunn, Sveinn, Elísabet, Karen Rós, Íris, Jóa, tengdasynir og barnabörn, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðum tímum. Guð blessi ykkur í sorginni. Kallið er komið, Komin er nú stundin, Vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja Vininn sinn látna, Er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þínar systur, Sólveig og Berglind. Kæri vinur. Komið er að ótímabærri skiln- aðarstund. Hugurinn glímir við tregablandnar minningar og ágengar spurningar um hvers vegna við hittumst ekki oftar eða létum verða af hugmyndum um uppákomur. Hvers vegna við lét- um ekki verða af því að fara í fleiri veiðiferðir, nóg töluðum við um þær. En það er of seint að iðrast og það verður að duga það sem farið var. Í huga mér er ferð í Selá í haust. Þú komst sterkur inn í holl- ið, mættir að kvöldi veiðidags með skottið fullt af snittum, veiðimönn- um til ómældrar gleði. Enn sterk- ari varst þú eftir kvöldmat með fjölda af sögum og keyrðir gleði sem stóð fram undir morgun. Þessi ferð um lifa í minningum og þín minnst með söknuði. Kæri vinur, eftirfarandi orð lýsa best tilfinn- ingum líðandi stundar. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi. glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Elsku Valdi, ég vil þakka þér vinskapinn þessi 27 ár og líka þann stuðning sem þú veittir á erfiðum tímum. Elsku Ingunn, Svenni og Elísa- bet, guð gefi ykkur styrk til að standast það álag sem þessi missir veldur og þrek til að mæta kom- andi verkefnum. Kveðja, Hannes Hannesson. Elsku Valdi okkar. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn, svo skyndilega, án nokkurs fyrirvara. Lífið getur ver- ið ósanngjarnt og það er það svo sannarlega á svona stundu. Það verður erfitt að takast á við lífið þegar þú ert ekki með okkur, að koma inn í Gaflinn og að þú takir ekki á móti manni hress og kátur eins og þú varst vanur. Það er óhugsandi. Við erum öll ennþá að reyna átta okkur. En minningin um þig mun hjálpa okkur að halda áfram, þú varst einstakur maður, svo góðhjartaður og hjálpsamur. Þú varst alltaf til staðar fyrir okk- ur fjölskylduna, vildir alltaf láta gott af þér leiða. Ég verð alltaf þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér, ég er þakklát fyrir hvað þú gerðir mömmu hamingjusama og fyrir elsku Betu og Svenna sem þið átt- uð saman. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig og hugsa til þess að hér lýkur okkar ferðalagi saman. Þú munt alltaf vera ljós í hjarta okkar. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu. Elsku Valdi, þakka þér enn og aftur fyrir allt. Guð geymi þig. Þín, Jóhanna Eiríka Ingadóttir og Þórður Þrastarson (Jóa og Doddi). Í dag kveðjum við góðan vinnu- félaga, Valda. Við unnum saman í Múlakaffi og var mjög gott að vinna með honum. Hann var mjög góður vinur okkar, alltaf var gott að leita til hans. Við ætluðum alltaf að heimsækja hann á Gafl-inn en kallið kom svo fljótt að við náðum því ekki. Okkur langar að kveðja þig með þessu versi: Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund, fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Elsku Inga og börn, megi Guð vera með ykkur og styrkja í þess- ari miklu sorg og þessum stóra missi. Ykkar vinir, Alda og Bára. Í fáum orðum vil ég minnast Valda vinar míns, sem lést snögg- lega hinn 13. þ. m. Samt gengur mér illa að trúa að hann sé farinn. Aðeins nokkrum dögum áður átt- um við stutt símtal sem endaði þannig: Er annars ekki allt gott? Svarið var: Allt í góðu. Þannig eru trúlega mörg samskiptin í hraða nútímans, maður telur sig ekki hafa tíma til að fara í heimsókn eða jafnvel ekki til að taka upp símann. Hugsar með sér, það hlýtur að vera allt í lagi. Þegar ég hugsa aftur í tímann þá minnist ég allra stundanna sem við fjölskyldan áttum á æskuheim- ili hans, sem var eins og okkar annað heimili þegar við vorum á ferðinni. Þrátt fyrir að systkinin væru mörg var eins og sjálfsagður hlutur að koma til Elsu og Svenna og gista í lengri eða skemmri tíma. Engrar óánægju varð vart hjá börnunum þó að þau þyrftu að ganga úr rúmi fyrir gestina. Meðan maðurinn minn lifði var Valdi duglegur að heimsækja hann, þeir gátu spjallað saman og hlegið dátt enda báðir með svip- aðan húmor. Tíminn leið, foreldrar Valda létust með stuttu millibili og ferðirnar í Heiðarbæinn hættu að mestu, Valdi búinn að stofna heim- ili og fjölskyldu og heimilið var hans fasti punktur í tilverunni. Hann var mikill dugnaðarforkur, því kom það ekki á óvart að allt í einu voru hann og kona hans kom- in á kaf í húsbyggingar og búin að stofna fyrirtæki sem gekk vel. Þau unnu bæði við fyrirtækið, svo ekki var um mikinn frítíma að ræða. En draumurinn var að bæta úr því síð- ar. Nú er Valdi allur án nokkurs fyrirvara, sem sýnir okkur að eng- inn veit morgundaginn. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ég og börnin mín vottum eig- inkonu, börnum og systkinum hans okkar dýpstu samúð og biðjum guð að gefa þeim styrk í sorginni. Við eigum eftir að sakna góða glaða drengsins sem alltaf var tilbúinn að gera okkur greiða þeg- ar til hans var leitað. Sigríður Aðalsteins. Valdemar Sveinsson Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Elsku vinur og pabbi. Megi guð geyma þig, við söknum þín. Ingunn, Elísabet og Sveinn. HINSTA KVEÐJA Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, SVEINN RÚNAR VILHJÁLMSSON, Dofrabergi 21, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 23. október klukkan 15.00. Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir, Magnús Björnsson, Linda Guðrún Sigurðardóttir, Sævar Örn Gíslason, Benjamín Fjeldsted Sveinsson, systkini hins látna og aðrir aðstandendur. ✝ ÞORSTEINN JÓNSSON (STEINI TANGÓ) frá Gunnarshólma Vm., síðast til heimilis að Hjallatúni, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju mánudaginn 22. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á dvalarheimilið Hjallatún í Vík í Mýrdal. Aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og fóstri, RAGNAR GUÐMUNDSSON, frá Kolugili, Víðidal, dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, sem lést sunnudaginn 14. október, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 23. október kl. 14.00. Guðlaug Ragnarsdóttir, Kristinn Helgi Gunnarsson, Ragnar Víðir, Ásgeir Freyr, Hildur Jónasdóttir, Gunnar Hilmar, Unnur Aldís, Hinrik L. Hinriksson, Júlíana Karvelsdóttir, Marteinn Reimarsson, Erna Snorradóttir, Pétur Gunnar Sigurðsson, Steingerður Hermannsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.