Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á 100 ára afmæli Skógræktar ríkisins þótti við hæfi að
sýna fram á að hægt væri að byggja hús í fullri stærð
úr íslenskum viði og hinn 15. nóvember síðastliðinn var
vígt slíkt hús í Haukadalsskógi. Húsið er kennt við Dan-
ann Kristian Kirk sem gaf Skógrækt ríkisins jörðina
Haukadal fyrir tæpum 70 árum og er byggt úr íslensku
sitkagreni úr Haukadalsskógi, Skorradal og frá Þing-
völlum.
Húsið hannaði Morten T. Leth ásamt Einari Ósk-
arssyni, verkstjóra Skógræktarinnar í Haukadal, sem
einnig smíðuðu húsið með aðstoð sumarstarfsfólks
Skógræktarinnar í Haukadal.
Við vígsluna blessaði sr. Guðbjörg Arnardóttir húsið
auk þess sem Einar lýsti byggingu þess. Grindin er
gerð úr heilum trjábolum, en þak og veggir úr efni sem
búið er að rista upp með bandsög. Húsið er 115 fer-
metrar að grunnfleti.
Skógargestir munu geta nýtt sér hús þetta auk
ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Jafnframt er ráðgert að
leigja húsið stærri hópum.
Heilt hús smíðað úr íslenskum viði
Ljósmynd/Hrafn Óskarsson
BANDARÍSKI flugvélaframleið-
andinn Boeing hefur gert athuga-
semdir við flug íslenskra flugfélaga,
Atlanta og Loftleiða, til Kúbu. Flug-
félögin eru með þjónustusamning við
Boeing sem bað um skýringar á
Kúbufluginu. Lögfræðideild Boeing
skrifaði þeim bréf og taldi flugið geta
verið brot á viðskiptabanni Banda-
ríkjanna gegn Kúbu.
Hannes Hilmarsson, forstjóri Atl-
anta, staðfesti í samtali við Morgun-
blaðið að Boeing hefði sent flugfélag-
inu fyrirspurn í haust vegna flugs
einnar Boeing-vélar Atlanta fyrir
flugfélagið Cubana frá maí til nóv-
ember árið 2005. Atlanta hefði síðan
sent bandarískum yfirvöldum bréf
nýlega þar sem flugfélagið kvaðst
ekki hafa gert sér grein fyrir því að
flugið bryti í bága við bandarískar
reglugerðir. „Með því að senda bréf-
ið að fyrra bragði teljum við að tekið
verði vægar á málinu en ella.“
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, sagði Loftleiðir,
dótturfélag Icelandair, hafa flogið
tveimur vélum til og frá Kúbu í leigu-
flugi. Því flugi lauk í fyrra en eftir
sem áður voru gerðar athugasemdir,
sem varð til þess að aðrir aðilar þjón-
usta nú þessar flugvélar. Guðjón
kvaðst hins vegar ekki eiga von á
öðru en að mál þetta leystist.
Kúbuflug
útskýrt
Boeing gerði
athugasemdir
ÞÓRARINN Kjartans-
son, framkvæmdastjóri
Bláfugls, varð bráð-
kvaddur 17. nóvember,
55 ára að aldri. Þórar-
inn fæddist í Reykjavík
28. júli 1952, sonur
hjónanna Kjartans Þór-
arinssonar, flugmanns
og loftskeytamanns, og
Ásdísar Ársælsdóttur
húsfreyju.
Þórarinn lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
1973 og síðar prófi í við-
skipta- og hagfræði frá
Háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð
þar sem hann lagði áherslu á alþjóða-
flutningafræði með flugflutninga sem
sérgrein.
Þórarinn hóf ungur að árum störf
tengd flugi. Árið 1973 hóf hann störf
hjá flugfélaginu Cargolux í Lúxem-
borg. Hann varð 1982 framkvæmda-
stjóri Cargolux fyrir Norður- og Suð-
ur-Ameríku með
aðsetur í Flórída.
Þórarinn stofnaði
1990 sitt eigið ráðgjaf-
arfyrirtæki, Merge Glo-
bal í London. Meðal
verkefna sem hann átti
hlutdeild í var uppbygg-
ing Seattle-flugvallar
og uppbygging og
skipulag flugfraktnets
hraðsendingarisans
UPS.
Árið 1994 sneri Þór-
arinn sér að uppbygg-
ingu flugfraktstarfsemi
á Íslandi. Fyrst með
stofnun Flugflutninga ehf., flugaf-
greiðslufyrirtækisins Vallarvina og
síðar flugfélagsins Bláfugls sem hann
starfaði hjá sem framkvæmdastjóri.
Eftrlifandi eiginkona Þórarins er
Guðbjörg Astrid Skúladóttir, eigandi
og skólastjóri Klassíska listdansskól-
ans. Þau eignuðust tvo syni, Kjartan
og Skúla.
Þórarinn Kjartansson
Andlát
SAMBAND
ungra sjálfstæð-
ismanna hyggst
gefa út sérstakt
rit til heiðurs
Davíð Oddssyni,
fyrrverandi for-
manni Sjálfstæð-
isflokksins, for-
sætisráðherra og
borgarstjóra, á
sextugsafmæli
hans 17. janúar 2008.
Rit þetta mun fá heitið: Davíð
Oddsson í myndum og máli. 1948-
2008 og er því ætlað að gefa góða
mynd af stjórnmálaferli Davíðs. Í
ritstjórn hafa verið skipaðir þeir
Borgar Þór Einarsson, Davíð Örn
Jónsson, Gísli Baldur Gíslason og
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Þórlindur Kjartansson, formað-
ur SUS, segir að í ritinu verði ljós-
myndir frá sextíu ára ævi Davíðs
fengnar úr myndabókum hans,
safni Sjálfstæðisflokksins, blöðum,
frá ljósmyndurum og einstakling-
um. Einnig verða í bókinni stuttir
kaflar úr ræðum og ritum Davíðs.
„Það sem einkennir þá kynslóð
sem nú fyllir raðir SUS er sú stað-
reynd að allar hennar pólitísku
minningar tengjast meira og minna
Davíð Oddssyni og það var ekki
síst fyrir hans tilstilli að margir
þeirra sem núna eru starfandi
gengu upphaflega í flokkinn og
hafa fylgt honum að málum. Af
þessum sökum þótti mjög viðeig-
andi að heiðra hann með einhverj-
um hætti á þessum tímamótum,“
sagði Þórlindur.
Bók á
stóraf-
mælinu
Davíð Oddsson
SUS heiðrar Davíð
á sextugsafmælinu
LÖGREGLAN á Egilsstöðum fann
um helgina svonefndan kornsnák í
íbúð í bænum sem hún gerði hús-
leit í vegna gruns um að þar færi
fram fíkniefnaneysla. Engin fund-
ust fíkniefnin, aðeins snákurinn og
tæki og tól til fíkniefnaneyslu,
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu.
Snákar eru ólöglegir hér á landi
og var því lagt hald á dýrið og það
síðan aflífað.
Ólöglegur
snákur
aflífaður
♦♦♦
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ og
Tryggingastofnun ríkisins hafa haf-
ið gerð lyfjalista sem ætlaðir eru
læknum, en á listanum eru lyf sem
ráðlögð eru sem fyrsta val í með-
ferð á algengustu sjúkdómum. Tek-
ið er tillit til virkni, aukaverkana og
verðs.
„Markmið með lyfjalistanum er
að veita önnum köfnum læknum
stuðning við val á lyfjum ásamt því
að stuðla að hagkvæmri notkun
lyfja. Með skynsamlegum ávísunum
lyfja er hægt að lækka lyfjakostnað
samfélagsins umtalsvert án þess að
minnka gæði meðferðar,“ segir á
heimasíðu TR.
Byrjað er á lyfjalista vegna
þunglyndis og eru lyfin Flúoxetín,
Cítalópram og Sertralín ráðlögð
sem fyrsta val. Fram kemur einnig
að læknar þurfi ekki að rökstyðja ef
ávísað er öðrum lyfjum.
Lyfjalistar
fyrir lækna
útbúnir
♦♦♦
KVENNAMÁL Þórbergs Þórð-
arsonar voru umfangsmeiri og flókn-
ari en ætla mætti af skrifum hans í
sjálfsævisögulegum bókum eins og
Bréfi til Láru, Íslenskum aðli og Of-
vitanum. Ástarsambandi hans og
Sólrúnar Jónsdóttur eða Sólu hefur
verið lýst áður en þau áttu saman
dóttur. Þórbergur var hins vegar
ekki við eina fjölina felldur. Á sama
tíma og hann hélt sambandi sínu við
Sólu virðist hann hafa átt í ást-
arsambandi við fleiri konur.
Þetta kemur fram í nýrri ævisögu
Þórbergs eftir Pétur Gunnarsson
sem heitir ÞÞ – í fátæktarlandi:
Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar.
Í bókinni styðst Pétur meðal ann-
ars við dagbækur
Þórbergs sem
hann hélt lotulít-
ið frá 1906 fram-
yfir 1970 og óút-
gefna
sjálfsævisögu
sem varðveitt er í
tveimur stílabók-
um á Þjóð-
arbókhlöðu og
Þórbergur ritaði
á milli Íslensks aðals og Ofvitans.
Þessi óútgefnu skrif Þórbergs
varpa eilítið öðru ljósi á ævi hans en
útgefin verk, segir Pétur í samtali
við blaðamann, frásögnin er hrárri
og opinskárri en í þeim verkum sem
hann gekk frá til prentunar.
„Á margan hátt virðist hafa verið
stórskemmtilegt andrúmsloft í
Reykjavík á þriðja og fjórða áratug
síðustu aldar. Loftið brakar af hug-
sjónum og ekki lognmollunni fyrir
að fara. Félagslíf er með eindæmum
fjörugt, en vel að merkja ekki mat-
reitt af afþreyingariðnaði heldur
„maður er manns gaman“. Tveir
hópar skera sig úr í skemmtilegheit-
um: Unuhús og mjólkurfélag heil-
agra, en Þórbergur tilheyrði báðum
þessum klíkum. Sem og Halldór
Kiljan Laxness. Þar er líka hin
ómótstæðilega Kristín Guðmund-
ardóttir sem Halldór og Þórbergur
hefja báðir til skýjanna í frægum
sendibréfum. Af dagbókum Þór-
bergs má ráða að um tíma hafi verið
meira en vingott með honum og
Kristínu, og flækti málið að hún var
jafnframt eiginkona vinar hans,
Hallbjarnar Halldórssonar prent-
ara.“
Pétur segir að það hafi komið á
óvart hvað Þórbergur var fé-
lagslyndur. „Eins og reyndar
Reykjavík öll, fólk er stöðugt í heim-
sóknum, úti að ganga, sitjandi á
kaffihúsum eða sækjandi manna-
mót. Þórbergi virðist vera beinlínis
lífsnauðsyn að samneyta fjölda
manns, helst á hverjum degi, og
stingur hressilega í stúf við hina við-
teknu skoðun um höfundinn sem
einfara.“
Ekki við eina fjölina felldur
Ný ævisaga kom-
in út um Þórberg
Þórðarson
Í HNOTSKURN
»Þórbergur Þórðarsonfæddist á Hala í Suðursveit
1888 og lést 1974. Hann fór
ungur til Reykjavíkur til að
vinna á skútu. Árið 1924 kom
út fyrsta stóra bók hans, Bréf
til Láru, sem olli uppnámi og
gerði Þórberg þjóðfrægan og
illræmdan á einni nóttu.
»Á síðasta ári var Þórbergs-setur, safn til minningar
um Þórberg, opnað á Hala í
Suðursveit.
Þórbergur
Þórðarson