Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingibjörg Árna-dóttir fæddist á
Grenivík 23. nóv-
ember 1941. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
9. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Árni
M. Rögnvaldsson,
skólastjóri og
kennari, f. í Dæli í
Svarfaðardals-
hreppi í Eyjafirði
5. febrúar 1909, d.
23. september
2004, og Steinunn Davíðsdóttir
kennari og húsfreyja, f. á Ytri-
Reistará í Arnarneshreppi í
Eyjafirði 10. janúar 1905, d. 13.
júlí 1990. Systkini Ingibjargar
eru Hákon, f. 5. júní 1939, og
Gerður, f. 19. júlí 1945.
Ingibjörg giftist Hrafni Braga-
syni 13. júlí 1963. Foreldrar hans
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1963 og
BA-prófi í bókasafnsfræði og
norsku frá Háskóla Íslands 1980.
Ingibjörg hóf störf við Há-
skólabókasafn 1976 og starfaði
þar þangað til safnið flutti í
Þjóðarbókhlöðu síðla árs 1994.
Starfssvið Ingibjargar var marg-
víslegt gegnum árin. Hún starf-
aði um árabil í útibúi safnsins í
verkfræði- og raunvísindadeild
og einnig um tíma í safndeild
Jarðfræðahúss. Hún kenndi
ófáum nemendum og kennurum
að leita heimilda og var einn af
frumkvöðlum safnsins í upp-
byggingu safnkennslu. Við sam-
einingu Landsbókasafns og Há-
skólabókasafns 1994 tók Ingi-
björg við stöðu þjónustustjóra í
upplýsingadeild og gegndi hún
því starfi þar til hún lést. Hún
gegndi ýmsum félags- og trún-
aðarstörfum fyrir Stéttarfélag
bókasafns- og upplýsingafræð-
inga.
Ingibjörg verður jarðsungin
frá Neskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
voru Bragi Sig-
urjónsson, f. 9. nóv-
ember 1910, d. 29.
október 1995, og
Helga Jónsdóttir, f.
28. janúar 1909, d.
18. ágúst 1996. Börn
Ingibjargar og
Hrafns eru. 1) Stein-
unn, f. 6. janúar
1964, maki Harald-
ur Arnar Haralds-
son, sonur þeirra er
Andri Þór, f. 18.
október 1991. 2)
Börkur, f. 19. júlí
1969, maki Elín Norðmann, börn
þeirra eru Snædís, f. 4. október
1997, Tinna, f. 1. mars 2001, Jón
Hrafn, f. 15. september 2003, og
Óskar Árni, f. 6. september 2006.
Ingibjörg ólst upp með for-
eldrum sínum á Drangsnesi,
Laugalandi og Árskógi í Eyja-
firði og síðar á Akureyri. Hún
Lífsganga elskulegrar tengdamóð-
ur minnar, Ingibjargar Árnadóttur,
er á enda. Ég kynntist Ingibjörgu
fyrir 17 árum síðan og á í hugskoti
mínu ótal góðar minningar um hana,
sem eru mér nú afar dýrmætar. Ingi-
björg var einstök kona. Hún var vel
greind, lífsglöð og bráðskemmtileg.
Hún bjó yfir mikilli hlýju og hafði
einstaklega góða nærveru. Ingibjörg
var þó langt í frá skaplaus, heldur
ákveðin mjög og lét skoðanir sínar
óhikað í ljós. En umfram allt var hún
góð manneskja með hjartað á réttum
stað.
Ingibjörg var mikil fjölskyldukona
og með eindæmum myndarleg hús-
móðir. Við umgengumst nánast dag-
lega og var það okkur, fjölskyldunni í
Hvassaleiti, því mikið gleðiefni nú í
haust þegar tengdaforeldrar mínir
tóku sig upp og fluttu úr vesturbæn-
um í næsta nágrenni við okkur. Nú
var aðeins göngustígur milli heimila
okkar og sáum við fyrir okkur að á
komandi árum myndu litlir fætur
ósjaldan trítla eftir stígnum til að
njóta samvista við ömmu Ingu og afa
Krumma.
Fyrir tíu árum síðan eignuðumst
við Börkur elstu dóttur okkar, Snæ-
dísi. Snædís fæddist agnarsmá og
veikburða og barðist lengi fyrir lífi
sínu. Okkur varð fljótlega ljóst að á
brattann yrði að sækja í framtíðinni.
Amma Inga tók stúlkunni sinni fagn-
andi og hefur frá upphafi gegnt
veigamiklu hlutverki í lífi hennar.
Samband þeirra hefur alla tíð verið
einstaklega kærleiksríkt og máttu
þær vart hvor af annarri sjá. Snædís
saknar nú ömmu sinnar, en mun án
nokkurs vafa njóta þess veganestis í
framtíðinni, sem amma Inga bjó
henni. Það munum við hin einnig
gera.
Það er mér óraunverulegt að Ingi-
björg verði ekki þátttakandi í lífi okk-
ar framar. Að hún líti ekki oftar við
eins og hún gerði svo gjarnan. Stund-
um aðeins til að eiga notalega stund
og spjalla, en þó oftar til að leggja
hönd á plóg á barnmörgu, erilsömu
heimili.
Börnin okkar Barkar dáðu ömmu
sína mjög og fögnuðu henni ákaft í
hvert sinn er hún birtist. Á þeim
stundum átti Ingibjörg oft erfitt með
að leyna gleði sinni og stolti yfir þeim
miklu vinsældum, sem hún átti að
fagna.
Við skyndilegt og ótímabært frá-
fall Ingibjargar minnar eiga margir
um sárt að binda. Mestur er missir
tengdaföður míns, Hrafns, sem horf-
ir nú eftir elskulegri eiginkonu sinni
og besta vini. Á sorgarstundu er það
nokkur huggun að hugsa til þess að
Ingibjörg var hamingjusöm kona,
sem naut gæfu og gengis í lífinu.
Hún snerti hjörtu margra og kom
ótrúlega miklu í verk á lífsgöngu
sinni.
Ég kveð mína kæru tengdamóður
og vinkonu með þökk fyrir allt það
sem hún var mér og fjölskyldu
minni. Guð geymi hana.
Elín Norðmann.
Árið 1983 kynntist ég Steinunni
konunni minni. Fljótlega eftir það
laumaði ég mér inn í Granaskjól 84
þar sem Steinunn bjó ásamt foreldr-
um sínum og bróður og varð eigin-
lega svona partur af fjölskyldunni.
Fyrir ungan mann sem átti nánast
ekkert nema fötin af sjálfum sér var
þetta svolítið kvíðvænlegt í byrjun
en það breyttist fljótt. Krummi og
Inga, sem í gegnum tíðina voru svo
einstaklega samrýnd hjón að orðið
„þau“ á miklu betur við en „hún“ eða
„hann“, tóku mér einstaklega ljúf-
mannlega.
Eftir að við „unga“ parið hófum
okkar sjálfstæða búskap vorum við í
göngufæri frá Granaskjóli sem þýddi
að við skruppum oft yfir, borðuðum
kvöldmat og nutum afslappaðs and-
rúmslofts hjá tengdaforeldrum mín-
um.
Kynni mín af Ingu voru öll á einn
veg. Þar fór kona sem var mörgum
kostum búin og var margt til lista
lagt. Inga var áhugasöm, nákvæm,
ábyrg, dugleg og umhyggjusöm.
Hún hafði líka einstaklega skemmti-
legan hrakfallahúmor. Það gilti einu
hvað hún tók að sér, hvort sem það
var að skila sínu í vinnunni eða hugsa
um barnabörnin, alltaf mátti treysta
henni 100%. Hún sýndi Andra syni
okkar hjóna einstaka ástúð og helst
vildi hann gista hjá ömmu og afa í
Granó þegar setja þurfti hann í pöss-
un.
Inga hafði ríka réttlætiskennd og
var mikill mannvinur. Hún studdi
börn á Indlandi til náms og vann öt-
ullega að því að losa fólk úr ánauð og
fangelsum í gegnum Amnesty Int-
ernational.
Hin síðari ár eyddu Inga og
Krummi löngum stundum í húsi sínu
í Laugarási í Biskupstungum sem
þau festu kaup á fyrir fáeinum árum.
Þar naut Inga sín afar vel, hugsaði
um garðinn, útbjó matjurtargarð, fór
í langa göngutúra, naut tónleika í
Skálholtskirkju og samvista við fjöl-
skyldu sína og vini og ættingja sem
alltaf voru velkomnir.
Fregnin af því að blætt hefði inn á
heilann á Ingibjörgu og að líf hennar
væri búið spil var gríðarlegt reiðar-
slag. Einhvern veginn stóð maður í
þeirri trú að hún ætti mörg ár eftir í
fullu fjöri og velti aldrei fyrir sér
þeim möguleika að einn daginn nyti
hennar ekki lengur við.
Takk fyrir allt Inga, minningin um
þig mun vekja með mér hlýjar til-
finningar um ókomna tíð.
Kæri Hrafn, ég votta þér mína
dýpstu samúð, konu minni og mági
og ykkar fólki.
Haraldur A. Haraldsson.
Var hún lögst til svefns
meðal blómanna hvítu?
Var hún hvíslandi lind
var hún smáfugl á grein?
Var hún týnd í skógi
af skáletruðum orðum?
Var hún ef til vill orðin
að ljóði úti í skógi?
(Ingibjörg Haraldsdóttir, 2002.)
Þín barnabörn,
Andri Þór, Snædís, Tinna,
Jón Hrafn og Óskar Árni.
Lífið er hamingja. Hið fyllsta líf hin fyllsta
hamingja. Óhamingjan vanheilsa sálarinnar.
En skarpskyggni á fyrirbrigði lífsins er
stundum orsök þeirrar vanheilsu.
Svo komst afi minn, Sigurjón Frið-
jónsson, skáld og bóndi á Litlulaug-
um í Reykjadal, að orði í bók sinni
Skriftamálum einsetumannsins. Eft-
ir því var mágkona mín, Ingibjörg
Árnadóttir, gæfukona. Lífið var
henni hamingjuríkt og skarpskyggni
hennar á fyrirbrigði lífsins varð
henni ekki að vanheilsu. Hún átti
góða að, henni auðnaðist hamingja í
einkalífi, hún starfaði að því sem hún
hafði menntað sig til af áhuga og með
samstarfsfólki sem henni þótti gott
að vinna með. Hún var hraust sál í
hraustum líkama. Þess vegna kom
skyndilegt fráfall hennar eins og
reiðarslag.
Það er hartnær hálf öld síðan Ingi-
björg varð ein af fjölskyldunni á
Bjarkarstíg 7 á Akureyri þegar hún
og Hrafn, bróðir minn, lofuðust. For-
eldrar mínir tóku þegar ástfóstri við
hana. Þau voru skólasystkin föður
hennar frá Alþýðuskólanum á Laug-
um og þaðan þekktu þau móðurfólk
hennar einnig. Ingibjörg var líka ná-
skyld Dagbjörtu Gísladóttur, mág-
konu föður míns, húsfreyju í Lauga-
felli í Reykjadal, og því þekktu
foreldrar mínir til föðurfólks hennar í
Svarfaðardal af góðu einu. Foreldrar
Ingibjargar höfðu einnig lagt fræðslu
barna og unglinga fyrir sig rétt eins
og margt föðurfólk mitt. Ekki sakaði
heldur að Ingibjörg hafði gengið í
Laugaskóla, sem reistur var í túnfæti
afa míns, Sigurjóns á Litlulaugum.
Ingibjörg varð því strax ein af Ing-
unum í fjölskyldunni – og minnti
stöðugt á að maður kemur í manns
stað, úr hinni djúpu sorg, sem berkl-
arnir höfðu valdið foreldrum mínum,
var unnt að vinna með öðru úrvals-
fólki, að lífið er hamingja sem ber að
njóta, hver dagur gjöf.
Ekki sakaði að Ingibjörg var hin-
um bestu kostum búin. Hún var vel
greind og sinnug, dugleg og velvirk,
réttsýn en hógvær, félagslynd og
greiðug, heiðarleg og fór vel með fé.
Áhugi hennar fyrir mönnum og mál-
efnum var síkvikur og hún fylgdist
vel með bókmenntum og listum. Hún
var örugg í framkomu og ræðin og
deildi jafnt af þekkingu sinni og lagði
hlustir við því sem aðrir höfðu að
leggja til málanna. Ég á í fórum mín-
um mynd frá einu sunnudagsferða-
laginu sem móðir mín skipulagði þeg-
ar Bjarkarstígur 7 var miðstöðin og
móðir mín sál fjölskyldunnar. Það er
sólskin og sunnanvindur og við höf-
um áð í laut í Mýrarskógi í Bárðardal
og gæðum okkur á sunnudagskaffinu
sem mamma hafði tekið með. Þar eru
móðir mín og faðir, þar eru Hrafn og
Ingibjörg, Steinunn og Börkur.
Núna eru liðin rúm þrjátíu ár síðan
myndin var tekin. En hún rifjar upp
gamlar og góðar minningar. Foreldr-
ar mínir eru farnir og nú sjáum við á
eftir Ingu. Móðir mín trúði því að við
mundum hittast í annars heims fagn-
aði. Ingibjörg lést á afmælisdegi föð-
ur míns þegar mamma gerði alltaf
eitthvað til hátíðarbrigða. Henni hef-
ur mætt þétt handtak föður míns og
hressilegt faðmlag móður minnar.
Inga þeirra var komin.
Ég þakka Ingibjörgu, mágkonu
minni, áratuga fölskvalausa vináttu.
Veri hún kærst kvödd.
Úlfar Bragason.
Sjaldan hefur mannslát komið mér
eins á óvart og fréttin af láti Ingi-
bjargar Árnadóttur, kærrar skóla-
systur, frænku og vinkonu. Þvílíkt
reiðarslag og sorgarfregn, svo stuttu
fyrir 66 ára afmæli hennar. Þegar
vinir hverfa koma upp í hugann ótal
minningar og tilvistarspurningar.
Mér er efst í huga þakklæti til minn-
ar góðu vinkonu, Ingu Árna, eins og
hún var ætíð kölluð af skólafélögum
sínum. Ég hef sjaldan kynnst eins
traustri manneskju og Inga var. Hún
var í senn reglusöm, stundvís, snör
og ákveðin, en líka glaðvær og hlát-
urmild með eindæmum. Það var gott
að henda gaman að tilverunni með
henni og oft beindist grínið að okkur
sjálfum.
Þegar foreldrar hennar fluttust til
Akureyrar eftir að hafa verið barna-
kennarar í sveit settist Inga í MA.
Hún hafði setið í barnaskóla til fjór-
tán ára aldurs eftir kerfi þess tíma og
síðan numið eitt ár í héraðsskóla.
Hún var því tveimur árum eldri og
lífsreyndari en við hinar stelpurnar í
bekknum og fannst við stundum ótta-
leg börn, held ég. En við tvær urðum
óaðskiljanlegar innan veggja skól-
ans, sátum hlið við hlið í mörg ár,
unnum einnig saman eitt sumar í
Vaglaskógi og lásum loks saman
undir stúdentspróf með tilheyrandi
göngutúrum eins og okkur var fyr-
irlagt. Ég hélt síðan reglulegu sam-
bandi við hana og hennar ágæta
mann, Hrafn Bragason, og var alltaf
jafn notalegt að koma heim til þeirra
hvort sem var til nýgiftra hjóna eða
nú síðar til hæstaréttardómara og
konu. Þau voru virkilegir vinir sem
gott var að eiga að, látlaus og hrein-
skiptin.
Inga var bráðgreind og skörp og
hafði mikinn áhuga á íslenskri tungu
og bókmenntum, fékk verðlaun á
stúdentsprófi og strax í landspróf-
sbekk fékk hún hrós fyrir ritgerðir.
Við kepptum oft um hylli okkar kæra
móðurmálskennara, Gísla Jónssonar,
sem kenndi okkur nær öll árin. Mest-
an áhuga hafði hún samt á lífinu
sjálfu og var ekki með neina draum-
óra um útlönd og erlendar bók-
menntir. Ég man hve lifandi áhuga
hún sýndi erfðafræði sem við fengum
smá nasasjón af og sérstaklega Men-
delslögmálinu enda komin með kær-
asta og ákveðin í að eignast börn,
spurningin var hvort þau yrðu blá-
eygð eða brúneygð. Börnin urðu
brátt tvö og Inga var alsæl enda var
fjölskyldan henni allt. Hún dreif sig
síðan í háskólanám og lauk BA-prófi
sem var sjálfsagt talsvert afrek og
ekki eins algengt þá og nú að konur
með börn og heimili gerðu. Ég man
að hún skrifaði mér eitt sinn að að-
eins ein af bekkjarsystrum okkar
væri heimavinnandi húsmóðir, allar
hinar væru starfandi utan heimilis.
Hún var greinilega stolt af því enda
vorum við allar þeirra tíma femínist-
ar og vildum í senn nám, vinnu og
stofna heimili.
Nú fæ ég ekki lengur Amnesty-
jólakort með hennar sérstöku skrift,
færandi mér fréttir af gamla hópnum
og af barnabörnunum sem voru orðin
fimm.
Ég orna mér við góðar minningar
og gleðst yfir því hve dátt hún hló á
fertugsstúdentsafmæli okkar á
Akureyri fyrir fjórum árum. Kæri
Hrafn, við Jacques sendum þér og
öllum þínum okkar hugheilustu sam-
úðarkveðjur.
Þökk fyrir allt.
Steinunn Filippusdóttir.
Svo óvænt er komið að leiðarlok-
um, gengin er Ingibjörg Árnadóttir.
Stórt skarð er höggvið í frændgarð
minn sem ekki verður fyllt.
Allt frá fyrstu tíð höfum við frænd-
urnir, Börkur, sonur hennar, og ég,
snúið bökum saman og siglt lífsins
ólgusjó í sömu átt. Í raun má segja að
við séum fóstbræður að fornum sið
og foreldrar okkar hafi hvert um sig
talið það skyldu sína að leggja okkur
lið eftir föngum. Er óhætt að segja að
það hlutverk hafi Ingibjörg rækt af
mikilli kostgæfni. Á mínum yngri ár-
um tók Ingibjörg mér eins og syni
sínum, enda við frændur svo sam-
rýndir að oft töldu ókunnugir að við
værum bræður. Vafalaust hefur oft
reynt á þolinmæði og manngæsku
Ingibjargar þegar hún þurfti að
kljást við ærslafullan og dyntóttan
frænda en aldrei fann ég fyrir öðru
en fölskvalausri umhyggju í minn
garð. Með árunum varð ég þó sjald-
séðari gestur á heimili þeirra Ingi-
bjargar og Hrafns í Granaskjóli en
var ávallt vel tekið þegar mig bar að
garði.
Þegar við frændurnir stofnuðum
svo saman lögmannsstofu fyrir tæp-
um átta árum, studdi Ingibjörg son
sinn með ráðum og dáð. Með liðsinni
hennar tókst Berki að sinna því tíma-
freka verki sem eigin rekstur er.
Munaði þar mest um aðstoð hennar
við umönnun barnabarnanna fjög-
urra, þá sérstaklega þess elsta, Snæ-
dísar, sem sökum fötlunar sinnar
þarf meiri stuðning en jafnaldrar
hennar. Er ljóst að án þess stuðnings
hefði uppbygging og rekstur fyrir-
tækis okkar frænda verið mun erf-
iðari. Mun ég ætíð vera þakklátur
fyrir hlut Ingibjargar í því að gera
okkur frændum kleift að láta draum-
inn um rekstur eigin lögmannsstofu
rætast.
Óvænt fráfall Ingibjargar er þeim
mun sviplegra þegar horft er til þess
að komið var að starfslokum hjá
henni og börn hennar og barnabörn
biðu þess með eftirvæntingu að geta í
enn ríkari mæli notið samvista við
hana. Mestur er þó harmurinn hjá
frænda mínum Hrafni sem sér á eftir
lífsförunaut sínum þegar við blasti að
þau gætu átt langt og hamingjuríkt
ævikvöld.
Söknuðurinn er sár en minningar
um glaðlynda og góða konu eru þó
nokkur huggun. Ég kveð Ingibjörgu
með djúpri virðingu og þökk. Megi
Guð styrkja þá sem syrgja.
Bragi Björnsson.
Heilindi og traust eru þau orð sem
koma upp í hugann þegar hugsað er
um Ingibjörgu Árnadóttur. Ingi-
björg var góð samstarfskona og skil-
ur eftir sig skarð í starfsmannahópn-
um í Þjóðarbókhlöðu. Hún sinnti
upplýsingaþjónustu fyrir safngesti
og sérstaklega ótölulegan fjölda há-
skólanema og kennara. Hún var
óhrædd við að fara inn á nýjar braut-
ir í fræðunum og tók þátt í ýmsu
frumkvöðlastarfi í upplýsingaþjón-
ustu s.s. tölvuleitum og notkun
gagnasafna. Hún lagði ætíð gott til
málanna, var hrein og bein og kom
með skynsamlegar ábendingar. Hún
var einnig góður félagi og vinur
margra í safninu.
Hún hóf störf í Háskólabókasafni
1976 og lauk prófi í bókasafnsfræði
og norsku frá Háskóla Íslands 1980.
Hún sinnti um tíma útibúi safnsins í
Verkfræði- og raunvísindadeild Há-
skólans. Þegar Háskólabókasafn og
Landsbókasafn voru sameinuð árið
1994 í Þjóðarbókhlöðu hóf hún störf
sem deildarstjóri í upplýsingadeild
og starfaði þar alla tíð síðan. Á ár-
unum 1993-1995 stundaði hún nám á
meistarastigi í bókasafns- og upplýs-
ingafræði.
Ingibjörg talaði afar fallegt mál,
með norðlenskum hreim, hún unni
tungunni, las mikið og ljóð voru í
uppáhaldi. Hún var grönn og fíngerð,
kvik í hreyfingum og rösk til verka.
Hún var glettin og sá spaugilegu
hliðarnar á mannlífinu.
Það er með söknuði sem við,
starfsfélagarnir í Landsbókasafni Ís-
Ingibjörg Árnadóttir
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800