Morgunblaðið - 20.11.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.11.2007, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐALFUNDUR Ferðamála- samtaka Íslands sem haldinn var 15. nóvember sl. beinir þeim ein- dregnu tilmælum til Alþingis að fresta fyrirhuguðum flutningi mál- efna ferðamála frá samgöngu- ráðuneyti til iðnaðarráðuneytis í eitt ár. Leggur fundurinn til að tím- inn verði nýtur til að samræma og undirbúa nauðsynlega þætti máls- ins betur. Þá sé mikilvægt að trygga aukið fjármagn til fram- kvæmdarinnar og greinarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Flutningi verði frestað um ár FORSETI Ís- lands hefur að tillögu forsætis- ráðherra skipað Ólaf Egilsson, fv. sendiherra, Rak- el Olsen fram- kvæmdastjóra og Þórunni Sigurð- ardóttur, stjórn- anda Listahátíð- ar, í orðunefnd til næstu 6 ára. Af störfum í orðu- nefnd láta Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari, Jón Páll Hall- dórsson framkvæmdastjóri og Sig- mundur Guðbjarnason, fv. háskóla- rektor. Forseti skipar í orðunefnd Ólafur Ragnar Grímsson MEIRA en eitt þúsund manns nýttu sér Vefþulu á fyrsta degi en það er ný vefþjónusta ætluð lesblindum námsmönnum á slóðinni http:// www.hexia.net/upplestur. Vefþula gerir lesblindum kleift að fá lesinn hvaða texta sem er á netinu, auk þess sem þeir geta sjálfir skrifað texta og fengið hann lesinn fyrir sig. Landsbankinn er bakhjarl verkefnisins og er því Vefþula öll- um opin endurgjaldslaust. Engan sérstakan búnað þarf á tölvu not- enda því vefþula virkar alfarið yfir netsamband. Ný vefþjónusta fyrir lesblinda LÓÐIR í fyrsta og öðrum áfanga Urriðaholts í Garðabæ eru nær uppseldar og hófst sala einbýlis- húsalóða í þriðja og síðasta áfanga vesturhluta í gær, segir í frétta- tilkynningu. Lóðir undir 278 íbúðir hafa verið seldar í Urriðaholti. Sala í Urriðaholti STARFSSKIPULAGI heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hefur verið breytt. Skrifstofum hefur verið skipt í verkefnasvið sem hvert um sig hefur sitt hlut- verk. Einfaldað skipulag á m.a. að greiða fyrir samskiptum ráðuneyt- isins og undirstofnana og auka skil- virkni í starfseminni, segir í til- kynningu. Nýtt skipulag ráðuneytisins þýðir að starfsemi þess skiptist í yfirstjórn, þrjú svið og þjónustuskrifstofu. Berglind Ás- geirsdóttir er ráðuneytisstjóri, Ragnheiður Haraldsdóttir hefur yf- irumsjón með stefnumótun í heil- brigðismálum, Svanhvít Jak- obsdóttir með fjármálum og rekstri og Vilborg Þ. Hauksdóttir með verkefnum laga- og stjórnsýslu. Nýtt skipulag ráðuneytis TOGSKIPIÐ Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði hafði sl. laugardag samband við Vaktstöð siglinga og sagðist vera á togveiðum undan Látrabjargi og hafa fengið stóra ál- kúlu í veiðarfærin sem væri um 1,20 m í þvermál. Vaktstöð siglinga kom skipstjóra skipsins í samband við sprengjusérfræðing Landhelgisgæsl- unnar og eftir lýsingum hans á dufl- inu var enginn vafi talinn á að um væri að ræða þýskt tundurdufl en þeim var meðal annars lagt út við Látrabjarg til að trufla ferðir skipa- lesta á leið til Murmansk, í seinni heimsstyrjöldinni. Í frétt frá Gæsl- unni segir að óskað hafi verið eftir að skipið kæmi strax að landi á Rifi. Björgunarbátur á staðnum var feng- inn til að flytja sprengjusérfræðinga um borð í skipið en það reyndist óger- legt vegna veðurs. Duflið var flutt á afvikinn stað og sprengt. Sprengiefn- ið úr duflinu reyndist vel virkt. Virkt sprengiefni í tundurduflinu Ljósmynd/Sigurður Ásgrímsson Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is BÓKIN Útkall. Þyrluna strax! fjallar um strand kýpverska flutn- ingaskipsins Wilson Muuga suður af Sandgerði í desember í fyrra. Bókin er fjórtánda bók Óttars Sveinssonar í röð svokallaðra „út- kallsbóka“ hans, en sú fyrsta kom út árið 1994. Aðstæður á strandstað voru mjög erfiðar þessa desembernótt, en mik- ið afrek vannst þegar áhöfnin á TF- LÍF bjargaði sjö mönnum úr áhöfn danska varðskipsins Triton. Landhelgis- gæslan bað skip- herra Triton að sigla og kanna að- stæður á vett- vangi, þar sem það var statt nærri. Átta danskir varðmenn voru sendir út á gúm- bát til að koma dælum í Wilson Muuga, en veður versnaði og þeir lentu í ógöngum. Björgunarmenn TF-LÍF sýndu mikið hugrekki er þeir björguðu sjö skipverjanna úr átta metra háum öldunum. Einn Dananna drukknaði. Mikil dramatík Óttar byggir bókina á því sem gerðist á stranddaginn og afleiðing- um þess og í bókinni eru fyrstu við- tölin sem tekin eru við Danina að hans sögn. „Ég hef ekki skrifað meiri drama- tík frá því ég skrifaði um Suðurland- ið,“ segir Óttar og vísar til bókarinn- ar Útkall í Atlantshafi á jólanótt, sem fjallar um það þegar flutninga- skipið Suðurland sökk. „TF-LÍF stóð mjög tæpt, nokkuð sem aldrei hefur komið fram, og Danirnir voru veiddir upp úr átta metra háum öldum í myrkri og kulda eftir að hafa barist þar í um tvær klukkustundir,“ segir Óttar. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir Danina að rifja upp atburðina og að mikið hafi verið grátið. „Sumir þeirra urðu óvinnufærir eftir lífsreynsluna, en aðrir héldu áfram að sigla,“ segir Óttar. Hann er á förum til Danmerkur til að vinna að útgáfumálum og segist hafa fundið fyrir miklum áhuga það- an, þar sem sagan sé ekki síður dönsk en íslensk. Morgunblaðið/RAX Wilson Muuga Aðstæður á strandstað sunnan við Sandgerði voru erfiðar þessa nótt og áhöfn þyrlunnar TF-LÍF vann mikið björgunarafrek. Þyrlan var hætt komin Komin er út bók um strand Wilson Muuga sunnan við Sandgerði og björgunar- afrek TF-LÍF-áhafnarinnar, sem við mjög erfiðar aðstæður bjargaði lífi sjö Dana Óttar Sveinsson FYRSTI framhaldsskólinn í Malaví sem byggður er fyrir íslenskt fjár- magn hefur verið afhentur mala- vískum yfirvöldum. Nýi skólinn er í þorpinu Nankhwali í Mangochi- héraði þar sem Þróunarsam- vinnustofnun Íslands hefur verið með margvísleg verkefni á und- anförnum árum. Skafti Jónsson um- dæmisstjóri ÞSSÍ afhendi fulltrúa menntamálayfirvalda í Malaví lykl- ana að skólanum sl. fimmtudag. Skólinn er sá fyrsti sem ÞSSÍ byggir eftir nýrri umhverfisvænni aðferð með sólþurrkuðum múr- steinum úr sementsblöndu og jarð- vegi. Fjölmenni var við afhendinguna í síðustu viku; höfðingjar, kennarar og skólastjórnendur, nemendur, foreldrar, héraðsyfirvöld og menntamálayfirvöld landsins. Íbúar og yfirvöld á svæðinu eru þakklát ÞSSÍ fyrir að hlusta á hverjar þarfir þeirra eru, segir í frétt frá ÞSSÍ. Einnig eru þeir þakklátir fyrir þær áherslur stofn- unarinnar að afhenda fullbúna skóla, með bókasafni, vísindastofu, stjórnunarálmu, öllum nauðsyn- legum húsbúnaði og salern- isaðstöðu. Í samstarfi við menntamála- yfirvöld í Malaví var unnin þarfa- greining á skólamálum í Mangochi- héraði. Gerð var fjögurra ára áætl- un um uppbyggingu skóla sem unnið er samkvæmt. Þróunarsamvinnustofnun afhendir framhaldsskóla í Malaví Skóli úr sól- þurrkuðum múrsteinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.