Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 18
|þriðjudagur|20. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Óæskileg hegðun barna kem-ur oft til vegna frávika ímálþroska,“ útskýrir Ást-hildur. „Þegar börn eiga erfitt með að hlusta eða tjá sig og eru óróleg eru málþroskavandamál oft undirliggjandi. Einnig eiga sum börn það til að lokast inni í eigin heimi. Hinir fullorðnu bregðast svo oftar en ekki við með neikvæðum boðskiptum, eins og t.d. með skömmum.“ Ásthild- ur leggur áherslu á að jákvæð boð- skipti séu mjög mikilvæg þegar taka eigi á frávikum í málþroska og þá sérstaklega að skapa áhuga hjá börn- um í gegnum leik. Vita ekki endilega hvernig þau eiga að bera sig að Ásthildur hefur starfað sem tal- meinafræðingur í 30 ár og á þeim langa starfsferli hefur hún unnið mikið að því að aðstoða börn við að bæta boðskipti sín. „Hægt er að ná tökum á mál- þroskavandamálum með svokallaðri snemmtækri íhlutun,“ segir hún. Þá er átt við að gripið sé inn í vandann snemma og þannig hægt að snúa þró- uninni við. Ásthildur byrjaði að vinna mikið með dúkku sem hjálpartæki við talþjálfunina og þar kviknaði hug- myndin að Bínu, sem hún er nú búin að skrifa tvær bækur um. „Bína bálreiða kom út fyrir jólin í fyrra. Hún segir frá dúkkunni Bínu sem er bálreið af því að hún veit ekki hvernig hún á að hegða sér,“ útskýrir Ásthildur. Nú er komin út önnur bók um Bínu: Bína fer í leikskóla, þar sem Ásthildur fer yfir algeng tjáskipti barna sem koma á leikskólann, eins og það hvernig maður eigi að finna sér leikfélaga. „Sum börn vita ekki hvernig þau eiga að bera sig að þegar þau vilja leika við hin börnin og byrja kannski á því að lemja þau börn sem þau hafa áhuga á að leika við,“ segir hún og brosir. „Bókunum er ætlað að bæta við flóru íslenskra barnabóka sem mér finnst annars ekki nægjanlegt úrval af. Það lá beinast við að leggja mína sérþekkingu sem talmeinafræðings inn í bækurnar þannig að þær beri með sér jákvæðan boðskap til barna um algeng boðskipti sem börn þurfa að kljást við.“ Ásthildur greinir meiri óróleika hjá börnum í dag en áður fyrr og kennir um hraðanum í samfélaginu og því mikla áreiti sem börn verða fyrir daglega. „Börn eiga erfitt með að hlusta í dag, þau vilja bara fram- kvæma,“ segir hún. Fyrst og fremst fyrir góðar samverustundir Bókunum er ætlað að styðja við bak foreldra og leikskólakennara í þeirri vinnu sem felst í því að kenna börnum algengar boðskiptaleiðir. Í viðleitni sinni við að aðstoða uppal- endur í þeirri vinnu, útvíkkaði hún síðan hugmyndina um Bínu og hann- aði einnig myndalottó fyrir tveggja til sex ára börn. „Markmið spilsins eru að styrkja hlustun, bæta hegðun og að auka orðaforða barnanna. Auk þess læra börnin að tengja tilfinningar sínar við upplifanir annarra. Málþroskinn er síðan efldur í gegnum sjónrænar vís- bendingar og hentar því vel í vinnu með börnum með einhverfu eða aðr- ar fatlanir sem hafa málþroskafrávik í för með sér,“ útskýrir Ásthildur. Spilinu er þó fyrst og fremst ætlað að skapa skemmtilegar samveru- stundir hjá börnum og fullorðnum þar sem málþroski barnanna er þjálf- aður um leið. Ásthildur er sér- staklega ánægð með að hafa fengið starfandi myndlistarmann, Bjarna Þór Bjarnason, til liðs við sig en hann myndskreytti bæði bækurnar og Myndalottóið. „Svo nota ég mikið dýr í bókunum og spilinu; öll börn elska dýr,“ segir Ásthildur að lokum. Hegðun barna og boðskipti eru nátengd Morgunblaðið/Kristinn Talmeinafræðingurinn Ásthildur Bj. Snorradóttir segir að hún greini meiri óróleika hjá börnum í dag en áður fyrr. Lengi hefur tíðkast að líta á börn með hegðunarvandamál sem óþekk. Ásthildur Bj. Snorradóttir tal- meinafræðingur lítur hins vegar öðrum augum á málið. Halldóra Traustadóttir ræddi við hana. ÞAÐ stirndi svo sannarlega á fyrirsæturnar á þessari skartgripa- og tískusýningu sem haldin var í Karachi í Pakistan á dögunum. Hefðirnar eru greinilega hafðar í hávegum að þessu sinni hjá hönnuðinum Ayesha Warsi og glitrandi klæðin og skartið tryggja að athyglin beinist alveg örugglega að þeim sem þau ber. Glitrandi klæði og gló- andi gull Reuters Skrautleg Fatnaður og skart tónar vel saman í skrautlegum klæðnaði þessarar fyrirsætu. Glitrar og glóir Það er mikið lagt upp úr smáatriðunum í þessum fatnaði. Brókerað Gullbrókeraður spariklæðnaður í ljósum lit- um sem myndi sóma sér vel í hvaða veislu sem væri. HVER kannast ekki við þá tilhneig- ingu að fá sér súkkulaðimola þegar ástarsorg eða önnur leiðindi hellast yfir í öllu sínu veldi? Fátt er meira huggandi en gómsæti í munni þeg- ar allt verður öfugsnúið og von- laust. Víst er að margir geta sam- samað sig skáldsagnapersónunni Bridget Jones sem er jú einmitt ein af þeim sem skvetta í sig einni eða fleiri hvítvínsflöskum og slatta af kalóríuríkri fæðu þegar kærast- arnir eru leiðinlegir við hana eða láta hana róa. En nú berast þau tíðindi að það geti verið ansi erfitt fyrir slíka ein- staklinga að losna við aukakílóin. Frá þessu er sagt á vefmiðli BBC, en þar er vitnað í bandaríska rann- sókn sem gerð var á þeim sem eiga við offituvandamál að stríða og tóku þátt í sérstöku verkefni sem miðaði við að léttast. Niðurstaðan var meðal annars sú að þeir sem hefðu tilhneigingu til að borða þegar þeir væru einmana eða leiðir ættu erfiðara með að losna við aukakílóin en aðrir og eins væru þeir fljótari að hlaða þeim á sig aftur. Hjá þeim ein- staklingum þar sem hugsanir og til- finningar voru á bak við átið, fóru sem sagt ekki aðeins færri kíló, heldur voru þeir líka fljótari að bæta þeim á sig aftur. Það er því er full ástæða til að horfa meira til þeirra tilfinninga sem tengjast ofáti hjá fólki þegar reynt er að hjálpa því við að ná kjörþyngd. Offita er jú mikið heilsufarsvandamál. Fyrrnefnd rannsókn var gerð á The Miriam Hospital og hjá The Warren Alpert Medical School of Brown University og tóku 286 of- fitusjúklingar þátt í henni, bæði karlar og konur. Reuters Tilfinningavera Bridget Jones dettur stundum í súkkulaðiát. Tilfinninga- át hamlar kílóalosun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.