Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORVARNADAG- URINN árlegi er þýð- ingarmikill dagur fyrir okkur öll til að minna á mikilvægi forvarna. Akureyrarbær hefur sett sér forvarnastefnu sem fjölskylduvænt samfélag og öflugar forvarnir styrkja þá ímynd enn frek- ar. En megininnihald forvarnastefn- unnar er mannauður og efling heil- brigðs samfélags. Miklar og góðar rann- sóknir liggja að baki hér á landi í forvarnamálum sem sjálfsagt er fyrir bæði foreldra og að- standendur að nýta til að læra af og byggja uppeldishlutverk okkar á því. Það er á stundum flókið hlutverk að vera foreldri á Íslandi í dag, vinnuálag er mikið, kröfur um samfélags- lega þátttöku miklar og oft reynir þá á að setja fjölskylduna í þann forgang sem henni ber. En allar rannsóknir sýna fram á að mikilvægasta forvörnin fel- Forvarnir hefjast heima Hvetja á börn til að taka þátt í skipu- lögðu æskulýðs- og íþróttastarfi, segir Sigrún Björk Jak- obsdóttir Sigrún Björk Jakobsdóttir . » Allar rannsóknirsýna fram á að mik- ilvægasta forvörnin fel- ist m.a. í þeim tíma sem foreldrar og unglingar eyði saman. ist m.a. í þeim tíma sem foreldrar og unglingar eyði saman. Sá tími þarf ekki að vera með stífri uppeldismið- aðri dagskrá – öðru nær – jafn góður árangur næst með því einfaldlega að ,,chilla saman“. Því forvarnastarf hefst heima. Annað áhersluatriði er að hvetja börn til að taka þátt í skipulögðu Í DAG eru 18 ár liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var lagður fyrir alls- herjarþing Samein- uðu þjóðanna. Sam- kvæmt samningnum, sem í daglegu tali er nefndur Barnasátt- málinn, fellur ein- staklingur yngri en 18 ára undir skilgrein- inguna barn og því má segja að sáttmál- inn hafi nú slitið barnsskónum. Hann er orðinn fullorðinn. Þetta eru tímamót sem ber að veita athygli. Barna- sáttmálinn er fyrir margra hluta sakir bæði merkilegur og mik- ilvægur. Fyrir það fyrsta gengur hann mun lengra en fyrri alþjóð- legar yfirlýsingar um réttarstöðu barna. Tekið er tillit til þess að börn skuli njóta sérstakrar um- hyggju og verndar en einnig er lögð áhersla á að börn séu sjálf- stæðir einstaklingar með réttindi og skyldur sem hæfa þroska og aldri hvers og eins. Í öðru lagi voru réttindi barna í fyrsta sinn leidd í alþjóðalög með Barnasáttmálanum. Ríki heims hafa skuldbundið sig til að tryggja börnum innan sinnar lögsögu þau réttindi sem kveðið er á um í sátt- málanum, en auk þess hvílir á þeim upplýsingaskylda til Barna- réttarnefndar Sameinuðu þjóð- anna um framkvæmd sáttmálans. Í þriðja lagi hefur Barnasáttmálinn verið fullgiltur af fleiri ríkj- um en nokkur annar mannréttindasáttmáli sögunnar. Öll ríki heims hafa fullgilt Barnasáttmálann utan Bandaríkjanna og Sómalíu, sem bæði hafa þó skrifað undir hann. Áhrif á íslensk lög Á Íslandi öðlaðist Barnasáttmálinn formlega gildi 27. nóvember 1992. Það blandast engum hugur um að margt hefur áunnist í réttinda- málum íslenskra barna á þeim ár- um sem síðan hafa liðið. Of langt mál væri að telja upp allar þær úr- bætur sem gerðar hafa verið á ís- lenskum rétti og stjórnsýslu í því tilliti en þó verður ekki hjá því komist að nefna að árið 1995 var í fyrsta sinn sett ákvæði í íslensku stjórnarskrána þar sem börn eru nefnd sérstaklega. Er þar kveðið á um að þeim skuli tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Að ýmsu er þó enn að hyggja og vert að minna á að í stjórnarsátt- mála núverandi ríkisstjórnar er Barnasáttmálans sérstaklega get- ið. Þar kemur fram að „mótuð [skuli] heildstæð aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er byggist meðal annars á rétti þeirra eins og hann er skil- greindur í barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna“. Við hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fögnum afmæli Barnasáttmálans með málþingi í Norræna húsinu í dag frá kl. 14 til 16.30. Um leið kynnum við nýút- komið rit um Barnasáttmálann á íslensku. Með þessu viljum við efla þekkingu og umræður um sáttmál- ann og réttindi íslenskra barna og hvetjum því sem flesta til að mæta. Fyrir hönd Barnahjálparinnar óska ég Íslendingum öllum, en þó sérstaklega börnunum, til ham- ingju með daginn. Barnasáttmálinn „fullorðinn“ í dag Einar Benediktsson fjallar um réttindi barna » Í dag eru 18 ár liðinfrá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Einar Benediktsson Höfundur er stjórnarformaður UNI- CEF á Íslandi. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is frá kr. 38.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Kanarí 2., 9. eða 16. janúar. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað í 1 viku eða lengur. Bjóðum nú takmarkaðan fjölda íbúða á mörgum af okkar vinsælustu gististöðum á frábæru sértilboði, m.a. Los Tilos, Roque Nublo, Jardin Atlantico og Dorotea. Góðar íbúðir og frábær staðsetning. Ath. takmarkaður fjöldi íbúða á þessu einstaka tilboðsverði. Kanaríveisla í janúar Frábær sértilboð á góðri gistingu! 2. janúar 9. janúar 16. janúar Mjög takmarkaður fjöldi íbúða í boði! Verð kr. 38.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og tvö börn í íbúð á Dorotea, Roque Nublo, Los Tilos eða Jardin Atlantico í viku. Gisting á Liberty, Parque Sol og Dunas Esplendido kr. 4.000 aukalega. Aukavika kr. 12.000. Verð kr. 48.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Roque Nublo, Los Tilos, Dorotea eða Jardin Atlantico í viku. Gisting á Liberty, Parque Sol og Dunas Esplendido kr. 4.000 aukalega. Aukavika kr. 12.000. DÓMS- og kirkjumálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til breytinga á almennum hegning- arlögum, þar sem lagt er til að lögfest verði nýmæli og gerðar mik- ilvægar breytingar á ákvæðum laganna um mansal, upptöku eigna, skipulagða brotastarfsemi og pen- ingaþvætti. Þá er lagt til að gerðar verði ákveðnar breytingar á gildandi ákvæðum um hryðjuverk. Í fjöl- miðlum hefur sér- staklega verið rætt um 5. gr. frumvarpsins, þar sem lagt er til að opinberri hvatningu til að fremja hryðjuverk verði sérstaklega lýst sem refsi- verðu broti. Fram hefur komið að þetta frumvarpsákvæði „þrengi að tjáningarfrelsi manna“ og að á skorti að dómsmálaráðherra hafi nægilega látið „framkvæma grein- ingu á þeirri hættu“ sem verið sé að sporna við með þessu ákvæði. Nauðsynlegt er í ljósi þessa að varpa nokkru ljósi á bakgrunn þess- arar frumvarpstillögu og helstu röksemdir. Að tilstuðlan dómsmálaráðherra var refsiréttarnefnd fengið það verkefni að leggja mat á hvort og þá hvaða breytingar á refsilög- um þyrfti að gera til að hægt væri meðal ann- ars að fullgilda Evr- ópuráðssamning um varnir gegn hryðju- verkum frá 3. maí 2005. Samkvæmt 5. gr. samningsins skulu að- ildarríki gera nauðsyn- legar breytingar á inn- lendum refsilögum til að gera opinbera hvatningu til hryðju- verka refsiverða. Greining á þeirri hættu fyrir allsherjarreglu og al- mannaöryggi, sem kann að stafa af slíkri háttsemi, hefur því farið fram á sameiginlegum vettvangi tæplega fimmtíu evrópskra lýðræðisríkja, þar sem Ísland hefur verið virkur þátttakandi um áratugaskeið. Hafa verður einnig í huga að með ofangreindri frumvarpsgrein er ver- ið að mæla sérstaklega fyrir um bann við opinberri hvatningu til hryðjuverka. Hugtakið hryðjuverk í þessu samhengi er skilgreint í 100. gr. a. núgildandi hegningarlaga, en með 3. gr. frumvarpsins eru lagðar til efnisbreytingar á ákvæðinu. Op- inber hvatning til hryðjuverka felur í sér að maður hvetji á opinberum vettvangi til þess að framin séu al- varlegustu brot samkvæmt refsilög- um. Þar undir falla meðal annars manndráp, stórfelld líkamsárás, frelsissvipting, röskun á umferð- aröryggi á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið sé miklu fjárhagslegu tjóni, flugrán eða sprenging eða útbreiðsla skaðlegra lofttegunda. Til þess að um hryðju- verk sé að ræða þurfa þessi brot auk þess að vera framin í því skyni að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða al- þjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórn- skipun eða stjórnmálalegar, efna- hagslegar eða þjóðfélagslegar und- irstöður ríkis eða alþjóðastofnunar. Löng hefð er fyrir því í evrópsk- um lýðræðisríkjum að tjáning af þessu tagi sé takmörkuð með refsi- lögum. Beinlínis er gert ráð fyrir þeirri heimild í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það er vafalaust að refsiákvæði af þessu tagi fellur vel innan stjórn- skipulegra heimilda Alþingis til að mæla fyrir um takmarkanir á op- inberri útbreiðslu tjáningar, sem hefur það eitt að markmiði að hvetja til alvarlegra refsiverðra verka á borð við þau, sem hér eru rædd. Loks er ástæða til að vekja sér- staka athygli á því, eins og skýrlega er um fjallað í athugasemdum við ofangreinda frumvarpsgrein, að op- inber hvatning til hryðjuverka er í dag þegar refsiverð samkvæmt gildandi hegningarlögum. Í 121. gr. laganna er að finna almennt bann við opinberri hvatningu til að menn fremji refsiverð verk, sem varðað getur allt að tveggja ára fangelsi, og tekur það ákvæði eins og staðan er meðal annars til hryðjuverka samkvæmt 100. gr. a sömu laga. Al- þingi hefur því þegar ákveðið að op- inber hvatning til hryðjuverka skuli vera refsiverð að íslenskum refsi- lögum. Ákvæði 5. gr. frumvarps dómsmálaráðherra felur því ekki í sér tillögu um lögfestingu nýmælis á sviði refsilaga, heldur fyrst og fremst afdráttarlausa áréttingu á alvarlegu eðli hryðjuverka og þeirri hættu sem að mati alþjóða- samfélagsins kann að skapast þegar opinberlega er hvatt til slíkra at- hafna. Með frumvarpsgreininni er því aðeins lagt til að sérrefsiákvæði gildi um háttsemi af þessu tagi og að heimilt sé að beita fangelsi allt að þremur árum þegar maður hvet- ur opinberlega til hryðjuverka. Um opinbera hvatningu til hryðjuverka Róbert R. Spanó skrifar um tillögu að banni við opinberri hvatningu til hryðjuverka » Fjallað er um tillöguað banni við op- inberri hvatningu til hryðjuverka í nýlegu frumvarpi dómsmála- ráðherra til breytinga á almennum hegning- arlögum. Róbert Spanó Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður refsi- réttarnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.