Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BJÖRGUNARMENN í Úkraínu leit- uðu í gær enn að 28 mönnum sem eru lokaðir inni í kolanámu við Zas- jadko, skammt frá borginni Do- netsk austast í landinu, en þar varð sprenging í metangasi á sunnudag og er vitað að minnst 72 létu lífið. Náman við Zasjadko er ein af þremur stærstu kolanámum Úkra- ínu en þær eru allar í austurhlut- anum og búnaður þeirra afar gam- aldags auk þess sem viðhald hefur verið lélegt. Margir af þeim sem komust lífs af urðu fyrir eitrun af völdum metangass og eru enn á sjúkrahúsi. Andri Kljúev aðstoð- arforsætisráðherra tjáði frétta- mönnum að björgunarmennirnir hefðu orðið að gera tímabundið hlé á störfum sínum vegna gífurlegs hita niðri í námunni. „Eldarnir halda áfram að brenna,“ sagði Míhajlo Volníets, sem á sæti í rannsóknarnefnd vegna slyssins. „Við erum að reyna að slökkva þá.“ Erfitt björgunarstarf í kolanámunni í Úkraínu AP Missir Syrgjandi ættingi við kola- námuna í Úkraínu í gær. VERKFALL járnbrautarstarfsmanna í Frakklandi vegna breytinga á lífeyrisréttindum þeirra hefur nú staðið í rúma viku og þar að auki búa samtök opinberra starfsmanna sig nú undir mótmælaaðgerðir í dag gegn efnahagsráðstöfunum stjórnar Nicolas Sarkozys forseta. Mjög reynir nú á staðfestu forsetans sem hét í kosninga- baráttunni að koma í gegn umbótum eins og leiðréttingu á umdeildum og afar rausnarlegum lífeyrisréttindum járnbrautarstarfsmanna. Aðeins 51% Frakka segist nú í könnunum bera traust til Sarkozys. Allmargir járnbrautarstarfsmenn hafa aftur hafið störf og hefur það dregið nokkuð úr vandanum sem almenningur þarf að kljást við, um þriðjungur jarðlesta í París var í notkun í gær. Fréttavefur BBC sagði að stéttarfélögin hefðu samþykkt að ræða við vinnuveitendur á morgun, miðvikudag, eftir að hafa haft samráð við félagsmenn sína. Fréttaskýrendur eru ekki bjartsýnir á lausn þar sem almennir félagsmenn eru taldir vera herskárri en leiðtogarnir. Áfram verkfall meðal járnbrautarstarfsmanna Nicolas Sarkozy UMMÆLI Jóhanns Karls Spán- arkonungs er hann spurði Hugo Chavez, forseta Venesúela: „Af hverju þegirðu ekki?“ eru nú orðin að vinsælum hringitón á Spáni og meðal óvina Chavez í Venesúela. AP Dóni! Konungur skammar Chavez á fundi ríkja í Rómönsku Ameríku. „Af hverju þegirðu ekki?“ Í ÓBIRTRI skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að lífverðir þing- manna hafi skotið á hóp barna eftir sprengjutilræði sem talið er hafa kostað 77 manns lífið 6. nóvember. Ekki kom fram hversu mörg börn létu lífið í skothríðinni. Skutu á börn FYRIRHUGUÐU verkfalli hjúkr- unarfræðinga í Finnlandi var aflýst á síðustu stundu í gær með sam- komulagi um að laun þeirra yrðu hækkuð um 22-28% á fjórum árum. Verkfall hefði lamað starfsemi sjúkrahúsa í landinu. Verkfalli aflýst LÖGREGLAN í Noregi handtók í gær mann vegna gruns um að hann hefði hótað skotárás á Erdal- miðskólann nálægt Bergen á mynd- skeiði á samskiptavefnum You- Tube. Í hótuninni var skírskotað til skotárásar sem kostaði níu manns lífið í finnskum skóla 7. nóvember. Árás hótað Tókýó. AFP, AP. | Stjórnvöld í Ástr- alíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi gagnrýndu hvalveiðar Japana harkalega í gær eftir að sex japönsk hvalveiðiskip lögðu úr höfn til að veiða yfir þúsund hvali. Japanir segja þetta mestu hvalveiðar sínar í vísindaskyni til þessa. Japanir ætla að veiða allt að 935 hrefnur, 50 hnúfubaka og 50 lang- reyðar. Er þetta í fyrsta skipti sem hnúfubakar eru veiddir í verulegum mæli síðan hnúfubaksveiðar voru stöðvaðar fyrir rúmum 40 árum þeg- ar þessi hvalategund var í mikilli út- rýmingarhættu vegna ofveiði. Bandarísku hvalaverndunarsam- tökin ACS telja að hnúfubökum hafi fjölgað í u.þ.b. 30.000-40.000 en um- hverfisverndarsamtökin WCU telja tegundina enn í útrýmingarhættu. Japanir segja að fyrirhugaðar veiðar þeirra á 50 hnúfubökum hafi lítil áhrif á stofninn. „Ætlar hann að skjóta þá?“ Helen Clark, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsti þessari fullyrð- ingu Japana sem „blekkingu“. „Það hefði verið betra ef japönsku hval- veiðiskipin hefðu verið kyrr og ekki haldið til veiða undir því yfirskini, með þeirri blekkingu og fullyrðingu að þetta séu vísindaveiðar þegar þeir vilja drepa þúsund hvali,“ sagði hún. Stjórn Ástralíu gagnrýndi einnig veiðarnar og kvaðst hafa orðið fyrir „miklum vonbrigðum“ með þá ákvörðun Japana að halda veiðunum áfram. Robert McClelland, talsmaður Verkamannaflokksins í Ástralíu í ut- anríkismálum, sagði að ef flokkurinn kemst til valda myndi hann senda herskip á eftir japanska hvalveiði- flotanum til að taka myndir af veið- unum. Skoðanakannanir benda til þess að Verkamannaflokkurinn sigri í þingkosningum sem fram fara í Ástralíu á laugardaginn kemur. „Ætlar hann að skjóta þá?“ sagði John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, um þessi ummæli McClel- lands. Hart deilt á hvalveiðar Verkamannaflokkurinn í Ástralíu hótar að senda herskip til að taka myndir af veiðum Japana komist flokkurinn til valda Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HRÖÐ iðnvæðing með markaðs- væðingu og flutningur fólks úr sveit í þéttbýli hafa leyst hundruð millj- óna Kínverja úr fjötrum örbirgðar síðustu þrjá áratugina. En jafnframt er álagið á vistkerfið orðið svo mikið að það gæti brostið. Mengunin er orðin slík að stjórnvöld þora ekki lengur að birta skýrslur sérfræðinga um áhrifin á heilsufar þjóðarinnar. Mengun veldur því að krabbamein er orðið algengasta banamein í land- inu, að sögn ráðuneytis heilbrigð- ismála í Kína. „Venjan er sú að iðn- ríki takist á við umhverfisvandamál þegar þau eru rík,“ segir Ren Yong, loftslagsfræðingur í Peking. „Við þurfum að fást við þau meðan við er- um enn fátæk, við höfum enga fyr- irmynd til að fara eftir.“ Ráðamenn í Peking segja vand- ann eiga að hluta til rætur erlendis. Ríkar vestrænar þjóðir láti kín- verskar verksmiðjur framleiða ódýr- ar vörur handa sér og skeyti ekkert um að fyrirtækin mengi árnar eða dæli óþverra út í andrúmsloftið. Í grein í bandaríska blaðinu The New York Times er bent á að Hu Jintao forseti hafi fyrir þrem árum gert áætlun um að draga úr orkusó- un og tryggja betri aðgang að hreinu lofti og drykkjarvatni, um að stefnt skyldi að „grænni þjóðarfram- leiðslu“. En ekkert bendi til að markmiðin náist. Þeim sé ekki fylgt eftir, taumlaus spilling og and- spyrna leiðtoga úti í héruðunum við allar hömlur á hraðan hagvöxt séu þröskuldar sem hafi reynst óyf- irstíganlegir. Annað sem tefji fyrir umbótum sé að gæði eins og land, rafmagn, olía og bankalán séu enn tiltölulega ódýr. Stjórn kommúnista beiti ekki aðferðum sem hafi gefist vel í Japan og mörgum Evr- ópulöndum, þ.e. að hækka verðið á þessum gæðum með skattlagningu til að ýta undir hagkvæmni. Ráðamenn úti í héruðunum hunsi oft reglur um umhverfisvernd, opni jafnvel námur og verksmiðjur sem áður hafi verið lokað með skipunum frá Peking. Beitt sé fáránlegum blekkingum. Þannig hafi embætt- ismenn í Yunnan í suðurhlutanum reynt að fegra fjallið Laoshou, sem hafði verið notað sem steinnáma, með því að láta úða grænni málningu yfir margar ekrur af grjóti! Fjöllin máluð græn Spilltir héraðsleiðtogar í Kína hunsa fyrirmæli stjórnvalda í umhverfismálum og beita fáránlegum blekkingum AP Næststærst Aðeins Bandaríkin framleiða nú fleiri bíla en Kína. Í HNOTSKURN »Kína framleiðir nú helm-inginn af öllu sementi og rúðugleri í heiminum, þriðj- unginn af öllu áli og stáli. Orkunotkun þeirra við stál- framleiðslu er fimmtungi meiri á tonn en að jafnaði í heiminum. »Um 560 milljónir Kínverjabúa í borgum, aðeins um 1% þessa mannfjölda andar að sér lofti sem telst öruggt sé miðað við staðla Evrópusam- bandsins. UMHVERFISVERNDARSINNAR í Brasilíu fást við 12 tonna þunga hrefnu sem þeir björguðu í liðinni viku af sandrifi í þverá Amason-fljótsins, Tapajos. Hvalurinn var fjarri náttúrulegum heimkynnum sínum en rifið er um 900 km frá sjó. Hann hvarf á brott en á sunnudag sást hann á ný og var aftur strandaður á rifi í ánni. Reuters Hrefna ruglast í ríminu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.