Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fátt er eins fjarri mér og aðdansa þegar ég geng inn íbókabúðir. „Úúúúú baby baby.“ ómaði þó undir háværum diskótakti þegar ég gekk inn í bókaverslun á dögunum, allt benti til þess að þarna ætti fólk að vera á leið á djammið. En þar sem það var miður dagur á mánu- degi efast ég stórlega um annað en tónlistarvalið hafi stafað af lélegri næmi starfsmanna á bókabúða- tónlist. Ég lét mig þó hafa það að dvelja inni í búðinni og þar sem ég gluggaði í hámenningarlegar bæk- ur komu háværar auglýsingar frá pitsustöðum og síðan kom annað danslag með kynþokkafullum texta. Einhvern veginn tók tónlistin yfir ánægju mína af því að skoða bækurnar og ég forðaði mér út úr búðinni sem fyrst. Inni í bókabúðum á ekki að vera diskó heldur hugljúf tónlist í takt við stemninguna sem þar á að ríkja. Viðskiptavininn á að langa til að dvelja í búðinni, fletta bókum, glugga í tímarit og eyða svo nokkr- um þúsundköllum í eitthvað áhuga- vert. En þetta tónlistarval starfs- mannanna fékk mig til að ganga út án þess að eyða krónu.    Þar sem ég rölti síðan áfram úrbókabúðinni rak á fjörur mín- ar tískuvöruverslun. Þar inni var viðeigandi diskótónlist sem passaði við fötin í versluninni en tónlistin var svo hátt stillt að varla gat talist líft inni í búðinni. Ég horfði á afgreiðslukonurnar öskra sín á milli og viðskiptavin taka fyrir eyrun, ein mamman hristi höfuðið og dró dóttur sína út úr versluninni. Víst er einhver sál- fræði sem segir að hávær tónlist fái fólk til að kaupa meira en ef hún fer yfir ákveðin hávaðamörk hlýtur hún að fæla fólk út frekar en inn. Yfirleitt finnst mér tónlist íbúðum hér á landi eiga vel við það sem í verslununum fæst. Skrítið finnst mér samt þegar stillt er á útvarpsstöð í staðinn fyrir að geisladiskar séu spilaðir, auglýsingar og tal á milli laga eyðileggur stemninguna sem tón- listin á að vekja. Sérstaklega finnst mér óviðeigandi þegar stillt er á útvarp á veitingastöðum. Út- varpið getur engan veginn skapað þá huggulegu stemningu sem krafist er af veitingastöðum. Hvað þá að viðeigandi sé að plötusnúðar þeyti skífum með graðhestatónlist á einum fínasta veitingastað borg- arinnar þar sem fólk er að reyna að eiga rómantíska stund eins og Víkverji fjallaði um í Morg- unblaðinu í gær. Bókabúðatónlist AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir »Ég horfði á af-greiðslukonurnar öskra sín á milli og viðskiptavin taka fyrir eyrun. Morgunblaðið/Jim Smart Ró Í bókabúðum á ekki að óma graðhestatónlist, að mati greinarhöfundar. ingveldur@mbl.is 17.11.2007 3 6 7 31 34 5 2 2 9 4 9 8 0 1 4 5 14.11.2007 8 20 22 33 39 45 2424 26 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI HVERNIG TÓKST EINUM BLÖKKUMANNI AÐ VERÐA VALDAMEIRI EN ÍTALSKA MAFÍAN? / ÁLFABAKKA SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ERU EINU BÍÓIN Á ÍSLANDI SEM BJÓÐA UPP Á DIGITAL OG 3-D REAL TÆKNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SÝND Í ÁLFABAKKA AMERICAN GANGSTER kl. 5D - 8D - 10 B.i.16.ára DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 5 - 8 LÚXUS VIP JESSE JAMES kl. 8 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára THE INVASION kl. 8 B.i.16.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝN. kl. 6 LEYFÐ "RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!" Ó.E. A.T.H. BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM. eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS KÚREKAR tóku sporið, grimmir kettir sýndu klærnar, táningar umbreyttust í neonljósasýningu, klappstýrur og kóngafólk tóku sporið á meðan aðrir fóru í höfr- ungahlaup. Allt gerðist þetta á lokakvöldi undanúrslitanna í Skrekk, hæfileikakeppni ÍTR og grunnskóla Reykjavíkurborgar, sem fram fór í gærkvöldi. Þá voru áhorf- endur fengnir til þess að taka höfuð, herðar, hné og tær, svona á milli þess sem þeir klöppuðu fyrir hæfileikafólkinu unga. Í kvöld eru svo úrslitin sjálf með þátttöku skólanna átta sem tilteknir eru hér til hliðar. Frá þeim verður sýnt beint á Skjá einum klukkan 19 og stendur útsending í um tvo tíma. Klappstýrur og kóngafólk Höfrungahlaup Gamlir leikir gleymast ei. Lúðar Skilaboð klappstýranna fóru ekki fram hjá neinum. Þögn Kóngafólkið sussar á áhorfendur. Dans Tvær stúlkur dansa frá hvor annarri. Morgunblaðið/Ómar Villta skrekkið Kúrekar dansa líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.