Morgunblaðið - 20.11.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 20.11.2007, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                                                          !                                     !   "  !              #$#  #$# #$##$##$#  #$# #$#  #$# #$##$##$#  #$# " # $# %& '    () *   +,(    () *   +,(   () *   +,(          -  -   !" # $%&  .& (&  ## /# 0  1  /  !  ). 2 *  . .    !/'    !/( &!   !/  . .  34 !  (   !#  &  .& (& /#   1 ,. /  %  #.&(&  #/  ! &!(&  #  /  !   (   #$#  #$# #$##$##$#  #$#   %   %     %   & % AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa nam 57,9 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2007 saman- borið við 52,4 milljarða á sama tíma- bili 2006. Aukningin nemur 5,5 millj- örðum króna eða 10,6% milli ára. Aflaverðmæti ágústmánaðar er óbreytt frá ágúst í fyrra, 6 milljarð- ar. Aflaverðmæti botnfisks var í lok ágúst orðið 43 milljarðar miðað við 39,3 milljarða á sama tíma árið 2006 og er um 9,4% aukningu að ræða samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands. Verðmæti þorskafla var 21,4 milljarðar og jókst um 18,2%. Aflaverðmæti ýsu nam 9,4 milljörðum, sem er 22% aukning, og ufsaaflinn dróst saman að verðmæti um 10,8%, var 2,8 milljarðar króna. Verðmæti flatfisksafla dróst saman um 15,3%, nam 3,3 milljörðum króna. Mikið munar um loðnuna Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 28,8% og nam 10,8 milljörðum. Munar þar mest um verðmæti loðnu sem nam 4,2 milljörðum samanborið við 2,2 milljarða í fyrra og kolmunna að verðmæti 3 milljarðar samanborið við 3,5 milljarða 2006. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands var 25 milljarðar króna, sem er aukning um 5,3 millj- arða eða 26,6%. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu inn- anlands jókst um 15,2%, var 9,4 milljarðar. Aflaverðmæti sjófryst- ingar var 16,5 milljarðar og dróst saman um 5,5% frá fyrra ári. Verð- mæti afla sem fluttur er út óunninn nam 5,8 milljörðum sem er 3,5% aukning. Skýringar á auknu aflaverðmæti liggja fyrst og fremst í hækkun á fiskverði upp úr sjó. Það hefur fylgt verðhækkunum á erlendum mörkuð- um. Yfirleitt er um minni fiskafla að ræða nú en á síðasta ári, en þó ekki í loðnu. Þar varð umtalsverð aukning. Gengi krónunnar hefur svo áhrif. Hátt gengi getur leitt til lækkunar í íslenzkum krónur þrátt fyrir hækk- anir ytra. Það á fyrst og fremst við um frystiskipin, sem selja afurðir sínar beint utan. Fyrstu átta mánuði ársins var verðmæti landaðs afla mest á Suð- urnesjum, 11,4 milljarðar króna. Höfuðborgarsvæðið fylgdi fast á eft- ir með 10,3 milljarða. Verðmæta- aukning á Suðurnesjum var 29% miðað við sama tíma í fyrra en 4,6% samdráttur á höfuðborgarsvæðinu. Aflaverðmæti 10,6% meira Aflaverðmæti mest á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu                   !    " #   $ %   % &''    ()  ** +, -     .//.01 101 222301 20. 0                 4  5   .610/ 660 2 /0 3.0 20/ ! "# !    . 201 610 0 /602 0 #!  616220 6160/ 36.10. 32/0 01 $"$!       ÚR VERINU RÍKISSTJÓRNIN á að beita sér fyr- ir lagabreytingu þannig að heim- ildum Íslands til losunar á gróð- urhúsalofttegundum vegna stórframkvæmda sé ekki eingöngu ráðstafað til atvinnuuppbyggingar á suðvesturhorni landsins. Þetta kom fram í svari Össurar Skarp- héðinssonar iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunn- arssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, á Alþingi í gær. Kristinn hafði áhyggjur af atvinnuástandi í Þingeyjarsýslu og vildi vita hvort ríkisstjórnin hygðist styðja upp- byggingu álvers á Bakka við Húsa- vík. Össur sagði ríkisstjórnina ekki hafa tekið formlega ákvörðun en að ekkert benti til þess að hún legðist gegn framkvæmdinni. Uppbygging álvers væri þó háð því að orka feng- ist til vinnslu. Dreifing losunar- heimilda Björn Bjarnason 11. nóvember 2007 Skrítnar þingfréttir Frumvörp til laga eru ekki flutt til að allir séu sammála um efni þeirra, heldur í því skyni að fá þau samþykkt eftir þinglega með- ferð [...]. Hið sér- kennilega við þing- fréttir samtímans er að það þykir oftast fréttnæmara sem andmæl- endur í minnihluta segja heldur en það sem í frumvarpinu segir [...]. Meira: bjorn.is Guðfríður Lilja 18. nóvember Hvers vegna? Hvers vegna tökum við þennan bita sem við ætlum ekki að taka, þennan sopa sem við ætlum ekki súpa, hvers vegna gerum við ekki einmitt það sem við ætlum að gera, hvers vegna breytum við ekki einmitt því sem við ætlum að breyta? Meira: vglilja.blog.is ENGAR reglur eru til á Íslandi um meðferð upplýsinga úr erfðamengj- um á borð við þær sem Íslensk erfðagreining býður nú ein- staklingum til sölu. Ásta R. Jóhann- esdóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði heilbrigðisráðherra út í þetta á Alþingi í gær og vakti at- hygli á því að slíkar upplýsingar vörðuðu ekki aðeins þann sem keypti þær heldur gæfu þær á sama tíma upplýsingar um nána ættingja. „Þessar upplýsingar geta verið eft- irsóttar, t.d. fyrir tryggingafélög, vinnuveitendur og fleiri,“ sagði Ásta og velti því upp hvort ekki ætti að setja reglur um meðferð svona upplýsinga og hverjir geti fengið aðgang að þeim. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra sagði jákvætt að menn gætu aflað sér upplýsinga um heilsufar sitt og sagði það bjóða upp á ýmsa möguleika en sann- arlega hættur líka. Þess vegna yrði farið yfir þessi mál með þeim sem hefðu tjáð sig um þau. „Það er hins vegar ekki búið að taka ákvörðun um vettvanginn eða hvernig það mál verður unnið,“ sagði Guð- laugur. Engar reglur hérlendis um sölu erfðamengja Morgunblaðið/Ómar Í skoðun Heilbrigðisráðherra ætlar að skoða hvort setja þurfi reglur um meðferð upplýsinga úr erfðamengjum einstaklinga. Hreyfing á hlutunum Umræður gengu hratt fyrir sig á Al- þingi í gær en auk óundirbúinna fyr- irspurna voru bæði stjórnar- og þing- mannamál á dagskrá. M.a. mælti félagsmálaráðherra fyrir frumvarpi til breytinga á greiðslum til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Fulltrúar allra flokka tóku þátt í umræðunum og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Ekkert óhollt Ásta R. Jóhann- esdóttir, Samfylk- ingu, mælti í gær fyrir þingsályktun- artillögu þess efn- is að heilbrigð- isráðherra kanni hvort grundvöllur sé fyrir að setja reglur um tak- mörkun auglýs- inga á óhollri mat- vöru sem beint er að börnum. Markmiðið er að sporna við offitu. Ásta leggur m.a. til að ráðherra leitist við að ná samstöðu með framleið- endum, innflytjendum og auglýs- endum um að matvara sem inniheld- ur mikla fitu, sykur eða salt verði ekki auglýst í sjónvarpi þegar barnaefni er á dagskrá. Orkuverð sé opinbert Skilyrði fyrir virkjanaleyfi verður að orkuverð og aðrir samningsskilmálar séu opinberir og öllum aðgengilegir, ef frumvarp þingmanna Vinstri grænna verður að lögum. Stein- grímur J. Sigfússon mælti fyrir því í gær en einkum er horft til stórnot- enda eða heildsölu til stórkaupenda sem síðan endurselja og dreifa orkunni. Styrki löggjafarvaldið Kristinn H. Gunnarsson mælti í gær fyrir frumvarpi frá þingmönnum Frjálslynda flokksins þar sem lagt er til að heimild fjármálaráðherra til að greiða úr ríkissjóði án heimildar í fjár- lögum verði felld úr gildi. „Verði frum- varpið að lögum mun það styrkja lög- gjafarvaldið og stefna að aðgreiningu þess og framkvæmdarvaldsins,“ segir í greinargerð. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag. Fjár- málaráðherra mun mæla fyrir frum- varpi til fjáraukalaga og dóms- málaráðherra fyrir lagafrumvörpum um meðferð sakamála og einkamála. Ásta R. Jóhannesdóttir ÞETTA HELST ... Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÁKVÖRÐUN fjármálaráðherra að veita Skiptu hf., móðurfélagi Símans, þriggja mánaða frest til að bjóða að lágmarki 30% hlutafjár til sölu og skrá fyrirtækið í Kauphöll var eðli- legt viðbragð við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde for- sætisráðherra á Alþingi í gær en Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi ákvörðunina harð- lega. „Nú bera menn fyrir sig að des- embermánuður sé ekki heppilegur tími til að uppfylla þessi ákvæði kaupsamningsins sem legið hafa fyr- ir í meira en tvö ár, og sömuleiðis að þeir hafa gert tilboð í slóvenskt símafyrirtæki,“ sagði Steingrímur og spurði hvaða fordæmi það gæfi að falla frá skýlausum kröfum í kaup- samningi. „Mér sýnist að hér vaki aðallega fyrir eigendunum að þeir óttist að almenningur kunni að fá hlutina á óþarflega hagstæðu verði.“ Geir sagðist hins vegar ekki telja málið skapa nein óeðlileg fordæmi og að það skipti ekki sköpum fyrir væntanlega hluthafa eða kaupendur í fyrirtækinu hvort fresturinn yrði veittur eða ekki. „Þvert á móti tel ég að það sé líklegra til að gera bréfin í Símanum að góðri markaðsvöru sem verslað verður með ef þessi frestur er veittur,“ sagði Geir. Eðlileg viðbrögð eða mjög slæmt fordæmi? Í HNOTSKURN » Íslenska ríkið seldi Sím-ann árið 2005 með því skil- yrði að almenningur gæti keypt að lágmarki 30% hlut í fyrirtækinu fyrir árslok 2007. » Fjármálaráðherra hefurnú heimilað frestun. ÞINGMENN BLOGGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.