Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 25
Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. æskulýðs- og íþróttastarfi. Mörg sveitarfélög, m.a. Akureyrarbær hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þessa og hafa lagt áherslu á að koma til móts við foreldra með niðurgreiðslu tómstundagjalda. Við foreldrar verð- um einnig að styðja unglinga í því að taka meðvitaða ákvörðun um að snið- ganga áfengi eins lengi og nokkur kostur er, því hvert ár skiptir máli. Eitt af því mikilvægasta í upppeldi barnanna okkar er að styrkja sjálfs- mynd og sjálfsvitund þeirra og gera þau að sterkum einstaklingum sem hafna vímugjöfum, – einstaklingum sem þora að segja nei og bera virð- ingu fyrir sjálfum sér eða sjálfri sér. Forvarnir eru flókið viðfangsefni og enginn einn getur náð árangri á eigin spýtur en saman getum við unnið þrekvirki. Hver og einn skiptir máli. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 25 Á SÍÐASTA ári birtist í Morg- unblaðinu viðtal eftir Agnesi Bragadóttur undir yfirskriftinni ,,Eru með kverkatak á íslensku þjóðinni“ þar sem ég segi að tíma- bært sé að íslenska þjóðin kynnist því hvernig vinnubrögð- um Baugsmenn beita til þess að ná sínu fram. Ég undrast ekki að fólk þori ekki að koma fram undir nafni, það gæti átt von á því að fá á sig dóm. Í framhaldi af um- ræðu undanfarinna daga tel ég mig knú- inn til að segja frá þeirri málsmeðferð sem ég fékk eftir að ég kom fram ,,undir nafni“ og lét yfirvöld á Íslandi vita hvernig Bónus-feðgar, með Tryggva Jóns- son í broddi fylkingar, misnotuðu Baug, sem þá var almennings- hlutafélag, í eigin þágu. Í kjölfar ákvörðunar minnar fór fljótlega að gæta mikils persónulegs níðs gagnvart mér og mínu fólki í Baugsmiðlum og augljóst í hvert stefndi. Bónusfeðgar, ásamt Gesti Jóns- syni, lögmanni, réðust ítrekað að Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, fyrir að ég skyldi ekki ákærður. Þetta er lík- lega eina dæmið í íslenskri rétt- arsögu, þar sem verjandi eins ákærðra heimtar að annar sé líka ákærður. Síðan var settur rík- issaksóknari beittur óeðlilegum þrýstingi í því skyni að ég yrði ákærður. Hið sorglega er að ákæruvaldið lét undan þeim of- sóknum sem Baugsmenn og lög- menn þeirra háðu af ótta við þau völd sem þeir beita með fjöl- miðlum sínum til að koma höggi á starfsheiður og æru manna. Viltu breyta fyrri framburði þínum í Baugsmálinu? Í Baugsmálinu, þessu alvarlega máli um auðgunarbrot og fleira, var ég allan tímann yfirheyrður sem vitni, eða þar til 22. febrúar 2006. Þá var ég beðinn um að koma í skýrslutöku og var ég þá spurður einnar spurningar. Viltu breyta fyrri framburði þínum? Eða viltu staðfesta hann? Mér var hugsað til þeirra mörg hundruð blaðsíðna, sem eftir mér höfðu verið skráðar við rannsókn Baugs- málsins, og svaraði: „Að sjálfsögðu stend ég við framburð minn, enda er hann réttur og allt satt, sem þar kemur fram.“ Í framhaldi var ég ákærður og síðar dæmdur. Ég fékk sama dóm og Jón Ásgeir. En Tryggvi Jóns- son fékk reyndar þyngri dóm. Þrátt fyrir dómana yfir þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni mætti halda að Íslend- ingar og flestir fjölmiðlar telji enn að Baugsmálið sé tilbúningur óvildarmanna Baugs. Ákæru vísað frá dómi Í fyrri dómi Héraðsdóms Reykja- víkur 3. maí 2007 mál nr. S-514/ 2006 segir orðrétt: „Þegar hins vegar er litið til umfangs fyrri lögreglurannsóknar, þar sem ákærði hafði stöðu vitnis, verður ekki hjá því komist að líta á þessa einu skýrslu sem mála- myndaskýrslu sem ekki breytir þeirri staðreynd að hann hafi haft stöðu vitnis alla rannsókn málsins þótt hann væri í raun að tjá sig um atriði er hefðu getað leitt til ákæru á hendur honum. Með vísun til framangreinds er það niðurstaða dómsins að ákærði Jón Gerald Sul- lenberger hafi ekki notið þeirra réttinda sakbornings við lög- reglurannsókn málsins sem nefnd lagaákvæð áskilja. Ákæra á hendur honum verður því ekki reist á lög- reglurannsókninni og verður ákær- unni vísað frá dómi hvað ákærða varðar.“ Tel ég þetta vera rétta niðurstöðu eins og allir löglærðir menn sem að þessu máli hafa kom- ið. Hver eru síðan skilaboð Hæstaréttar Íslands? Hann kveður upp dóm 1. júní 2007 nr. 254/2007 þar sem hann sendir málið til baka í héraðsdóm og skipar að ég skuli dæmdur þar sem ég hafi staðfest fyrri fram- burð minn hjá lögreglu eins og fram hefur komið og bæri að leggja dóm á framburð minn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ég staðfesti fyrri framburð minn. Sem sagt, allt sem ég sagði um brotlega viðskiptahætti Baugs- manna sem var rétt og satt og fyr- ir það ber að dæma mig! Ég átti því að ljúga og bera fyrir mig minnisleysi líkt og ýmis vitni Baugsmanna, þar á meðal núver- andi alþingiskona sem starfaði fyr- ir Baug, Jón Ásgeir og fjölskylda ásamt öðrum vitnum Baugsmanna. Hver eru skilaboðin frá Hæsta- rétti? Jú, það ber að gera lítið úr öllu Baugsmálinu og fá sendiboð- ann dæmdan sem glæpamann og skúrk málsins. Sagan geymir vissulega mörg dæmi um að boð- berar válegra tíðinda séu látnir gjalda þess að flytja tíðindin. Ég hélt að það væri unnt að treysta á réttsýni íslenskra dómstóla, en svo virðist ekki vera. Þeir brugðust mér augljóslega í þessu máli og þar með öllum sem segja sannleikann undir nafni. Það er refsivert að mati Hæstaréttar Íslands. Fyrir það skal refsað – um það gaf rétturinn héraðsdómi fyrirmæli. Ef starfsfólk fyrirtækja Baugs- manna, heildsalar á Íslandi eða aðrir þeir sem vitneskju hafa um misferli sem fram fer innan veggja Baugs eða þeirra fyrirtækja og tjá sig um það, eiga þeir aðilar á hættu að verða ákærðir og dæmd- ir fyrir það. Ef það eru skilaboð dómstóla er íslenska þjóðin í mikl- um vanda. Ég hvet íslensku þjóðina til að vakna, losa sig undan takinu og tala hiklaust undir nafni. Koma fram og segja sannleikann um Bónus, Baug og hvað annað, sem grefur undan sjálfsvirðingu þjóð- arinnar. Sannleikurinn skal alltaf vera sagna bestur Jón Gerald Sullenberger skrifar um Baugsmálið »Ég hvet íslenskuþjóðina til að vakna, losa sig undan takinu og tala hiklaust undir nafni. Jón Gerald Sullenberger Höfundur er framkvæmdastjóri Nordica, Inc. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið SIGLINGASTOFNUN Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til fjórða fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Samgöngur og umhverfi • Vegagerð og umhverfi. Matthildur Bára Stefánsdóttir deildarstjóri hjá Vegagerðinni. • Losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum. Jón Bernódusson skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun. • Græn framtíð flugsins. Sveinn V. Ólafsson verkfræðingur hjá Flugmálastjórn. • Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2007 kl. 15 - 17 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 20. nóvember 2007. Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið Bónus- vinningur 43 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! Fá›u flér mi›a fyrir kl. 17 á morgun e›a taktu séns á a› missa af flessu ! LANG STÆRSTI BÓNUS- VINNINGUR ÍSLANDS- SÖGUNNAR? E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 8 6 7 Potturinn stefnir í 50 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 200 milljónir og nú er komin upp sú skemmtilega staða að þú getur hugsanlega unnið bónuspott upp á heilar 43 milljónir. Ekki gleyma að vera með, nældu þér í áskrift.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.