Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Út, út.
VEÐUR
Smám saman er að komast mynd áþað hvernig málefni Orkuveit-
unnar varðandi REI munu þróast.
Útrásin heldur áfram.
En það er athyglisvert að það ger-ist með ótrúlega svipuðum hætti
hjá nýjum
meirihluta og
þeim gamla.
Svonefndur
stýrihópur
kjörinna full-
trúa stýrir
málinu án þess
að mega tjá sig um það við kjós-
endur sína. Og þátt í leyndinni taka
allir stjórnmálaflokkar.
En svo raðast saman setning hérog setning þar og allt í einu blas-
ir við mynd.
Nú síðast lak það út úr stýrihópn-um að til stæði að REI keypti
hlut í GGE og á móti myndi GGE
kaupa eignir REI. Það ku vera í sam-
ræmi við einn af liðum svonefndrar
„sáttatillögu“ meirihlutans í stýri-
hópnum sem Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson hefur kallað eftir í borg-
arráði.
Bryndís Hlöðversdóttir, stjórn-arformanni OR, hefur jafnframt
verið falið að ræða við eigendur REI
og GGE um stöðu og framhald máls-
ins og að gera eigendum grein fyrir
framgangi viðræðna á eigendafundi
REI á föstudag. Kjörnir fulltrúar
neita að ræða þessa þróun og vísa til
stýrihópsins. Ekki eru þó allir á einu
máli um að þessi mál hafi yfir höfuð
verið rædd þar.
Borgarstjóri segir að standa þurfivörð um hagsmuni borgarbúa í
útrásinni og að mikilvægt sé að ná
samkomulagi við GGE. Og ljóst er að
menn eru þegar farnir að vinna
ákveðnum hugmyndum og tillögum
framgang innan OR og stjórnkerf-
isins. Sú mynd birtist kjósendum að
einhverju leyti á eigendafundi REI
næsta föstudag.
STAKSTEINAR
Myndin að skýrast?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
"##"
"##"$%$
&$
&
"##"$%$
&$
&
#
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
!
!
#
#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
&
'
'
& & &
& & & & &
&
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
*$BC $$
!" #
$
%
*!
$$B *!
(
%)*$
$)$
+
,
<2
<! <2
<! <2
(
*#"$-
#
.$/ " #0
C! -
/
&
'"'() *
+
!
$
<7
%
+
*
!
8
& ,* - $" '.
$ %
12""$%$ 33
#" $+%$4
+ $-
#
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Gunnar R. Jónsson | 19. nóvember
Þökk sé fyrir
Atla Gíslason
… Ég verð að játa að
mér dauðbrá þegar ég
stóð sjálfan mig að því
að rísa upp við dogg
og fara að hvetja Atla
Gíslason áfram sem
mest ég mátti. Atli má
reyndar eiga það að hann er einn
af fáum í þingliði Vinstri grænna
sem eru ekki fullir af belgingi og
vanstillingu …
Sú kreddufulla umræða sem
þarna var á borð borin var skelfi-
leg.
Meira: grj.blog.is
Gestur Guðjónsson | 18. nóvember
Fáránlegur
málflutningur Eiríks
… Eiríkur Bergmann
leyfir ekki at-
hugasemdir á bloggi
sínu. Í sinni síðustu
færslu segir hann:
„Birkir Jón Jónsson,
sem kynnir sig stjórn-
málamann á Alþingi og í Fram-
sóknarflokknum, fellur í þann
grautfúla pytt sumra stjórnmála-
manna sem þrýtur rök að ráðast að
starfsheiðri manna.“ … hann kem-
ur ekki með nein rök eða skýr-
ingar …
Meira: gesturgudjonsson.blog.is
Stefán Friðrik Stefánsson | 19. nóv.
Spilaði U2 í
brúðkaupinu?
Háværar kjaftasögur
voru um það hvort U2
hefði spilað í brúð-
kaupi Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar og
Ingibjargar Pálma-
dóttur.
Nú heyrist að U2 hafi komið til
Reykjavíkur í flugvél á tíunda tím-
anum að kvöldi laugardagsins og
dvalið þar yfir nóttina. … Ekki
nema von að spurt sé hvað er rétt
og hvað ekki.
Meira: stebbifr.blog.is
Ragnhildur Sverrisdóttir | 19. nóv.
Hjálp!
„Hjálp! Hjálp! Er ein-
hver þarna sem getur
hjálpað mér?“
Svona hljómaði
ámátlegt kallið úr rúmi
Margrétar undir mið-
nætti í gær. Mamma
hennar stökk til og þá kom í ljós að
stelpuskottið hafði flækt sænginni
um fætur og gat ekki losað sig í ein-
um grænum. Dálítið mikil dramatík
af litlu tilefni. Og bara kallað á „ein-
hvern“ í neyðinni.
Leikrænu tilburðirnir skýrast
kannski af því að við fórum í leikhús
í gær, náðum allra, allra síðustu sýn-
ingu á Abbababb í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu. Stórskemmtileg sýn-
ing. Ég var alsæl, því sýningin var
nær unglingsárum mínum í tíma en
bernskuárum systranna, sem
skemmtu sér samt konunglega. […]
Elísabet sat ekki hjá okkur, hún
skellti sér á dýnu upp við sviðið með
Magnúsi Stormi, gamla leikskóla-
félaganum. Systur voru glaðar að sjá
hann aftur.
Eftir leikhús fórum við til afa Tor-
bens og ömmu Möggu í mat. Fyrir
matinn fóru þær systur af ein-
hverjum ástæðum að ræða um píra-
mída, hvaða fyrirbæri þetta væru
o.s.frv. Áður en ég vissi af var ég
komin út í allt of nákvæmar lýsingar
á greftrunarsiðum til forna. Ég
nefndi m.a. að stundum hefðu þræl-
ar eða þjónar verið grafnir með hús-
bændum sínum, svo þeir myndu
fylgja þeim í annan heim.
Þetta fannst þeim stórmerkilegt.
Elísabet þráspurði hins vegar hvort
þjónarnir hefðu verið samþykkir
þessu. Ég sagði að kannski hefðu
þeir verið sáttir við að fara yfir í
betri heim, en líkast til hefðu þeir nú
ekkert verið spurðir að því. „En þeir
voru ekkert að fara í betri heim ef
þeir áttu að vera áfram þjónar!“
sagði hún hneyksluð.
Alltaf skal henni takast að stinga
upp í mann.
Svo bætti hún við, að kóngurinn
eða faraóinn væri heldur ekki að
fara í betri heim, af því að þegar
hann væri dáinn þá myndi hann
hitta marga aðra dána kónga og þeir
vildu líka ráða eins og hann og af
hverju væri þetta þá betri heimur??
Til allrar hamingju buðu afi henn-
ar og amma okkur að setjast að
borðum í þeim töluðum orðum.
Meira: ragnhildur.blog.is
BLOG.IS
LAURAASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
Opið alla virka daga frá 10-18 og Laugardaga 10-16
Loksins kominn
Fatnaðurinn frá Laura Ashley