Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 19 Hafi einhver haldið að jólin byrj- uðu á höfuðborgarsvæðinu þá leið- réttist það hér með. Því á föstu- daginn byrjuðu jólin í Borgarnesi með því að þjónustufyrirtæki kveiktu á jólaljósunum og bærinn varð baðaður jólaljósum í einu vet- fangi. Meira að segja Grýla lét sig hafa það að klöngrast ofan af fjöll- um en naut þó aðstoðar Björg- unarsveitarinnar til að komast til byggða. Allsherjar jólastemning var í bænum alla helgina, verslanir og þjónustufyrirtæki voru með fjöl- breytt tilboð og alls konar uppákomur voru út um allan bæ. T.d. var ljóðasýning barna opnuð í Safnahúsinu í tilefni af degi ís- lenskrar tungu, kórar flökkuðu um bæinn, danshópur sýndi listir sínar og óhefðbundin guðþjónusta var á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtæki sameinast um tíma- setningu á jólaskreytingum og ekki annað hægt að segja en vel hafi heppnast.    Nú hefur hlaupið á snærið hjá glæsilegum konum í Borgarfirði og nærsveitum því hér hefur verið opnuð verslun með kvenfatnað í stærðum yfir 46. Verslunin er í sama húsnæði og efnalaugin Múla- kot og eigendurnir segja að með opnun verslunarinnar hafi þær lát- ið gamlan draum rætast. Fatn- aðurinn er að mestu innfluttur frá Ungverjalandi og ennfremur verða á boðstólum pólskar snyrtivörur. Sjón er sögu ríkari.    Geiri bakari hefur nýverið tekið upp á því að hafa girnileg og freistandi hádegistilboð sem er öt- ullega dreift inn á öll fyrirtæki á svæðinu með tölvupósti. Þessu hef- ur verið afar vel tekið og einstaka fyrirtæki hefur hreinlega lokað í hádeginu vegna þess að allir starfsmenn eru saman að snæða hjá Geira.    Framan af hausti vissu Borgnes- ingar ekki alveg hvað stæði til með fyrrum veitingastaðinn Nauthól sem var fluttur í heilu lagi með öll- um innanstokksmunum og tækjum upp í Borgarnes. Það er ekki laust við að maður finni fyrir nokkurri eftirvæntingu meðal bæjarbúa eftir því hvernig til mun takast þegar staðurinn verður opnaður. Stað- urinn hefur verið vel upplýstur og svei mér þá ef hann tekur sig ekki bara vel út í klettinum undir vatnstankinum græna. Heyrst hef- ur að staðurinn muni ekki verða viðbót við bensínstöðvarnar m.t.t. „hamborgara og franskra“ þemans.    Og í vikunni sem leið voru forvarn- ardagar í Grunnskólanum og félagsmiðstöðinni Óðali. Margt var brallað fyrir og fræðsla og skemmtanir fyrir nemendur í 7.-10. bekk. Nemendur fylgdu stunda- skrá í fyrsta tíma en svo tók við dagskrá forvarnardaga. Í lok vik- unnar var svo hið árlega for- varnar- og æskulýðsball í íþrótta- miðstöðinni á það var öllum skólum á Snæfellsnesi, Hólmavík, Búðardal, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð boðið. Forvarn- arvikan er dæmi um hvernig ung- lingarnir sjálfir vilja standa að for- vörnum. BORGARNES Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari Morgunblaðið/ Guðrún Vala Elísdóttir Jólastemning Grýla kerlingin lét sjá sig í Borgarnesi á föstudaginn þegar að jólaljósin voru tendruð í bænum. Eldur logar um alla sveit ogandstaðan hörð í Flóa“ var haft eftir Halldóru Gunnarsdóttur, talsmanni Sólar í Flóa, á Vísir.is. Hallmundur Kristinsson botnaði „með fíflahætti“. Enn eru víða beljur á beit og bráðlega fer að snjóa. Vinur Auðuns Braga Sveinssonar horfir mikið á íþróttir á stöðinni Sýn og á ágætan vin, sem er norskur skógarköttur. Helst þú kýst að horfa á SÝN, – hressilega spretti. En þó mesta unun þín er að strjúka ketti. Enn af gæludýrum. Elvis sendir vini sínum Basil í Hallormsstað kveðju: Óskaplega sakna ég þín, elsku vina mín og eitthvað vil ég naga eða brjóta en fyrst að þú ert langt í burtu, litla dúllan mín þá ligg ég einn og dunda við að hrjóta. „Þetta hvíslaði hann á milli hrotukviða,“ skrifar Sigurður Ingólfsson. „Hrjótandi hundar eru mjög spaugilegir, sérstaklega þegar þeir ná að yrkja upp úr svefni um sjálfa sig.“ pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af gæludýrum og fíflahætti Þú færð ráðgjöf og tilboð hjá sölufulltrúum okkar í eftirfarandi símanúmerum; Söludeild Reykjavík s. 569 2200 og söludeild Akureyri s. 460 9610. Einnig geturðu sent fyrirspurnir á netfangið soludeild@ms.is eða með bréfsíma í númer 569 2222. Á vefsíðu okkar www.ostur.is er að finna nánari upplýsingar um sælkeraostakörfurnar okkar og ostana sem í þeim eru. Gómsæt gjöf fyrir sælkera Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og viðskiptavinum www.ostur.is 15% vaxtaauki! Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót, SPRON Viðbót eða SPRON Veltubót á Netinu fyrir 3. desember nk. fá um næstu áramót 15% vaxtaauka á áunna vexti. A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og sto fnaðu reikning á spron .is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.