Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 34

Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes VILTU KOMA AÐ VEIÐA? TIL ER ÉG ÉG HEF SVO GAMAN AF VEIÐUM! NÚ SKIL ÉG AF HVERJU FÓLKI FINNST VEIÐAR SLAKANDI ÞARNA ER ANNAR! Kalvin & Hobbes Kalvin & Hobbes GRILLMATUR ER VONDUR! HANN BRAGÐ- AST ALLUR EINS Litli Svalur © DUPUIS HAAAA HEHEHEHEHE! LOKSINS! EINANGRUÐ STRÖND. ENGINN TIL ÞESS AÐ TRUFLA MIG... NÁTTÚRAN Í ÖLLU SÍNU VELDI... EITT STYKKI PARADÍS BARA FYRIR MIG ÉG VERÐ AÐ DÝFA MÉR ÚT Í. Á ÉG AÐ ÞORA? TJA... ADAM OG EVA VORU EKKI Í... HÍHÍ! KOMA SVO AAAAAH HVAÐ ÞAÐ ER GOTT AÐ FINNA UNAÐSLEGA STRAUMA VATNSINS LEIKA UM LÍKAMANN OG... SVALUR! ÉG SAGÐI AÐ VIÐ ÆTLUÐUM BARA AÐ SKOÐA. HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA MEÐ ÞESSA SKUTULBYSSU EN KENNARI... ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ VÆRI AÐ KOMA HÁKARL... dagbók|velvakandi Breyta vísu Jónasar? Á DEGI íslenskrar tungu byrjaði ég að horfa á RÚV-útsendingu um Jón- as Hallgrímsson en mér hætti snemma að lítast á blikuna þegar ein virtasta leikkona þjóðarinnar fór rangt með orð í einni af hans allra þekktust vísu: „Buxur, vesti, brók og skó …“. Háleistarnir hvítu urðu að hálfsokkum. Eflaust hefur Herdís þarna fengið handrit til að tala eftir. Er leyfilegt að breyta ljóðum eftir landshlutamállýsku? Ég er fædd og uppalin þarna nyrðra og lærði þessa vísu mjög ung. Þar hétu öll sokka- plögg leistar sem ekki náðu upp að hné. Sokkar voru bara það sem tók nánast upp í klof; ullar-, bómullar- og síðar nælonsokkar kvenþjóð- arinnar … og svo auðvitað það sem er hvítt neðan við hné á húsdýrum og gæludýrum. Þegar ég flutti suður um 1970 var hlegið að mér og mér snarlega „kennt“ að leistar væru ekki til á því landshorni. Er samt ekki fulllangt gengið að breyta vísu þjóðskáldsins svo Sunnlendingar skilji hvað átt er við? Snjólaug Bragadóttir. Auglýsingar til óbóta? HVAÐ finnst fólki um klám- og kyn- lífsvöruauglýsingar í dagblaðinu 24 stundum? Föstudaginn 16. nóv. 2007 var bls. 54 þakin alls konar auglýs- ingum um kynlífshjálpartæki, fatn- að, frásagnir o.s.frv. Þetta tiltekna dagblað er borið út frítt á öll heimili, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hissa á því að alls konar „per- vertar“ vaði uppi og margir leggist svo lágt að beita börn kynferðislegu ofbeldi? Svo er fólk einnig undrandi á því, t.d. í heilbrigðisgeiranum, að unglingar gangi langt hvað kynlíf varðar. Börn og unglingar sjá fram- angreindar auglýsingar í venjulegu dagblaði sem mamma og pabbi lesa með morgunkaffinu, þau hljóta að álykta að þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi. Ég persónulega kalla nú ekki allt ömmu mína í þessum efnum en ég er gapandi gáttuð eins nú er svo móðins að segja, jafnvel á Alþingi, þegar ég les þessa síðu. Virðingarfyllst. Kona í austurbænum. Ferndinands saknað ÉG ER afar óhress með að mynda- sagan Ferdinand sé horfin úr myndasögum Morgunblaðsins þar sem við konan mín lesum þessa myndasögu alltaf. Mér finnst Fernd- inand skemmtilegasta myndasagan. Einnig vil ég þakka nýja meirihlut- anum fyrir að ætla að hækka fast- eignagjöldin enn meir í Reykjavík. Þórir Óskarsson. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HÉR sést ekki aðeins fallegt sólarlag, sem margir urðu varir við í gær, heldur skagar nýi turninn í Kópavogi hér inn í rauðglóandi himininn. Morgunblaðið/Ómar Turninn í Kópavogi Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjasalan á landinu. Fjölbreytileg fyrirtæki 1. Mjög góður fiskibátur, 6,3 rúmlestir, tilbúinn til fiskveiða. Öll fiskleitartæki og siglingartæki fylgja. Bátur í toppstandi með 230 hestafla Cummings-vél. Smíðaár 1992. Perustefni. Hægt að yfirtaka mestallt kaupverðið í lánum. 2. Veitingaskáli á Suðurlandi. Til sölu er einn skemmtilegasti og þekktasti veitingaskáli á Suðurlandi. Þar er bensínsala, bílavörusala, matarsala, íssala, skyndibitasala, sælgætissala, lottó, spilakassar, veislueldhús, samkomur. Nýjar innréttingar og mikið nýlegt. Þegar samgöngur við Vestmannaeyjar komast á frá Bakka þá verður sölusprenging þarna og er mikil fyrir. Glæsilegur framtíðarstaður.Vínveitingar á staðnum.Tækjalisti til staðar. Einstakur framtíðarstaður. Góð afkoma. Húsið einnig til sölu. 3. Blikksmiðja. Ein sú elsta og þekktasta á landinu. Sérhæfir sig í loftræsting- um og húsaklæðningum. Öll tæki til staðar og fylgja með. Næg verkefni. 4. Lítil heildverslun með gjafavörur. Skemmtilegt lítið fyrirtæki sem flestir ráða við og hafa gaman af. Góður tími framundan. 5. Þjónustufyrirtæki með körfubíla. Er með 3 góða körfubíla í fullri vinnu. Til sölu strax vegna flutnings. Góðar tekjur. 6. Leikskóli í Kópavogi sem tekur 56 börn.Tilvalinn fyrir stór fyrirtæki sem vilja ráða mæðurnar og geyma, passa og fræða börnin á meðan þær eru að vinna. Mæður ungbarna eru besti vinnukrafturinn. Kjörin hugmynd fyrir stór verslunarfyrirtæki í Smáranum. Nægt vinnuafl í skólanum og hefur alltaf verið. 7. Sérverslun á besta stað á Laugaveginum. Selur húsmuni, skartgripi og gjafavörur. Landsþekkt verslun. Ótrúlega margt sem fylgir með þessu. 8. Sérhæfð snyrtivöruverslun í Kringlunni. Það eru fáir sem komast inn í Kringluna og ekki allir á besta stað. Til sölu strax og til afhendingar um áramót. Eru með einkaumboð fyrir vörunni. Einstakt tækifæri. 9. Skemmtilegur og fallegur veitingastaður í sjálfstæðu, nýju og fallegu húsi. Þekktur staður og sérlega fyrir einstakt jólahlaðborð. Getur tekið um 200 manns í sæti. Vinsælt í sérveislur enda passlega langt frá Reykjavík fyrir hópa. 10. Skemmtilegur bjórstaður (einu veitingarnar) með sæti fyrir um 50 manns. Nokkur púlborð eru á staðnum sem eru mjög vinsæl. Mikil framlegð og er opnað kl. 5.oo alla daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.