Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 17
SUÐURNES
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Safnari Pétur Rafnsson (t.v.) afhenti Örlygi Kristfinnssyni viðurkenn-
inguna á uppskeruhátíð norðlenskra ferðaþjónustuaðila.
Eftir Örn Þórarinsson
Siglufjörður | Örlygur Kristfinns-
son, safnstjóri og frumkvöðull á
Siglufirði, var heiðraður sérstak-
lega á uppskeruhátíð norðlensks
ferðaþjónustufólks, fyrir störf sín
að málum, minjavernd og fyrir fag-
lega uppbyggingu Síldarminja-
safnsins í Siglufirði.
Það voru Ferðamálasamtök Ís-
lands sem veittu Örlygi þessa við-
urkenningu og afhenti Pétur
Rafnsson, formaður samtakanna,
honum fallegan minjagrip úr steini
í hófi sem haldið var í lok uppske-
ruhátíðarinnar. Pétur rakti að
nokkru uppbyggingu Síldarminja-
safnsins við þetta tækifæri, allt frá
því fyrsta hús safnsins var tekið í
notkun árið 1994 og fram á þennan
dag. Einnig þær viðurkenningar
sem safnið hefur hlotið á undan-
förnum árum. Hann sagði að þarna
hefði Örlygur verið í fararbroddi
allt frá upphafi. Safnið væri mik-
ilvægur hluti í norðlenskri ferða-
þjónustu og hefði stuðlað að auk-
inni sókn ferðaþjónustunnar á
þessu svæði.
Heiðruð af Markaðsskrifstofu
,,Mér finnst að þetta sé ein af
stóru stundum lífsins. Líkt og á
Bessastöðum árið 2000 og í Aþenu
2004 þegar ég tók á móti Evrópu-
verðlaunum safna og svo hér í dag.
En kærar þakkir fyrir þetta, líka
frá Síldarminjasafninu, safninu
okkar allra,“ sagði Örlygur þegar
hann þakkaði fyrir viðurkenn-
inguna. Það var ljóst að Örlygur
var hrærður við þetta tækifæri.
Á uppskeruhátíðinni voru tveir
einstaklingar heiðraðir af Mark-
aðsskrifstofu Norðurlands sem
Ferðamálasamtökin á Norðurlandi
standa að. Það voru Knútur Karls-
son, fyrrverandi forstöðumaður á
Akureyri, fyrir ýmis frumkvöðla-
störf á sviði ferðamála á Norður-
landi, meðal annars þróun kynn-
ingarmála, forystu í
ferðamálasamtökum og við upp-
byggingu Markaðsskrifstofu ferða-
mála á Norðurlandi.
Einnig Sigurbjörg Árnadóttir,
hugmyndasmiður á Akureyri, fyrir
áhugaverða nýjung í ferðaþjónustu
tengda strandmenningarverkefni
og einnig fyrir forystuhlutverk í
vitamálum tengdum ferðamálum.
Eyða degi saman
Þetta var í þriðja skipti sem
ferðaþjónustufólk á Norðurlandi
hittist í lok ferðatímabils og eyðir
einum degi saman. Nú var farið um
Eyjafjörð, meðal annars til Greni-
víkur og Hríseyjar og ýmsir staðir
tengdir ferðaþjónustu og matvæla-
framleiðslu heimsóttir.
,,Finnst að þetta sé ein
af stóru stundum lífsins“
Í HNOTSKURN
»Síldarminjasafn Íslands áSiglufirði er stærsta sjó-
minja- og iðnaðarsafn lands-
ins.
» Í þremur ólíkum húsumkynnast gestir síldveiðum
og vinnslu á silfri hafsins.
»Síldarminjasafnið hefurhlotið margvíslegar við-
urkenningar. Það hlaut Ís-
lensku safnaverðlaunin árið
2000 er þau voru veitt í fyrsta
sinn og Evrópuverðlaun safna
2004, Michletti-verðlaunin.
Ferðamálasamtök
Íslands heiðra Ör-
lyg Kristfinnsson
Reykjanesbær | „Þetta er raun-
verulega inngangur að sögu varn-
arliðsins sem ég hef lengi unnið
að,“ segir Friðþór Eydal, fulltrúi
hjá Flugmálastjórninni á Keflavík-
urflugvelli, um bók sem hann er að
ganga frá og kemur út á næstu vik-
um. Friðþór fékk hæsta styrkinn
við úthlutun menningarráðs
Reykjanesbæjar á almennum menn-
ingarstyrkjum.
Friðþór var lengi upplýsinga-
fulltrúi hjá varnarliðinu á Keflavík-
urflugvelli og grúskaði mikið í sög-
unni. Segir að það hafi nýst sér í
starfinu. Hann hefur skrifað og gef-
ið út tvær bækur um tengt efni.
Bókin sem hann er að skrifa núna
fjallar um Keflavíkurstöðina frá því
hún varð til og til ársins 1951 að
varnarliðið kom og mun heita „Frá
heimsstyrjöld til herverndar“. Frið-
þór eru búinn að afla sér mikils efn-
is og hyggst halda áfram með því
að skrifa sögu varnarliðsins.
Friðþór segir frá umsvifum
breska og bandaríska hersins hér á
landi, flugvallargerð Breta í Garð-
inum og byggingu Keflavík-
urflugvallar og starfseminni sem
þar fór fram á þessum tíma. Hann
segir að lítið hafi verið fjallað um
margt af því sem hann tekur fyrir,
að minnsta kosti hér á landi, þótt
drepið hafi verið á sumt. Hann seg-
ist reyna að skýra hvaða hlutverk
flugvellirnir á Íslandi gegndu og
áhrifum þeirra á styrjaldarrekst-
urinn. Meðal annars kemur fram að
Bretar fluttu skýli úr Kaldaðarnesi
á Keflavíkurflugvöll til að nota fyr-
ir öflugar kafbátaleitarvélar sem
voru of stórar fyrir Reykjavík-
urflugvöll en voru lykilatriði í orr-
ustunni um Atlantshafið. Hann lýs-
ir flugslysinu þegar Andrews,
æðsti yfirmaður Bandaríkjahers,
fórst í Fagradalsfjalli. Meðal atriða
sem Friðþór telur að ekki hafi kom-
ið fram hér á landi áður er frásögn
af einu loftárásinni sem héðan var
gerð á annað land á stríðsárunum.
Sex milljónir til menningar
Menningarráð Reykjanesbæjar
úthlutaði samtals 6 milljónum
króna til menningarverkefna úr
Manngildissjóði Reykjanesbæjar.
Hæstu fjárhæðirnar eru vegna
fastra samninga við menningar-
félög. Þau eru Leikfélag Keflavík-
ur, Félag myndlistarmanna í
Reykjanesbæ, Tónlistarfélag
Reykjanesbæjar, Kvennakór Suð-
urnesja, Karlakór Keflavíkur,
Suðsuðvestur gallerí, Harmonikku-
félagið, Norræna félagið, Ljósop
félag áhugaljósmyndara, Gallery
Björg, Faxi málfundafélag og
Gospelkórinn. Að þessu sinni bætt-
ist við samningur við Leið-
sögumenn Reykjaness ses.
Friðþór Eydal fékk sem áður
segir hæsta almenna menning-
arstyrkinn. Af öðrum verkefnum
sem styrkt voru nú má nefna kór-
ana sem fengu sérstaka styrki til
útgáfu geisladiska, tónleikahalds
og þátttöku í kórahátíðum. Vignir
Bergmann fékk styrk til útgáfu
geisladisks, Guðmunur R. Lúðvíks-
son til skráningar varða á Reykja-
nesi, Sólveig D. Þórisdóttir vegna
sýningarinnar „För hersins“,
Rannveig L. Garðarsdóttir vegna
söfnunar á munnlegum fróðleik og
Kristlaug Sigurðardóttir vegna út-
gáfu sögu á netinu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Menning Fulltrúar menningarfélaga í Reykjanesbæ ásamt Björk Guðjóns-
dóttur, formanni menningarráðs, og Árna Sigfússyni bæjarstjóra.
Skrifar inngang að
sögu varnarliðsins
Reykjanesbær | Reykjanesbær hef-
ur gert menningarsamning við Leið-
sögumenn Reykjaness fyrir kom-
andi ár. Leiðsögumenn eru
þrettánda félagið sem bærinn gerir
samstarfssamning við en samningn-
um fylgir fastur árlegur styrkur, 150
þúsund kr.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, og Bergur Sig-
urðsson, fulltrúi Leiðsögumanna
Reykjaness, skrifuðu undir samn-
inginn við athöfn sem haldin var
vegna úthlutunar menningarverð-
launa Reykjanesbæjar.
Félagið tekur þátt í verkefnum
sem varða menningar- og ferðamál í
Reykjanesbæ. Leiðsögumenn munu
hafa frumkvæði að því að efla og
styrkja umræðu um sögu og náttúru
bæjarfélagsins, að því er fram kem-
ur í samningnum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Efla umræðu um sögu
LANDIÐ
LÍFIÐ SÆKIR FRAM
Safn prédikana og ljóða eftir
sr. Bolla Gústavsson.
Myndskreytingar eftir Gústav
Geir Bollason myndlistarmann.
Sr. Bolli Gústavsson var sóknarprestur
í Hrísey 1963-1966 og í Laufási frá
árinu 1966-1991 er hann varð
vígslubiskup að Hólum.
Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands
ritar inngang og Hjörtur Pálsson
norrænufræðingur og guðfræðingur
ritar grein um manninn og
rithöfundinn sr. Bolla Gústavsson.
Fæst í Kirkjuhúsinu
og í bókaverslunum
Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið - Laugavegi 31 - 101 Reykjavík
Sími 552 1090 / 562 1581 - skalholtsutgafan@skalholtsutgafan.is