Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AUSTURLAND Eftir Albert Kemp Jökuldalsheiði | Á dögum myrkurs á Austurlandi var einn af mörgum og fjölbreyttum dagskrárliðum sviða- veisla hjá Lilju Óladóttur, húsráð- anda í Sænautaseli. Fimmtíu og tveir, börn og full- orðnir, komu þar saman til snæðings á sunnudagskvöld og hófu leika á myrkragöngu um næsta nágrenni og hlýddu á sögur Eyþórs Guðmunds- sonar úr Jökuldalsheiðinni. Var því næst farið inn í hlýjuna og sest að langborði hrokuðu af sviðum, löpp- um, hangiketi, bjúgum, slátri, ávaxtagraut og fleira góðmeti í anda heiðarbúa. Undir borðum var lesið upp úr Sjálfstæðu fólki Halldórs Kiljans Laxness og sagðar mergjað- ar draugasögur af heiðinni. Þetta er í fimmta sinn sem Lilja býður heim á Dögum myrkurs. Fyrst kom einn gestur en nú er fullt út úr dyrum. Sænautasel er endurgert heiðar- býli þar sem búið var nær samfellt frá árinu 1843 til 1943. Morgunblaðið/Albert Kemp Myrkramatur Gestir í Sænautaseli gæddu sér á sviðahausum og löppum undir römmum draugasögum og Bjarti í Sumarhúsum Laxness. Gæddu sér á sviðahausum og löppum í Sænautaseli Myrkraköttur Kynjadýr ber í kertalog í myrkri við Sænautasel. Eftir Andrés Skúlason Djúpivogur | Það er nokkuð al- gengt að ýmsar fuglategundir dagi uppi þrekaðar á fiskiskipum austur af landinu á haustin og framan af vetri. Svo var þegar Sighvatur GK var í síðasta róðri, en þá settist þreytuleg brandugla á þilfar skips- ins. Þorvarður Helgason, ásamt fleiri skipverjum, gómaði ugluna og kom með hana í land á Djúpavogi svo hún ætti frekari lífsvon. Fréttarit- ari Morgunblaðsins á Djúpavogi tók svo á móti fuglinum við komuna í land og fór síðan með hann á svæði Skógræktarfélags Djúpavogs og sleppti honum þar. Branduglan virtist afar fegin að hafa aftur fast land undir fótum. Í skógræktinni ætti uglan að geta fundið sér næga fæðu, en hagamýs, ásamt húsamúsum, eru helsta fæðu- tegund branduglunnar og hefur músagangur verið með mesta móti að undanförnu. Branduglur munu að mestu leyti vera staðfuglar á Íslandi og eru einu uglurnar sem verpa á landinu, einkum á láglendi og mest í Þing- eyjarsýslum, Eyjafirði og Borg- arfirði. Talið er að varppör séu á milli 100 og 200 talsins en að 200 til 500 fuglar séu á landinu yfir vetr- artímann. Branduglur eru alfriðaðar. Ugla biður ásjár Morgunblaðið/Andrés Skúlason Uglutetur Þorvarður Helgason um borð í Sighvati GK með branduglu sem lenti á þilfarinu og fékk far með skipinu inn til Djúpavogs. Betra Uglan komin á græna grein í Skógrækt Djúpavogs. „FÓLK gerir sér sennilega ekki grein fyrir því í dag, en Davíð var langvinsælasti rithöfundurinn á Ís- landi á fimmta og sjötta áratugn- um. Bækur hans voru seldar miklu, miklu meira en nokkurra annarra manna; jafnvel Halldór Laxness komst ekki í hálfkvisti við Davíð. Bækur Davíðs seldust meira að segja í stærra upplagi en gerðist á Norðurlöndunum og jafnvel víðar,“ sagði Friðrik G. Olgeirsson, sagn- fræðingur og rithöfundur, í samtali við Morgunblaðið í Davíðshúsi á Akureyri í gær. Hann kynnti þá ný- útkomna ævisögu sína um skáldið frá Fagraskógi. Bókin ber nafnið Snert hörpu mína, eftir upphafs- orðum þekkts ljóðs skáldsins. Bókin hefur verið nokkur ár í smíðum. „Það er langt síðan ég fékk áhuga á Davíð og hugmyndin að skrifa ævisögu hans er reyndar eldgömul. Það gengu alltaf sögur um að verið væri að skrifa ævisögu hans og það varð til þess að ég tók aldrei af skarið, en áhugi minn var orðinn svo mikill fyrir nokkrum ár- um að ég lét slag standa og hófst handa,“ sagði Friðrik í gær. Höfundurinn segir gífurlega heimildavinnu að baki. „Mér fannst ég þurfa að fara í gegnum allt; prentuð gögn og óprentuð og var alltaf hræddur um að eitthvað vantaði. Ég var einn á báti – fjöl- skylda skáldsins bað mig ekki um að skrifa þessa bók og ég fékk hana raunar ekki til samvinnu við mig fyrr en á seinni stigum.“ Ættingjar Davíðs voru Friðriki innan handar og sagði hann að Þóra Stefánsdóttir, bróðurdóttir skáldsins, hefði t.d. lesið handritið og gefið sér góð ráð. „Mér fannst mjög ánægjulegt að hafa þau með og lagði mikið upp úr því. Ég hef engan áhuga á að lenda í sömu að- stöðu og sumir ævisagnaritarar að skrifa krassandi verk og fá svo alla afkomendur upp á móti sér.“ En skyldi eitthvað hafa komið Friðriki á óvart, þegar hann kynnti sér sögu Davíðs? „Það var í raun margt. Gamla sögnin var gjarnan sú að Davíð hefði gerst bókavörður á Akureyri og hér hefði hann setið nánast alla ævi og afgreitt bækur í Amtsbóka- safninu og ort ljóð. En þegar mað- ur skoðar ævi hans kemur allt ann- að í ljós. Davíð var framan af ævi mikill heimsborgari. Hann var fjör- maður; þeir höfðu gaman af því að fá sér í glas, Davíð og vinir hans. Það fóru meira að segja dálitlar sögu af því.“ Friðrik nefnir að Davíð hafi gert víðreist. „Hann ferðaðist um Norð- urlönd, Bretlandseyjar og víðar. Hann var meira að segja fenginn í Sovétreisu. Framan af var Davíð dálítið róttækur og 1928 fékk Einar Olgeirsson hann til að koma í sendi- nefnd til Sovétríkjanna til þess að sjá herlegheitin. En það virkaði al- veg öfugt; það sem Davíð sá líkaði honum alls ekki. Eftir þetta varð hann hægrisinnaðri í skoðunum, meira fór að bera á trúarlegum áherslum í kveðskap hans og þetta var honum ekki fyrirgefið. Hann lenti dálítið úti á kanti því margir þessir róttæku menn sem höfðu bundið svo miklar vonir við að fá hann til þess að boða fagnaðarer- indið gátu ekki fyrirgefið honum; þeir urðu pirraðir og gerðu lítið úr kveðskap hans, en viðurkenndu svo allir eftir andlát Davíðs að það hefði verið óréttmætt.“ Friðrik nefnir einnig, sem hann komst að við vinnslu bókarinnar, hugmyndir um að Davíð hafi hugs- anlega komið til greina sem nób- elshöfundur. Tekur fram að með því sé hann ekki að segja að nafn Davíðs hafi nokkru sinni komið upp hjá nóbelsnefndinni í Svíþjóð en sænsk kona, lektor við háskóla þar í landi, hafi viljað koma skáldinu eins vel á framfæri í Svíþjóð og nokkur kostur væri, með verðlaun- in í huga. Stjórnamálaskoðanir Davíðs hafi hins vegar varla hjálp- að til í því sambandi. „Þessi kona sagði að menn þyrftu ekki að vera heimsfrægir til þess að verða nób- elshöfundar heldur ættu verðlaun- in að gera þá heimsfræga. Viðkom- andi þyrfti annars vegar að vera húmanisti og hins vegar að hafa haft mikil áhrif í eigin landi.“ Davíð uppfyllti þessi skilyrði, segir Frið- rik, „en hann hefði þurft öflugra bakland fólks í menningarheimin- um hér heima en hann hafði.“ Bækur Davíðs Stefánssonar seldust mun meira en nokkurs annars rithöfundar Davíð var langvinsælastur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skáldjöfur Davíð líkaði ekki herlegheitin í Sovétríkjunum og var aldrei fyrirgefið að vilja ekki breiða út fagnaðarerindið, segir Friðrik G. Ol- geirsson sem var að senda frá sér ævisögu skáldsins frá Fagraskógi. Í HNOTSKURN »Davíð Stefánsson fæddist íFagraskógi við Eyjafjörð 21. janúar 1895. Hann bjó á Ak- ureyri frá 1925 og lést þar í mars 1964. »Fyrsta ljóðabók Davíðs,Svartar fjaðrir, kom út þegar hann var 24 ára. »Á sextugsafmæli Davíðs1955 var hann gerður að heiðursborgara Akureyrar. »Hús Davíðs á Bjarkarstíg 6var ánafnað Akureyrarbæ eftir lát hans og þar er nú safn til minningar um skáldið. AÐALMEÐFERÐ hófst í gær, fyrir Hér- aðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri, í máli fjögurra viðskiptavina netbanka Glitnis en þeim er gert að sök að hafa nýtt sér með kerfisbundnum og sviksamlegum hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerf- inu sem var til komin vegna forrit- unarmistaka bankastarfsmanna. Fjórmenningarnir högnuðust um alls 30 milljónir króna, frá tveimur og hálfri til 24 milljóna króna hver. Þeir hafa endurgreitt bankanum allt féð. Málið var upphaflega tekið fyrir fyrr á þessu ári en var vísað frá í sumar. Ekki var þá tekið efnislega á málinu, heldur því vís- að frá þar eð saksóknari efnahagsbrota hefði ekki sjálfstætt vald til að gefa út ákæruna. Reglugerð um saksóknarann gengi þannig lengra en lög um opinber mál heimiluðu. Ríkissaksóknari sækir nú málið. Fjórmenningarnir lýstu allir yfir sak- leysi í gær. Einn þeirra sagði að það hefði aldrei flögrað að sér að hann væri að gera eitthvað af sér. Sakborningarnir eru á aldrinum 38-48 ára, þrír karlmenn og ein kona. Halda fram sakleysi í net- bankamálinu SKÓLANEFND Akureyrar hefur boðað til opins fundar um málefni leikskóla og grunnskóla í Giljahverfi, í sal Giljaskóla í kvöld kl. 20-22. Fjallað verður m.a. um stöðu skólanna og líklega þróun, um áherslur skólanna, umhverfi, aðgengi, um- ferðarmál og fleira. Tilgangur fundarins er að heyra í for- eldrum, starfsmönnum og öðrum bæj- arbúum um málefni skólanna og safna þannig efni í sarpinn fyrir frekari stefnu- mótun um starfsemi þeirra. Fundur um skóla- mál í Giljahverfi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.