Morgunblaðið - 20.11.2007, Page 21

Morgunblaðið - 20.11.2007, Page 21
BARNASÁTTMÁLINN VERÐUR FULLORÐINN Útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims, Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, verður 18 ára í dag þriðjudaginn 20. nóvember. Vegna þessara tímamóta efnir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til málþings í Norræna húsinu á afmælisdaginn kl. 14.00–16.30. Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Dagskrá 14:00 • Setning málþings. Einar Benediktsson, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. 14:10 • Þórhildur Líndal, lögfræðingur og mannréttindaráðgjafi Reykjavíkurborgar: Barnasáttmálinn 18 ára – tökum við, Íslendingar, hann alvarlega? 14:40 • Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, flytur erindi um notkun Barnasáttmálans í starfi umboðsmanns. 14:50 • Barnakór Kársness flytur nokkur lög. 15:00 • Hlé og veitingar. 15:20 • Ungmennaráð UNICEF á Íslandi sýnir eigið myndband þar sem sýn barna á réttindi er tekin fyrir. 15:30 • Lucy Smith frá alþjóðlegu barnaréttarnefndinni: Implementation of the Convention on the Right of the Child - Iceland in a Global Context. 16:00 • Pallborðsumræður með Lucy Smith, Þórhildi Líndal, Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni, og Helenu Hyldahl Björnsdóttur, formanni ungmennaráðs UNICEF á Íslandi. 16:30 • Þingi slitið. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, dagskrárgerðarmaður, stýrir málþingi. www.unicef.org/knowyourrights www.unicef.is Grein 1 Allar manneskjur, yngri en 18 ára, eiga þau réttindi sem koma fram í þessum sáttmála. Grein 2 Þessi réttindi gilda fyrir öll börn, sama hvaða trú, kyn- þætti eða fjölskyldu þau tilheyra. Eða hvaða getu þau hafa, hvað þau hugsa eða segja. Grein 3 Það á að taka ákvarð- anir með það í huga hvað sé gott fyrir börn. Yfirvöld eiga að setja reglur sem vernda börn. Grein 4 Yfirvöld eiga að virða þessi réttindi. Grein 5 Foreldrar bera ábyrgð á því að ala upp börnin sín. Yfir- völd eiga að virða ábyrgð for- eldra og aðstoða þá ef þörf krefur. Grein 6 Allir eiga rétt á því að lifa góðu lífi og yfirvöld eiga að tryggja börnum þau réttindi. Grein 7 Barn á að bera nafn og þjóðerni frá fæðingu. Grein 8 Yfirvöld eiga að tryggja að barn beri nafn, þjóðerni og hafi tengsl við fjölskyldu sína. Grein 9 Barn skal ekki vera tekið frá foreldrum sínum nema þeir valdi barninu skaða eða vanræki það. Ef foreldrar skilja á barnið rétt á því að vera í sambandi við báða foreldra, nema það skaði barnið. Grein 10 Ef fjölskyldur búa í mis- munandi löndum má ekki hindra ferðir þeirra á milli þessara landa og á barnið rétt á því að sam- einast foreldrum sínum. Grein 11 Yfirvöld eiga að koma í veg fyrir að börn séu flutt ólög- lega úr landi. Grein 12 Barn á rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós og að virð- ing sé borin fyrir þeim. Grein 13 Barn á rétt á því að fá upplýsingar og deila þeim, svo lengi sem þær skaða ekki barnið eða aðra. Grein 14 Barn á rétt á því að hafa eigin trúarskoðanir ef þær brjóta ekki réttindi annarra. For- eldrar eiga að leiðbeina börnum sínum í þessum málum. Grein 15 Barn má taka þátt í félagsstarfi og stofna eigin félög, svo lengi sem það brýtur ekki réttindi annarra. Grein 16 Barn á rétt á einkalífi og það á að vera tryggt sam- kvæmt lögum. Grein 17 Barn á rétt á að fá áreiðanlegar upp- lýsingar frá fjölmiðlum. Sjónvarp, útvarp, blöð og tímarit eiga að miðla upp- lýsingum þannig að barnið skilji þær og að þær skaði ekki barnið. Grein 18 Báðir foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og eiga alltaf að hafa í huga hvað sé best fyrir hvert barn. Yfir- völd eiga að styðja við foreldra til dæmis með því að veita við- eigandi þjónustu ef báðir for- eldrar vinna utan heimilis. Grein 19 Yfirvöld eiga að veita barni vernd ef það hefur orðið fyrir misnotkun eða vanrækslu af hálfu foreldris eða umsjón- araðila. Grein 20 Yfirvöld eiga að tryggja velferð barna sem eiga ekki foreldra eða geta ekki verið í umsjá sinnar nánustu fjölskyldu. Grein 21 Yfirvöld eiga að tryggja að ættleiðing sé einungis framkvæmd ef það er barn- inu fyrir bestu. Grein 22 Yfirvöld eiga að sjá til þess að börn, sem koma inn í land sem flóttamenn, njóti sömu lagalegu réttinda og innfædd börn. Grein 23 Fatlað barn á rétt á hjálp til að lifa góðu og sjálfstæðu lífi. Grein 24 Barn á rétt á að fá góða heilsugæslu, hreint vatn og nær- ingarríka fæðu svo það geti lifað heilbrigðu lífi. Rík lönd eiga að hjálpa fátækari löndum að ná þessu markmiði. Grein 25 Yfirvöld eiga að sjá til þess að börn sem búa á stofn- unum búi við góðar aðstæður. Grein 26 Barn á rétt á félagslegri aðstoð og almannatryggingum. Grein 27 Barn á rétt á góðum lífsskil- yrðum sem uppfylla andlegar og sál- rænar þarfir þess. Yfirvöld skulu hjálpa fjölskyldum sem geta ekki uppfyllt þessar þarfir barna sinna. Grein 28 Barn á rétt á ókeypis grunnmenntun og agareglur skólans skulu vera mann- úðlegar. Rík lönd eiga að hjálpa þeim fátækari að tryggja börnum þennan rétt. G r e i n 29 Menntun á að þroska börn svo þau nýti hæfileika sína til fulls og verði virkir einstaklingar í samfélaginu. Menntun á að hvetja börn til að bera virðingu fyrir foreldrum sínum og mismunandi menning- arheimum. Grein 30 Barn, sem kemur úr minnihlutahópi í þjóðfélaginu, á rétt á að rækta eigin menningu og tala eigið móðurmál. Grein 31 Börn eiga rétt á frítíma og tíma til að leika sér ásamt því að fá að njóta menning- arlegra og listrænna viðburða. Grein 32 Yfirvöld eiga að vernda börn frá erfiðisvinnu sem gæti heft möguleika þeirra til menntunar og verið skaðleg heilsu þeirra. Grein 33 Yfirvöld eiga að grípa til aðgerða til að vernda börn frá fíkniefnum. Grein 34 Yfirvöld eiga að vernda börn gegn kynferðislegri áreitni og misnotkun. Grein 35 Yfirvöld eiga að koma í veg fyrir að börn séu numin á brott eða seld. Grein 36 Ekki má misnota börn á nokkurn hátt. Grein 37 Börn, sem brjóta lög, verða að hljóta mannsæmandi meðferð og mega ekki sæta pyntingum. Þau mega ekki sitja í fangelsi með fullorðnum og eiga rétt á að halda sam- skiptum við fjölskyldu sína. Grein 38 Börn mega ekki gegna hermennsku og á tímum stríðs- átaka eiga börn að hljóta sér- staka vernd. Grein 39 Yfirvöld eiga að aðstoða börn sem sætt hafa misnotkun eða vanrækslu og hjálpa þeim að byggja upp sjálfsvirðingu sína. Grein 40 Ungir lögbrjótar eiga rétt á lögfræðiaðstoð. Fangelsun má einungis nota þegar um mjög alvarlega glæpi er að ræða. Grein 41 Ef þau landslög sem eru fyrir hendi eru betri en þessar greinar á að styðjast við þau. Greinar 42-54 Yfirvöld eiga að sjá til þess að börn og full- orðnir þekki Barnasáttmál- ann, að hann sé virtur og að eftir honum sé farið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.