Morgunblaðið - 20.11.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 20.11.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi hríðféll í gær eða um 3,65% í 6.955 stig og lækkaði mest af norrænu hlutabréfavísitölunum. Þá mun þetta vera næstmest lækkunin á einum degi það sem af er ársins. Mest lækkun varð á gengi bréfa Exista eða um 5,8% en gengi bréfa Straums lækkaði litlu minna eða um 5,3%. Þá lækkaði gengi krónunnar um 1,2% í gær og hefur krónan ekki verið veikari í um tvo mánuði. Mesta lækkunin ● BJÖRGVIN G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hyggst setja á stofn nefnd til að fara yfir ákvæði laga sem lúta að uppgjöri innlends hlutafjár sem skráð er í erlendri mynt. Á nið- urstaða að liggja fyrir ekki síðar en 1. mars. Formaður nefndarinnar verður Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri og bankastjóri Norræna fjárfestingabankans. Óskað hefur verið eftir tilnefningum frá Seðla- banka Íslands, Samtökum fjármála- fyrirtækja, Verðbréfaskráningu Ís- lands og Fjármálaeftirlitinu. Nefnd um uppgjör í erlendri mynt Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is MIKLAR lækkanir urðu á öllum helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu, Evrópu og síðan í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Norrænu hlutabréfavísi- tölurnar frá um 2,4% og upp í mest 3,65% hér á Íslandi, FTSE í Lund- únum lækkaði um 2,7%, CAC í Par- ís um 1,7% og DAX í Frankfurt um 1,3%. Sama sagan var uppi á ten- ingnum vestur í Bandaríkjunum þar sem Dow Jones og Nasdaq lækkuðu um 1,7% og S & P 500 um 1,75%. Citygroup lækkar um 6% Gengi bréfa Citygroup, stærsta banka Bandaríkjanna, féll um nær 6% í gær en fyrr um daginn hafði bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs mati sínu til fjár- festa úr hlutlausu í að selja bréf Citygroup enda kynni svo að fara að bankinn þyrfti hugsanlega að af- skrifa allt að 15 milljarða dala eða liðlega 900 milljarða króna vegna taps á húsnæðislánum á næstu tveimur fjórðungum. Goldman Sachs lækkaði einnig verðmat sitt á fjárfestingabönkunum Merill Lynch og Morgan Stanley og lækkaði gengi bréfa Merill um 4% og gengi bréfa Morgan Stanley um 3,4% í gær. Citygroup, Merill og Morgan snarlækka Citigroup gæti þurft að afskrifa allt að 15 milljarða dala Beinagrindur Áhrifa kreppunnar á fjármálamörkuðum hefur stigmagnast eftir því sem „fleiri beinagrindur hafa fundist í skápum erlendra fjármála- fyrirtækja“, eins og það er orðað í hálffimmfréttum Kaupþings. Reuters GENGI bréfa breska bankans Nort- hern Rock féll um meira en fimmt- ung eða um 21,4% á markaði í gær. Í kauphallartilkynningu frá bank- anum kom fram að yfirtökutilboð í bankann væru verulega undir skráðu markaðsvirði hans fyrir við- skipta dagsins í dag. Þá er og ljóst að ekki verður endilega gengið að hæsta tilboðinu því í tilkynningu breska fjármálaráðuneytisins sagði að yfirvöld myndu að öðru óbreyttu styðja tilboð sem krefðust sem minnsts fjárhagslegs stuðning frá hinu opinbera. Þá lækkaði Moody’s lánshæfiseinkunn Northern Rock í gær og einnig einkunn fyrir fjár- hagslegan styrkleika bankans en staðfesti þá einkunn vegna skamm- tímalána bankans. Skellur hjá Northern 7% *8   '   *8 9":;  + 021#  )   *  ' '  '  '  ' ' '   ' '  ' '  ' ' ' ' ' '  ' '   '   ' '  ' '   ' ' '      ! "#  $    %# %% $ # %"& "  $ '  $# $&& $! '  !%   $ "   '   5  .  6(  ! 7 2&,&  ! 8 " 6                     -   - -  - -                       - -  - -                        -     0 .  6(                    -   - -  - - 9 ! ( .  .                             +, - .  - (& :&63# ; .0:&63# <= ( 3# +:&63# : ( 2 3# 5#< 6 #4 !   >?   :&63# " 61 !2 3# +  2    3# (  -; /  /#23# 7 @ 3# A 3# / $,01  3# # ? 3# ( ( ?B (&  B  < ;  ! :&63# C&@ ; >?   ?:&63# *  3# DE3  3# BFGD 7@!! !  (0 3# H  (0 3# +    02  ! I (@   I& 5;:  3# 5 6  3# G*J G*J   # (' ( ' K K G*J 5;J #   (' (' K K 9&LM& D  N # #  (' (' K K 9 J # #  (' (' K K G*J6 G*J  # #  ( ' (' K K SWISS RE, sem er stærsta end- urtryggingafélag heimsins, hefur tilkynnt að það þurfi að afskrifa 1,2 milljarða svissneskra franka eða um 61,5 milljarða íslenskra króna vegna undirmálskreppunnar svo- kölluðu. Þetta kom mörkuðum al- veg í opna skjöldu þar sem Swiss Re hafði ekki gefið til kynna að það ættui neitt undir vegna áhættu- samra veðlána þegar það kynnti hálfsársuppgjör sitt. Swiss Re afskrifar ♦♦♦ Ókyrrð á fjármálamörkuðum spennum beltin! Undanfarna mánuði hefur töluverð ókyrrð á erlendum fjármálamörkuðum torveldað aðgengi að lánsfé. Talsverðar sveiflur á gengi gjaldmiðla hafa einnig vakið spurningar um það hver áhrifin gætu orðið fyrir íslensk fyrirtæki. Leitað verður svara við þessum spurningum á hádegisverðarráðstefnu Askar Capital og FVH. Dagskrá 11:45 Skráning gesta 12:00 Ráðstefna sett Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital, býður gesti velkomna 12:10 Sjónarmið sjóðsstjóra: Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum Jeppe Ladekarl, Principal Investment Officer, World Bank Pension Fund 12:45 Hvernig geta lántakendur brugðist við lausafjárþurrð? Rohit Khanna, Vice President Global Rates, Deutsche Bank og Tommy Paxeus, Vice President Global Capital Markets, Deutsche Bank 13:30 Ráðstefnuslit Fundarstjóri er Þórður Jónasson, framkvæmdastjóri Áhættu- og fjármögnunarráðgjafarsviðs Askar Capital. Vinsamlega skráið þátttöku á vef FVH, www.fvh.is eða í síma 551 1317 – Verð 3.000 kr. (frítt fyrir félagsmenn FVH). Hádegisverðarráðstefna askar Capital á Hilton reykjavík nordiCa í samstarfi við félag viðskiptafræðinga og Hagfræðinga (fvH), miðvikudaginn 21. nóvember frá kl. 11:45 - 13:30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.